Góðan dag
Það hlýtur að vekja furðu manns að heyra málflutning Egils Helgasonar um Silfur Egils og konurnar.
Hann ver þetta stöðugt með því að segja að það sé færri konur í þeim stöðum sem hann sækir í að fá í þáttinn. Auðvitað er það hárrétt en það er í rauninni það sem er að, og með því að viðhalda þeim hlutföllum, og verja þær ákvarðanir með því að segja að þetta sé ekki honum að kenna heldur fáum valmöguleikum er hann að ýta undir status quo, ekki að ögra því.
Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um ábyrgð fjölmiðla.
Ef það er í raun þeirra ekki á þeirra ábyrgð að fara fyrir með fordæmi heldur einvörðugnu að spegla veruleikann, hversu óréttlátur sem hann er, þá hefur Egill vissulega ekkert rangt gert.
En ef það er á hinn bóginn þeirra hlutverk að halda uppi merkjum þeirra sem misrétti eru beittir þá hlýtur Egill hér að teljast sekur.
Þannig spurningin er í raun aðeins sú, hvernig íslenskir fjölmiðlar sjái sig og hlutverk sitt.
------------------------
Vil í jafnréttisumræðunni benda á frábæra grein Katrínar Helgu Hallgrímsdóttur á Deiglunni. Það er gaman að sjá konu sem merkir sig "hægra megin" í pólitík taka þess afstöðu. sjá hér
------------------------
Talandi um reglur og kvóta. Í Þýskalandi vill SPD (sósíal demókratar) skoða möguleikann á því að setja lög gegn ofurlaunum forstjóra. Þetta er í takt við umræðuna hér í Þýsklandi. Varaformaður sama flokks kallaði "Hedge Funds" lókost (engisprettufarald) og sagði þá skilja eftir sig sviðna jörð á fjármálamörkuðum. Hvað myndi fyrrum forstjóri stærsta íslenska "Hedge Funds" Íslendinga, Hannes Smárason, nú segja um þetta.
------------------------
Er á leið í djúp-austrið á morgun til þess að heimsækja leikhúsið í Schwerin þar sem ég mun leikstýra með haustinu. Þessi bær er frægastur fyrir þar að í þingi Mecklenburg, sem er með þing sitt í Schwerin, sitja nýnasistar, enda fengu þeir um 7% í síðustu kosningum.
fimmtudagur, desember 06, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli