Frá Berlín
Ég sá Baader Meinhof Komplex í bíó í dag. Myndin rekur sögu RAF hreyfingarinnar, hryðjuverkahreyfingar í Vestur Þýskalandi sem spratt uppúr róstri 7 áratugarins.
Það var svo óhuggulegt að koma heim og horfa á fréttamyndir af árásinni á lögreglustöðina.
RAF spratt upp úr stúdentahreyfingunni eftir að forrystumenn þeirra voru beittir ofbeldi, eftir að ekki var hlustað á þau og þessu unga fólki fannst eins og þau hefðu enga aðra leið en að beita ofbeldi.
Og það sem meira er, það bjóst engin við þessu. Bjóst engin við því að upplýst vestræn ungmenni myndu grípa til ofbeldis, en það gerðist nú samt.
Ef stjórnvöld heima bregðast ekki við kröfum fólksins á götunum þá leitar þessi reiði sér annara leiða til þess að fá útrás.
Og þá er hætta á ferð.
Það er ekki bara hægt að tala um rannsóknir og ekki megi rugga bátnum.
Það er of mikil undiralda til þess.
Fólk mun ekki sætta sig við að stjórnmálamenn hvítþvoi sjálfan sig í gölluðum könnunum unnum undir þeirra nefi. Hver sakfellir sjálfan sig og vini sína í slíku mati?
Nei, tími tvískinnungsháttar er liðinn og nú verða stjórnmálamennirnir okkar að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara.
Annars gæti Ísland fengið að upplifa hluti sem við höfum hingað til aðeins séð í fréttum utan úr heimi.
Og gott er að hafa það í huga að fólk er ekki byrjað að finna kreppuna á eigin skinni, þetta er ennþá að mestu leyti hugmyndarfræðileg mótmæli. Hvað gerist þegar þau fara að snúast um lífsviðurværi og sjálfsvirðingu?
Þorleifur
sunnudagur, nóvember 23, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli