miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Þetta er mögnuð stund.

Obama er forseti.

Og í fyrsta skipti í langan tíma getur maður hugsað til þessa mikla en skrítna, ljóta en heillandi ríkis með hlýhug og eftirvæntingu.

Það eru nýjir tímar framundan.

Og ég tel að þeir timar hafi hafist þegar John Mccain flutti ræðuna þar sem han gaf kosningarnar. Þetta er ein sú magnaðasta sem ég hef séð.

Innan um fólk sem langaði ekkert annað en að púa á Obama flutti hann göfuga ræðu þar sem hann bað Bandarísku þjóðina að sameinast og standa sem einn maður bakvið forsetann í gegnum þá erfiðu tíma sem framundan eru.

Hann sagðist hafa reynt sitt best en fólkið hafi valið það sem það taldi að væri réttast og því vali myndi hann hlýða.

Maður hugsar nú til annara leiðtoga sem maður myndi óska að sýndu af sér svona stórmennsku.

En sumsé, get farið glaður að sofa í kvöld og hlakkað til morgundagsins, enda nýjir tímar að renna upp.

Því ef Bush gaf okkur eitthvað þá var það langlundargeð. Hann kenndi okkur að það er sama hversu hrikalegir hlutirnar eru, hversu lélegir stjórnmálamennirnar, hversu dimmt útlitið er þá mun sólin alltaf rísa að nýju.

Góðar stundir

Þorleifur

Engin ummæli: