Ég get sagt að ég var stoltur af því sem ég sá.
Mikið hefur maður nú kvartað yfir skort á lýðræði undanfarið og gegnsæji og þó svo mér hafi ekki líkað allt það sem ég heyrði á þessum fundi þá hlýtur það að vera einsdæmi að ráðamenn þjóðar mæti og sitji fund með 1500 borgurum.
Þessir borgarar voru ekki valdir af stjórnmálamönnunum, stjórnmálamennirnir höfðu ekki fundarstjórn og sátu þarna undir beinum spurningum og jafnvel móðgunum.
Mér er það til efs að stjórnmálamenn annars staðar hefðu látið annað eins yfir sig ganga.
Ekki skal ég svo segja hvort þetta sé til marks um ótta þeirra og ráðaleysi eða lýðræðisást, en þetta fannst mér mögnuð sjón. Og það er kannski að þetta breyti farveg mótmælanna. Það er mér þó til efs.
Ég held að undiraldan sé orðin það sterk að ekkert fái stöðvað ölduna sem nú stefnir á land. Maður bara vonar að hún brjótist ekki út í ofbeldi. Eða að menn og konur ríkisstjórnarinnar sjái að sér áður en að því kemur.
Bestu kv.
Þorleifur Berlín
Engin ummæli:
Skrifa ummæli