Smá auka upplýsingar...
Ég var að horfa á heimildarmyndina "The World according to Bush". Frönsk mynd fyrir sjónvarp þar í l andi þar sem talað er við bæði meðlimi stjórnarinnar sem og andstæðinga.
Þar kom fram afar skemmtileg staðreynd sem ég vissi reyndar ekki um:
Prescott Bush, afi George Bush, var stórkall í bankaheiminum á fjórða áratugnum. Hann var sviptur eignum sínum eftir að hann hætti setu í bandaríska öldungardeildinni fyrir að hafa hvítþvoð peninga fyrir nasista og haft pólska gyðinga í vinnu í verksmiðju sem hann átti. Og þetta á sama tíma og sonur hans var að "berjast" í kyrrahafinu gegn vinum pabba síns.
Ég mun fara í rannsóknarleiðangur á netinu til þess að grafa upp meiri upplýingar um þetta og "reporta" þegar nýjar og betri upplýsingar koma fram...
góðar stundar
Þorleifur
sunnudagur, janúar 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli