Góða kvöldið
Svo margt, svo margt...
Ég veit varla hvar ég á að byrja.
Ætli ég hefji ekki förina hjá Davíð okkar eilífðarráðherra. Þessi skipreki íslenskrar valdmisnotkunar og umræðuvillandi séntilmanni. Hvernig getur hann sagt svona út úr sér? Að umræðan um stuðning við Íraksstríðið sé landbundin við Ísland? Hvernig getur maður starfað sem utanríkisráðherra ef hann fylgist ekki betur með fréttum en þetta? Opnar hann aldrei (eða lætur opna fyrir sig) Bresk, Ítölsk, Spænsk, Þýsk, Frönsk, Hollensk, Belgísk svo ég tali nú ekki um alþjóðleg blöð og tímarit? Þetta er búið að vera eitt aðalumræðuefni fjölmiðla í heiminum síðustu tvö árin. Þetta var aðalumræðuefni í Ástralíu á undangengnum vetri. Þetta var eitt aðal umfjöllunarefnið á landsþingi breska verkamannaflokksins. Blöð í Bretlandi hafa safnað milljónum undirskrifta gegn stríðinu. Og svo mætti lengi halda áfram. Og í reynd þá dæma þessi ummæli sig sjálf, lýðskrumarinn sofnaði út frá kennslubókum Göbbels og ákvað að leggja sitt á vogarskálarnar til þess að sjá til þess að sagan skrifist honum í hag. En ég vona að minni þjóðarinnar gefi sig ekki í þessu málefni eins og svo mörgum öðrum. Og það er hlutverk okkar sem mótmæla, við meigum aldrei þagna!!!
Nú, Impregilo er náttúrulega sorglegt apparat. Þeirra stragedía er að ganga eins langt og þeir komast gegn stjórnvöldum. Ætli þeir hafi ekki fylgst af áhuga með hugleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart bandaríkjamönnum og ákveðið að láta slag standa. Þessi stjórnvöld myndu aldrei þora í þá sem eiga svoldið af peningum (nema náttúrulega að þeir hafi tekið þá af þeim sjálfum).
Og að lokum er það dæmisaga frá 18 öld. 1865 þá gerðu þrælar uppreisn á Jamaica gegn bresku þrælahöldurunum. Bretar ákváðu í kjölfarið að leggja þrælahald niður. Þeir stóðu stuttu seinna frammi fyrir alvarlegu vandamáli. Þrælarnir frjálsu höfðu ekki áhuga á því að starfa áfram á plantekrum þeirra. Þeir vildu bara rækta landið sitt í friði. Vandamál þetta var rætt á breska þinginu í kjölfarið. Taka ber fram að þetta var fyrir tíma áróðursmeistara af hinum kapítalíska skóla. umræðurnar snérust um það hvernig hægt væri að fá nú fyrrum þrælana aftur til starfa. Þeir virtust hafa það fínt og sáu enga ástæðu til þess að starfa fyrir bretana, og bretarnir gátu ekkert boðið því þrælarnir höfðu ekkert við launin að gera. Því varð þeim tíðrætt um að skapa "vöntun" fyrir þrælana þannig að jarðgæðin dygðu þeim ekki og því þyrftu þeir að snúa til vinnu. Þetta þótti hin besta hugmynd og í kjölfarið hófu þeir aktívt markaðssamfélag á jamaica þar sem "vöntunin" leiddi hina frjálsu þræla aftur til vinnu til þess að mæta hinni tilbúnu "vöntun". Og við hvað búum við í dag...
Þetta var hugleiðing dagsins.
Þorleifur Örn Arnarsson
þriðjudagur, janúar 11, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli