Ég afréð um helgina í útskriftar partýinu mínu að tala aldrei aftur um Icesave málið.
barasta aldrei aftur.
Aldrei.
Það var meiraðsegja bannað að tala um það í partýinu.
Ég braut þá reglu á fyrsta degi. En þó var ég reyndar að ræða hversu leiðinlegt mér þætti að vera að ræða þetta mál, hversu óhugnarlega það færi í taugarnar á mér.
Tel reyndar og hef alltaf talið að þetta sé smámál.
Mest útblásna smámál íslenkrar nútímasögu.
Og þar sem búið er að ræða þetta mál í ár hafi það hlotnast merkingu lang umfram raunverulegan þunga.
Þegar stjórnmálamenn (sem eru háðir stríðsrekstri) hafa grátið í pontu
þegar fólk hefur rifist í pottum og í hesthúsum
þegar óeirðir hafa brotist út í fjölskylduboðum og vinslit hafa orðið.
Þegar búið er að senda þjóðina á kjörstað og blása í þjóðernislúðra.
Þá verður málið að vera einhvers virði.
Annars erum við bara vitleysingar. Og það vill enginn vera vitleysingjar.
Nema einn. Fýlupúkinn út í horni. Hann kallar "keisarinn er nakinn"
Og svo er að sjá hvort satt reynist.
Þorleifur
mánudagur, mars 08, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli