laugardagur, apríl 19, 2008

Þetta er áhugavert.

Glitnisfólk í sundi

Ferðir sem þessar eru alsiða og í raun ekkert skrítið við þær.

Fólkið sem vinnur í þessum deildum eru með gríðarleg laun og eru vön svona framkomu frá fyrirtæki sínu, annars færi það bara eitthvað annað.

Auðvitað má spyrja sig hvernig Glitni dettur í hug að gera þetta akkúrat á þessum tímapunkti, algerlega ótrúlegt svona frá PR sjónarmiði, en eins og áður segi ekki úr karakter.

Ennþá áhugaverðara er að lesa kommentin fyrir neðan. Þar brýst gremja fólks gagnvart ástandinu út.

Allt í einu eru svona ferðir af hinu illa, bankarnir græðslupúkar og nýðingar, Ingibjörg og co. svín og so on and so forth.

Alki íslensku þjóðarinnar kominn með timburmenn. Og í stað þess að horfa í eigin barm þá skal rífast yfir nágrannanum.

Ég skal samþykkja það að fólk gagnrýni svona ef það hefur staðið í þeirri trú alla tíð, ekki bara þegar draumar þeirra ná ekki lengur utan um það að fá að vera með - að geta komist þangað sjálft.

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: