laugardagur, janúar 15, 2005

Góða kvöldið

Stutt viðbót síðla kvölds...

Ég get ekki annað eftir að hafa hlýtt á orð Hildar Sigurðardóttur í Íslandi í dag en að hrósa henni fyrir hugrekkið. Það er aldrei auðvelt að koma fram og tala opinberlega um mál sem þetta.

Heimilsofbeldi er sérstaklega erfitt mál þar sem því fylgir því mikil skömm. Upplifun þolenda er oftar en ekki að ofbeldið sé sér að kenna og því er það afar erfitt að koma fram. Sérstaklega þegar framkoma hins opinbera er allt of oft fyrirlitning, nðurlæging, vantrú eða hreint og beint ásakanir um ýkjur og lygar.

Bravó Hildur, ég er með þér!

Megi fordæmi þitt verða öðrum þolendum fordæmi að komast undan vítahringi ofbeldis og niðurlægingar. Og megi samfélagið læra af sögu þinni.

Og reka helvítis dómarann á reykjanesi!!!

Þorleifur

Engin ummæli: