þriðjudagur, september 07, 2004

Sælt veri fólkið!

ég er að vinna í Saga Film og berst í bökkum við sálarlaus exel skjöl, fari þau bölvuð!

Reyndar skil ég ekki af hverju ég er einu sinni að skrifa á þennan tölvskjá því að mér hefur gjörsamlega misboðið þetta form samskipta, ég er meira að segja farin að efast um að þetta samskiptaform, það er talvan, sé tæki til framfara heldur sé hún (persónugerð) ein af grundvallarvandamálum í mannlegum samskiptum í heiminum í dag.

Hún einangrar, fráskilur og rífur fólk í sundur.

Ofboð auglýsinga og upplýsinga og frelsis fer með hið blinduráfandi mannnkyn, en við megum velja og þá er allt í lagi!

Og það eru dimmu fréttirnar í dag.

Skrifa kannski meira seinna þegar ég hef öðlast meiri bjartsýni.

Þorleifur

Engin ummæli: