Góða kvöldið
Ég ætla aðeins að fjalla um einn hlut í þessu bloggi. Og það er sýning Borgarleikhússins á Hýbíli Vindanna.
Þetta er í einu orði sagt stórkostleg upplifun...
Annað eins jafnvægi milli allra þátta sýningar hef ég aldrei séð. Sýningin er hæg en heltekur mann og leiðir áfram í transkenndu ástandi í ferðalag með þessu fólki sem þurfti að yfirgefa heimili sín í vonkenndri trú á betra líf vestan við hafið.
Ég mun þurfa að skrifa annað blogg um áhrif þessarar sýningar þegar ég er aðeins búin að melta meira, en ég er þess viss að hún muni sprauta nýju lífi inn í ásýnd íslensks leikhúss. Þarna er komin sýning á heimsmælikvarða. Og ég skammast mín ekki fyrir að segja það þó svo ég ´s etengdur leikstjóranum.
Þessi sýning er sigur fyrir alla sem komu að henni og mun búa með þeim og listrænu starfi þeirra í langan tíma hér eftir.
Til Hamingju Borgarleikhús og takk fyrir upplifunina...
Þorleifur Arnarsson
laugardagur, janúar 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli