föstudagur, apríl 02, 2004

Hullu

Alltaf að bralla eitthvað en það fyndnasta er það að maðurinn sem þoldi ekki dansleikhús er líklega að fara að hefja ferilinn í FInnlandi með því að gera dans-götuleikhús. Nota textann af Beðið eftir Godot til að mynda ramma utanum götusýningu þar sem tveir kvenkyns dans-trúðar verða í hlutverkum mannanna undir trénu.

ég sá sýningu með þessum trúðum tveim og það er með því fallegra sem ég hef séð og því duttum við niður á það að gera þetta. SVo er veðrið hérna svo gott að það væri út í hött að vera inni.

Sumsé, hér er ég kominn á ferð í leit að nýju formi, ég sem er alltaf að tönglast á innihaldi en ekki formi. En heimurinn gengur í hring! Eða svo er mér sagt...

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: