Góða kvöldið aftur
Það er ekki hægt að taka það af Þjóðverjunum, alltaf þegar maður telur að þeir hafi náð að toppa sig í samviskubitinu og þröngvandi uppfræðslunni þá dettur þeim eitthvað nýtt í hug.
Sem dæmi má nefna það að á hverju ári þá er saklausum börnum á 9. ári troðið inn í rútur og keyrt er með þau af stað. Næsta stopp er svo - versogú - næstu útrýmingarbúðir!
Börnunum er svo smalað, skelfinu lostnum, í gegum brennsluklefa, pyntingarherbergi, fjöldagrafir, gassturtur og fleiri hryllingsstaði og þau "uppfrædd". Lýst er í smáatriðum hvernig Þjóðverjar (ergo - þau sjálf) hafi misþyrmt og murkað, í fullkomnu tilgangsleysi, lífið úr milljónum og milljónum manna, kvenna og barna - eins og þeim!
Þetta er svo líklega ástæða þess að þegar hér einhver fer að ræða 3 ríkið þá umturnast heimamenn. Það tekur smá tíma að átta sig á því, en ástæðan er ekki umræðuefnið sem slíkt, heldur hitt að það kallar upp nístandi barnæskuminningar.
En sumsé, þessar aðfarir að sakleysi barnanna nægir þeim ekki og því skal haldið út á völlinn að nýju.
Það nýjasta er að yfirvöld hér í Berlín telja að börn viti ekki nóg um Helförina og þetta aðkallandi vandamál þurfi að laga. Það kom nefnilega út könnun sem sýndi að 1 af hverju 3 börnum vissi ekki hvað helförin er. (enda ættu börn að vera með það á hreinu, sem og nákvæma skilgreiningu á orðinu þjóðernishreinsun, virkni kjarnorkuvera og skilning á afstæðiskenningunni - hinni fyrstu)
En stjórnvöld hér eru ekki af baki dottinn.
Nú ætla þau að gefa út teiknimyndabækur þar sem hryllingur helfararinnar er settur fram undir tryggri forrystu "Tinna" fígúru. Nú skal infiltrera hugmyndaheiminn þeirra líka. Meiraðsegja barnabækurnar fá ekki að vera í friði!
Nú skal ekki segja að ekki sé gott að halda sögunni lifandi, að vara við mistökum fortíðarinnar og gera allt sem hægt er til þess að viðbjóður seinni heimstyrjaldarinnar endurtaki sig ekki. En grensan hlýtur að liggja einhversstaðar.
Það hlýtur að koma að því að barnungum Þjóðverjum sé það í sjálfvald sett hvort þeir ætli að burðast með kollektívt samviskubit undangenginna kynslóða.
En það mun ekki gerast meðan þýska ríkið veit börnunm betur hvað þeim er fyrir bestu...
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín
föstudagur, febrúar 15, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli