föstudagur, apríl 25, 2008

Góða kvöldið

Æfingar ganga frábærlega, mikið stuð, mikið kreativití, mikið hlegið og mikið af alvöru.
Svona á þetta að vera...

Annars er ég að læra mikið þessa dagana, um æðruleysi í vinnu (að þora að treysta ferlinu, að vita ekki alltaf allt fyrirfram heldur að skapa rétta andrúmsloftið til kreatívrar vinnu) um æðruleysi í einkalífinu, um sjálfstæði, vera sjálfum sér trúr og gefa ekki umhverfi sínu vald til þess að stjórna sér.

Raunverulegt frelsi...

Er að hlusta á frábæra seríu frá Teaching company um sögu frelsisins. Um hvaðan hugmyndin kemur og hvernig henni hefur verið beitt í gegnum tíðina, magnað stuff.

Mun skrifa almennilega um það þegar ég er ekki að lognast niður úr þreytu.

Góða nótt

Þorleifur

Engin ummæli: