Reykjavík er köld.
Á sama tíma og upplifun af henni er betri úr fjarlægð en reynd er það einhvernveginn alltaf notaleg tilfinning að koma aftur heim.
Ég hef mikið verið að hugsa um stöðuna í samfélaginu okkar. Hvernig komum við okkur hingað?
Hubris kemur ekki úr neinu. Hubris kemur frá því þegar meirihlutinn missir tökin á veruleikanum, trúir uppspunanum sem sannleika.
Í þessu þarf ekki endilega að felast dómur.
Þetta var óumflýjanlegt.
Neyslusamfélagið er samfélag þar sem neysla þarf sífellt að aukast til þess að standa undir vextinum. En laun geta ekki haldið í við neysluna heldur þarf framleiðsluaukning að gera það. Henni er hægt að ná fram með því að vinna meira og þannig er minni tími eftir aflögu til þess að njóta lífins. Neyslu verður því það sem fylla á upp í tómleikan sem fer að grafa um sig hjá þeim sem aldrei hefur tíma til þess að anda aðeins.
Þannig að kaupa flatskjá er ekki endilega merki um samsekt heldur einkenni samfélags sem búið er að missa fótana, hvað varðar manneskjurnar sínar.
Og svo springur blaðran og allir tapa.
Ósanngjarnt þó að þeir tapa mest sem áttu minnst. Einhvernveginn skýtur það skökku við.
Munum við læra af reynslunni?
mér sýnist að við ætlum að halda áfram með sama kerfið ogsama fólkið að stjórna því. Sama hugmyndafræðikerfi og sömu verkfæri. Ef eitthvað er þá er meira vald komið í hendurnar á pólitíkusunum til þess að misnota.
En svo birtir, eða við kveikjum á ljósunum og þá fellur birtan kannski á snjóinn í nýjum vinkli og heimurinn breytist. Og breytist og breytist.
Það er þó allaveganna hægt að gleðjast yfir því.
Þorleifur
sunnudagur, nóvember 30, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli