Góða kvöldið
tók helgi í Berlín. Það er nauðsynlegt af og til...
Þetta er einhver sú alyndislegasta borg sem fyrir finnst þegar það fer að vora.
Sat áðan við árbakka Spree og át ljúffenga pizzu í góðum félagsskap í glampandi sólskyni. Borgin er vöknuð að vetrardvalanum. Pör hjúfra sér upp að hverju öðru um allar brekkur, fólk með bjór spilar borðtennis og beachblak í görðunum og það er eins og öll borgin léttist og hressist.
Eins og það er gaman að vinna þessa dagana þá langar mann eiginlega bara helst að sitja úti í garði með áfengislausan bjór, góða bók og hitta skemmtilegt fólk svona af og til á röltinu.
Mikið meira á maður ekki að gera, eða láta gera sér eftir þungan og leiðinlegan vetur.
Svo er ég farinn að hugsa um fjallgöngur. Var að hugsa að ég myndi ganga hæsta fjall Sviss í sumar. ég er ekki að lofa því að ég geri það, en ég er að hugsa um það að lofa því að gera það og gera það svo.
tók 3200 metra síðasta sumar og því væri núna alveg málið að fara yfir 4000 metrana!
En sjáum til...
Lífið er yndælt eftir og þrátt fyrir allt saman!
Bestu kv.
Þorleifur
sunnudagur, maí 04, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli