laugardagur, október 25, 2008

Hin ærandi þögn

Ég hef þagað þunnu hljóði í gegnum hamfarirnar sem nú ganga yfir.

Fyrir þetta hef ég fengið skammir í hattinn í samtölum, bréfum og jafnvel á bloggsíðum vina minna.

En ástæðan er einföld. Maður veit ekki hvað maður á að segja og þegar svo er ástatt þá er betra að þegja (eitthvað mér var ráðlagt ungum en hef ekki tekið upp fyrr en núna)

Samfélagið er líka sneysifullt af skoðunum. Misgáfulegum. Varla er við það bætandi.

En þegar tíminn er réttur mun ég láta í mér heyra, en það verður ekki á þessum vettvangi.

Ég átti að vera í heimsreisu. Það get ég ekki. Ég er Íslendingur. ég er á leiðinni heim.

Þorleifur

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sting upp á nýju slagorði:

Þorleifur: Þorir þegar aðrir þegja.

Eða er það notað?

kv. Símon