þriðjudagur, janúar 04, 2005

Góðan daginn

STutt í þetta skipti.

Það eru að verða miklar mannabreytingar í American Diplomacy. Edda Björgvins datt út vegna ofbókana og í hennar stað kemur snillingurinn Björk Jakobsdóttir. Í kjölfarið á þeim fréttum kom í ljós að sonur Eddu, Björgvin Franz, gat ekki verið með vegna æfingaráætluninnar í Þjóðleikhúsinu svo ég þarf að finna honum staðgengil.

Þetta byrjar ekki vel en það vona ég að sannleikur sé að finna í gömlu klisjunni, fall er fararheill...

Og svo eru það auðvitað gömul sannindi að sýning verður auðvitað til með þeim sem hana gera, þeim sem fylla persónurnar lífi og koma henni til skila. Þetta á auðvitað en meira við þegar verkið er nýtt þar sem leikendurinir fá tækifæri til þess að móta textan eftir eigin persónuleikum.

En ég horfi bara bjartur fram á góða tíma og skemmtilega vinnu.

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: