mánudagur, nóvember 26, 2007

Góða kvöldið

Það snjóar og rignir til skiptis í Berlín þessa dagana. Og maður hugsar heim.

Berlín er grá borg, eins og flestar stórborgir en gráminn margfaldast í þungbúnum skýjunum, í skortinum á útsýni og þá sérstaklega þegar skýjin láta undan og demba niður vætunni.

En þegar svo bregður við og kólnar og skýjin kasta niður snjóflyksunum, þá brosir Íslendingahjartað. Það verður einhvernveginn ekki jafn langt heim.

----------

Það er frumsýning á morgun (þriðjudag) og ég er að verða spenntur. Auðvitað er þetta öðruvísi ferli en maður hefur átt að venjast, að vera með forfrumsýningu fyrir 3 vikum og æfa svo sýninguna upp fyrir frumsýninguna, en þetta er í raun ferlega gott ferli. Bæði fyrir leikendur og aðstandendur.

Verkið sest einhvernvegin betur. Leikaranir fá tíma til þess að melta og leyfa þessu að setjast og aðstandendurnir slíkt hið sama og geta, ef út í það er farið, lagað til, hreyft, bætt eða breytt eða ef ekki annað, þá bara setið aftur og notið þess að koma að verkinu að nýju.

Við vorum með rennsli í dag og það var alveg stórskemmtilegt að horfa á, fannst að vissu leyti að ég væri að horfa á verk eftir einhvern annan.

----------

Svo er fólkið farið að týnast inn til borgarinnar til þess að sjá. þórhildur fylgdi Sólveigu út og Arnar fylgir í kjölfarið. Nokkrir vinir mínir eiga svo pantað flug á mán og þriðjudag þannig það verður fjöl- og góðmennt í borginni.

Og vissulega er planað gott og mikið partý á frumsýningarkvöldið.

ég er búin að fá fastakaffihúsið mitt, St Oberholz, til þess að vera opið lengur fyrir okkur og þar vonast ég til þess að það verði djammað fram á nótt.

-----------

Svo er tvennt sem mig langar til þess að benda á:

Svona eiga menn að bregðast við vondum fréttum

Bestu kv,

Þorleifur

Engin ummæli: