föstudagur, nóvember 14, 2008

já, og by the way

Björgvin segir: "eigum peninga til þess að borga ICE SAVE"og vitnar í Björgólf eldri. Þetta lét bankamálaráðherran í alvöru út úr sér. Og svo eru menn að velta fyrir sér af hverju hann eigi að víkja sæti.

Rétt eins og þegar jón Ásgeir skrifar í blaðinu að eignir hans hafi numið 1200 milljörðum um mitt ár hafa enga þýðingu (markaðir hafa hrunið síðan þá) hefur yfirlýsing Björgólfs í Kastljósi gærkvöldsins enga þýðingu. 

Hvað menn áttu fyrir bankahrunið, hvert verðmæti hlutanna var fyrir hrunið hefur enga merkingu í dag. Það kaupir engin fyrirtæki í dag á markaðsvirði af þeirri einföldu ástæðu að þess þarf ekki. Og það borgar engin meira en hann þarf. 

Svo er nú hitt að menn eru byrjaðir að búa til  pakka sem þeir selja út úr bönkunum, aðallega vinum sínum og félögum. Aldrei hafa aðstæður í íslensku stjórnkerfi boðið upp á meiri spillingu.

Eru eftirlitsstofnanirnar sem flutu sofandi að feigðarósi, með okkur innbirðis, vaknaðar?

Þ

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Um hvað á að kjósa, Þorleifur? Hvort við viljum djöfulinn eða andskotann? Á að velja á milli sömu flokkana? Á milli sama fólksins? Í sama kerfi?

Almennt held ég að fólk geri sér grein fyrir því að kosið verði í vor. Einhverjar undirskriftir til eða frá breyta engu þar um.

Góða helgi!