Það meikar ekkert sens að ég sé hér
ég meina, ég las það í bók einhversstaðar að ef við værum tekin í sundur atóm fyrir atóm (ég myndi reyndar vilja sjá flísatöngina sem gæti það...) þá myndi liggja eftir okkur hrúga af dauðum atómum.
Og ekki nóg með það, ekki væru öll atómin dauð, heldur hefðu þau aldrei verið lifandi!
Sumsé, ég er samsettur úr dauðum atómum og því er það í raun kraftaverk að ég skuli vera að skrifa þessi orð og hlustandi á úrslitaleik Wimbledon í útvarpinu sem maður getur fundið á þessu magnaða ósýnilega neti, sem líka er og hefur alltaf verið dautt. Og segið svo að ég geti ekki multi-taskað.
Ég er sumsé dauður og lifandi - samtímis.
Og dauða atómin mín voru kannski einhvertímann í heimsókn á plánetunni xhtty449877 í úrgala vetrarbrautinni, talandi um að vera hluti af einhverju stærra, eða líða stundum ekki heima sjá sér í sófanum sínum.
Dauðlifandi horfi ég svo upp í stjörnurnar og hugsa - mikið væri gaman að komast þangað. Stuttu seinni fylgir hugsunin, hvernig ætli það sé að stunda kynlíf í 0 þyngdarafli...
Eða kannski er þetta minning, kannski hef ég sem intergalatískur úrapi einhvertímann stundað kynmök þarna og sakna þess, en það er lokað inn í undirmeðvitundinni (sem ég veit ennþá minna um en Freud, og hef þó prufað kókaín) og ég skil því ekki tilfinninguna og hugsa með mér... humm...djöfull væri gaman að kunna að fljúga í geimnum. Svona eru minningarnar, eg sakna þess sem ég man ekki eftir af hafa gert...
Og ef það er ekki nóg þá pælið í þessu.
Sá sem skrifar þessi orð tilheyrir tegund sem skreið úr hafinu og þar sem sjóndeildarhringurinnar er svo leiðinlega takmarkandi þá skreið tegundin upp í tré. Eftir nokkur þúsund ár, hafandi þróað upp þumal til þess að hanga betur, þá fór tegundinni að leiðast og stökk niður aftur og fór á flakk.
Hún svo reið og drap sig í gegnum nokkrar heimsálfur, lærði að veiða saman og kveikja í trjám (þakklæti það) og lifði þannig af ís sem reyndi að frysta undan henni, og þegar ísinn gafst upp og varð að stöðuvötnum og drullupyttum þá fór tegundin aftur af stað og fann loks land langt langt í burtu sem hafði fundið upp púður, en notaði það bara til þess að skemmta sér með flugeldum, tók púðrið og lærði að drepa aðra af tegundinni sinni. Þetta var gaman í nokkurn tíma en þá fór tegundinni að leiðast. Hún var búin að prufa hafið (boring og dimmt), trén (lonely) og það voru því fáir staðir eftir til þess að finna og eyðileggja. Reyndi við tunglið en komst bara upp á sprengisand.
Á meðan vorum við nú samt búin að búa til sprengju sem getur eytt öllu, líka atómunum (sem ég býst við að væri reyndar saman) og ákvaðum að leiðin til þess að nota þær ekki væru að búa til ógeðslega margar og miða þeim hvor á aðra.
Vorum líka búin að búa til vélar sem fara rosa hratt en eyðileggja samt plánetuna í leiðinni (annarra manna vandamál).
Já, þessi tegund var bara í stuði...
Miðað við dauða tegund hefur hún verið ansi dugleg. Alltaf að leita að nýjum stöðum til þess að upplifa og svo eyðileggja. En kannski er það ekki skrýtið, enda er hún dauð.
Og loks situr eitt eintak af henni á kaffihúsi í Berlín og er ekki alveg að ná þessu. En nýtur þess samt...
Svo ég vitni nú aftur í KV...and so it goes!
Þorleifur
PS: Ég fer nú ekki einu sinni út í það að upphafið var Búmmsalabúmm og úr engu varð eitthvað - ansi stórt eitthvað
sunnudagur, júlí 06, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli