Góða kvöldið
Vissir þú að í heiminum eru 400 miljónir kristinna manna sem trúir því að Jesú muni snúa aftur af himnum ofan og leiða okkur í gegnum heimsendi, ef bara við biðjum nógu sterk og lengi.
Vissir þú einnig að yfir 80% ofangreindu fólki trúa því að þeir hafi
talað beint við guð, 50% að þeir hafi séð kraftaverk séð kraftaverk og um 30% að þeir hafi upplifað exorsisma!
En helmingurinn af þeim getur ekki svarað því hver flutti fjallræðuna!
Fólk sem lifir eftir hinu helga orði og veit ekki hver flutti FJALLRÆÐUNA!!!
Er verið að grínast í mér...
Stundum finnst mér í alvöru að maður eigi bara pakka saman tjaldi,
kíki og gott á grillið, setjast upp á fjall og enjoy the show!
---------------
Þjóðverjar eru skrítinn þjóðflokkur. Þeim finnst fátt skemmtilegra en að ala fólk upp úti á götu. Þeim mun minna sem það þekkir viðkomandi (Best ef þau hafa aldrei sést áður) þeim mun skemmtilegra.
Þetta snýst um að lagfæra hluti í fari þeirra sem á vegi þeirra verður. Benda fólki á umferðarreglurnar, benda því á að blístra ekki á almannafæri, að standa rétt í röð, að lækka í I-pod, að leggja hjólinu á réttum stað.
Og guð hjálpi þeim sem biður fólk í þjónustustörfum að veita þjónustu. Augntillitið sem skotið er að manni er engu líkt. Sérstaklega ef maður hefur stigið utan við reglurnar að einhverju leyti.
Þegar maður lendir í þeirri sérstöku aðstæðu þá gerist algerlega ótrúlegur hlutur. Þjóðverjinn mun hiklaust byrja að segja þér að þetta sé þér að kenna. Og sama hvað tautar og raular, þá er þetta þér að kenna. Hann fer svo að útskýra fyrir þér hvernig þetta er þér að kenna og hvernig þú hefðir ekki lent í þessu ef þú hefðir bara gert það sem þú áttir að gera þegar þú áttir að gera það.
En ótrúlegt nokk þá hefu hann nú þegar hafist handa við að leiðrétt viðkomandi hlut. Þannig það er engin fylgni milli þess sem munnurinn er að hjala og þess sem hendurnar eru að framkvæma.
Skrýtið að framandgerving (verfremdung) hafi verið fundin upp í Þýskalandi...!!!
-------------
Frumsýning að baki, gekk ferlega vel. Fólk almennt ánægt, sumir mjög, sumir tilturulega, sumir á því að þetta sé vonlaust verk (sjá www.mittleikhus.blogspot.com). Ég sjálfur er ferlega ánægður og finnst sem ég hafi lært alveg gríðarinnar býsn á því að takast á við svo erfiðan texta sem Lars Noren býður upp á.
Næstu vikur nota ég svo til þess að vinna úr þessu, draga hvert atriði fram og reyna að skoða í gagnrýnu ljósi því að þegar uppi stendur þá hlýtur hver að vera sinn besti krítíker.
------------
Var kallaður inn í skólann morguninn eftir frumsýningu til þess að presentera HAMLET fyrir skólastjóranum, dramatúrg skólans og dósentinum. Getið rétt ímyndað ykkur ferskjuna á andlitinu á mér!
Góða nótt
Þorleifur
Berlín
föstudagur, nóvember 30, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli