Góða kvöldið
að venju sit ég á Kaffibrennslunni. Það er réttast að taka það fram að ég er ekki alltaf hérna, heldur er það svo að venjulega finn ég mér tíma til þess að skrifa þegar ég sit hérna í rólegheitunum...
En allaveganna þá er ég búinn að vera duglegur í dag. Fann og las fullt af spennandi efni, svo sem viðtal við lýðræðisfræðinginn John Keane, greinar eftir George Orwell og svo downloadaði ég bókum (löglega) eftir Tourqueville um lýðræðið í Bandaríkjunum en sú bók er skrifuð seint á 18 öld en er enn þann dag í dag með merkilegri bókum sem skrifaðar hafa verið um lýðræðið og framtíðarhorfur þess.
Það var eitt í kvótum sem ég fann eftir George Orwell sem vakti hjá mér sérstakann áhuga, kvótið var einhvernveginn svona: " Pacifism is objectively pro-fascist. This is elementary common sense. If you hamper the war effort of one side, you automatically help out that of the other. Nor is there any real way of remaining outside such a war as the present one. In practice, 'he that is not with me is against me. "
Kannast einhver við þetta?
Annars er ég í raun að taka mér frí frá því að hugsa um leikhús, enda er sumar og sól og það er nógur tími til þess að pirra sig yfir leiklistinni þegar nær dregur hausti. Svo má ekki gleyma því að ég er að fara út í nám sem mun snúast um leikhúsið 24-7 þannig að ég held að það sé allt að því óhætt að taka sér smá break núna.
En á hinn bóginn er ég að safna að mér efni sem ég mun vissulega nýta mér þegar fram líða stundir og ég fer aftur út á völlinn með það fyrir augum að tala við samfélagið í gegnum listsköpun.
Það er magnað þear maður skoðar stöðuna í heiminum núna hvað listin er í raun mögnuð og hvað við erum lítið meðvituð um það.
Er að lesa bókina "Collapse" eftir Jared Diamond þar sem hann er að rýna í ástæður þess að samfélög eiga það til að hrynja. Hann segist hafa skrifað bókina með það fyrir augum að upplýsa okkur um söguna til þess að sýna okkur fram á hætturnar sem blasa við í heiminum í dag.
Og eitt eiga öll samfallin samfélög sammerkt, það grunaði engan að hrunið væri yfirvofandi!
Humm... Ég minni á að ég skrifaði greinar um hið hrynjandi veldi Bandaríkin fyrir skemmstu...humm....
En annars er ég að njóta sólar og sumars, hamingju og upplýsingu og óska ykkur sambærilegrar fullnægju.
Þorleifur
sunnudagur, júlí 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli