föstudagur, febrúar 06, 2009

Góða kvöldið

Það virðist vera að þó svo að eina bylting vesturheims í háa herrans tíð sé að baki þá hafi sú pólitíska alda sem hún reið á síður en svo lægt. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta sé upphafið af nýjum tímum, fullum tækifæra og magnaðra athafna.

Leikurinn stendur upp á endann, heimurinn stendur upp á endann. Það er eins og allir beri með sér leyndarmál en séu ekki vissir hvort þeir eiga að segja frá því, hvort að það megi kjafta. En svo hittir fólk fólk á hornum og í bókabúðum, hjá klipparanum eða í grænmetisdeildinni og kappræðurnar hefjast. Allir með sitt leyndarmál, sinn eigin skilning sem unnið var fyrir, sínu eigin samansafni af hugmyndum og hugarflugsbrotum sem það hefur safna saman og búið til mynd úr - sem það nú deilir af hjartans list.

Hagfræðiheiti - áður hluti af arkínu mál utan hversdagsleikans - er nú á hvers manns tungu, með hvers mann skilningi... Er þetta ekki stórkostlegt!

Allir eru með, og allir upplifa sig máttuga.

Nokkra daga í upphafi árs 2009 mátti fólk finna til sín. Og sama hvað gerist héðan af - þá getur enginn tekið þetta af því!

Bestu kv

Þorleifur

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég veit ekki hvort þetta sé stórkostlegt eða sorglegt. Gleðin er yfirleitt skammvinn. Fólk dansaði af gleði á múrnum í Berlín þegar hann féll en í dag eru margir sem sakna gömlu tímanna og gildanna. Örugglega voru margir glaðir við fall sovétríkjanna en hvað með Rússland í dag?

Mannkynsagan er ein hörmungarsaga um þjóðflokk sem kann ekki að læra af mistökum. Við erum mýs á endalausum hlaupum - við hreinlega elskum að gera sömu mistökin tvisvar, eða þrisvar eða...

Sjáðu bara daginn í dag. Síðustu helgi var fagnað á Austurvelli. Í dag er mótmælt. Byltingarblaðið Nei hélt uppi kröftugum skrifum. Nú er það komið í frí.

Hugsjónir eru góðar in the spur of the moment. Svo tekur raunveruleikinn við. Og hann er yfirleitt öll afbrigði af gráum með einstaka sólargeisla sem hverfur jafnskjótt og birtist á himni.

Við erum hundar að elta skottið á okkur. Ævintýrafólk í leit að regnboga gullinu á enda regnbogans.

Allt er hégómi. Sigrar og ósigrar.

kv. Símon

Unknown sagði...

Símon!
Það mætti halda að þú værir að vitna í 1984... hvaða "doublespeak" er þetta? Sigrar eru ósigrar? Hvernig væri að vera bjartsýnn og jákvæður í stað þess að fyllast efasemdum?

Það er svo sannarlega rétt hjá þér að mannkynið hefur hingað til ekki lært af mistökum en það er samt aldrei að vita nema við tökum upp á því einn daginn... í það minnsta vil ég ekki útiloka þann möguleika. Hvað með þig? Ertu búinn að gefast upp á mannkyninu?

Nafnlaus sagði...

Enn ekkert blóð, en stefnir í það.
Þessum 30 verður ekki sálgað en ekki kæmi á óvart þó 2-3 af þessum 30 verði sálgað.

Thorleifur Örn Arnarsson sagði...

Gaman að minnast á það í kjöfar orða upplitsdjarfa heimspekingsins frá Þýskalandi að afi Obama hefði ekki mátt mæta á setningarathöfn forseta bandaríkjanna, að verkalýðurinn hafði fyrir 80 árum enga sjóði til þess að ganga á þegar harnaði í ári, að konur máttu ekki kjósa í tið ömmu minnar og síðast þegar fólk gekk á götur út að þessu marki 1949 þá breyttist ekki neitt.

Ég er því ekki tilbúinn að samþykkja að mannkynið læri ekkert.

En hlakka samt til þess að hitta Símon vin minnog hlægja með honum :)

Þorleifur