sunnudagur, ágúst 21, 2005

Góða kvöldið

Það er lítið sem maður nennir að fylgjast með kjaftaganginum heima á íslandi þar sem maður er staddur í landi sem stendur í hernaði gegn saklausum borgurum smáþjóða sem gegn gegn vilja þeirra.

En eitt vakti sérstaka eftirtekt, það var harðorður pistill Egils Helgasonar á vísir.is þar sem hann ræðst harkalega á vinnuveitendur sína og samstarfsfélaga. Fyrir mér eru tvær mögulegar skýringar á þessu.

Annars vegar að Agli Helgasyni hafi blöskrað svo misnotkun fréttablaðsmanna á valdi sínu að hann hafi ekki getað þagað. Og hafi skrifað orð sín með hugsjón sýna fyrir hönd íslenskrar blaðamennsku að leiðarsjósi. Að hann hafi bara ekki getað þagað.

Hin útskýringin er sú að eignendur Fréttablaðsins (365) sjái sér leik á borði og gefi "grænt ljós" á harðorða gagnrýni úr eigin herbúðum. Það er þá hægt að benda á skrif Egils Helgasonar sem sönnun fyrir því að á fjölmiðlinum sé vissluega sjálfstæð ritstjórnarstefna og þar sé mönnum ekki settur stóllinn fyrir dyrnar.

En hvernig sem á þessu stendur þá geta þeir ekker gert í þessu akkúrat núna. Ekki er hægt að reka manninn, þá myndu þeir gera opinbera þá járnhendi sem hvílir yfir mönnum og að á fréttablaðinu sé ekki málfrelsi (þeir geta kannski farið að ráði ríkisstjórnarinnar og biðið aðeins áður en þeir hefna sín, og bera þá eitthvað annað fyrir sig). Varla geta þeir heldur beðið hann að hafa hægt um sig enda myndi hann líklega taka það óstinnt upp. Og svo kannski eru þeir bara hæstánægðir með þetta, það er svo gott að geta bent á dæmi því til stuðnings að þar renni ekki allar ár til dýrafjarðar.

Og stutt frá Bandaríkjunum, það sem ekki kemur fram í fréttum er það að á hverri brú, í hverjum bæ og á hverjum gatnamótum má sjá fólk að mótmæla stríðinu og út úr mörgum bílum sem keyra fram hjá má sjá fólk (ég þar með talinn) reka tvo fingur út um hliðarglugga með V lag á fingrum!

Þorleifur

Engin ummæli: