Það vantar ekki útsýnið
ég sit við skriftir á kaffihúsinu Oberholzer í Berlín. Hér verða hinar nýju ímyndir landsins bundnar í orð.
Ég hef alltaf unnið á kaffihúsum. Það er eitthvað við kraftinn sem liggur í loftinu sem heillar mig, hreyfingin í kringum mig, samræðurnar sem umkringja mig. Ég þarf að einbeita mér til þess að geta unnið en það er einmitt þessi einbeiting sem ég sæki í, einbeiting sem ekki kemur til mín heima hjá mér í þögninni.
Manneskjur radíera orku sem hægt er að fanga, kíkja á, draga til sín og nota aftur.
hin endalausa hringrás heimsins.
Þorleifur
föstudagur, nóvember 24, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli