Afsakið þögnina
Ég er búinn að vera á miklum þeytingi.
Fyrst var það ferðalagið til Sviss, kynnast leikhúsinu, fólkinu, leikurunum, umhverfinu . Sérstaklega heillandi var róninn á bensínstöðinni (þar sem feitur matur er seldur af sveittri fitubollu sem étur uppúr pottunum fyrir allra augum, þar sem non-smoking er tabú, þar sem allir bæjarinr rottur safnast á kvöldin). Sá útskýrði fyrir mér að að reykingarbannið væri smjörklípa, já, Davíð Oddson er ekki maður einsamall, allaveganna ekki hvað varðar pólitíkina.
Nú, svo þurfti að þeyta hraðbrautir á leiðinni heim, stoppa við og vinna við að leigja út íbúðir í Berlín, koma frá sér skattamálum og skipuleggja æfingarnar við næstu uppsetningu áður en lagt var af stað til Schwerin þar sem næsta leikhús var heimsótt.
Í þetta skipti var ekki um undirbúning að ræða, heldur var þar verið að hefja æfingar.
Fyrsta æfingin, sem í Þýskalandi er kölluð "konsept æfingin", er svona fundur þar sem leikstjórinn venjulega heldur ræðu frammi fyrir öllum, leikhússtjóra og samansafni af kollum hússins, og segir öllum hvað á að fara að gera.
Þessu hef ég ekki áhuga á, besserwisser eða ekki, leikhús er samvinna, ekki einræðisríki og því harðbannaði ég að nokkur yrði í herberginu aðrir en þeir sem beint að uppsetningunni koma.
Ég keypti svo kassa af bjór, snakk og við lásum verkið og kjöftuðu. ÉG sagði þeim auðvitað aðeins hvað ég var að hugsa, Jósi fór í gegnum hvað varðar leikmynd og búninga og hvernig við hefðum unnið hugmyndavinnuna.
Svo kom að videóinu. Þá bað alla að fara afsíðis einn á fætur öðrum og tala í einrúmi við myndavélina sem ég var búinn að láta stilla upp.
Ég er að vinna verk sem kemur frá bíóforminu, og ákvað að taka bíóformið aftur inn í leikhúsið til þess að þakka greiðann.
Ég ætla því að gera nokkurs konar making off sem ég mun brjóta leiksýninguna upp með, að í sköpun karakters, að í sköpun heims, að í samvinnu og ferðalagi sem leiksýning er, sé að finna sama ferli og leikararnir þurfa svo að gefa fígúrum sínum þegar á sviðið er komið.
Sumsé, ferlið sjálft verður þema sýningarinnar. Og því verður komið að í gegnum videómiðil.
Þetta er vissulega risky, og auðvitað getur þetta breyst, en ég hef gríðarlegan áhuga á hinu listræna ferli og því sem það ber með sér.
Því að ef leikhúsið er ekki miðill fyrir manneskjur til þess að tala við manneskjur þá veit ég ekki til hvers það er. Ekki er það staður þar sem samfélagið tekur stakkaskiptum, nema þá kannski á persónulegu leveli. Enda breytast samfélög ekki (eftir fall hugmyndafræðinnar í lok 9 áratugarins) að ofan heldur að innan. Það er grundvöllurinn í því kerfi sem við höfum ákveðið að fylgja.
Og því verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessum videóeintölum. Hvernig leikurunum líður með það að fara í gegnum svona ferli. Og hvernig við getum svo tengt það við innihald verksins þannig að úr verði spennandi samtal milli svið og videós.
Og meira hef ég ekki að segja í bili...
Bið kærlega að heilsa og óska þeim sem heima á Íslandi sitja vors og gleði.
Þorleifur
fimmtudagur, apríl 17, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hæ bró... er ennþá að bíða eftir að þú hringir til baka:D:D:D hafðu það gott elsku bró
Það er rosalega gaman að lesa þig skrifa um og segja frá vinnunni þinni.. það er frábært þegar fólk hefur tækifæri til að vinna við það sem það hefur svona mikið passion fyrir. Mér finnst alveg gaman í minni vinnu, en er kannski ekki með djúpa ástríðu fyrir uppgjörum og fjárhagsáætlunum... hehehe
Er stolt af þér hvað þér gengur vel.
Knús, IBB
ps. hringdu nú í hana Oddnýju litlu sys.. hehe
Skrifa ummæli