föstudagur, nóvember 30, 2007

Baby Grace

Það birtist frétt á eyjan.is um barnlík sem fannst fljótandi í Flórídaflóa. Barninu hafði verið beitt miklu og ítrekuðu ofbeldi. Barnið gekk undir nafninu Baby Grace.

Þetta er sjokkernadi mál og maður hlýtur að spyrja sig spurningar um manneskjur og samfélög þegar maður les svona.

Hvaðan kemur þessi grimmd, þessi ömurð, hvernig getur fólk tekið aðra manneskju og limlest hana og misþyrmt eins og foreldrar þessa barns?

Svarið við þessari spurningu er að finna í kommentunum á eftir fréttinni. Það er greinilega bara fullt af fólki sem væri til í að stunda svona pyntingar, en bara við fólk sem stundað hefur pyntingar sjálft.

Nokkur dæmi:

SÞA segir: Taka þessa anskota af lífi, helst að grýta þau til bana eins og tíðkast í mið-austurlöndum.

Ásdís segir: það er svona fólk sem að lætur mig skammast mín fyrir að vera partur af þessu mannkyni...að einhver geti gert litlu barni svona lagað skil ég einfaldlega ekki. Megi þeirra óverðskuldandi lík rotna í helvíti!!!

Kari bætir um betur: DJÖFUS ógeð þetta eru svona manneskjur sem ég væri til í drepa

Noname: það á að láta pynta þau til dauða

Lea segir: sko, þegar svona lagað gerist, þá er ekkert annað sanngjarnt að þetta fólk (ef fólk má kalla) “ófreskjur” fái sömu meðferð og þau gerðu litlu stúlkunni. pyntuð til dauða!!! ef að ég mætti ráða!!!

Og toppinum er líklega náð með eftirfarandi hjá Valdimar: réttast væri bara að taka þessa ömurlegu manneskjur af lífi með því að pynta þær,t.d rífa af þeim hárið,sparka endalaust í kynfærið á föðurinum, berja þau bæði með kylfu í fésin og hrinda þeim fram af bergi!!!!!!!

Það er sjokkerandi að sjá þessi viðbrögð. Það er eitt þegar andlega ruglað fólk misþyrmir börnum sínum og annað þegar íslenskir fréttalesendur gerast að múgi sem tilbúinn erð að beita ákvæðum úr gamla testamentinu til þess að svala hefndarlosta sínum á sjúku fólki. Svona viðbrögð myndi ég skilja ef um fjölskyldumeðlim væri að ræða en vera tilbúin/n til mannsmorða og pyntinga eftir að hafa lesið fréttir, það er komið yfir öll mörk.

Og þetta hlýtur að vekja upp spurningar um bloggið sem fréttamiðil. Bera þeir sem skrifa enga ábyrgð? Getur maður lýst því yfir á fréttasíðum að maður vilji pynta fólk til dauða? Eða þýðir þetta að bloggið er ábyrgðarlaust og því skiptir engu máli hvað þar stendur. Það getur vart verið bæði.

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: