föstudagur, nóvember 07, 2003

Ég var að horfa á Ágúst þingmann tala útí eitt á RÚV. Hvað er þetta me'ð unga karlmenn sem troða sér alltaf svona fram þannig að enginn annar kemst að?

Kenna mönnum mannasiði því það er ekki fallegt að taka upp sjónvarpssiði manna eins og Sigurðar Kára eða Guðlaugs "ég er á móti öllu sem ekki stendur í frumvarpi SUS til landþings" Guðlaugssonar.

Annars var þetta ágætt og unga konan úr SUS kom betur út en ég átti von á (enda ber ég álíka virðingu fyrir núverandi SUS stjórn og stjórn BUSHY í USA). Það er kannski von þó vissulega eigi maður að muna að oftar en ekki leynist flagð undir fögru skinni.

seinna

Engin ummæli: