Góða kvöldið
Ég fæ ekki orða bundist.
Eins og fram kom í gær þá var ég afar hrifinn af sýningu BOrgarleikhússins á Hýbílum Vindanna. Sýningin var gerð í slíkri heildarhugsun og af slíkri fagmennsku á alla bóga að ég hef sjaldan séð annað eins.
Hvernig stendur þá á því að í dómi Morgunblaðsins í gær er farið mörgum orðum um sýninguna, listrænir stjórnendur allir taldir upp og hrósað í hástert að leikstjóri sýningarinnar, Þórhildur Þorleifsdóttir, var hvergi nefnd á nafn. Varla var minnst á leikstjórnina í stærstu sýningar ársins!!!
Ég hef velt fyrir mér hverni getur staðið á þessu. Hvernig er hægt að skrifa dóm, heilsíðu dóm, um afskaplega stóra sýningu án þess að minnast á leikstjórann? Er það af því að hún er miðalra kona? hún er ekki ung og hip og kúl og með tippi? Ég er viss um að ef þarna hefði verið á ferð sýning eftir ungan karlkyns leikstjóra að umfjöllunin hafði að mestu verið um hann.
Þetta er endurvarp tíðarandans sem snýst um að eldri konur séu ekki til. Að konur, sem í umræðunni skipta nú miklu minna máli en karlar í umræðunni, séu viljandi útskúfaðar. Þetta er þjóðfélagsleg kúgun í sínu versta formi!
Aftur, ég veit ekki hvað liggur að baki þessari gjörð gagnrýnanda Morgunblaðsins en lesi maður dóminn er ekki hægt að draga aðra niðurstöðu að annað hvort sé hún (já, hún er miðaldra kona) föst í hlekkjum hugarfarsins eða þá að hún hafi viljandi ákveðið að sleppa nafni Þórhildar og hlut leikstjóra út úr dómi sínum. þetta er líkt og að útgefenda, viðfangsefni, ljósmyndara, bókbrotamannsins og bókkápuhönnuðar væri sérstaklega minnst í dómi um ævisögu en þeim er söguna ritað væri sleppt!
Stórfurðulegt og þá sérstaklega þegar skoðað er hversu stóran þátt Þórhildur á í þessari stórfallegu sýningu!
Þorleifur Arnarsson
PS: Það ber að taka það fram að ég er ekki hlutlaus, Þórhildur er móðir mín.
sunnudagur, janúar 09, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli