Góða kvöldið
Ég fór eð 4 ungum leikurum á KFC fyrr í kvöld.
Þetta væri ekki á frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að þrír þessara ungmenna höfðu aldrei á ævi sinni komið á staðinn áður.
Þau stóðu eins og litlir krakkar og skoðuðu dýrð matseðilsins. Spurðu mig spjörunum úr um hvernig þetta og þetta væri á bragðið, hvernig bitarnir væri í samanburði við borgaranna og tóku sér tímann sinn enda voru hér um tímamót að ræða í lífi þeirra.
Er ég svo sat við átu (tveir bitar, hot wings, maís, hrásalat og franskar - like usual) þá sló þetta mig allt í einu. Ef maður pikkaði upp á götu í Reykjavík (eða í listaháskólanum) 4 manneskjur á aldrinum 24 - 28 hversu miklar líkur væru á því að 3/4 þeirra hefði aldrei komið á KFC?
Þarna kannski endurspeglast ákveðinn grundvallarmunur á þjóðunum, eða kannski á Íslandi og restinni af heiminum.
Í Bandaríkjunum er einn KFC á hverja 300.000 íbúa. Á Íslandi eru 5 staðir fyrir suðvesturhornið, sem slefar í 200.000 í mannfjölda.
Svo maður nefni nú ekki Dótabúðirnar, húsbúnaðarverslanirnar, IKEA (sem er víst söluhæsta verslun í heiminum), byggingarvöruverslanirnar og svo framvegis.
ekki furða að seðlabankastjórinn skilji ekki neitt í neinu. Mafían myndi blikna af vöxtunum en allir ennþá bara í stuðinu...
Maður spyr sig hvort þetta geti á einhverjum skala talist eðlilegt ástand?
Þorleifur
þriðjudagur, mars 25, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli