fimmtudagur, janúar 06, 2005

Góðan daginn

Ég hef verið að velta fyrir mér stöðu Íslands í fjölþjóðasamfélaginu. Og það sem meira er, ég er kominn að niðurstöðu í málinu. Ekki það að það sé eitthvað sérlega merkileg niðurstaða sem ég er kominn að en það er niðurstaða engu að síður.

Ísland er smáríki!
Ísland er smáríki!
Ísland er smáríki!

Og sem slíkt þá erum við EKKI STÓVELDI!
ERUM EKKI STÓRVELDI!
ERUM EKKI STÓRVELDI!

Að hlusta á rausarann óskaplega um áramótin minnti mig enn einu sinni á þessa staðreynd, að ísland er lítið land sem dreymir um að vera stórt. Hann talaði um fjölskylduna, gamla tíma og sló svo út með þessari einkennissetningu íslenkrar stórkallapólitíkur "Ísland sé þjóð meðal þjóða".

Hvað þýðir þessi setning? Hvað þýðir það þegar forsætisráðherra finnur sig knúinn til þess að minna þjóðina á að hún sem heild skipti einhverju máli, að hún eigi stað í alþjóðasamfélaginu?

Hvað þýðir setningin? Við látum allt of margt rúlla í gegnum hlustirnar án þess að stoppa við og spyrja, hvað þýðir þetta? Hvað er meint með þessum orðum? Og svo kannski spurningin sem hræðir valdið mest, eru orðin sönn?

að vera þjóð meðal þjóða gefur það fyrst af öllu í skyn að á þessum tímapunkti séum við það séum ekki þjóð meðal þjóða. Eða þá að einhver hætta sé á því að innan skamms teljumst við ekki lengur með í þjóðklúbbnum.

En þarf Ísland eitthvað sérstaklega að sanna það fyrir öðrum þjóðum að við séum líka þjóð? Eða eru við að tala um einhvern ákveðinn þjóðklúbb sem við viljum umfram allt komast inn í og vera talinn með í? Gæti verið að þetta sé þjóðabandalag vesturlanda, sem allir vita að á þessum tímapunkti er öðrum þjóðklúbbum betri. Eða er þetta hópur iðnvæddra þjóða, eða þjóðhópur skattaparadísarríkja? Hvaða þjóðir eru þessar umræddu meðal-þjóðir?

ÉG tel ástæðu þess að forsætisráðherra telur sig knúinn til að láta svona út úr sér sé vegna þess að hann fær minnimáttarkennd þegar hann fer á alþjóðlegar ráðstefnur og enginn vill hlusta á hann. Hann sé bara frá ríki sem fæstri gætu fundið á korti og hefur ekki tekið sjálfstæða afstöðu í nokkru máli sem snertir alþjóðasamfélagið síðan í þorskastríðinu. Hann dreymir kannski um að stjórna eins og stóru kallarnir gerðu þá þegar þeir buðu stórveldum birginn hægri vinstri og stímdu herskipin niður. Eða þegar utanríkisráðherrar fóru til annara smáþjóða og lýstu yfri stuðningi við þær án þess að spyrja kóng eða prest? En þeir tímar eru liðnir. Sú hugrakka þjóð sem þá byggði landið hefur týnst, stóru pólitíkusarnir eru horfnir í ólgusjó sendiherrahafsins. Það sem eftir er eru litlir kallar sem langar ofsalega að vera stórir. Þegar þeir pissa þá pissa þeir upp í vindinn. Þegar þeir bjóða stórveldum birginn (samb. Kína) þá senda þeir afsökunarsendinefnd beint í kjölfarið og bjóða svo stórveldaleiðtogum hingað í karaókí í Perlunni. (Og þjóðin er múlbundin á meðan)

Til þess að geta talist þjóð meðal þjóða þá verður mðaur að hegða sér eins og þjóð sem stendur fyrir eitthvað. En ef maður eltir uppi skítalyktina þá endar maður aðeins upp í endaþarmi þess er lyktina framkallar.

Þannig að stríðsóp forsætisráðherra, þjóð meðal þjóða, í árámótaávarpi sínu er stórkallalegur draumur manns sem er of lítill til þess að standa undir orðunum.

Þorleifur Arnarsson

Engin ummæli: