Góðan daginn
Það sem hrjáir íslenskt leikhús er sjálfánægja. Ég er búin að vera að pæla í þessu síðan í gær og þetta er það sem ég tel vera alvarlegast í fari íslensks leikhúss.
Það koma alltaf vondar sýningar inn á milli, það er eðli listsköpunar að ekki náist alltaf í listrænar hæðir, að allt í einu sé það sem verið er að tala um ekki current eða þá að kunnáttan var ekki til staðar hjá þeim sem að sýningunni stóðu.
Einstaka vondar sýningar eru ekki vandamál íslensk leikhúss. VAndamál íslensks leikhúss er það að jafnvel þegar tekst ágætlega upp þá er því hampað sem stórkostlegum listrænum afrekum. Ungir leikstjórar (ég meðtalinn) fá slíkt hrós fyrir sýningar sínar að þeir telja að nú þurfi ekkert að læra meira, að nú sé það komið, að þetta sé list eins og hún eigi að vera. Og þeir verða hrokafullir (ég meðtalinn) og það má ekkert segja um þá eða við þá. Það er engin listræn umræða. Þetta er bara frábært og punktur!
Og ef reynt er að sprengja einhverjar blöðrur þá verða menn bara móðgaðir eða stökkva í vörn. Fá menn og konur með sér í lið og berjast fyrir því að halda uppi einhverri glansmynd af því sem er að gerast.
málið er það að ef maður stígur fæti út fyrir landsteinana þá kemur í ljós að íslensk leiklist stendur að engu leyti undir þeirri umræðu sem á sér stað innan leikhússheimsins um gæði. Íslenskt leikhús er meðal-leiklistarland þegar vel tekst upp.
Þessi meðalmennska er skiljanleg og ekki einhverjum einum að kenna. Þetta eru varnaviðbrögð lítillar þjóðar sem er að berjast fyrir tilverurétti sínum. Að Ísland sé ekki þjóð meðalþjóða heldur Þjóð Meðal Þjóða. En á meðan þetta er raunveruleikinn þá verður engin framför. Ef ekket má gagnrýna, ef allt er frábært - ALLTAF - þá blasir við okkur að falla dýpra í ginnungargap meðalmennskunnar og sjálfsánægjunnar.
Þetta er líka hluti af því hvernig nútíma samfélag er keyrt áfram. Sölumennskan og yfirborðskenndin er fyrir öllu. Bíóin (ólíkt því sem gerist í eldri menningarheimum evrópu) eru full af bandarískum framleiðislumyndum. Og það er misskilningur að halda því fram að þær standi listrænum kvikmyndum á sporði, þær eru ekki list og eru ekki að gefast sig út fyrir að vera það. Þær eru framleiðsla eins og Snickers og Coca Cola, hannaðar til þess að ná til sem flestra og beita sér því útfrá lægasta sameiginlega samnefnara. Rétt eins og íslenskt leikhús er að gera. En ef maður reynir að ná til allra þá endar maður einn og yfirgefinn, í húsi sem maður á ekki heima í með hjarta sem engan langar lengur til að kynnast eða kíkja inn í.
Ég vona að gagnrýnin vakni upp hjá leikhúsinu!
2.1.2005
Kaffibrennslan
Þorleifur
sunnudagur, janúar 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli