föstudagur, nóvember 21, 2008

Frá Berlín

Ég velti því fyrir mér hvort að stjórnarslit séu best.

Ef af stjórnarslitum yrði er hætt við því að VG undir Steingrími myndi stökkva upp í með Sjálfstæðisflokknum og þá myndi stefna Davíðs verða ofaná. Afturhald og hafta-samfélagið yrðu kjörorð dagsins...

Og nú er komin fram þessi vantraust tillaga sem hlýtur að loka fyrir samstarf þeirra flokka við ríkisstjórnina.

Ég tel reyndar ekki að þetta fáist samþykkt enda er of mikið í húfi fyrir þá stjórnarþingmenn sem kjósa skulu. Kjósi þeir með falli stjórnar og mistakist þeim verða þeir gerðir útlægir úr ranni sinna flokka og slíkt er áhætta sem fáir taka.

En hins vegar gæti það orðið stökkpallur framávið ef rétt spilast. En það er of erfitt verkefni fyrir flesta til að reikna. Einu sem myndi treysta sér í þannig eru stjórnmálamenn á stærð við Davíð Oddson eða Ingibjörgu. Er slíkur leiðtogi í felum?

Þegar allt kemur til alls þá stýra eiginhagsmunir fólki almennt, ekki síst við svona aðstæður.

Og því mun þjóðin þurfa að búa áfram við þetta vonda leikhús sem finna má við austurvöll.

Er ennþá að vinna að pistlum um Absúrd leikhúsið sem ég mun birta hér.

Bk

Þorleifur

Engin ummæli: