miðvikudagur, nóvember 22, 2006

A time is marked not so much by the ideas that are argued about, but by the ideas that are taken for granted...

Góð hugmynd??!

Á hverjum tíma er það þær hugmyndir sem ekki þarf að ræða sem stjórna því í raun hvernig samfélagið hreyfir sig. Um leið og hugmynd er færð úr flokknum "óumræðanlegt" yfir í "umræðuvert" þá hreyfist eitthvað í samfélaginu.

Þessi færsla er síður en svo algeng. Oftar en ekki eru það aðeins mismunandi vinklar á sömu hugmyndunum ræddar, en hinar, sem eru samfélagslega samþykktar standa utan umræðunnar.

Í þessu samhengi er áhugavert að ræða hlutverk listanna, en það er oftar en ekki sá hluti samfélagsins sem hefur umræðu um mál eða kannski heldur, treður málum að.

Gott dæmi um þetta er Draumalandið hans Andra.

Án hennar mætti búast við því að Jón Iðnaðarráðherra hefði ekki neyðst til þess að tilkynna dauða stóryðjustefnunnar eða að Illugi hefði ekki getað fundið hugmyndum sínum um Hægri Grænt farveg.

Reyndar virðist sem reimt sé í Iðnaðarráðuneytinu. Hin dauða stefna virðist ennþá vera sprelllifnadi í ráðuneyti Framsóknar. Kannski á við um hana eins og Twain sem lét einu sinni haft eftir sér að "My death was somewhat prematurly announced".

Nú liggur eiginlega beint við að minnast á 1984 Orwells í þessu samhengi en ég læt það hér ógert og held mig við efnið, lifandi og dauðar, ræddar og óræddar hugmyndir.

Úff... Það er afar hálft svellið sem ég er kominn út á. Hvernig skrifar maður um óræddar hugmyndir...?

Auðvitað eru hin hugmyndafræðilegu hugtök sem tekið hafa yfir samfélagsumræðuna, eða samfélagsstjórnunina, þau sem erfiðast er að ræða. Þetta tengist því að þar sem yfirleitt er um ríkjandi hugmyndafræðikerfi að ræða sem tengt er öllum sviðum mannlífsins.

Hvernig á maður til dæmis að ræða kapítalismann í dag? Er nokkur leið að skrifa um hann nema að mjög svo takmörkuðu leyti þar sem hann er grunnurinn að því kerfi sem við búum við. Og um leið og maður gagnrýnir hann er maður alltaf kominn með stimpil gamalla kaldastríðskredda, kommi eða sósíalisti etc... Orð sem í raun hafa með skrumskælingu söguskrifa sigurvegaranna misst gildi sitt (aftur langar mann að minnast á Orwell en lætur það ekki eftir sér).

Er alheimsvæðingin góð? eða slæm? eða kannski bæði? eða hvorugt? Svo er svarið algerlega tengt því hvar þú ert staddur í lífinu. Siturðu á kaffihúsi í Berlín eða siturðu heima Wolfsburg með uppsagnarbréf frá Volkswagen. Ertu nýríkur kínverji eða nýbæjaraðfluttur Indverji í símaþjónustubransanum.

Skiljiði hvað ég á við...? ég er straz búin að koma mér í stórvanda...

Ég held að pólitískasta setning sem þú getur látið út úr þér í dag er "Ég er hræsnari" og fast í öðru sæti er "Ég skil hvað þú ert að biðja mig um en ég held ekki að ég vilji gera það, en takk samt".

A time is marked not so much by the ideas that are argued about, but by the ideas that are taken for granted

Tökum það sem gefið!

Þorleifur

Engin ummæli: