Godan daginn
Ta er eg kominn i sveitasaeluna og var ekki lengi ad leggja undir mig tolvu tengdo til ad sameinast braedrum minum og systrum i netheimum.
Tad ma segja ad eg hafi komist yfir ego kastid sem kom yfir mig i gaer, eg las ad eg hafi skrifad um mig i 3 personu og farid ad lykja mer vid storstjornur og eg veit ekki hvad. Eins og ollum aetti ad vera ljost ta er tetta afleiding afallsins sem kom yfir mig vid ad sja lokkana falla, eins og saerd born a skitugt golfid. Tad oska eg ekki nokkrum manni.
En margt skal madur fyrir konurnar gera, svo mikid er vist.
EG se fram a ad jolin verdi med mesta moti roleg og yndael. Annad kemur varla til greina mitt inn i finnskum skoginum. En tad stoppar mig ekki fra tvi ad skrifa einn eda svo yfirlitspistil yfir arid sem nu er ad renna sitt skeid. Ar vonbrjotanna kalla eg tad, en meira um tad sidar.
Vona ad jolaosin fari ekki med ykkur og ad tid getid haft raunverulega hamingjusom jol!
Thorleifur
miðvikudagur, desember 22, 2004
þriðjudagur, desember 21, 2004
Góða kvöldið
Það er stórfréttir frá austheimum. Þorleifur Örn Arnarsson lét gabbast og fór í klippingu. Nú lítur hann út eins og fínn skóladrengur (þó svo það sé ekki laust við að hann líti með velþóknun með þá nýlundu að konur horfa í auknu mæli á eftir honum!). Sumsé, rebelinn og hugsjónabrjálæðingurinn lét undan þrýstingi frá sínum betri helmingi og fékkst til að leyfa atvinnumanni að fara um hausinn á honum skærum og öðru afleiðandi.
Hann er sumsé aftur orðinn sætur (nú er bara spurning hverjum honum verði líkt við eins og var iðulega gert í leiklistarskólanum, þar sem nöfnin gengu miðað við hárvöxt).
Þegar Þorleifur var á ferð í Nýja Sjálandi í jan í fyrra þá kom hann inn þar sem ung stúlka sat og horfði á sjónvarpið. Alls var hún þess óvitandi að innan skamms myndi henni bregða allsvakalega og líf hennar taka nýtt stökk inn í framtíð fantasíunnar. Hún leit upp er Þorleifur gekk inn og má segja að andlit hennar hafi runnið niður á höku. Það heyrðist lágt hvísl frá henni, Jhonny Depp... þetta er johnny depp... Þorleifur snérist á hæli og gekk út, hann hafði ekki hjarta til þess að svipta stúlkuna þessari hugsýn.
Og kannski er ekki svo leiðum að lýkjast. EN ÞORLEIFUR ER SAMT REBEL, þrátt fyrir fína hárgreiðslu og smá meðvitund um eigin útlit.
Góðar stundir.
Þorleifur
Það er stórfréttir frá austheimum. Þorleifur Örn Arnarsson lét gabbast og fór í klippingu. Nú lítur hann út eins og fínn skóladrengur (þó svo það sé ekki laust við að hann líti með velþóknun með þá nýlundu að konur horfa í auknu mæli á eftir honum!). Sumsé, rebelinn og hugsjónabrjálæðingurinn lét undan þrýstingi frá sínum betri helmingi og fékkst til að leyfa atvinnumanni að fara um hausinn á honum skærum og öðru afleiðandi.
Hann er sumsé aftur orðinn sætur (nú er bara spurning hverjum honum verði líkt við eins og var iðulega gert í leiklistarskólanum, þar sem nöfnin gengu miðað við hárvöxt).
Þegar Þorleifur var á ferð í Nýja Sjálandi í jan í fyrra þá kom hann inn þar sem ung stúlka sat og horfði á sjónvarpið. Alls var hún þess óvitandi að innan skamms myndi henni bregða allsvakalega og líf hennar taka nýtt stökk inn í framtíð fantasíunnar. Hún leit upp er Þorleifur gekk inn og má segja að andlit hennar hafi runnið niður á höku. Það heyrðist lágt hvísl frá henni, Jhonny Depp... þetta er johnny depp... Þorleifur snérist á hæli og gekk út, hann hafði ekki hjarta til þess að svipta stúlkuna þessari hugsýn.
Og kannski er ekki svo leiðum að lýkjast. EN ÞORLEIFUR ER SAMT REBEL, þrátt fyrir fína hárgreiðslu og smá meðvitund um eigin útlit.
Góðar stundir.
Þorleifur
föstudagur, desember 17, 2004
Góða kvöldið
Þá er tökum lokið á sjónvarpsseriunni (sitcom) Kallakaffi, en þar hef ég staðið í því að skipa fyrir og skipta mér af frá fyrsta degi.
Þetta var afar erfið en gefandi vinna sem ég mun búa að.
Einnig tók ég upp á því þegar tók að líða á að gera svonkallaða "making off" (Af því að ég hafði ekki nóg að gera!!!). ÉG tók þann pól í hæðina að fara aðeins öðruvísi leið að því og afraksturinn verður kynntur í Janúar þegar serían er við það að fara í spilun. Ekki er víst á þessari stundu hvort að Saga Film og hvað þá RÚV munu taka "making off" til sýningar en allaveganna þá var það skemmtileg búbót!
Svo fer ég í fyrramálið til draumalandsins ( í þessu tilviki Finnlands) þar sem ég mun eyða jólunum í húsi án rafmagns og rennandi vatns, þar sem viður sér fyrir upphituninni og friður finnsku skógana endurnærir sálina.
Ég fékk svo símtal í dag frá DV. Það vildi svo skemmtilega til að þar hafði einhver lesið grein mína um stöðu íslenska menntakerfisins og vildi fá að vita hvað mér fannst markverðast í fréttum þessa vikuna. Ég var mjög undrandi á því að þau skildu hafa samband við mig útaf þessari grein minni þar sem ég er á því að hún sé með þeim verri sem ég hef skrifað á politik.is Ég var að fjalla um einhverja alþjóðlega samanburðarrannsókn þar sem íslensk ungmenni voru fremst í flokki samanburðarlanda okkar (Venezuela og Kongó) en neðan en öll hin norðurlöndin. Og því undraðist ég að hér væri þagað yfir þessu þunnu hljóði á meðan að í noregi og Svíþjóð væri allt á öðrum endanum yfir slæmum niðurstöðum. Rétt að minnst á þetta en engu að síður þá fannst mér undarlegt að þau skildu hafa samband þar sem ég ekki aðeins miskvótaði nafn rannsóknarinnar heldur bauð ekki upp á nein konkret dæmi eða tilvitnanir heldur skrifaði algerlega út frá skoðunum mínum og minni (sem í þessu máli kom í ljós að var ansi glopótt). ÞAð er pínku sorglegt að það versta sem maður geri kalli til manns dagblöðin...
En annars er ég á geðveikrarmörkum af þreytu og slútta þessu því í snatri...
Góða nótt og njótið jólageðveikinnar. Ég mun hugsa til landans í óbyggðarkofanum mínum.
Þorleifur
Þá er tökum lokið á sjónvarpsseriunni (sitcom) Kallakaffi, en þar hef ég staðið í því að skipa fyrir og skipta mér af frá fyrsta degi.
Þetta var afar erfið en gefandi vinna sem ég mun búa að.
Einnig tók ég upp á því þegar tók að líða á að gera svonkallaða "making off" (Af því að ég hafði ekki nóg að gera!!!). ÉG tók þann pól í hæðina að fara aðeins öðruvísi leið að því og afraksturinn verður kynntur í Janúar þegar serían er við það að fara í spilun. Ekki er víst á þessari stundu hvort að Saga Film og hvað þá RÚV munu taka "making off" til sýningar en allaveganna þá var það skemmtileg búbót!
Svo fer ég í fyrramálið til draumalandsins ( í þessu tilviki Finnlands) þar sem ég mun eyða jólunum í húsi án rafmagns og rennandi vatns, þar sem viður sér fyrir upphituninni og friður finnsku skógana endurnærir sálina.
Ég fékk svo símtal í dag frá DV. Það vildi svo skemmtilega til að þar hafði einhver lesið grein mína um stöðu íslenska menntakerfisins og vildi fá að vita hvað mér fannst markverðast í fréttum þessa vikuna. Ég var mjög undrandi á því að þau skildu hafa samband við mig útaf þessari grein minni þar sem ég er á því að hún sé með þeim verri sem ég hef skrifað á politik.is Ég var að fjalla um einhverja alþjóðlega samanburðarrannsókn þar sem íslensk ungmenni voru fremst í flokki samanburðarlanda okkar (Venezuela og Kongó) en neðan en öll hin norðurlöndin. Og því undraðist ég að hér væri þagað yfir þessu þunnu hljóði á meðan að í noregi og Svíþjóð væri allt á öðrum endanum yfir slæmum niðurstöðum. Rétt að minnst á þetta en engu að síður þá fannst mér undarlegt að þau skildu hafa samband þar sem ég ekki aðeins miskvótaði nafn rannsóknarinnar heldur bauð ekki upp á nein konkret dæmi eða tilvitnanir heldur skrifaði algerlega út frá skoðunum mínum og minni (sem í þessu máli kom í ljós að var ansi glopótt). ÞAð er pínku sorglegt að það versta sem maður geri kalli til manns dagblöðin...
En annars er ég á geðveikrarmörkum af þreytu og slútta þessu því í snatri...
Góða nótt og njótið jólageðveikinnar. Ég mun hugsa til landans í óbyggðarkofanum mínum.
Þorleifur
mánudagur, desember 13, 2004
Góðan daginn
Það er stund á milli stríða. Ég er í vinnunni og samkvæmt öllu þá ætti ég að vera inni í stúdíói að öskra og reka á eftir fólki, hugsa allt fyrir alla og stressa mig óhóflega. En allt í einu þá afboðaði einhver leikari komu sína og planið var hrunið. Og þegar plön hrynja í mínu djobbi þá er ég í vonum málum og allir fara að stressast og ég er sökudólgurinn.
Allt í einu skilur maður afstöðu sendiboðans sem maraþonhlaupið er kenndur við (og var hogginn í herðar niður í kjölfar þess að hann bar kóngi slæmar fréttir) því að allt í einu þá er það upp á mitt að redda þessu eða taka afleiðingunum...
En annars þá er ansi margt að gerast. Ég er að hugleiða eins og tvo tilboð og svo er handrit sem ég mun leikstýra og er co-writer af komið á grunnstig framleiðslu þannig að margt er í spilunum.
Framleiðslan á American Diplomacy er komin í gang og það er alltaf jafn erfitt að finna einhvern sem langar að nota fjármagnið sitt í leikhús. En við reynum ótrauðir.
Annars þá gat ARnar Jónsson ekki leikið forsætisráðherran. Stefán Baldursson kom að máli við hann og tilkynnti að hann væri að fara í tvær sýningar eftir áramót. Þetta er náttúrulega alveg týpiskt fyrir vinnubrögðin í þessu húsi þjóðarinnar að allt er ákveðið á síðustu stundu og svo það komi öllum hlutaðeigandi sem verst. Ég velti því fyrir mér hvort hann hafi frétt af American Diplomacy og brugðist við, ég á við, hann reyndi allt hvað hann gat til að skemma fyrir Sveinsstykki í fyrra svo ég trúi hverju sem er uppá þennan mann...
En ég bið að heilsa í bili enda er það í mótsögn við orð mín hér áðan að ég hafi þennan tíma til þess að skrifa.
Bestu kv.
Þorleifur
Það er stund á milli stríða. Ég er í vinnunni og samkvæmt öllu þá ætti ég að vera inni í stúdíói að öskra og reka á eftir fólki, hugsa allt fyrir alla og stressa mig óhóflega. En allt í einu þá afboðaði einhver leikari komu sína og planið var hrunið. Og þegar plön hrynja í mínu djobbi þá er ég í vonum málum og allir fara að stressast og ég er sökudólgurinn.
Allt í einu skilur maður afstöðu sendiboðans sem maraþonhlaupið er kenndur við (og var hogginn í herðar niður í kjölfar þess að hann bar kóngi slæmar fréttir) því að allt í einu þá er það upp á mitt að redda þessu eða taka afleiðingunum...
En annars þá er ansi margt að gerast. Ég er að hugleiða eins og tvo tilboð og svo er handrit sem ég mun leikstýra og er co-writer af komið á grunnstig framleiðslu þannig að margt er í spilunum.
Framleiðslan á American Diplomacy er komin í gang og það er alltaf jafn erfitt að finna einhvern sem langar að nota fjármagnið sitt í leikhús. En við reynum ótrauðir.
Annars þá gat ARnar Jónsson ekki leikið forsætisráðherran. Stefán Baldursson kom að máli við hann og tilkynnti að hann væri að fara í tvær sýningar eftir áramót. Þetta er náttúrulega alveg týpiskt fyrir vinnubrögðin í þessu húsi þjóðarinnar að allt er ákveðið á síðustu stundu og svo það komi öllum hlutaðeigandi sem verst. Ég velti því fyrir mér hvort hann hafi frétt af American Diplomacy og brugðist við, ég á við, hann reyndi allt hvað hann gat til að skemma fyrir Sveinsstykki í fyrra svo ég trúi hverju sem er uppá þennan mann...
En ég bið að heilsa í bili enda er það í mótsögn við orð mín hér áðan að ég hafi þennan tíma til þess að skrifa.
Bestu kv.
Þorleifur
mánudagur, desember 06, 2004
Góða kvöldið
EFtirfarandi blogg er á ensku. Ástæðan er einfaldlega sú að ég var að skrifa bréf til Grapevine sem ég birti hér í heild sinni. Þetta kallast economisk skrif, það er að margnýta allt sem maður skrifar...
Dear Grapevine-lot
The editorial from mr. Nikolov was very entertaining as well as pressing. But I would like to add a couple of thoughts on the subject.
First: The "war on terrorism". No here we have a dandy. Terrorism became the focuspoint of global struggle when 19 (or so the story goes) "terrorists" flew comercial airplanes into the WTC in NY. Both the aggressor (in this case a bearded man living in a cave in Afganistan which soposedly goes under the name of Osama, and very surprisingly has been able to outmanuver the entire US led coalition for a better part of 4 years) and the defender (which goes by the name of George W. Bush, or Gorgy for those who know him, and currently commands the aforementioned US coalition) claim God (also known under aliases such as Budda, Allah, Jehove, the great spirit and strangly enough "The force") as their ally and protector. Now, for most of us normal folks this might strike as odd. How can the same "God" both want to "hunt down and kill" and "protect and guide" (and even throw in virgins) the same people? Either there must be two "Gods" or somebody made a blunder somewhere. I do not claim to know who George W. Bush talks to on the phone in the oval office or who hears Osama on the walky talky, but exluding that their guiding entety is a practical joker my educated guess would be that they are being scamed. Unless they hear voices but that is a whole different ballgame! This leads me to my second point.
Maybe we are looking in the wrong direction when we claim that what is going on in this so-called war on terror is a religious struggle? For what is really driving the struggle is the feeling of supremacy by one cultural world over another. The USA goverment claims to be "democrazising" the middle east but forgot to ask anybody in the region how they would feel about it. They claim to be doing something termed "nationbuilding" in Iraq and Afganistan but as any 15 year old, that has ever opened a history textbook, will tell you that such a thing is not only impossible but a contradiction in terms (for those slightly futher in their education the name Derrida pops to mind). "Nationbuilding" is something that takes place during a long time, through education and common cultural heritage. It is not something pulled out of a Pentagon hat and enforced by military might. Which then leads me my third and final point, the culturally complacent media.
When the war on Iraq (Finally a war that is real, it was on TV!) was fought the western media not only gullebly belived the humbedumbook evidence that the Americans offered the world but, maybe more seriously, did not question the cultural arrogance that the war presented and the termology that was to follow it. They were so imbedded in the "ground war" and the dodgy evidence that they never stopped to ask themself; is this right. Is it right that one cultural world goes about the place (and it not like history does not throw a couple of strong hints in the form of colonisation) presenting that they not only know best but that they have devine right to impose their culture on others? How could they miss the fact that some people actually find McDonalds backed by F16's on their land a bad and insulting idea? Were they perhaps locked in their little cultural box whose walls blocked their view? And if so, what needs to be done?
Well, that is a matter for a whole new article but to claim that what is going on in the "War on terror" is a religious war is far to simple and defers the focus from the really pressing question, that we need to take a good long look at our own culture before we start exporting it.
Best regards
Thorleifur Örn Arnarsson
EFtirfarandi blogg er á ensku. Ástæðan er einfaldlega sú að ég var að skrifa bréf til Grapevine sem ég birti hér í heild sinni. Þetta kallast economisk skrif, það er að margnýta allt sem maður skrifar...
Dear Grapevine-lot
The editorial from mr. Nikolov was very entertaining as well as pressing. But I would like to add a couple of thoughts on the subject.
First: The "war on terrorism". No here we have a dandy. Terrorism became the focuspoint of global struggle when 19 (or so the story goes) "terrorists" flew comercial airplanes into the WTC in NY. Both the aggressor (in this case a bearded man living in a cave in Afganistan which soposedly goes under the name of Osama, and very surprisingly has been able to outmanuver the entire US led coalition for a better part of 4 years) and the defender (which goes by the name of George W. Bush, or Gorgy for those who know him, and currently commands the aforementioned US coalition) claim God (also known under aliases such as Budda, Allah, Jehove, the great spirit and strangly enough "The force") as their ally and protector. Now, for most of us normal folks this might strike as odd. How can the same "God" both want to "hunt down and kill" and "protect and guide" (and even throw in virgins) the same people? Either there must be two "Gods" or somebody made a blunder somewhere. I do not claim to know who George W. Bush talks to on the phone in the oval office or who hears Osama on the walky talky, but exluding that their guiding entety is a practical joker my educated guess would be that they are being scamed. Unless they hear voices but that is a whole different ballgame! This leads me to my second point.
Maybe we are looking in the wrong direction when we claim that what is going on in this so-called war on terror is a religious struggle? For what is really driving the struggle is the feeling of supremacy by one cultural world over another. The USA goverment claims to be "democrazising" the middle east but forgot to ask anybody in the region how they would feel about it. They claim to be doing something termed "nationbuilding" in Iraq and Afganistan but as any 15 year old, that has ever opened a history textbook, will tell you that such a thing is not only impossible but a contradiction in terms (for those slightly futher in their education the name Derrida pops to mind). "Nationbuilding" is something that takes place during a long time, through education and common cultural heritage. It is not something pulled out of a Pentagon hat and enforced by military might. Which then leads me my third and final point, the culturally complacent media.
When the war on Iraq (Finally a war that is real, it was on TV!) was fought the western media not only gullebly belived the humbedumbook evidence that the Americans offered the world but, maybe more seriously, did not question the cultural arrogance that the war presented and the termology that was to follow it. They were so imbedded in the "ground war" and the dodgy evidence that they never stopped to ask themself; is this right. Is it right that one cultural world goes about the place (and it not like history does not throw a couple of strong hints in the form of colonisation) presenting that they not only know best but that they have devine right to impose their culture on others? How could they miss the fact that some people actually find McDonalds backed by F16's on their land a bad and insulting idea? Were they perhaps locked in their little cultural box whose walls blocked their view? And if so, what needs to be done?
Well, that is a matter for a whole new article but to claim that what is going on in the "War on terror" is a religious war is far to simple and defers the focus from the really pressing question, that we need to take a good long look at our own culture before we start exporting it.
Best regards
Thorleifur Örn Arnarsson
föstudagur, desember 03, 2004
Góða kvöldið
Það er of seint til gáfulegra skrifta og því fell ég í vanans venjur og skrifa einhverja bölvaða vitleysu.
Íslendingar ætla að fara að auglýsa í NYTimes. Gott hjá þeim. Þetta er týpísk íslensk stórhugahugmynd! Why aim for the sky when you can see the moon?
Og þeir segja að það muni kosta 3 millur. Hvað kostar 3 millur? Ég hefði talið að miðað við kostnað í íslensku blöðum (300 kall fyrir heilsíðuauglýsingu á góðum stað í fréttó) þá væri þetta kostnaður fyrir blaðsíðufjórðung mitt í aukablaði um nútíma mublu arkítektúr í NYTimes!
En kannski eru þeir á díl...
Svo er það líka umhugsunarvert að það var NYTimes sem sló fram á forsíðu setningunni "United in Joy" þegar Sardínistarnir töpuðu kosningunum í Nicuaraqua eftir að BNA höfðu bombað landið aftur á steinaldir, fjármagnað þarlenda hryðjuverkamenn og neitað að fara að dómi alþjóðadómstólsins sem dæmdi þá 1981 til þess að greiða Nicuraqua stórfelldar bætur og hætta að borga undir hryðjuverkahópana. (Viðbrög BNA: tvöföldun á framlögum til hernaðarmála þar í landi) ( sendiherra BNA til Nicaraqua 1981: John Negroponte núverandi sendiherra BNA í Írak).
NYTimes er það blað sem gegnir forrystu í því að staðfesta kúltúríska yfirburði vestrænnar menningar yfir öðrum menningarheimum
En góð hugmynd engu að síður...
Og svo sakna ég konunnar minnar geigvænlega í útlegðinni í Kallakaffi!
SVo mörg voru þau orð!
Þorleifur
Það er of seint til gáfulegra skrifta og því fell ég í vanans venjur og skrifa einhverja bölvaða vitleysu.
Íslendingar ætla að fara að auglýsa í NYTimes. Gott hjá þeim. Þetta er týpísk íslensk stórhugahugmynd! Why aim for the sky when you can see the moon?
Og þeir segja að það muni kosta 3 millur. Hvað kostar 3 millur? Ég hefði talið að miðað við kostnað í íslensku blöðum (300 kall fyrir heilsíðuauglýsingu á góðum stað í fréttó) þá væri þetta kostnaður fyrir blaðsíðufjórðung mitt í aukablaði um nútíma mublu arkítektúr í NYTimes!
En kannski eru þeir á díl...
Svo er það líka umhugsunarvert að það var NYTimes sem sló fram á forsíðu setningunni "United in Joy" þegar Sardínistarnir töpuðu kosningunum í Nicuaraqua eftir að BNA höfðu bombað landið aftur á steinaldir, fjármagnað þarlenda hryðjuverkamenn og neitað að fara að dómi alþjóðadómstólsins sem dæmdi þá 1981 til þess að greiða Nicuraqua stórfelldar bætur og hætta að borga undir hryðjuverkahópana. (Viðbrög BNA: tvöföldun á framlögum til hernaðarmála þar í landi) ( sendiherra BNA til Nicaraqua 1981: John Negroponte núverandi sendiherra BNA í Írak).
NYTimes er það blað sem gegnir forrystu í því að staðfesta kúltúríska yfirburði vestrænnar menningar yfir öðrum menningarheimum
En góð hugmynd engu að síður...
Og svo sakna ég konunnar minnar geigvænlega í útlegðinni í Kallakaffi!
SVo mörg voru þau orð!
Þorleifur
miðvikudagur, desember 01, 2004
Góða kvöldið
Það blása vindar óviðráðanleikans yfir and-vötnum. Ég sat í makindum á kaffihúsinu Erottaja í Helsinkiborg og taldi mínútur. ÉG var að drepast úr leiðindum, hafði lítið fyrir stafni og vissi ekki hvert ég átti að snúa mér. Ekki það, ég var að skrifa leikrit fyrir Borgó og hugsa um fjútúr leiksmíðar og uppsetningar, en það dugði engan vegin til þar sem ég er ofvirkur með afbrigðum.
En svo truflaði titrarinn í buxunum hugleiðingarnar og á hinum endanum var mjúkleg rödd. Samtalið var eftirfarandi:
Rödd: Er þetta Þorleifur?
Ég: Já.
Rödd: Arnarsson?
Ég: Já.
Rödd: Í Helsinki?
Ég: JÁ!!!
Rödd: Mig vantar harðstjóra...
ÉG: Ha?
Rödd: Mig vantar...
Ég: Harðstjóra?
Rödd: Já.
Ég: Harð...
Rödd: Stjóra, já!
Ég: Þorleifur hér.
Rödd: Sæll, viltu koma til íslands.
Og þar með var ég kominn í flugvél. Og allt í einu hljómuðu einmanalegar hugrenningar heillandi kostur þar sem ég sat í óþægilegu sæti Iceland Exrpress frá Londin. En það er ekki allt fengið, það eru ekki harðstjórar á hverju strái.
Þorleifur
PS: Reyndar virðist með tilkomu nýrra útflutningsstefnu BNA að harðstjórastéttin sé að renna sitt síðasta en örvæntið ekki. Það koma nýjir, þessir verða bara í jakkafötum!
Það blása vindar óviðráðanleikans yfir and-vötnum. Ég sat í makindum á kaffihúsinu Erottaja í Helsinkiborg og taldi mínútur. ÉG var að drepast úr leiðindum, hafði lítið fyrir stafni og vissi ekki hvert ég átti að snúa mér. Ekki það, ég var að skrifa leikrit fyrir Borgó og hugsa um fjútúr leiksmíðar og uppsetningar, en það dugði engan vegin til þar sem ég er ofvirkur með afbrigðum.
En svo truflaði titrarinn í buxunum hugleiðingarnar og á hinum endanum var mjúkleg rödd. Samtalið var eftirfarandi:
Rödd: Er þetta Þorleifur?
Ég: Já.
Rödd: Arnarsson?
Ég: Já.
Rödd: Í Helsinki?
Ég: JÁ!!!
Rödd: Mig vantar harðstjóra...
ÉG: Ha?
Rödd: Mig vantar...
Ég: Harðstjóra?
Rödd: Já.
Ég: Harð...
Rödd: Stjóra, já!
Ég: Þorleifur hér.
Rödd: Sæll, viltu koma til íslands.
Og þar með var ég kominn í flugvél. Og allt í einu hljómuðu einmanalegar hugrenningar heillandi kostur þar sem ég sat í óþægilegu sæti Iceland Exrpress frá Londin. En það er ekki allt fengið, það eru ekki harðstjórar á hverju strái.
Þorleifur
PS: Reyndar virðist með tilkomu nýrra útflutningsstefnu BNA að harðstjórastéttin sé að renna sitt síðasta en örvæntið ekki. Það koma nýjir, þessir verða bara í jakkafötum!
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Góðan daginn
Já, það er eins gott að halda uppi góðum siðum. ég er farinn að skrifa á daginn og því ekkert til fyrirstöðu að bauna út úr mér við þetta tækifæri.
Finnlandsdvölin er með besta móti. Ég fór í gegnum sjálfsvorkunarkast hér fyrr í vikunni þar sem mér fannst ég hefði engan tilgang hér en áttaði mig svo á því að það gefst aldrei tími til nokkurs hluts lengur. Það gefst ekki tími til að lesa, ekki hugsa, ekki vera og hvað þá að móta og þróa með sér skoðanir og þekkingu. Ekki skoðanir sem gripnar eru úr lausu lofti heldur hinar sem eru fastmótaðar í þekkingu og bjóða þannig kannski upp á raunverulega valkoksti. En nóg um það, þetta er málefni sem ekki er hægt að röfla yfir svona í stuttu.
REyndar þá er ástæða fyrir þessum skrifum. Vinur minn Eiríkur Norðdahl er að gefa út sína fyrstu bók, hugsjónadrusluna, og langar mig að kynna hana aðeins hér. Eins og er hans von og vísa þá er þetta afskaplega hæðin bók um menn, konur og simpansa, sem öll hafa það sameiginlegt að vera svo viðurstyggilega hallærisleg að þau trúa á eitthvað og eru tilbúin að deyja fyrir það.
"Mér fannst vera að renna upp fyrir mér ljós. Að ég væri ekki einn um að hafa logið alla ævina, að ég væri ekki einn um að finna ekki til. Ég væri ekki einn um að ljúga upp á mig tilfinningum sem ég hef lesið um í bókum, séð í lélegum sjónvarpsþáttum (lífið hermir ekki eftir listinni, það hermir eftir Friends)."
Segir allt sem segja þarf, eða hvað.
Glóðar stundir (þarf að fara að upgreida kveðjuorðaforðann, ég er farinn að hljóma eins og Richter í nýjasta...)
Já, það er eins gott að halda uppi góðum siðum. ég er farinn að skrifa á daginn og því ekkert til fyrirstöðu að bauna út úr mér við þetta tækifæri.
Finnlandsdvölin er með besta móti. Ég fór í gegnum sjálfsvorkunarkast hér fyrr í vikunni þar sem mér fannst ég hefði engan tilgang hér en áttaði mig svo á því að það gefst aldrei tími til nokkurs hluts lengur. Það gefst ekki tími til að lesa, ekki hugsa, ekki vera og hvað þá að móta og þróa með sér skoðanir og þekkingu. Ekki skoðanir sem gripnar eru úr lausu lofti heldur hinar sem eru fastmótaðar í þekkingu og bjóða þannig kannski upp á raunverulega valkoksti. En nóg um það, þetta er málefni sem ekki er hægt að röfla yfir svona í stuttu.
REyndar þá er ástæða fyrir þessum skrifum. Vinur minn Eiríkur Norðdahl er að gefa út sína fyrstu bók, hugsjónadrusluna, og langar mig að kynna hana aðeins hér. Eins og er hans von og vísa þá er þetta afskaplega hæðin bók um menn, konur og simpansa, sem öll hafa það sameiginlegt að vera svo viðurstyggilega hallærisleg að þau trúa á eitthvað og eru tilbúin að deyja fyrir það.
"Mér fannst vera að renna upp fyrir mér ljós. Að ég væri ekki einn um að hafa logið alla ævina, að ég væri ekki einn um að finna ekki til. Ég væri ekki einn um að ljúga upp á mig tilfinningum sem ég hef lesið um í bókum, séð í lélegum sjónvarpsþáttum (lífið hermir ekki eftir listinni, það hermir eftir Friends)."
Segir allt sem segja þarf, eða hvað.
Glóðar stundir (þarf að fara að upgreida kveðjuorðaforðann, ég er farinn að hljóma eins og Richter í nýjasta...)
sunnudagur, nóvember 07, 2004
Góða kvöldið
Ég er að komast að því að ég er háður netinu, eða kannski bara tölvum almennt.
Hvað er það sem gerir það svo heillandi að hverfa inn í óraunverulegan heim tölvunnar og gera þar ekkert langtímunum saman?
Ég skil þetta ekki. Og af hverju þarf ég að komast á netið svona oft?
Og af hverju hlakka ég til þess að fá nýjan tölvuleik (þó svo ég hafi ekki spilað tölvuleiki árum saman) og hangi svo í honum endalaust?
Af hverju er ég með áhyggjur af þessu?
Annars er ég að slappa af í Finnlandi og eins og kannski má lesa úr orðum mínum þá gengur það ekkert sérstaklega. Ég þarf að læra það, og læra að nota tíman sem það gefur manni!
En þangað er ég ekki kominn enn!
Góðar stundir
Þorleifur
Ég er að komast að því að ég er háður netinu, eða kannski bara tölvum almennt.
Hvað er það sem gerir það svo heillandi að hverfa inn í óraunverulegan heim tölvunnar og gera þar ekkert langtímunum saman?
Ég skil þetta ekki. Og af hverju þarf ég að komast á netið svona oft?
Og af hverju hlakka ég til þess að fá nýjan tölvuleik (þó svo ég hafi ekki spilað tölvuleiki árum saman) og hangi svo í honum endalaust?
Af hverju er ég með áhyggjur af þessu?
Annars er ég að slappa af í Finnlandi og eins og kannski má lesa úr orðum mínum þá gengur það ekkert sérstaklega. Ég þarf að læra það, og læra að nota tíman sem það gefur manni!
En þangað er ég ekki kominn enn!
Góðar stundir
Þorleifur
laugardagur, október 23, 2004
Góða kvöldið og afsakið þögnina.
Hún hlýst af mikilli og strembinni vinnu, netleysi, umsóknum í erlenda háskóla og svo því að skrifkraftar mínir hafa farið meira og minna í leikritið sem nálgast veruleikann æ meir.
ÉG er nú staddur á Agureyri að berja á mennskóleskum busum og öðrum viljugum leiklistarfórnarlömbum.
Ég hef mikla unun af starfi mínu, það kallar eitthvað í leiklistarlegu uppeldisstarfi á mig. Og ungt fólk (segir öldungurinn) hefur einhvern fítonskraft og sálaropnun sem oft er vanmetinn. En það er í þessum brunni sköpunarinnar sem mér finnst ég njóta mín. Fæ að miðla og leiðbeina á sama tíma og agi og kröfur eru í fyrirrúmi. Það er afar mikilvægt að ungu fólki sé ekki kennt að meðalmennska sé í lagi heldur þurfi þau að leggja á sig vinnu af einurð og alvöru. Ef sá mórall næst upp þá er himinninn takmarkið og draumar geta ræst!
En annars er ég svo aftur á leið til finnlands þar sem margir skemmtilegir möguleikar eru að opnast. Líklega er ég að fara að setja upp sýningu þar nú fyrir jól sem og undirbúa önnur verk. Einnig kem ég til greina sem listrænn stjórnandi í ævafornu og virtu leikhúsi (hljómar grand, ehh?) en það ætti að skýrast innan fárra daga.
En framundan er mikil vinna og því verð ég að láta staðar numið í bili en næst þegar andinn grípur mig þá mun ég kannski fjalla lítilega um verkið sem er í vinnslu sem og því sem er á döfunni í leikhúsi og pólitík!
Bestu kv.
Þorleifur
Hún hlýst af mikilli og strembinni vinnu, netleysi, umsóknum í erlenda háskóla og svo því að skrifkraftar mínir hafa farið meira og minna í leikritið sem nálgast veruleikann æ meir.
ÉG er nú staddur á Agureyri að berja á mennskóleskum busum og öðrum viljugum leiklistarfórnarlömbum.
Ég hef mikla unun af starfi mínu, það kallar eitthvað í leiklistarlegu uppeldisstarfi á mig. Og ungt fólk (segir öldungurinn) hefur einhvern fítonskraft og sálaropnun sem oft er vanmetinn. En það er í þessum brunni sköpunarinnar sem mér finnst ég njóta mín. Fæ að miðla og leiðbeina á sama tíma og agi og kröfur eru í fyrirrúmi. Það er afar mikilvægt að ungu fólki sé ekki kennt að meðalmennska sé í lagi heldur þurfi þau að leggja á sig vinnu af einurð og alvöru. Ef sá mórall næst upp þá er himinninn takmarkið og draumar geta ræst!
En annars er ég svo aftur á leið til finnlands þar sem margir skemmtilegir möguleikar eru að opnast. Líklega er ég að fara að setja upp sýningu þar nú fyrir jól sem og undirbúa önnur verk. Einnig kem ég til greina sem listrænn stjórnandi í ævafornu og virtu leikhúsi (hljómar grand, ehh?) en það ætti að skýrast innan fárra daga.
En framundan er mikil vinna og því verð ég að láta staðar numið í bili en næst þegar andinn grípur mig þá mun ég kannski fjalla lítilega um verkið sem er í vinnslu sem og því sem er á döfunni í leikhúsi og pólitík!
Bestu kv.
Þorleifur
mánudagur, október 04, 2004
laugardagur, október 02, 2004
Góða kvöldið
Stutt í dag. Ég sit við endurskriftir á leikritinu. Þetta er hræðandi prósess en samt prósess sem ér er glaður að þurfa að kljást við. reyndar þarf ég að kljást við eigin ótta yfir því sem ég er að skrifa, ekki það að ég óttist viðbrögðin heldur er það yfirvaldið sem ég óttast.
Já, í lýðræðisríkin íslandi þá óttast ég um það að skrif mín og uppsetning geti orðið mér þungur baggi í framtíðinni.
Og það eitt að þetta séu hugsanir sem fara í gegnum huga listamanns það segir sína sögu (nema náttúrulega að ég sé svona paranoíd). Það hefur sýnt sig að fólki er refsað fyrir að spila ekki með, stundum alla ævi. Það er auðvelt að horfa fram hjá því þegar maður er ungur en það reynist erfitt þegar fram í sækir. Ég hef horft uppá það og vekur það mér ugg.
En ég læt það vissulega ekki stoppa mig, til þess er ég allt of skyni skroppinn.
Annars vil ég styðja hér verkfallsaðgerðir kennara og skora á hvern þann í einvígi, upp á líf og dauða, sem heldur því fram að verkfallsrétturinn sé annaðhvort úreldur eða hafi ekki rétt á sér. Sá hinn sami ætti að taka upp sögubók (það er ef hann lifir einvígið af) og lesa hvað þurfti til að þessi réttur yrði að raunveruleika.
Við erum ekki gengin í USA og þangað til það gerist þá skulum við halda aftur af okkur, nóg mun hverfa samt af innunnum réttindum á næstunni!
Bestu kv.
Þorleifur
Stutt í dag. Ég sit við endurskriftir á leikritinu. Þetta er hræðandi prósess en samt prósess sem ér er glaður að þurfa að kljást við. reyndar þarf ég að kljást við eigin ótta yfir því sem ég er að skrifa, ekki það að ég óttist viðbrögðin heldur er það yfirvaldið sem ég óttast.
Já, í lýðræðisríkin íslandi þá óttast ég um það að skrif mín og uppsetning geti orðið mér þungur baggi í framtíðinni.
Og það eitt að þetta séu hugsanir sem fara í gegnum huga listamanns það segir sína sögu (nema náttúrulega að ég sé svona paranoíd). Það hefur sýnt sig að fólki er refsað fyrir að spila ekki með, stundum alla ævi. Það er auðvelt að horfa fram hjá því þegar maður er ungur en það reynist erfitt þegar fram í sækir. Ég hef horft uppá það og vekur það mér ugg.
En ég læt það vissulega ekki stoppa mig, til þess er ég allt of skyni skroppinn.
Annars vil ég styðja hér verkfallsaðgerðir kennara og skora á hvern þann í einvígi, upp á líf og dauða, sem heldur því fram að verkfallsrétturinn sé annaðhvort úreldur eða hafi ekki rétt á sér. Sá hinn sami ætti að taka upp sögubók (það er ef hann lifir einvígið af) og lesa hvað þurfti til að þessi réttur yrði að raunveruleika.
Við erum ekki gengin í USA og þangað til það gerist þá skulum við halda aftur af okkur, nóg mun hverfa samt af innunnum réttindum á næstunni!
Bestu kv.
Þorleifur
fimmtudagur, september 30, 2004
Góðan daginn
Ákvað að taka hann snemma enda blasa verkefnin við í röðum.
Ég ætla mér að sækja um í leikstjórnarskólann Ernst Busch í Berlín. Að baki liggja nokkrar ástæður, helstar eru þó annars vegar það listræna frelsi sem skóli getur fært manni, sá aukni skilningur og aukni akademískari grunnur sem svo hvetjandi umhverfi hefur fram á að færa. Hins vegar þá er það einu sinni þannig að skólaganga opnar manni ákveðnar dyr, og þó svo að til þess að starfa á norðurlöndum sé betra að læra á norðurlöndum, þá tel ég að það veiti ekki af manni úr þýska skólanum inn í skandínavíu. Hið pólitíska leikhús sem þar er að finna hentar mér og vantar hingað!
Svo er hitt líka, að ég held að ég geti tekið upp á mína arma það sem þau hafa fram að færa þar (og ég býst fastlega við því að lenda á hörðum kennurum sem geta aðeins barið á mér), lært inná hina sterku leikstjórnarlegu sýn sem þar ríkir og þá pólitísk meinandi uppsetningartækni og unnið með það með norrænni tilfinningu, göldrum og fantasíu. Það ætti að verða heillandi grautur.
Eina sem ég hef áhyggjur af er það að ég sé of busy til þess að hafa tíma til þess að vera í skóla. En ég mun gera mitt besta, enda er það nú einu sinni þannig að verkefnin munu koma, þó svo ég hverfi í 2 ár. Af hverju? Ég á upptökin af þeim flestum sjálfur.
Annars er það efst á lista að endurskrifa leikritið. Það er erfið og hjartaslítandi vinna sem verður að gerast svo ég held ótrauður áfram.
En nóg í bili, bið að heilsa
Þorleifur
Ákvað að taka hann snemma enda blasa verkefnin við í röðum.
Ég ætla mér að sækja um í leikstjórnarskólann Ernst Busch í Berlín. Að baki liggja nokkrar ástæður, helstar eru þó annars vegar það listræna frelsi sem skóli getur fært manni, sá aukni skilningur og aukni akademískari grunnur sem svo hvetjandi umhverfi hefur fram á að færa. Hins vegar þá er það einu sinni þannig að skólaganga opnar manni ákveðnar dyr, og þó svo að til þess að starfa á norðurlöndum sé betra að læra á norðurlöndum, þá tel ég að það veiti ekki af manni úr þýska skólanum inn í skandínavíu. Hið pólitíska leikhús sem þar er að finna hentar mér og vantar hingað!
Svo er hitt líka, að ég held að ég geti tekið upp á mína arma það sem þau hafa fram að færa þar (og ég býst fastlega við því að lenda á hörðum kennurum sem geta aðeins barið á mér), lært inná hina sterku leikstjórnarlegu sýn sem þar ríkir og þá pólitísk meinandi uppsetningartækni og unnið með það með norrænni tilfinningu, göldrum og fantasíu. Það ætti að verða heillandi grautur.
Eina sem ég hef áhyggjur af er það að ég sé of busy til þess að hafa tíma til þess að vera í skóla. En ég mun gera mitt besta, enda er það nú einu sinni þannig að verkefnin munu koma, þó svo ég hverfi í 2 ár. Af hverju? Ég á upptökin af þeim flestum sjálfur.
Annars er það efst á lista að endurskrifa leikritið. Það er erfið og hjartaslítandi vinna sem verður að gerast svo ég held ótrauður áfram.
En nóg í bili, bið að heilsa
Þorleifur
laugardagur, september 25, 2004
Góða kvöldið
Þar sem ég er á fullu við að skrifa leikritið þá finn ég ekki alveg orkuna til að skrifa mikið hingað líka, svona rétt á meðan. En af leikritaskrifunum er annars allt gott að frétta og mun ég birta eitthvað af því hér þegar fram líða stundir.
Annars var ég að koma úr bíó þar sem ég sá nýju Almodovar myndina. Ég er enn ekki viss um hvað mér fannst. H'un er vissulega ekkert í líkingu við Habla Con Ella en samt eru bjórar í henni. SAgan er átakanleg og eins og er hans vani, þá eru karakterarnir fallegir og góðir, ljótir og illir. Þeir eru alltaf skemmtilega tvíhliða og það býr mikil dýpt að baki. Samt tekst honum ekki alveg að ná þessu helsta styrkleikamerki sýnu yfir í þessari mynd. Það er eins og hann hafi ekki alveg vitað hvað han vildi gera með karakterana eða kannski hann hafi vitað það en bara ekki tekist að koma því yfir til okkar (svo gæti náttúrulega stílinn borið hann ofurliði). En ég þarf að hugsa betur um hana.
En nú þarf ég að hlaupa út á bar og fara að skrifa (ég er búinn að finna yndislegann local þar sem allir eru á fylliríi og kaffið er ógeðslegt, þar sem ekkert nýrra en Queen kemst á fóninn en lífið virðist snúast í hringi og mannfólkið birtist í öllum sínum myndum. Ég á eftir að skrifa um karaktera sem ég er búinn að hitta þarna seinna). En semsé, út á bar!
Góðar kveðjur
Þorleifur
Þar sem ég er á fullu við að skrifa leikritið þá finn ég ekki alveg orkuna til að skrifa mikið hingað líka, svona rétt á meðan. En af leikritaskrifunum er annars allt gott að frétta og mun ég birta eitthvað af því hér þegar fram líða stundir.
Annars var ég að koma úr bíó þar sem ég sá nýju Almodovar myndina. Ég er enn ekki viss um hvað mér fannst. H'un er vissulega ekkert í líkingu við Habla Con Ella en samt eru bjórar í henni. SAgan er átakanleg og eins og er hans vani, þá eru karakterarnir fallegir og góðir, ljótir og illir. Þeir eru alltaf skemmtilega tvíhliða og það býr mikil dýpt að baki. Samt tekst honum ekki alveg að ná þessu helsta styrkleikamerki sýnu yfir í þessari mynd. Það er eins og hann hafi ekki alveg vitað hvað han vildi gera með karakterana eða kannski hann hafi vitað það en bara ekki tekist að koma því yfir til okkar (svo gæti náttúrulega stílinn borið hann ofurliði). En ég þarf að hugsa betur um hana.
En nú þarf ég að hlaupa út á bar og fara að skrifa (ég er búinn að finna yndislegann local þar sem allir eru á fylliríi og kaffið er ógeðslegt, þar sem ekkert nýrra en Queen kemst á fóninn en lífið virðist snúast í hringi og mannfólkið birtist í öllum sínum myndum. Ég á eftir að skrifa um karaktera sem ég er búinn að hitta þarna seinna). En semsé, út á bar!
Góðar kveðjur
Þorleifur
fimmtudagur, september 23, 2004
Góða kvöldið
Þetta hefur, þori ég að fullyrða, einhverjir undarlegustu og á sama tíma, unaðslegust dagar lífs míns.
Ég er farinn að trúa því að ég geti skrifað leikrit. 25 síður komnar og prufulestur á þeim við konuna mína (sem þýðir samtímis lestur og þýðing, og alas, oftar hljómar það betur á engilsaxneskunni) virðist benda til þess að þar sé á ferð eitthvað svoldið djúsí. Ekki ber svo að skilja að ég sé þeim mun meira undrandi á þessu, ég vonaði allaveganna alltaf að ég væri skriffær, heldur hitt, hversu auðvelt þetta veitist mér. ÉG er náttúrulega að skrifa um eitthvað sem ég gjörþekki, pólitík, og býst ég við að það stytti mér örlítið leið. Ég er til dæmis fullviss um að ef ég væri að skrifa um kotlífi á hásléttum skotlands á öndverðri 15 öld þá myndi það veitast mér töluvert þyngra í skrifum, en pólitíkina kann ég.
Og talandi um pólitík þá hefur dóttir stórleikarans Gunnars Eyjólfssonar (sem þórhildur Þorleifsdóttir rak úr sýningunni Góði Dátinn Sveik) ákveðið að ráða Tinnu Gunnlaugsdóttur í starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta þarf náttúrulega ekki að koma neinum á óvart og óska ég Tinnu til hamingju með starfið og megi gæfan og gengi fylgja henni.
EN það sem stendur mér fremst í huga í kvöld er matarboðið sem ég var í áðan. Þar sat ég (reyndar annað kvöldi í röð) með Jóni Baldvini Hannibalssyni og Bryndísi Schram. Var matarboðið haldið til heiðurs rithöfundinum Einari Má en bókin Draumur á jörðu var að koma út eftir hann á finnskri tungu. Þetta reyndist vera hið skemmtilegasta matarboð þar sem umræðan spannaði, menntunarmál beggja vegna atlantshafsins (og þar af leiðandi hið sósíal demókratíska kerfi Evrópu vs. hið elítu miðaða kerfi Bandaríkjanna), Palestínumálið, sem við Jón Baldvin vorum sammála um að væri grundvöllur getuleysis Evrópu í heimspólitíkinni (enda er málið það sem mestu máli skiptir í alþjóðapólitíkinni), nú einnig gerðist ég svo djarfur að leggja til að lestrarskortur íslenskra ungmenna (við erum fyrir neðan miðju í nýlegri könnun OECD og höfum hríðfallið undanfarin misseri, bókaþjóðin er sumsé að verða ólæs) stafaði af ömurlega leiðinlegum skólabókum. Ef því yrði kippt í liðinn þá væri kannski von til að fólk fengi ekki gubbutilfinningu við að sjá bók (það þarf ekki að taka fram að undirtektirnar við þessu við matarborðið voru harla takmarkaðar). Og svo mætti lengi halda áfram. Ég ætla að spara lesendum þessarar síðu (ef einhverjir eru) frá því að telja mikið meira upp, en tvennt vil ég minnast á. Annars vegar að gaman var að hlusta á skáldið segja frá og þá sérstaklega frá bókum sínum, sem hann lifir sig mikið inní. Vissulega væri hægt að lesa úr því að hann þjáist af háu stigi af egóism (sem ég geri ráð fyrir að öll skáld geri að einhverju leyti, ég meina, hvernig ættu þau að hafa áhuga á sögum af öðru fólki ef það hefði ekki áhuga á eigin sögum?) en því er ekki hægt að neita að hann er heillandi og spennandi karakter og um hann þurfa kannski ekki að gilda sömu regur um framkomu (og önnur borgaraleg gildi) eins og hina. (hver veit, kannski verð ég einhvern daginn líka sérviskulegur listamaður sem vill bara segja sögur af eigin frábærlegheitum og þá ætla ég að vona að ég hitti mann eins og mig (sem reyndar heldur úti bloggsíðu um sig á 26. aldursári) sem er tilbuinn að umbera mig) .
Hitt sem var spennandi við þetta kvöld var saga sem að Jón Baldvin sagði af því þegar Ísland lýsti yfir stuðning við hið nýja lýðveldi Litháen. Hann hafði talað um mikilvægi þess að gleyma ekki smáríkjunum á balkanskaga í umræðum á alþjóðavettvangi og komist upp með það vegna þess (eins og sendifulltrúi BNA komst að orð) að Ísland er svo lítið. Og ef maður er lítill í hinu stóra spili alþjóðapólitíkurinnar þá getur maður komist upp með að gera hluti sem aðrir fá ekki að gera, eins og til dæmis lýsa yfir stuðningi við aðrar smáþjóðir, eitthvað sem stóru norðurlandaþjóðirnar þorðu ekki að gera. En allaveganna. Í Júni 1991 hringir símin hjá JB um miðja nótt. ER á línunni Landbergis (seinna forseti Litháen) og segir við JB að hafi hann einhvertímann meinað það sem hann hafði sagt um sjálfstæðisbaráttu þeirra á balkanskaganum þá væri tíminn upp runninn til að standa við orð sín. Rússarnir væru búnir að herbúast og það stefndi allt í það að þeir væru við það að ráðast inn. Það þyrfti að koma einhver pólitíkus og sýna samstöðu með þeim. Öll hin norðurlöndin voru búin að neita og Ísland var eina vonin. JB tekru til óspilltra málanna og fer í það að fá vegabréfsáritun (það er einfaldari prósess ef maður er utanríkisráðherra). Hann er svo kominn til Vilníus 3 dögum seinna og finnur Landbergis inn í stjóranráðinu með 170 unglingum með kalishnikov rifla, umkringdir rússneskum skriðdrekum. Honum er húrrað upp í ræðupúlt og flytur þar ræðu yfir 600.000 manns sem safnast höfðu saman. Það sem hann áttar sig allt í einu á er að þetta er miklu mikilvægara en hann hafi gert sér grein fyrir. Þarna, andspænis skriðdrekunum, stóð pólitíkus í hárri stöðu í ríki sem var í NATO (segið svo að það hafi aldrei komið sér vel að vera í hernaðarbandalagi). Sem slíkur þá var móralski stuðningurinn sem hann sýndi með þessu mun meira virði en öll samúðarskeiti veraldar. Og að sitja í stofunni og hlusta á hann segja þessa sögu var upplifun ólík nokkurri sem ég hef á ævinni upplifað. Allt í einu var ég staddur á torginu innan um fólkið og sá að þjóðin mín hafði kannski haft eitthvað fram að færa til góðs í veröldinni. (reyndar tókst þeim kumpánum DAvíð, Halldóri að skemma það aftur en kannski urðu þeir bara að eyða surplúsnum). Vissulega er þetta móment ennþá of nærri mér til þess að ég geti eitthvað tjáð mig um það í alvörunni en ég fann að það snerti mig á einhvern þann hátt sem fátt annað af svipuðum toga hefur gert.
Til að slá botninn í þetta þá var þessi saga, sem ég var að segja frá, pöntuð af Einari Má og hljóðaði beiðni hans svo "segðu okkur söguna af því þegar þú sigraðir kommúnismann". Ég var fljótur að benda á að þetta væri nú kannski ekki alls kostar rétt þar sem The Economist hafði lýst því yfir við lát Regan að það hafi verið hann sem gerði það. Og þá sagði Jón Baldvin "Í Litháen þá eru tveir heiðursborgarar erlendir. Ronald Regan og Jón Baldvin Hanniblasson".
Svo mörg voru þau orð!
Þorleifur
Þetta hefur, þori ég að fullyrða, einhverjir undarlegustu og á sama tíma, unaðslegust dagar lífs míns.
Ég er farinn að trúa því að ég geti skrifað leikrit. 25 síður komnar og prufulestur á þeim við konuna mína (sem þýðir samtímis lestur og þýðing, og alas, oftar hljómar það betur á engilsaxneskunni) virðist benda til þess að þar sé á ferð eitthvað svoldið djúsí. Ekki ber svo að skilja að ég sé þeim mun meira undrandi á þessu, ég vonaði allaveganna alltaf að ég væri skriffær, heldur hitt, hversu auðvelt þetta veitist mér. ÉG er náttúrulega að skrifa um eitthvað sem ég gjörþekki, pólitík, og býst ég við að það stytti mér örlítið leið. Ég er til dæmis fullviss um að ef ég væri að skrifa um kotlífi á hásléttum skotlands á öndverðri 15 öld þá myndi það veitast mér töluvert þyngra í skrifum, en pólitíkina kann ég.
Og talandi um pólitík þá hefur dóttir stórleikarans Gunnars Eyjólfssonar (sem þórhildur Þorleifsdóttir rak úr sýningunni Góði Dátinn Sveik) ákveðið að ráða Tinnu Gunnlaugsdóttur í starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta þarf náttúrulega ekki að koma neinum á óvart og óska ég Tinnu til hamingju með starfið og megi gæfan og gengi fylgja henni.
EN það sem stendur mér fremst í huga í kvöld er matarboðið sem ég var í áðan. Þar sat ég (reyndar annað kvöldi í röð) með Jóni Baldvini Hannibalssyni og Bryndísi Schram. Var matarboðið haldið til heiðurs rithöfundinum Einari Má en bókin Draumur á jörðu var að koma út eftir hann á finnskri tungu. Þetta reyndist vera hið skemmtilegasta matarboð þar sem umræðan spannaði, menntunarmál beggja vegna atlantshafsins (og þar af leiðandi hið sósíal demókratíska kerfi Evrópu vs. hið elítu miðaða kerfi Bandaríkjanna), Palestínumálið, sem við Jón Baldvin vorum sammála um að væri grundvöllur getuleysis Evrópu í heimspólitíkinni (enda er málið það sem mestu máli skiptir í alþjóðapólitíkinni), nú einnig gerðist ég svo djarfur að leggja til að lestrarskortur íslenskra ungmenna (við erum fyrir neðan miðju í nýlegri könnun OECD og höfum hríðfallið undanfarin misseri, bókaþjóðin er sumsé að verða ólæs) stafaði af ömurlega leiðinlegum skólabókum. Ef því yrði kippt í liðinn þá væri kannski von til að fólk fengi ekki gubbutilfinningu við að sjá bók (það þarf ekki að taka fram að undirtektirnar við þessu við matarborðið voru harla takmarkaðar). Og svo mætti lengi halda áfram. Ég ætla að spara lesendum þessarar síðu (ef einhverjir eru) frá því að telja mikið meira upp, en tvennt vil ég minnast á. Annars vegar að gaman var að hlusta á skáldið segja frá og þá sérstaklega frá bókum sínum, sem hann lifir sig mikið inní. Vissulega væri hægt að lesa úr því að hann þjáist af háu stigi af egóism (sem ég geri ráð fyrir að öll skáld geri að einhverju leyti, ég meina, hvernig ættu þau að hafa áhuga á sögum af öðru fólki ef það hefði ekki áhuga á eigin sögum?) en því er ekki hægt að neita að hann er heillandi og spennandi karakter og um hann þurfa kannski ekki að gilda sömu regur um framkomu (og önnur borgaraleg gildi) eins og hina. (hver veit, kannski verð ég einhvern daginn líka sérviskulegur listamaður sem vill bara segja sögur af eigin frábærlegheitum og þá ætla ég að vona að ég hitti mann eins og mig (sem reyndar heldur úti bloggsíðu um sig á 26. aldursári) sem er tilbuinn að umbera mig) .
Hitt sem var spennandi við þetta kvöld var saga sem að Jón Baldvin sagði af því þegar Ísland lýsti yfir stuðning við hið nýja lýðveldi Litháen. Hann hafði talað um mikilvægi þess að gleyma ekki smáríkjunum á balkanskaga í umræðum á alþjóðavettvangi og komist upp með það vegna þess (eins og sendifulltrúi BNA komst að orð) að Ísland er svo lítið. Og ef maður er lítill í hinu stóra spili alþjóðapólitíkurinnar þá getur maður komist upp með að gera hluti sem aðrir fá ekki að gera, eins og til dæmis lýsa yfir stuðningi við aðrar smáþjóðir, eitthvað sem stóru norðurlandaþjóðirnar þorðu ekki að gera. En allaveganna. Í Júni 1991 hringir símin hjá JB um miðja nótt. ER á línunni Landbergis (seinna forseti Litháen) og segir við JB að hafi hann einhvertímann meinað það sem hann hafði sagt um sjálfstæðisbaráttu þeirra á balkanskaganum þá væri tíminn upp runninn til að standa við orð sín. Rússarnir væru búnir að herbúast og það stefndi allt í það að þeir væru við það að ráðast inn. Það þyrfti að koma einhver pólitíkus og sýna samstöðu með þeim. Öll hin norðurlöndin voru búin að neita og Ísland var eina vonin. JB tekru til óspilltra málanna og fer í það að fá vegabréfsáritun (það er einfaldari prósess ef maður er utanríkisráðherra). Hann er svo kominn til Vilníus 3 dögum seinna og finnur Landbergis inn í stjóranráðinu með 170 unglingum með kalishnikov rifla, umkringdir rússneskum skriðdrekum. Honum er húrrað upp í ræðupúlt og flytur þar ræðu yfir 600.000 manns sem safnast höfðu saman. Það sem hann áttar sig allt í einu á er að þetta er miklu mikilvægara en hann hafi gert sér grein fyrir. Þarna, andspænis skriðdrekunum, stóð pólitíkus í hárri stöðu í ríki sem var í NATO (segið svo að það hafi aldrei komið sér vel að vera í hernaðarbandalagi). Sem slíkur þá var móralski stuðningurinn sem hann sýndi með þessu mun meira virði en öll samúðarskeiti veraldar. Og að sitja í stofunni og hlusta á hann segja þessa sögu var upplifun ólík nokkurri sem ég hef á ævinni upplifað. Allt í einu var ég staddur á torginu innan um fólkið og sá að þjóðin mín hafði kannski haft eitthvað fram að færa til góðs í veröldinni. (reyndar tókst þeim kumpánum DAvíð, Halldóri að skemma það aftur en kannski urðu þeir bara að eyða surplúsnum). Vissulega er þetta móment ennþá of nærri mér til þess að ég geti eitthvað tjáð mig um það í alvörunni en ég fann að það snerti mig á einhvern þann hátt sem fátt annað af svipuðum toga hefur gert.
Til að slá botninn í þetta þá var þessi saga, sem ég var að segja frá, pöntuð af Einari Má og hljóðaði beiðni hans svo "segðu okkur söguna af því þegar þú sigraðir kommúnismann". Ég var fljótur að benda á að þetta væri nú kannski ekki alls kostar rétt þar sem The Economist hafði lýst því yfir við lát Regan að það hafi verið hann sem gerði það. Og þá sagði Jón Baldvin "Í Litháen þá eru tveir heiðursborgarar erlendir. Ronald Regan og Jón Baldvin Hanniblasson".
Svo mörg voru þau orð!
Þorleifur
mánudagur, september 20, 2004
Að skrifa að degi til:
Ég býst við því að þetta gerist oftar í framtíðinni þar sem þessa dagana er ég aðallega starfandi við ritsmíðar. Og það engar smá, ég er að skrifa leikrit... Enn er það leyndarmál fyrir hvað ég er að skrifa en því get ég lofað að það verður á íslensku sviði innan skamms.
Það er ekki frá því að um mig fari léttur hrollur við að hugsa um það sem ég var rétt í þessu að skrifa. AÐ verk eftir mig fari á svið! Og það fyrir alemnnings sjónir!!! En það er víst hluti af þroskaferli listamannsins að vera neyddur út í atburðarásir sem oftar en ekki taka af manni völdin og neyða mann til að læra og það allfljótt.
Og ég er að læra. ég ligg þessa dagana yfir meisturum hins nútímalega talaða orðs og reyni að glöggva mig því í hverju snilld þeirra er falin. Reyni að greina hvernig þeir ljá skoðunum sínum, vonum og þrám raddir. Ég vonast með þessu að ég greini betur í mínu eigin frai hvernig mér fari best að rífa kjaft án þess að vera þeim mun leiðinlegri á meðan.
ÉG er mikið búinn að vera að hugsa um hvernig best sé að koma pólitísku leikhúsi á framfæri. Kannski væri það fyrsta að hætta að fjalla um það sem pólitískt leikhús og nota þess í stað orð eins og "létta innlistleikhúsið" eða þá "ofsafyndna alvöruleikhúsið" já jafnvel "umræðuleikhús alþýðunnar" en öll þess nöfn bera með sér allt of niðurnjörvandi (þori ég að segja það, ranga) mynd af því sem ég er að fást við. Ég er pólitískur leikhúsmaður, ég hef margt sem ég vil segja og tímum óskilgreindra hugtaka þá held ég að það sé best að halda mig við að kalla það sem ég er að gera eftir því sem ég er að gera. það þarf svo ekki að þýða það að það sem ég er að gera sé leiðinlegt, eða einvörðungu pólitískt, heldur er það umfram allt satt.
Pólitík er nefnilega svo miklu stærra en nokkrir kallar og kellingar á þingi að karpa, pólitík hefur mað það að gera að ræða samfélag okkar og stöðu sem mannvera. Hefur með það að gera að reyna að skilja af hverju heimurinn er eins og hann er og hvers vegna það lítur ekki út fyrir að hann sé að stefna í rétta átt.
LEikhúsið hefur frá örófi verið samræðuvettvangur alþýðunnar. Þar koma fram nýjar hugmyndir sem ættu að eiga það til að vera innlegg í umræðu líðandi stundar og móta hinni hugmyndafræðilegu umræðu farveg sem leiðir í átt að einhverskonar sameiginlegri niðurstöðu meðal þjóðarinnar. Ég geri mér grien fyrir að þessir tímar koma sennilega ekki aftur í leikhúsinu í bráð, að við kjötkatlana eru sestir nýjir umræðustjórara í formi PR manna, skilaboðahannara og auglýsingamanna en það er ekki gott að missa sjónar á því sem leikhúsið getur staðið fyrir þegar þörf verður á því að vekja það að nýju.
Þýðir þetta að ég er forngripasafnari? E.t.v. en þá er ég allaveganna safnari í hjartans einlægni og með ofvæni bjartsýnismannsins bíð ég færis (eða væri réttar að kalla það, með vissu tígrisdýrsins).
Góðar stundir
Þorleifur
Ég býst við því að þetta gerist oftar í framtíðinni þar sem þessa dagana er ég aðallega starfandi við ritsmíðar. Og það engar smá, ég er að skrifa leikrit... Enn er það leyndarmál fyrir hvað ég er að skrifa en því get ég lofað að það verður á íslensku sviði innan skamms.
Það er ekki frá því að um mig fari léttur hrollur við að hugsa um það sem ég var rétt í þessu að skrifa. AÐ verk eftir mig fari á svið! Og það fyrir alemnnings sjónir!!! En það er víst hluti af þroskaferli listamannsins að vera neyddur út í atburðarásir sem oftar en ekki taka af manni völdin og neyða mann til að læra og það allfljótt.
Og ég er að læra. ég ligg þessa dagana yfir meisturum hins nútímalega talaða orðs og reyni að glöggva mig því í hverju snilld þeirra er falin. Reyni að greina hvernig þeir ljá skoðunum sínum, vonum og þrám raddir. Ég vonast með þessu að ég greini betur í mínu eigin frai hvernig mér fari best að rífa kjaft án þess að vera þeim mun leiðinlegri á meðan.
ÉG er mikið búinn að vera að hugsa um hvernig best sé að koma pólitísku leikhúsi á framfæri. Kannski væri það fyrsta að hætta að fjalla um það sem pólitískt leikhús og nota þess í stað orð eins og "létta innlistleikhúsið" eða þá "ofsafyndna alvöruleikhúsið" já jafnvel "umræðuleikhús alþýðunnar" en öll þess nöfn bera með sér allt of niðurnjörvandi (þori ég að segja það, ranga) mynd af því sem ég er að fást við. Ég er pólitískur leikhúsmaður, ég hef margt sem ég vil segja og tímum óskilgreindra hugtaka þá held ég að það sé best að halda mig við að kalla það sem ég er að gera eftir því sem ég er að gera. það þarf svo ekki að þýða það að það sem ég er að gera sé leiðinlegt, eða einvörðungu pólitískt, heldur er það umfram allt satt.
Pólitík er nefnilega svo miklu stærra en nokkrir kallar og kellingar á þingi að karpa, pólitík hefur mað það að gera að ræða samfélag okkar og stöðu sem mannvera. Hefur með það að gera að reyna að skilja af hverju heimurinn er eins og hann er og hvers vegna það lítur ekki út fyrir að hann sé að stefna í rétta átt.
LEikhúsið hefur frá örófi verið samræðuvettvangur alþýðunnar. Þar koma fram nýjar hugmyndir sem ættu að eiga það til að vera innlegg í umræðu líðandi stundar og móta hinni hugmyndafræðilegu umræðu farveg sem leiðir í átt að einhverskonar sameiginlegri niðurstöðu meðal þjóðarinnar. Ég geri mér grien fyrir að þessir tímar koma sennilega ekki aftur í leikhúsinu í bráð, að við kjötkatlana eru sestir nýjir umræðustjórara í formi PR manna, skilaboðahannara og auglýsingamanna en það er ekki gott að missa sjónar á því sem leikhúsið getur staðið fyrir þegar þörf verður á því að vekja það að nýju.
Þýðir þetta að ég er forngripasafnari? E.t.v. en þá er ég allaveganna safnari í hjartans einlægni og með ofvæni bjartsýnismannsins bíð ég færis (eða væri réttar að kalla það, með vissu tígrisdýrsins).
Góðar stundir
Þorleifur
laugardagur, september 18, 2004
Góða kvöldið
Þá er fátt eftir í dag annað en að setjast niður og skrifa svo sem eins og einn skrifbút handa kosmosinu.
Ég er kominn til Finnlands, heim til minnar heittelskuðu. Það er skrítið að koma úr háuu tempói íslends og lenda að nýju í hinu hægjafna slagverki finnsks mannlífs. Ég saknaði þess heilmikið er ég var heima en finn að það muni taka tíma að aðlagast að nýju.
En kannski er betra að svo sé, það þýðir að líkaminn, jafnvel sálin, aðlagist hverri aðstæðu fyrir sig. Og þó svo að það komi kannski ekkert sérstaklega niður á mér, annað en smávægileg óþægindi á meðan aðlögun stendur, þá er gott að vita til þess að mannverur sem ekki búa við alsnæktir og þráláta neysluþreytu geti lifað í skilyrðum sem okkur væru óbærileg. (Ég ætla að reyna að gera næstu setningu enn torskilnari en þá er rituð var hér á undan, enda hugsuð í Göthe-ískum anda, og mun það sýna fram á torfið sem í heilahvelinu dvelst). Ég er saddur!
Góða nótt
Þorleifur
Þá er fátt eftir í dag annað en að setjast niður og skrifa svo sem eins og einn skrifbút handa kosmosinu.
Ég er kominn til Finnlands, heim til minnar heittelskuðu. Það er skrítið að koma úr háuu tempói íslends og lenda að nýju í hinu hægjafna slagverki finnsks mannlífs. Ég saknaði þess heilmikið er ég var heima en finn að það muni taka tíma að aðlagast að nýju.
En kannski er betra að svo sé, það þýðir að líkaminn, jafnvel sálin, aðlagist hverri aðstæðu fyrir sig. Og þó svo að það komi kannski ekkert sérstaklega niður á mér, annað en smávægileg óþægindi á meðan aðlögun stendur, þá er gott að vita til þess að mannverur sem ekki búa við alsnæktir og þráláta neysluþreytu geti lifað í skilyrðum sem okkur væru óbærileg. (Ég ætla að reyna að gera næstu setningu enn torskilnari en þá er rituð var hér á undan, enda hugsuð í Göthe-ískum anda, og mun það sýna fram á torfið sem í heilahvelinu dvelst). Ég er saddur!
Góða nótt
Þorleifur
miðvikudagur, september 08, 2004
Góða kvöldið
Agli Heiðari Antoni Pálssyni Gonzales de Silva tókst að fá mig til að hugsa um leikstjórnarskóla, svo mikið í raun að fátt annað kemst að (sem væri í lagi ef ég væri ekki í fullri vinnu og það í yfirmannastöðu).
Það er tvennt sem helst vegur á skálunum. Annars vegar það að ef maður ætlar sér að ná langt á alþjóðlegan mælikvarða þáer eins gott að fara í skóla í útlöndum, annars er allt að því ógjörningur að komast að. Og hins vegar það að Ísland er lítið land og miðað við hvernig það er erlendis þá er ekkert sérstaklega erfitt að koma hér upp sýningum. Þannig getur maður falið sig í litlum einkapródúktionum endalaust, sem kannski reyna ekki svo mikið á. Takist manni svo að komast upp úr þeim hvert er hægt að fara? Borgó, LA eða Þjóðleikhúsið, annað er ekki í boði hérlendis. Og þetta er ansi lítill og þröngur hringur!!!
Og svo fyrir hógværðarinnar sakir þá má kannski nefna það að ég hefði líka gott af því að komast í skóla, þar sem hægt væri að berja á mér og kenna mér eitthvað.
Plús hið listræna frelsi sem felst í því að vera ekki að setja endalaust upp fyrir einhvern markhóp eða með endalausar peningaáhyggjur, en það er efni í annan pistill.
Vinnan kallar, húrra húrra.
Og maður svarar.....
Agli Heiðari Antoni Pálssyni Gonzales de Silva tókst að fá mig til að hugsa um leikstjórnarskóla, svo mikið í raun að fátt annað kemst að (sem væri í lagi ef ég væri ekki í fullri vinnu og það í yfirmannastöðu).
Það er tvennt sem helst vegur á skálunum. Annars vegar það að ef maður ætlar sér að ná langt á alþjóðlegan mælikvarða þáer eins gott að fara í skóla í útlöndum, annars er allt að því ógjörningur að komast að. Og hins vegar það að Ísland er lítið land og miðað við hvernig það er erlendis þá er ekkert sérstaklega erfitt að koma hér upp sýningum. Þannig getur maður falið sig í litlum einkapródúktionum endalaust, sem kannski reyna ekki svo mikið á. Takist manni svo að komast upp úr þeim hvert er hægt að fara? Borgó, LA eða Þjóðleikhúsið, annað er ekki í boði hérlendis. Og þetta er ansi lítill og þröngur hringur!!!
Og svo fyrir hógværðarinnar sakir þá má kannski nefna það að ég hefði líka gott af því að komast í skóla, þar sem hægt væri að berja á mér og kenna mér eitthvað.
Plús hið listræna frelsi sem felst í því að vera ekki að setja endalaust upp fyrir einhvern markhóp eða með endalausar peningaáhyggjur, en það er efni í annan pistill.
Vinnan kallar, húrra húrra.
Og maður svarar.....
þriðjudagur, september 07, 2004
Sælt veri fólkið!
ég er að vinna í Saga Film og berst í bökkum við sálarlaus exel skjöl, fari þau bölvuð!
Reyndar skil ég ekki af hverju ég er einu sinni að skrifa á þennan tölvskjá því að mér hefur gjörsamlega misboðið þetta form samskipta, ég er meira að segja farin að efast um að þetta samskiptaform, það er talvan, sé tæki til framfara heldur sé hún (persónugerð) ein af grundvallarvandamálum í mannlegum samskiptum í heiminum í dag.
Hún einangrar, fráskilur og rífur fólk í sundur.
Ofboð auglýsinga og upplýsinga og frelsis fer með hið blinduráfandi mannnkyn, en við megum velja og þá er allt í lagi!
Og það eru dimmu fréttirnar í dag.
Skrifa kannski meira seinna þegar ég hef öðlast meiri bjartsýni.
Þorleifur
ég er að vinna í Saga Film og berst í bökkum við sálarlaus exel skjöl, fari þau bölvuð!
Reyndar skil ég ekki af hverju ég er einu sinni að skrifa á þennan tölvskjá því að mér hefur gjörsamlega misboðið þetta form samskipta, ég er meira að segja farin að efast um að þetta samskiptaform, það er talvan, sé tæki til framfara heldur sé hún (persónugerð) ein af grundvallarvandamálum í mannlegum samskiptum í heiminum í dag.
Hún einangrar, fráskilur og rífur fólk í sundur.
Ofboð auglýsinga og upplýsinga og frelsis fer með hið blinduráfandi mannnkyn, en við megum velja og þá er allt í lagi!
Og það eru dimmu fréttirnar í dag.
Skrifa kannski meira seinna þegar ég hef öðlast meiri bjartsýni.
Þorleifur
föstudagur, september 03, 2004
Góða kvöldið
Það er nú fátt að frétta frá Doddaverum þessa dagana, vinna, vinna, vinna!
og hananú!
En ég sé fram á rólega ævidaga í borginni miklu í austri þegar ég þangað kemst.
já, ekki er mikil inspírasjón í kroppnum og höfuðstykkinu núna og biðst ég forláts fyrir það, en eitt get ég sagt, ég tel að þessi heimasíða muni lýsa yfir stuðningi við George Walker Bush í komandi forsetakosningum.
Ástæður þess mun ég líklega gefa upp í grein í Fréttablaðinu (það er ef ég þori að skrifa hana fyrir 0llum terroristunum). Fylgist með!
Og að lokum mottó dagsins, elskaðu maka þinn eins og sjálfan þig og þá verður lífið fallegra en grunur lá á þegar hakan draup kúk forðum daga.
Þorleifur
Það er nú fátt að frétta frá Doddaverum þessa dagana, vinna, vinna, vinna!
og hananú!
En ég sé fram á rólega ævidaga í borginni miklu í austri þegar ég þangað kemst.
já, ekki er mikil inspírasjón í kroppnum og höfuðstykkinu núna og biðst ég forláts fyrir það, en eitt get ég sagt, ég tel að þessi heimasíða muni lýsa yfir stuðningi við George Walker Bush í komandi forsetakosningum.
Ástæður þess mun ég líklega gefa upp í grein í Fréttablaðinu (það er ef ég þori að skrifa hana fyrir 0llum terroristunum). Fylgist með!
Og að lokum mottó dagsins, elskaðu maka þinn eins og sjálfan þig og þá verður lífið fallegra en grunur lá á þegar hakan draup kúk forðum daga.
Þorleifur
mánudagur, ágúst 30, 2004
Nauts, bara tvö kvöld í röð!
ÉG er í miklu skrifstuði enda er ég búinn að senda tvo bréf í síðan á miðnætti.
Annað til Chuck Palahnuik og hitt til Eric Suderstrom i ungliðahreyfingu sænskra jafnaðarmanna.
Hvað bréfin voru um er náttúrulega trúnaðarmál en það get ég þó sagt að þau voru nátengdt og snúa að framtíðarskipulagi heimsins eins og hann leggur sig!
Annars verð ég að fara að hunskast í rúmmið, langur dagur á morgun en þá fer ég aftur a vertíð niður í Saga Film og verð þar þangað til ég fer aftur úr landi!
Annars er það af mér að frétta að ég er að farast úr tvennu (ekki einu sinni hugsa það):
1. Að vera ekki með ástinni minni. Þetta er náttúrulega óþolandi ástnd og ég er á því að það ætti að stofna sjóð handa ástsjúkum listamönnum sem ekki geta verið á sama stað og makar þeirra þegar þeir eru að reyna að vinna sér inn peninga til þess að lifa af. Og ef ekki sjóð þá allaveganna að maður geti gabbað þessa grunnmannréttindaafstöðu inn á núþegargerða sjóði!
2. Að vera á Íslandi en hafa ekki tíma til að hitta vini mína. Ég er alltaf að rekast á eitthvað fólk sem stendur mér nærri og ég hef ekki haft tíma til þess að hitta eða heimsækja. Ég er nefnilega meira og minna alltaf að vinna, meiraðsegja þegar ég er ekki að vinna! Og ef þú ert ein af þessum manneskjum þá endilega hringdu í mig því að mér þykir vænt um þig þó svo að ég hafi látið peningaþörfina og sköpunargleðina ganga með mig í gönur!
Máli mínu til staðfestingar þá hitti ég mann í dag sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir sem sagði mér það í óspurðum fréttum að ég væri vinnusjúklingur. Han sagðist hafa það einhversstaðar frá en neitaði að gefa upp heimildamanninn (ég hefði ekkert gert viðkomandi). Ég vil því taka það fram að ef slíkar sögur ganga um mig þá eru þær upprunnar af óvildamönnum mínum sem vita ekkert hvað alvöru vinnumanía er, þeir hefðu bara þurft að sjá mig síðastliðið til að fá að sjá hvað það er í alvörunni! Og hananú! Já! Hananú segi ég bara!
Annars elska ég konuna mína, elska ég konuna mína, elska ég konuna mína og elska konuna mína!
Góða nótt
ÉG er í miklu skrifstuði enda er ég búinn að senda tvo bréf í síðan á miðnætti.
Annað til Chuck Palahnuik og hitt til Eric Suderstrom i ungliðahreyfingu sænskra jafnaðarmanna.
Hvað bréfin voru um er náttúrulega trúnaðarmál en það get ég þó sagt að þau voru nátengdt og snúa að framtíðarskipulagi heimsins eins og hann leggur sig!
Annars verð ég að fara að hunskast í rúmmið, langur dagur á morgun en þá fer ég aftur a vertíð niður í Saga Film og verð þar þangað til ég fer aftur úr landi!
Annars er það af mér að frétta að ég er að farast úr tvennu (ekki einu sinni hugsa það):
1. Að vera ekki með ástinni minni. Þetta er náttúrulega óþolandi ástnd og ég er á því að það ætti að stofna sjóð handa ástsjúkum listamönnum sem ekki geta verið á sama stað og makar þeirra þegar þeir eru að reyna að vinna sér inn peninga til þess að lifa af. Og ef ekki sjóð þá allaveganna að maður geti gabbað þessa grunnmannréttindaafstöðu inn á núþegargerða sjóði!
2. Að vera á Íslandi en hafa ekki tíma til að hitta vini mína. Ég er alltaf að rekast á eitthvað fólk sem stendur mér nærri og ég hef ekki haft tíma til þess að hitta eða heimsækja. Ég er nefnilega meira og minna alltaf að vinna, meiraðsegja þegar ég er ekki að vinna! Og ef þú ert ein af þessum manneskjum þá endilega hringdu í mig því að mér þykir vænt um þig þó svo að ég hafi látið peningaþörfina og sköpunargleðina ganga með mig í gönur!
Máli mínu til staðfestingar þá hitti ég mann í dag sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir sem sagði mér það í óspurðum fréttum að ég væri vinnusjúklingur. Han sagðist hafa það einhversstaðar frá en neitaði að gefa upp heimildamanninn (ég hefði ekkert gert viðkomandi). Ég vil því taka það fram að ef slíkar sögur ganga um mig þá eru þær upprunnar af óvildamönnum mínum sem vita ekkert hvað alvöru vinnumanía er, þeir hefðu bara þurft að sjá mig síðastliðið til að fá að sjá hvað það er í alvörunni! Og hananú! Já! Hananú segi ég bara!
Annars elska ég konuna mína, elska ég konuna mína, elska ég konuna mína og elska konuna mína!
Góða nótt
sunnudagur, ágúst 29, 2004
Góða kvöldið
ég er í skriffríi enda er ég að vinna eins og skepna til þess að geta lifað hinu góða lífi það sem eftir lifir árs án þess að þurfa að lyfta hendi fyrir nokurn mann nema að innri köllun eða almenn nenna komi til...
En það lærist margt af því að lifa eins og skepna, til dæmis þá er það manni afar holt að sofa lítið því að það stóreykur einbeitinguna og kennir manni hversu fallegt lífið sé sofi maður vel og lengi (sem er annað sem ég ætla að gera að vinnutörn lokinni).
En sumsé, þegar ég hef lokið mér af, sem ætti að vera um miðjan september, þá mun ég fara að blogga á fullu og þá verður gaman að nýju.
Ég var annars að koma að norðan þar sem ég á þremur dögum skrifaði og leikstýrði svokölluðu míníleikriti fyrir LA. Þetta var stutt atriði fyrir Akureyrarvöku þar sem LA kom fram á opnunarhátíðinni. Það var meira en lítið skrítið (skemmtilegt rím-ið) að koma inn um dyrnar á samkomuhúsinu með það fyrir augum að vinna þar og á móti manni tóku myndir af foreldrum mínum báðum og afa en þau hafa öll starfað fyrir LA á einum eða öðrum tíma. Foreldrar mínir hófu feril sinn hjá LA og afi minn, Jón Kristinsson, var formaður LA um 12 ára skeið svo það var örlítið sem að forlögin sætu og fylgdust með mér yfir öxlina, rýndu í verk mín en hvettu mig áfram.
Kannski á maður aldrei séns, er bara fæddur til að elta. En svo er það aftur hitt að kannski er þetta allt saman eintóm tilviljun og tengsl minnar vinnu við sögu ættarinnar eru bara í besta falli cosmik djókur (alheimskímni).
Annars er líf mitt fullt af spennandi möguleikum og gaman verður að sjá hvað gerist þegar fram líða stundir. Eins og góður íslendingur þá gef ég ekkert uppi og get því þegar fram í sækir neitað að hafa mistekist nokkur hlutur!
en góðar stundir (sérstaklega ef um slíkt er ekki að ræða á þessari)
Þorleifur
ég er í skriffríi enda er ég að vinna eins og skepna til þess að geta lifað hinu góða lífi það sem eftir lifir árs án þess að þurfa að lyfta hendi fyrir nokurn mann nema að innri köllun eða almenn nenna komi til...
En það lærist margt af því að lifa eins og skepna, til dæmis þá er það manni afar holt að sofa lítið því að það stóreykur einbeitinguna og kennir manni hversu fallegt lífið sé sofi maður vel og lengi (sem er annað sem ég ætla að gera að vinnutörn lokinni).
En sumsé, þegar ég hef lokið mér af, sem ætti að vera um miðjan september, þá mun ég fara að blogga á fullu og þá verður gaman að nýju.
Ég var annars að koma að norðan þar sem ég á þremur dögum skrifaði og leikstýrði svokölluðu míníleikriti fyrir LA. Þetta var stutt atriði fyrir Akureyrarvöku þar sem LA kom fram á opnunarhátíðinni. Það var meira en lítið skrítið (skemmtilegt rím-ið) að koma inn um dyrnar á samkomuhúsinu með það fyrir augum að vinna þar og á móti manni tóku myndir af foreldrum mínum báðum og afa en þau hafa öll starfað fyrir LA á einum eða öðrum tíma. Foreldrar mínir hófu feril sinn hjá LA og afi minn, Jón Kristinsson, var formaður LA um 12 ára skeið svo það var örlítið sem að forlögin sætu og fylgdust með mér yfir öxlina, rýndu í verk mín en hvettu mig áfram.
Kannski á maður aldrei séns, er bara fæddur til að elta. En svo er það aftur hitt að kannski er þetta allt saman eintóm tilviljun og tengsl minnar vinnu við sögu ættarinnar eru bara í besta falli cosmik djókur (alheimskímni).
Annars er líf mitt fullt af spennandi möguleikum og gaman verður að sjá hvað gerist þegar fram líða stundir. Eins og góður íslendingur þá gef ég ekkert uppi og get því þegar fram í sækir neitað að hafa mistekist nokkur hlutur!
en góðar stundir (sérstaklega ef um slíkt er ekki að ræða á þessari)
Þorleifur
miðvikudagur, ágúst 04, 2004
Halló halló
Fann stund á milli stríða til þess að koma svo sem eins og tveimur hugsunum niður á blað.
Ég frumsýndi Beðið eftir félagsmálastofnun í fallegum garði í Helsinki laugardaginn síðastliðinn. Rétt fyrir frummarann, sem til stóð að hæfist klukkan 17.00, þá tóku veðurguðirnir uppá því að stríða okkur örlítið og sendi á okkur úrhelli sem og þrumur svona til að toppa upplifunina. Grand entry!
En sýningin gekk vel og virtist fara vel ofan í liðið sem stóð með regnhlífarnar reyddar...
Nú er ég kominn heim og er á kafi í kapítalsma hjá Saga Film. Safna peningum hér til þess að nota í leikhúsinu til þess að berja á kaítalismanum. Im living in a paradox!
En þetta er afar skemmtileg vinna, fræðandi og krefjandi, og mun koma sér vel í framtíðinni. (vona ég...)
Og svo mörg voru þau orð.
Langar að enda á því að kveðja Partrik Viera og ég vona að honum gangi allt á afturfótunum hjá Real Madrid. Að honum skiljist að þegar maður svíkur það sem maður segir, snúi bai við vinum sínum og þeim sem trúa á mann og styja að þá snúist karma heimsins gegn þér og það er vægastsagt vont mál!
Bestu kv.
Þorleifur
Fann stund á milli stríða til þess að koma svo sem eins og tveimur hugsunum niður á blað.
Ég frumsýndi Beðið eftir félagsmálastofnun í fallegum garði í Helsinki laugardaginn síðastliðinn. Rétt fyrir frummarann, sem til stóð að hæfist klukkan 17.00, þá tóku veðurguðirnir uppá því að stríða okkur örlítið og sendi á okkur úrhelli sem og þrumur svona til að toppa upplifunina. Grand entry!
En sýningin gekk vel og virtist fara vel ofan í liðið sem stóð með regnhlífarnar reyddar...
Nú er ég kominn heim og er á kafi í kapítalsma hjá Saga Film. Safna peningum hér til þess að nota í leikhúsinu til þess að berja á kaítalismanum. Im living in a paradox!
En þetta er afar skemmtileg vinna, fræðandi og krefjandi, og mun koma sér vel í framtíðinni. (vona ég...)
Og svo mörg voru þau orð.
Langar að enda á því að kveðja Partrik Viera og ég vona að honum gangi allt á afturfótunum hjá Real Madrid. Að honum skiljist að þegar maður svíkur það sem maður segir, snúi bai við vinum sínum og þeim sem trúa á mann og styja að þá snúist karma heimsins gegn þér og það er vægastsagt vont mál!
Bestu kv.
Þorleifur
sunnudagur, júlí 25, 2004
góða kvöldið
Erí Helsinki að vinna að uppsetningu og gengur það vel. Unnum í dag við það að stytta verkið og horfði á hverja línu BEcketts á fætur annarrar flögra í ruslafötuna. en þetta á víst að vera götuútgáfan og því varð maður að laga leikritið að því (þó ég teygi mig eins langt og hægt er í þeim efnum).
En stelpurnar eru flottar og við opnum á Laugardaginn....
Svo er bara að grípi í sætisbríkina (eða heldur trjáabörkinn í þessu tilfelli) og njóta helreiðarinnar...
Góðar stundir
Þorleifur
Erí Helsinki að vinna að uppsetningu og gengur það vel. Unnum í dag við það að stytta verkið og horfði á hverja línu BEcketts á fætur annarrar flögra í ruslafötuna. en þetta á víst að vera götuútgáfan og því varð maður að laga leikritið að því (þó ég teygi mig eins langt og hægt er í þeim efnum).
En stelpurnar eru flottar og við opnum á Laugardaginn....
Svo er bara að grípi í sætisbríkina (eða heldur trjáabörkinn í þessu tilfelli) og njóta helreiðarinnar...
Góðar stundir
Þorleifur
fimmtudagur, júlí 22, 2004
Góða kvöldið
Þá er ég lentur að nýju í hinni vinlegu borg Helsinki. Reyndar lá við að ég kæmist ekki þar sem saamferðunngar mínir sváfu allir yfir sig og áttu jafnvel eftir að pakka þegar rétt rúm klukkustund var í brottför.
Þegatr dulurnar loksins drulluðust inn í skrjóðinn þá ssnéri ég mér við og tilkynnti þeim að ef ég fengi sekt fyrir þau lögbrot sem ég væri um það bil að fara að fremja þá myndi það skiptast á milli viðstaddra! og svo var gefið í botn og flugvélunum náð.
Reyndar var það bót í máli að flugvélin mín var yfirfull þegar ég kom að og því neyddist ég til þess að sitja á Saga Class. leiðinlegt það!
Lítill svef gefur afa sér lata bloggara!
Góða nótt
Þá er ég lentur að nýju í hinni vinlegu borg Helsinki. Reyndar lá við að ég kæmist ekki þar sem saamferðunngar mínir sváfu allir yfir sig og áttu jafnvel eftir að pakka þegar rétt rúm klukkustund var í brottför.
Þegatr dulurnar loksins drulluðust inn í skrjóðinn þá ssnéri ég mér við og tilkynnti þeim að ef ég fengi sekt fyrir þau lögbrot sem ég væri um það bil að fara að fremja þá myndi það skiptast á milli viðstaddra! og svo var gefið í botn og flugvélunum náð.
Reyndar var það bót í máli að flugvélin mín var yfirfull þegar ég kom að og því neyddist ég til þess að sitja á Saga Class. leiðinlegt það!
Lítill svef gefur afa sér lata bloggara!
Góða nótt
föstudagur, júlí 16, 2004
miðvikudagur, júlí 14, 2004
Halló halló
Það er harla fyndið að hefja hverja færslu á því að afsaka hversu langt sé síðan síðasta færsla birtist en þar sem ég hef verið fastur upp á hálendi að vinna 20 tíma á dag þá hef ég raunverulega afsökun í þetta skipti.
Ég er sumsé á íslandi um þessar mundir. Þetta átti að vera sumarfrí en ég var gripinn af Saga Film við komuna til landsins og sendu í fararbroddu hóps af japönum upp á Sprengisand að taka upp listræna stuttmynd.
Verkefnið var slíkt ævintýri að ef maður myndi skrá það og skjóta sem bíómynd (sem ég er ekki í nokkrum vafa að yrði betri en myndin sem var verið að skjóta upp á hálendi) þá myndi ekki nokkur maður trúa manni. ég er að vísu bundin þagnarskildu varðandi verkefnið þar sem þetta voru kúnar Saga Film og því læt ég nánari lýsingar liggja hjá mér í bili. Kannski að maður geti notast við þær sem efni í verk einhvertímann seinna.
En það skal ég segja að fátt er fegurra en sólaruppkoman á Sprengisandi. HOfsjökullinn sem hvítt ský sem reis af jörðu mitt í eldrauðum himninum. Svartur sandurinn tók litbreytingum og virtist um stund lifna við og skipta litum og formi eins og snákur að skríða úr skinninu, tilbúin að takast á við tilveruna á ný. Stórkostlegt. Þetta mynnti mig reyndar á sólaruppkomuna sem ég sá þegar ég keyrði í Febrúar yfir eyðimerkur Ástralíu. RAuðleitur, uppsprengdur sandurinn missti lit sinn og varð hvítur í nokkrar mínútur meðan að sólin reis úr djúpinu. himinn og jörð sameinuðust í eina víðfema hvítu sem umlukti allt og á sama tíma skerpti hvert form en myndaði einnig einhverja óútskýranlega heild. hvíta heild. Anað sem einhvertímann endar í verki!
Annars er ég að fara í annað verkefni fyrir Saga Film og byrjar það af krafti í fyrramálið. Þetta er reyndar í Reykjavík og verður það ágætt enda er maður þá nær vinum og fjölskyldu, og hver veit, maður myndi kannski geta fundið mínútu eða tvær og fengið sér kaffi...
Ég skrifa svo brátt um stjórnmálin, ég nenni því ekki núna, en um eitt get ég ekki orða bundist og er það að þrátt fyrir allt sem ríkisstjórnin er að gera þá hefur hún allaveganna tekist að vekja upp umræðu um lýðræðið og merkingu þess. Kannski að þetta vekji fólk til umhugsunar um hversu viðkvæmt stjórnkerfi hinna frjálsu landa er fyrir spillingu og hversu varlega við verðum að fara með það. Svo er hitt annað mál að ég er ekki á því að þetta hafi verið það sem fyrir ríkisstjórninni vakti, en ekkert er svo vont að ekki hljótist af því eitthvað gott.
Áfram strákar (og ein eða tvær stelpur sem fá að fylgja með uppá lúkkið).
Góða nótt
Þorleifur
Það er harla fyndið að hefja hverja færslu á því að afsaka hversu langt sé síðan síðasta færsla birtist en þar sem ég hef verið fastur upp á hálendi að vinna 20 tíma á dag þá hef ég raunverulega afsökun í þetta skipti.
Ég er sumsé á íslandi um þessar mundir. Þetta átti að vera sumarfrí en ég var gripinn af Saga Film við komuna til landsins og sendu í fararbroddu hóps af japönum upp á Sprengisand að taka upp listræna stuttmynd.
Verkefnið var slíkt ævintýri að ef maður myndi skrá það og skjóta sem bíómynd (sem ég er ekki í nokkrum vafa að yrði betri en myndin sem var verið að skjóta upp á hálendi) þá myndi ekki nokkur maður trúa manni. ég er að vísu bundin þagnarskildu varðandi verkefnið þar sem þetta voru kúnar Saga Film og því læt ég nánari lýsingar liggja hjá mér í bili. Kannski að maður geti notast við þær sem efni í verk einhvertímann seinna.
En það skal ég segja að fátt er fegurra en sólaruppkoman á Sprengisandi. HOfsjökullinn sem hvítt ský sem reis af jörðu mitt í eldrauðum himninum. Svartur sandurinn tók litbreytingum og virtist um stund lifna við og skipta litum og formi eins og snákur að skríða úr skinninu, tilbúin að takast á við tilveruna á ný. Stórkostlegt. Þetta mynnti mig reyndar á sólaruppkomuna sem ég sá þegar ég keyrði í Febrúar yfir eyðimerkur Ástralíu. RAuðleitur, uppsprengdur sandurinn missti lit sinn og varð hvítur í nokkrar mínútur meðan að sólin reis úr djúpinu. himinn og jörð sameinuðust í eina víðfema hvítu sem umlukti allt og á sama tíma skerpti hvert form en myndaði einnig einhverja óútskýranlega heild. hvíta heild. Anað sem einhvertímann endar í verki!
Annars er ég að fara í annað verkefni fyrir Saga Film og byrjar það af krafti í fyrramálið. Þetta er reyndar í Reykjavík og verður það ágætt enda er maður þá nær vinum og fjölskyldu, og hver veit, maður myndi kannski geta fundið mínútu eða tvær og fengið sér kaffi...
Ég skrifa svo brátt um stjórnmálin, ég nenni því ekki núna, en um eitt get ég ekki orða bundist og er það að þrátt fyrir allt sem ríkisstjórnin er að gera þá hefur hún allaveganna tekist að vekja upp umræðu um lýðræðið og merkingu þess. Kannski að þetta vekji fólk til umhugsunar um hversu viðkvæmt stjórnkerfi hinna frjálsu landa er fyrir spillingu og hversu varlega við verðum að fara með það. Svo er hitt annað mál að ég er ekki á því að þetta hafi verið það sem fyrir ríkisstjórninni vakti, en ekkert er svo vont að ekki hljótist af því eitthvað gott.
Áfram strákar (og ein eða tvær stelpur sem fá að fylgja með uppá lúkkið).
Góða nótt
Þorleifur
laugardagur, júní 26, 2004
GOda kvöldid
Eg veit ekki hvad gengur ad mer tessa dagana en svo virdist sem netheimar hafi litid viljad kalla a mig undanfarna daga. Og mer sem finnst sov gaman ad skrifa herna...
En her aetla eg ad skutla grein sem eg var ad skrifa a politik.is. Eg er ad rifa kjaft eins og venjulega (ekki tad hafi neitt upp a sig) en tessi skrif min virdast vera ad festa ta hugmynd i kolli mer ad vesturveldin seu afar langt af leid og eitthvad mikid turfi ad gerast til tess ad skekkja tessi verdi leidrett. Eg veit ekki hvort tetta verdur i byltingarformi eda i fjöldahreyfingu en eg finn i beinunum ad eitthvad er ad fara ad gerast!
Annars er eg i heimsokn hja tengdo uppi i sveit og tad skal eg segja ykkur ad sveitasaelan er storkostleg. EG er ekkert stressadur, uppspenntur og taugaveikladur, tess i stad er eg afar rolegr med lifid og tilveruna, nyt hvers augnabliks og er meiradsegja ad lesa godar baekur!
En her er sumse greinin og eg vonast til tess ad vera duglegri ad skrifa her eftir en hingad til!
Endurtekur sagan sig?
PENINGAGEDVEIKIN
Robert Graves skrifar i bok sinni, Eg Claudius, um plaguna sem herjadi a Rom eftir ad Romverjar höfdu svikid ord sin gagnvart Cathargo og lagt hana i eydi. Ekki var nog med ad teir eyddu borginni heldur drapu teir alla ibuana og stradu salt i jardveginn svo ekkert gaeti vaxid tar ad nyju. Plagan umraedda er i munni söguhetjunnar Claudius, köllud peningagedveikin sem yfirtok Rom og Romverja eftir fall Cathargo.
Peningagedveiki tessi, tar sem helstu einkennin voru leti, graedgi, grimmd, oheidarleiki, gunguskapur og hraesni, var tad sem ad lokum leiddi til falls heimsveldisins to vissulega hafi tad tekid langan tima.
Astaedan fyrir tvi ad eg er ad minnast a tetta er su ad einkenni tau sem herjudu a Rom til forna virdast vera einnig einkenna hid nyja heimsveldi. Heimsveldi tetta er reyndar ad morgu leiti olikt hinu Romverska, tad byggir til daemis veldi sitt a vidskiptum og beitir hervaldi mun sjaldnar en sögubrodir sinn a Italiu, en i grunninn byggir tad a sömu heimssyn, ad hugmyndafraedi tess se ad flestu leyti merkilegri en humgyndafraedi teirra sem utan heimsveldisins standa
HID NYJA HEIMSVELDI VESTURSINS
Erfitt er ad fa heildarsyn yfir hvad tad er sem herja a hid nyja heimsveldi, hvad ta ad bera tad saman vid einkenni peningagedveikinnar sem herjadi a Romarveldi. Til tess tyrfti baedi meira hlutleysi en eg by yfir (tar sem eg by i heimsveldinu) sem og fjarlaegd baedi i tima og i kultur. En haegt er ad skoda afmörkud atvik og meta heildarahrifin ut fra tvi. Audvitad er lika haegt ad draga vidtaekar alyktanir ad tölfraedi sem bendir til mikillar aukningar i sjalfsmordum, gedlyfjaneyslu, vanlydan, stressi, ahyggjum og fleira sem manninum er skadlegt, en vid erum buin ad koma okkur upp hentugu kerfi til tess ad turfa ekki ad horfast i augu vid tad sem er i gangi. Vid skiptum ölli nidur i afmörkud holf og skodum svo holfin hvert fyrir sig an tess ad opna augun fyrir heildarmyndinni.
Eg aetla ekki ad reyna ad sanna tetta her og nu, til tess er greinarstufur sem tessi allt of stuttur, en tess i stad draga fram nylegt daemi sem barst mer til eyrna og ut fra tvi leggja fram nokkrar hugleidingar. Folk getur svo gert upp hug sinn sjalft (tetta er i algerri andstaedu vid venjulega umraedu nu til dags tar sem PR gengid byr til sannleika fyrir okkur tar sem andstaedir polar allt ad tvi snertast og svo getum vid fundid okkur taegilegan stad i midjunni).
FINNSKA VISITÖLUFJÖLSKYLDAN
Daemid sem eg notast vid i tessari litlu tilraun er nylegt daemi ur finnskum samtima. Fyrir taepri viku fannst fjögurra manna fjölskylda latin i husi sinu. Tetta vakti skiljanlega mikil vidbrögd enda um mikinn harmleik ad raeda. Stuttu seinna kom i ljos ad modirin var abyrg, baedi fyrir mordinu a manninum sinum sem og a tveimur ungum börnum sinum. Rannsokn leiddi i ljos ad hun hafdi svaeft fjolskyldu sina adur en hun tok fram skammbyssu og skaut börnin fyrst, svo manninn og loks sjalfa sig.
Umsvifalaust var farid ad grafast fyrir um astaedur harmleiksins og kom ta i ljos ad hus fjölskyldunnar atti ad fara a uppbod daginn eftir vegna vangoldinna gjalda. Einnig kom upp ur krafsinu ad konan, sem sa um fjarmal fjolskildunnar, hafdi reynt ad halda fjölskyldunni a floti fjarhagslega (og halda uppi lifstilnum sem aetlast er til af folki a teirra stad i lifinu og samfelaginu) med stödugum lantökum og endurfjarmögnun lana. Ad lokum var svo komid ad engin leid var faer til ad bjarga fjarhag fjölskyldunnar. Hun bra a tad rad ad bana fjölskyldunni frekar en ad horfast i augu vid nidurlaeginguna sem eignamissi fylgir. Tetta hljomar eins og uppur Griskum harmleik en tetta gerdist bara i millistettahverfi i Helsinki (ja, eda bara i grafarvogi).
SPURNINGAR, SPURNINGAR, SPURNINGAR...
Hvad gerdist a tessu heimili? Hvers lags örvaenting tarf ad vera fyrir hendi til tess ad modir drepi börnin sin? Hvers lags samfelag er tad sem bydur upp a ad svona fari?
Gaeti verid ad vid buum i samfelagi tar sem tad sem tu litur ut fyrir ad vera skiptir meira mali en hvad tu ert i raun og veru. Audvitad er haegt ad benda a abyrgd einstaklingsins i tessu sambandi en engu ad sidur er ekki haegt ad lita fram hja tvi ad tessi fjölskylda er eitt af tusundum manneskja sem er fornad a altari kapitalsimans a hverju ari, tetta var bara folkid sem meikadi ekki stressid sem fylgir tvi ad berjast afram i lifsgaedakapphlaupinu.
Bankakerfi sem stoppar folk ekki af adur en i ogöngur er komid, gengdarlaus neysla nutima samfelagsins (sem audvitad byggir a vali, svona rett eins og tad er val ad toga i spottann tegar hoppad er i fallhlif), syndarmennska og otti tessa folks ad verda undir i samkeppni lifsins vard tessu folki ad falli. Hversu margir adrir turfa ad deyja adur en vestrid fer ad hugsa sinn gang. Stalin drap folk sem hlyddi ekki, vesturveldin turfa tess ekki, folkid gerir tad sjalft.
OG FJÖLMIDLAR SVARA...
Mig langar einnig ad baeta tvi vid ad eg fylgdist grannt med frettum i kjölfar tessa atburdar. Mig langadi ad sja hvernig tekid yrdi a tessu mali. Vonadist innst inn til tess ad einhver maetur penni taeki malid upp og skodadi samfelagsmyndina sem kallar fram svona örvaentingu. En tessi von min vard ad engu tar sem tad virtist ekki hvarla ad nokkrum manni ad tetta vaeri hraesninni i okkur hinum ad kenna. Konugreyjid hlaut bara ad hafa verid veik fyrir, to svo ad engin merki hafi verid um tad fyrir tennan atburd.
LITILL KASSI A LAEKJARBAKKA
Og med tvi ad setja hana i enn einn litinn kassa, ad tetta se serstakt mal og öllu ödru otengt, ta losum vid okkur enn einu sinni undan teirri abyrgd ad turfa stundum ad horfa yfir tad sem vid höfum byggt gangrynum augum og laga tad sem aflaga hefur farid. Eda vid getum haldid afram ad bua i husinu sem byggt var a sandi. Hversu mikid mun turfa til (ekki dugdi 9-11, tad var bara hinum ad kenna), til tess ad tessar spurningar komist upp a yfirbordid i samfelagsumraedunni? Mun heimsveldi okkar hrynja, vegna sömu peningagedveikinnar og Rom fordum, eda munum vid laera af sögunni, lita i eigin barm og byggja upp samfelag handa manneskjum en ekki valdastofnunum, gradugum einstaklingum og peningum?
En hvad veit eg, kannksi er finn bill, ibud, GSM simi, visakort, fataskapur med merkjavöru, latte med sukkuladispaenum, utanlendsferdir, nike itrottagalli, klammyndir, kort i gymmid og prosak gott fyrir manneskjuna...
Kannski er graedgi, eigingirni, sjalfselska, serplaegni, hraesni, valdabrölt, synitörf og otti okkur serdeilis hollt og svona röflarar eins og eg eiga ad steinhalda kjafti...
Kannksi, kannski, kannski, en kannski ekki?
Bestu kv.
Thorleifur Örn Arnarsson
Eg veit ekki hvad gengur ad mer tessa dagana en svo virdist sem netheimar hafi litid viljad kalla a mig undanfarna daga. Og mer sem finnst sov gaman ad skrifa herna...
En her aetla eg ad skutla grein sem eg var ad skrifa a politik.is. Eg er ad rifa kjaft eins og venjulega (ekki tad hafi neitt upp a sig) en tessi skrif min virdast vera ad festa ta hugmynd i kolli mer ad vesturveldin seu afar langt af leid og eitthvad mikid turfi ad gerast til tess ad skekkja tessi verdi leidrett. Eg veit ekki hvort tetta verdur i byltingarformi eda i fjöldahreyfingu en eg finn i beinunum ad eitthvad er ad fara ad gerast!
Annars er eg i heimsokn hja tengdo uppi i sveit og tad skal eg segja ykkur ad sveitasaelan er storkostleg. EG er ekkert stressadur, uppspenntur og taugaveikladur, tess i stad er eg afar rolegr med lifid og tilveruna, nyt hvers augnabliks og er meiradsegja ad lesa godar baekur!
En her er sumse greinin og eg vonast til tess ad vera duglegri ad skrifa her eftir en hingad til!
Endurtekur sagan sig?
PENINGAGEDVEIKIN
Robert Graves skrifar i bok sinni, Eg Claudius, um plaguna sem herjadi a Rom eftir ad Romverjar höfdu svikid ord sin gagnvart Cathargo og lagt hana i eydi. Ekki var nog med ad teir eyddu borginni heldur drapu teir alla ibuana og stradu salt i jardveginn svo ekkert gaeti vaxid tar ad nyju. Plagan umraedda er i munni söguhetjunnar Claudius, köllud peningagedveikin sem yfirtok Rom og Romverja eftir fall Cathargo.
Peningagedveiki tessi, tar sem helstu einkennin voru leti, graedgi, grimmd, oheidarleiki, gunguskapur og hraesni, var tad sem ad lokum leiddi til falls heimsveldisins to vissulega hafi tad tekid langan tima.
Astaedan fyrir tvi ad eg er ad minnast a tetta er su ad einkenni tau sem herjudu a Rom til forna virdast vera einnig einkenna hid nyja heimsveldi. Heimsveldi tetta er reyndar ad morgu leiti olikt hinu Romverska, tad byggir til daemis veldi sitt a vidskiptum og beitir hervaldi mun sjaldnar en sögubrodir sinn a Italiu, en i grunninn byggir tad a sömu heimssyn, ad hugmyndafraedi tess se ad flestu leyti merkilegri en humgyndafraedi teirra sem utan heimsveldisins standa
HID NYJA HEIMSVELDI VESTURSINS
Erfitt er ad fa heildarsyn yfir hvad tad er sem herja a hid nyja heimsveldi, hvad ta ad bera tad saman vid einkenni peningagedveikinnar sem herjadi a Romarveldi. Til tess tyrfti baedi meira hlutleysi en eg by yfir (tar sem eg by i heimsveldinu) sem og fjarlaegd baedi i tima og i kultur. En haegt er ad skoda afmörkud atvik og meta heildarahrifin ut fra tvi. Audvitad er lika haegt ad draga vidtaekar alyktanir ad tölfraedi sem bendir til mikillar aukningar i sjalfsmordum, gedlyfjaneyslu, vanlydan, stressi, ahyggjum og fleira sem manninum er skadlegt, en vid erum buin ad koma okkur upp hentugu kerfi til tess ad turfa ekki ad horfast i augu vid tad sem er i gangi. Vid skiptum ölli nidur i afmörkud holf og skodum svo holfin hvert fyrir sig an tess ad opna augun fyrir heildarmyndinni.
Eg aetla ekki ad reyna ad sanna tetta her og nu, til tess er greinarstufur sem tessi allt of stuttur, en tess i stad draga fram nylegt daemi sem barst mer til eyrna og ut fra tvi leggja fram nokkrar hugleidingar. Folk getur svo gert upp hug sinn sjalft (tetta er i algerri andstaedu vid venjulega umraedu nu til dags tar sem PR gengid byr til sannleika fyrir okkur tar sem andstaedir polar allt ad tvi snertast og svo getum vid fundid okkur taegilegan stad i midjunni).
FINNSKA VISITÖLUFJÖLSKYLDAN
Daemid sem eg notast vid i tessari litlu tilraun er nylegt daemi ur finnskum samtima. Fyrir taepri viku fannst fjögurra manna fjölskylda latin i husi sinu. Tetta vakti skiljanlega mikil vidbrögd enda um mikinn harmleik ad raeda. Stuttu seinna kom i ljos ad modirin var abyrg, baedi fyrir mordinu a manninum sinum sem og a tveimur ungum börnum sinum. Rannsokn leiddi i ljos ad hun hafdi svaeft fjolskyldu sina adur en hun tok fram skammbyssu og skaut börnin fyrst, svo manninn og loks sjalfa sig.
Umsvifalaust var farid ad grafast fyrir um astaedur harmleiksins og kom ta i ljos ad hus fjölskyldunnar atti ad fara a uppbod daginn eftir vegna vangoldinna gjalda. Einnig kom upp ur krafsinu ad konan, sem sa um fjarmal fjolskildunnar, hafdi reynt ad halda fjölskyldunni a floti fjarhagslega (og halda uppi lifstilnum sem aetlast er til af folki a teirra stad i lifinu og samfelaginu) med stödugum lantökum og endurfjarmögnun lana. Ad lokum var svo komid ad engin leid var faer til ad bjarga fjarhag fjölskyldunnar. Hun bra a tad rad ad bana fjölskyldunni frekar en ad horfast i augu vid nidurlaeginguna sem eignamissi fylgir. Tetta hljomar eins og uppur Griskum harmleik en tetta gerdist bara i millistettahverfi i Helsinki (ja, eda bara i grafarvogi).
SPURNINGAR, SPURNINGAR, SPURNINGAR...
Hvad gerdist a tessu heimili? Hvers lags örvaenting tarf ad vera fyrir hendi til tess ad modir drepi börnin sin? Hvers lags samfelag er tad sem bydur upp a ad svona fari?
Gaeti verid ad vid buum i samfelagi tar sem tad sem tu litur ut fyrir ad vera skiptir meira mali en hvad tu ert i raun og veru. Audvitad er haegt ad benda a abyrgd einstaklingsins i tessu sambandi en engu ad sidur er ekki haegt ad lita fram hja tvi ad tessi fjölskylda er eitt af tusundum manneskja sem er fornad a altari kapitalsimans a hverju ari, tetta var bara folkid sem meikadi ekki stressid sem fylgir tvi ad berjast afram i lifsgaedakapphlaupinu.
Bankakerfi sem stoppar folk ekki af adur en i ogöngur er komid, gengdarlaus neysla nutima samfelagsins (sem audvitad byggir a vali, svona rett eins og tad er val ad toga i spottann tegar hoppad er i fallhlif), syndarmennska og otti tessa folks ad verda undir i samkeppni lifsins vard tessu folki ad falli. Hversu margir adrir turfa ad deyja adur en vestrid fer ad hugsa sinn gang. Stalin drap folk sem hlyddi ekki, vesturveldin turfa tess ekki, folkid gerir tad sjalft.
OG FJÖLMIDLAR SVARA...
Mig langar einnig ad baeta tvi vid ad eg fylgdist grannt med frettum i kjölfar tessa atburdar. Mig langadi ad sja hvernig tekid yrdi a tessu mali. Vonadist innst inn til tess ad einhver maetur penni taeki malid upp og skodadi samfelagsmyndina sem kallar fram svona örvaentingu. En tessi von min vard ad engu tar sem tad virtist ekki hvarla ad nokkrum manni ad tetta vaeri hraesninni i okkur hinum ad kenna. Konugreyjid hlaut bara ad hafa verid veik fyrir, to svo ad engin merki hafi verid um tad fyrir tennan atburd.
LITILL KASSI A LAEKJARBAKKA
Og med tvi ad setja hana i enn einn litinn kassa, ad tetta se serstakt mal og öllu ödru otengt, ta losum vid okkur enn einu sinni undan teirri abyrgd ad turfa stundum ad horfa yfir tad sem vid höfum byggt gangrynum augum og laga tad sem aflaga hefur farid. Eda vid getum haldid afram ad bua i husinu sem byggt var a sandi. Hversu mikid mun turfa til (ekki dugdi 9-11, tad var bara hinum ad kenna), til tess ad tessar spurningar komist upp a yfirbordid i samfelagsumraedunni? Mun heimsveldi okkar hrynja, vegna sömu peningagedveikinnar og Rom fordum, eda munum vid laera af sögunni, lita i eigin barm og byggja upp samfelag handa manneskjum en ekki valdastofnunum, gradugum einstaklingum og peningum?
En hvad veit eg, kannksi er finn bill, ibud, GSM simi, visakort, fataskapur med merkjavöru, latte med sukkuladispaenum, utanlendsferdir, nike itrottagalli, klammyndir, kort i gymmid og prosak gott fyrir manneskjuna...
Kannski er graedgi, eigingirni, sjalfselska, serplaegni, hraesni, valdabrölt, synitörf og otti okkur serdeilis hollt og svona röflarar eins og eg eiga ad steinhalda kjafti...
Kannksi, kannski, kannski, en kannski ekki?
Bestu kv.
Thorleifur Örn Arnarsson
þriðjudagur, júní 15, 2004
Góða kvöldið og afsakið þögnina...
Það vill svo til að ég er sérlegur áhugamaður um fótbolta og því kemst fátt annað að þessa dagana...
Ég er hægt og hægt að sannfærast um illsku þess stjórnkerfis sem vill svo til að við höfum komið okkur upp. Eða væri kannski réttara að segja þá útgáfu sem við sitjum uppi með í tilraunum okkar til þess að skapa okkur samfélag.
Hin efnahagseiniblýnda stefna sem ríkir nú er ekki sköpuð fyrir mannverur, hún er sköpuð fyrir fyrirtæki. Fyrirtæki, þó svo þau hafi lagalegan rétt eins og mannvera, hafa ekkert með manninn að gera. Það eru stofnanir sem ganga það eitt til að auðgast og skiptir þar litlu hvaða meðulum er beitt í þá veru.
Sem betur fer hefur allmenn upplýsing borgaranna haldið að einhverju leyti aftur af þeim en nú virðist sem sú andstaða sé að renna út í sandinn. Hægri menn, einu hugsjónamenn níunda áratugarins, hafa með afar útsmognum hætti náð undirtökunum í samfélagsumræðunni og hefur tekist að færa miðju stjórnmálanna töluvert til hægri. Hvað þýðir það? Það þýðir að það sem ekki var samþykkkt sem sannleikur, heldur sem öfgar, fyrir ekki margt löngu, eru nú viðteknir "sannleikar" í samfélaginu.
Sem dæmi, þá er ekki verið að ræða hvort einkavæðing sé góð eðaa vond lengur, nú snýst umræðan um hvernig skuli einkavæða.
Annað dæmi er umræðan um stéttarfélög. Þessi félög sem stofnuð voru um allan heim eftir blóðuga baráttu verkalýðsins eru nú hægt og hægt að lognast útaf. Reyndar minna á Íslandi en ef skoðað er út í hinn stærri heim þá er það ófrávíkjanleg staðreynd að stéttarfélög eru á hraðri niðurleið.
Til þess að skoða þetta í samhengi þá verður maður að skoða hvað er hin viðtekna skoðun í umræðunni hverju sinni og bera það saman við það sem áður (á einhverjum tilteknum tíma) þótti viðtekið að haldið væri fram. geri maður þetta þá er maður ekki lengi að sjá hvernig umræðan hefur snúist. Næst þarf maður að reyna að gera sér grein fyrir hver, eða hverjir það eru sem leiða umræðuna hverju sinni og hvernig aðgang viðkomandi hafa að fjölmiðlum. Augljóst er, ef skoðað er hverjir leiddu umræðuna á undanförnum árum, að þar voru á ferð markaðshyggju menn. Þegar það var svo orðið viðtekið að tal þeirra um að kapítalisminn væri hinn heilagi sannleikur væri ekki svo langt frá sannleikanum þá þögnuðu þær raddir sem þeim voru ekki sammála og farið var að ræða um hvernig við ættum að hegða okkur innan hins kapítalíska ramma. Ekki heyrast raddir lengur, allaveganna í fjölmiðlum, sem halda því fram að þetta samfélagsform sé ekki að hinu góða. Og af hverju ekki, af því að fólk sem heldur því fram eru öfgafólk sem ekkert hafa að gera upp á dekk. Bara einhverjir gamlir kommar sem elska Stalín og vilja fá yfir okkur einræði og skelfingu.
Af hverju er ég að taka þetta upp. AF því að ég verð meira og meira skeptískur á það aða kapítalismi sé hið eina rétta samfélagsform. Ég tel meiraðsegja að það sé meira skaðlæegt en hitt. Þetta rökstyð ég með því að horfa í tölfræði. Ekki af fjármálamörkuðum (sem ég skil ekki alveg af hverju er í boði nú til dags í öllum fjölmiðlum, því að eina fólkið sem notar þær, fylgist væntanlega betur með en í yfirliti dagsins) heldur úr samfélaginu sjálfu. Tölur um raunverulegar, lifandi manneskjur.
af hverju eikst alkóhólismi? af hverju fjölgar sjálfsmorðum, nauðgunum, kynferðisofbeldi? AF hverju eru alltaf fleira og fleira fólk á prósakki? AF hverju eru öll þessi börn á geðlyfjum? AF hverju dregur úr lestraráhuga, af hverju eru vesturveldin endalaust í stríði, af hverju eykst fátækt í vestrinu? Af hverju eru skilnaðir svona algengir? Af hverju er fólk hætt að ala upp börnin sín og leyfa skólum að sjá um það? Af hverju, af hverju, af hverju...
Og ég er að leggja á mig ómakið sem þarf til þess að reyna að komast að þessu fyrir mig, ekki lesa um það í blöðum, heldur að skoða þessi mál sjálfur.
En ég bý náttúrulega við það að ég hef til þess tíma, ég er undantekningin í samfélaginu sem gerir ekki ráð fyrir því að manneskjur þurfi að hugsa, ég er ekki talva!
Þorleifur
Það vill svo til að ég er sérlegur áhugamaður um fótbolta og því kemst fátt annað að þessa dagana...
Ég er hægt og hægt að sannfærast um illsku þess stjórnkerfis sem vill svo til að við höfum komið okkur upp. Eða væri kannski réttara að segja þá útgáfu sem við sitjum uppi með í tilraunum okkar til þess að skapa okkur samfélag.
Hin efnahagseiniblýnda stefna sem ríkir nú er ekki sköpuð fyrir mannverur, hún er sköpuð fyrir fyrirtæki. Fyrirtæki, þó svo þau hafi lagalegan rétt eins og mannvera, hafa ekkert með manninn að gera. Það eru stofnanir sem ganga það eitt til að auðgast og skiptir þar litlu hvaða meðulum er beitt í þá veru.
Sem betur fer hefur allmenn upplýsing borgaranna haldið að einhverju leyti aftur af þeim en nú virðist sem sú andstaða sé að renna út í sandinn. Hægri menn, einu hugsjónamenn níunda áratugarins, hafa með afar útsmognum hætti náð undirtökunum í samfélagsumræðunni og hefur tekist að færa miðju stjórnmálanna töluvert til hægri. Hvað þýðir það? Það þýðir að það sem ekki var samþykkkt sem sannleikur, heldur sem öfgar, fyrir ekki margt löngu, eru nú viðteknir "sannleikar" í samfélaginu.
Sem dæmi, þá er ekki verið að ræða hvort einkavæðing sé góð eðaa vond lengur, nú snýst umræðan um hvernig skuli einkavæða.
Annað dæmi er umræðan um stéttarfélög. Þessi félög sem stofnuð voru um allan heim eftir blóðuga baráttu verkalýðsins eru nú hægt og hægt að lognast útaf. Reyndar minna á Íslandi en ef skoðað er út í hinn stærri heim þá er það ófrávíkjanleg staðreynd að stéttarfélög eru á hraðri niðurleið.
Til þess að skoða þetta í samhengi þá verður maður að skoða hvað er hin viðtekna skoðun í umræðunni hverju sinni og bera það saman við það sem áður (á einhverjum tilteknum tíma) þótti viðtekið að haldið væri fram. geri maður þetta þá er maður ekki lengi að sjá hvernig umræðan hefur snúist. Næst þarf maður að reyna að gera sér grein fyrir hver, eða hverjir það eru sem leiða umræðuna hverju sinni og hvernig aðgang viðkomandi hafa að fjölmiðlum. Augljóst er, ef skoðað er hverjir leiddu umræðuna á undanförnum árum, að þar voru á ferð markaðshyggju menn. Þegar það var svo orðið viðtekið að tal þeirra um að kapítalisminn væri hinn heilagi sannleikur væri ekki svo langt frá sannleikanum þá þögnuðu þær raddir sem þeim voru ekki sammála og farið var að ræða um hvernig við ættum að hegða okkur innan hins kapítalíska ramma. Ekki heyrast raddir lengur, allaveganna í fjölmiðlum, sem halda því fram að þetta samfélagsform sé ekki að hinu góða. Og af hverju ekki, af því að fólk sem heldur því fram eru öfgafólk sem ekkert hafa að gera upp á dekk. Bara einhverjir gamlir kommar sem elska Stalín og vilja fá yfir okkur einræði og skelfingu.
Af hverju er ég að taka þetta upp. AF því að ég verð meira og meira skeptískur á það aða kapítalismi sé hið eina rétta samfélagsform. Ég tel meiraðsegja að það sé meira skaðlæegt en hitt. Þetta rökstyð ég með því að horfa í tölfræði. Ekki af fjármálamörkuðum (sem ég skil ekki alveg af hverju er í boði nú til dags í öllum fjölmiðlum, því að eina fólkið sem notar þær, fylgist væntanlega betur með en í yfirliti dagsins) heldur úr samfélaginu sjálfu. Tölur um raunverulegar, lifandi manneskjur.
af hverju eikst alkóhólismi? af hverju fjölgar sjálfsmorðum, nauðgunum, kynferðisofbeldi? AF hverju eru alltaf fleira og fleira fólk á prósakki? AF hverju eru öll þessi börn á geðlyfjum? AF hverju dregur úr lestraráhuga, af hverju eru vesturveldin endalaust í stríði, af hverju eykst fátækt í vestrinu? Af hverju eru skilnaðir svona algengir? Af hverju er fólk hætt að ala upp börnin sín og leyfa skólum að sjá um það? Af hverju, af hverju, af hverju...
Og ég er að leggja á mig ómakið sem þarf til þess að reyna að komast að þessu fyrir mig, ekki lesa um það í blöðum, heldur að skoða þessi mál sjálfur.
En ég bý náttúrulega við það að ég hef til þess tíma, ég er undantekningin í samfélaginu sem gerir ekki ráð fyrir því að manneskjur þurfi að hugsa, ég er ekki talva!
Þorleifur
fimmtudagur, júní 03, 2004
Góða kvöldið
Ég lagði það til í grein minni á pólitík.is í dag að lýðræðið verða "jafnað" með því að taka upp öldungadeild. Þannig gæti þjóðin sjálf brúað bilið milli þing og þjóðar hreinlega með því að kjósa til öldungardeildar í samræmi við þá stjórnarmynd sem uppi er að hverju sinni.
Legg ég til að kosið verði á fjögurra ára fresti á þá á víxl við almennar þingkosningar og þurfi deildin að samþykkja öll lög sem í gegnum þingið fara. Takist ekki að ná málamiðlun milli almennrar þingdeildar og öldungardeildar í þremur tillögum þá á annað hvort að rjúfa þing og bjóða til kosninga eða að vísa tilfallandi máli í þjóðaratkvæðagreiðslu.
og hananú!
En af mér er það persónulegt að frétta að sá frægi skóli, eRnst Busch í Berlín hafaði samband við mig og bauð mér að koma til þeirra sem gestanemi með það í huga að taka upp fullt nám við skólann þegar fram líða stundir. Hafa bæði skólayfirvöld sem og prófessor leikstjórnardeildar tilkynnt mér það að miðað við gefna reynslu þá þurfi ég ekki að leggja öll árin 4 að velli heldur verði reynt að koma því þanning fyrir að ég fái að mennta amig í því sem mér er ábótavant og leiði hitt hjá mér. Klári þá skólann á e.t.v. 2 árum í stað 4, já eða dvelji í skólanum en fái að fara hingað og þangað og setja upp eigin sýningar á milli dvalar í skólanum. En þetta yrði ekki fyrr en í fyrsta lagi haustið 2005 þannig að mikið vatn á eftir að renna til sjávar enn!
Helsinki er mér alltaf betri og betri og mér líður æ betur, svona pínnku eins og á heimavelli. það er alltaf góð tilfinning!
Verstu fréttir vikunnar eru þær að ég kemst ekki heim í brúðkaup vinkonu minnar Dúnju. Ég hafði reitt mig á það að komast heim í tengslum við sigur í áhugamannasýningu ársins en stebbi Bald var ekki sammála mér. En sem betur fer tek ég meira mark á stúlkunni sem hnippti í mig í bókabúð í miðbænmum vikum eftir að sýningum lauk til þess eins að þakka mér fyrir ógleymanlegt kvöld. Mér tókst þar með hjálp snillingsins Dúnju og góðum hópi framúrskarandi listamanna að gera eitthvað sem ég er ennþá stoltur af og sé litla breytingu þar á í bráð.
Konan mín er yndislegri en nokkru sinni enn. Við verðum alltaf ástfangin á ný nokkrum sinnum á ári og mér finnst sem það sé að gerast núna. já, læífið er fallegt, er það ekki?
Þorleifur
Ég lagði það til í grein minni á pólitík.is í dag að lýðræðið verða "jafnað" með því að taka upp öldungadeild. Þannig gæti þjóðin sjálf brúað bilið milli þing og þjóðar hreinlega með því að kjósa til öldungardeildar í samræmi við þá stjórnarmynd sem uppi er að hverju sinni.
Legg ég til að kosið verði á fjögurra ára fresti á þá á víxl við almennar þingkosningar og þurfi deildin að samþykkja öll lög sem í gegnum þingið fara. Takist ekki að ná málamiðlun milli almennrar þingdeildar og öldungardeildar í þremur tillögum þá á annað hvort að rjúfa þing og bjóða til kosninga eða að vísa tilfallandi máli í þjóðaratkvæðagreiðslu.
og hananú!
En af mér er það persónulegt að frétta að sá frægi skóli, eRnst Busch í Berlín hafaði samband við mig og bauð mér að koma til þeirra sem gestanemi með það í huga að taka upp fullt nám við skólann þegar fram líða stundir. Hafa bæði skólayfirvöld sem og prófessor leikstjórnardeildar tilkynnt mér það að miðað við gefna reynslu þá þurfi ég ekki að leggja öll árin 4 að velli heldur verði reynt að koma því þanning fyrir að ég fái að mennta amig í því sem mér er ábótavant og leiði hitt hjá mér. Klári þá skólann á e.t.v. 2 árum í stað 4, já eða dvelji í skólanum en fái að fara hingað og þangað og setja upp eigin sýningar á milli dvalar í skólanum. En þetta yrði ekki fyrr en í fyrsta lagi haustið 2005 þannig að mikið vatn á eftir að renna til sjávar enn!
Helsinki er mér alltaf betri og betri og mér líður æ betur, svona pínnku eins og á heimavelli. það er alltaf góð tilfinning!
Verstu fréttir vikunnar eru þær að ég kemst ekki heim í brúðkaup vinkonu minnar Dúnju. Ég hafði reitt mig á það að komast heim í tengslum við sigur í áhugamannasýningu ársins en stebbi Bald var ekki sammála mér. En sem betur fer tek ég meira mark á stúlkunni sem hnippti í mig í bókabúð í miðbænmum vikum eftir að sýningum lauk til þess eins að þakka mér fyrir ógleymanlegt kvöld. Mér tókst þar með hjálp snillingsins Dúnju og góðum hópi framúrskarandi listamanna að gera eitthvað sem ég er ennþá stoltur af og sé litla breytingu þar á í bráð.
Konan mín er yndislegri en nokkru sinni enn. Við verðum alltaf ástfangin á ný nokkrum sinnum á ári og mér finnst sem það sé að gerast núna. já, læífið er fallegt, er það ekki?
Þorleifur
sunnudagur, maí 23, 2004
Halló gott fólk
Ég hef tvennt að segja í kvöld.
Annars vegar er það útskýring á stöðugt versnandi stagsetningu og hins vegar linkur á frétt (sem ég geri afar sjaldan enn þessi varð að fljóta með).
Mín vonda stafsetning stafar ekki af, eins og margir hafa giskað á, heilaskemmdum heldur því að lyklaborðið mitt hefur tekið upp á því að verða mýkra einhvernveginn. Ég kann þessu ekki nánari útskýringa og er 3000 kílómetrum of langt í burtu frá viðgerðaverkstæðinu í vogunum, þar sem talvan mín er í ábyrgð, til að komast að því. En þar hafiðiða... (og villan hér að ofan var viljaandi hugsuð sem brandari)
og kíkið svo á þetta Það þarf að finna eitthvað fræðiheiti á þennan komplex, en eitt er víst að þetta undirstrikar að 9/11 hefur haft mikil áhrif á fólk af öllum stéttum samfélagsins (þeir fátæku fá minna því að það kostar svo mikið að vera í stríði við vont fólk út í heimi, sérstakleg þegar verið er að leita ósýnilegra hluta).
Annars vann Michael Moore gullpálmann. Nú get ég ekki beðið. ég hef séð sýnishorn úr myndinni þar sem Bush hittir illa golfkúluna og tautar í átt að myndavélinni að hann geti ekki alltaf hitt vel, því þá héldi fólk að hann væri alltaf í fríi!
Góðar stundir
Þorleifur
Ég hef tvennt að segja í kvöld.
Annars vegar er það útskýring á stöðugt versnandi stagsetningu og hins vegar linkur á frétt (sem ég geri afar sjaldan enn þessi varð að fljóta með).
Mín vonda stafsetning stafar ekki af, eins og margir hafa giskað á, heilaskemmdum heldur því að lyklaborðið mitt hefur tekið upp á því að verða mýkra einhvernveginn. Ég kann þessu ekki nánari útskýringa og er 3000 kílómetrum of langt í burtu frá viðgerðaverkstæðinu í vogunum, þar sem talvan mín er í ábyrgð, til að komast að því. En þar hafiðiða... (og villan hér að ofan var viljaandi hugsuð sem brandari)
og kíkið svo á þetta Það þarf að finna eitthvað fræðiheiti á þennan komplex, en eitt er víst að þetta undirstrikar að 9/11 hefur haft mikil áhrif á fólk af öllum stéttum samfélagsins (þeir fátæku fá minna því að það kostar svo mikið að vera í stríði við vont fólk út í heimi, sérstakleg þegar verið er að leita ósýnilegra hluta).
Annars vann Michael Moore gullpálmann. Nú get ég ekki beðið. ég hef séð sýnishorn úr myndinni þar sem Bush hittir illa golfkúluna og tautar í átt að myndavélinni að hann geti ekki alltaf hitt vel, því þá héldi fólk að hann væri alltaf í fríi!
Góðar stundir
Þorleifur
fimmtudagur, maí 20, 2004
Góða kvöldið
Sá Tróju áðan og sat eftir með óbragð í munninum. Ástæðan var hvorki lélegt handrit (sem það vissulega var) né afar formúlukennd meðferð á þessu mikla kvöði Hómers heldur hitt að þessi mynd sýndi svo augljóslegga fram á ofbeldisdýrkun samtímamannsins.
Karlmennirnir í myndinni hrúguðu sér saman til þess að drepa og fundu sér til þess hvaða ástæðu sem fyrir hendi var, aðeins ef það þýddi að þeir hefðu leyfi til þess að reka hvor aðra á hol.
Atriðið þar sem Akkiles dregur Hektor á eftir vagni sínum var sérstaklega sterkt. Þetta var það sama og við sáum Banndaríkjamenn gera í Írak nýlega þegar þeir sýndu lík sona Saddams opinberlega. Þetta atriði hefði meira að segja getað orðið afar sterk ádeila ef ekki hefði verið fyrir atferli persónu Akkilesar beint á eftir. Hann sat og grét yfir líkinu, stuttu eftir að hann tilkynnti Hektori að hann myndi misþyrma líki hans að honum dauðum. Allt í einu áttum við að fá samúð með greyði morðingjanum vegna þess að hann sá eftir að hafa lagt morðingjalíf fyrir sig.
Og ekki hjálpaði lokakommenty Oddiseifs til þegar hann sagði okkur það, svona rétt í þann mund sem maður var að fela krumpaðann popppokann undir sætinu, að hann væri stoltur að hafa lifað á sömu tímum og miklir menn eins og Akkiles og Hektor.
Móðir akkilesar sasgði fyrr í myndinni að hann gæti valið, hamingjusasmt líf eða að nafn hans myndi lifa að eilífu, hann valdi eilífðina og þetta er svo haft upp til skýjanna. Þetta eru dálagleg skilaboð handa ungum mönnum. Lifðu í friði sem góður maður og vertu nobody eða farðu og drepu fólk (sem ekkert hefur gert þér) og þá verðurðu ódaulegur!
Og svo spyr fólk sig af hverju ungir strákar taka bysssur með í skólann og drepa hrúgur af samnemendum sínum.
Fólk lærir það sem fyrir þeim er haft!
Bestu kveðjur með óbragð í munninum.
Þorleifur
Sá Tróju áðan og sat eftir með óbragð í munninum. Ástæðan var hvorki lélegt handrit (sem það vissulega var) né afar formúlukennd meðferð á þessu mikla kvöði Hómers heldur hitt að þessi mynd sýndi svo augljóslegga fram á ofbeldisdýrkun samtímamannsins.
Karlmennirnir í myndinni hrúguðu sér saman til þess að drepa og fundu sér til þess hvaða ástæðu sem fyrir hendi var, aðeins ef það þýddi að þeir hefðu leyfi til þess að reka hvor aðra á hol.
Atriðið þar sem Akkiles dregur Hektor á eftir vagni sínum var sérstaklega sterkt. Þetta var það sama og við sáum Banndaríkjamenn gera í Írak nýlega þegar þeir sýndu lík sona Saddams opinberlega. Þetta atriði hefði meira að segja getað orðið afar sterk ádeila ef ekki hefði verið fyrir atferli persónu Akkilesar beint á eftir. Hann sat og grét yfir líkinu, stuttu eftir að hann tilkynnti Hektori að hann myndi misþyrma líki hans að honum dauðum. Allt í einu áttum við að fá samúð með greyði morðingjanum vegna þess að hann sá eftir að hafa lagt morðingjalíf fyrir sig.
Og ekki hjálpaði lokakommenty Oddiseifs til þegar hann sagði okkur það, svona rétt í þann mund sem maður var að fela krumpaðann popppokann undir sætinu, að hann væri stoltur að hafa lifað á sömu tímum og miklir menn eins og Akkiles og Hektor.
Móðir akkilesar sasgði fyrr í myndinni að hann gæti valið, hamingjusasmt líf eða að nafn hans myndi lifa að eilífu, hann valdi eilífðina og þetta er svo haft upp til skýjanna. Þetta eru dálagleg skilaboð handa ungum mönnum. Lifðu í friði sem góður maður og vertu nobody eða farðu og drepu fólk (sem ekkert hefur gert þér) og þá verðurðu ódaulegur!
Og svo spyr fólk sig af hverju ungir strákar taka bysssur með í skólann og drepa hrúgur af samnemendum sínum.
Fólk lærir það sem fyrir þeim er haft!
Bestu kveðjur með óbragð í munninum.
Þorleifur
þriðjudagur, maí 18, 2004
Halló
Kominn aftur til FInnlands eftir heldur dauflega ferð til Berlínar.
Ég hef verði mikill áhugamaður um Þýskt leikhús síðan ég kynntist því fyrst 1994. Hið hugsandi pólitíska leikhús og þær ögrandi aðferðir sem þeir beita höfðuðu sterk á mig og án vafa áttu sinn þátt í því að ég bæði lagði fyrir mig leikstjórn og ákvað að beita mér í hinu samfélagslega þenkjandi leikhúsi.
En þessi ferð sem ég er nú nýkomin úr opnaði augu mín fyrir því að gallar leikhússins þar eru fjöldamargir og að það sé ekki jafn stórkostlegt og ég lengi taldi það vera.
Það sem helst hrjáir leikhúsið þar er skortur á hjarta. Þeir eru svo analískir og tækninhugsandi að oftar en ekki er maður að horfa á í stað þess að taka lifandi þátt, að vera með, tilfinningalega.
Ég ætla mér að gera úttekt á þessari ferð hérna innan skamms (þegar klukkan er ekki að nálgast 2) og birta nokkurs konar yfirlit hér yfir þær sýninggar sem ég sá.
Svo ætla ég að taka upp á þeirri nýbreytni að skrifa eitt bréf á dag til hinna og þessara í samfelaginu, vina og óvina, til þess að halda betur tengingu við hinn íslenska hugsunarháatt héðan úr útlandinu.
Bestu kv.
Þorleifur
Kominn aftur til FInnlands eftir heldur dauflega ferð til Berlínar.
Ég hef verði mikill áhugamaður um Þýskt leikhús síðan ég kynntist því fyrst 1994. Hið hugsandi pólitíska leikhús og þær ögrandi aðferðir sem þeir beita höfðuðu sterk á mig og án vafa áttu sinn þátt í því að ég bæði lagði fyrir mig leikstjórn og ákvað að beita mér í hinu samfélagslega þenkjandi leikhúsi.
En þessi ferð sem ég er nú nýkomin úr opnaði augu mín fyrir því að gallar leikhússins þar eru fjöldamargir og að það sé ekki jafn stórkostlegt og ég lengi taldi það vera.
Það sem helst hrjáir leikhúsið þar er skortur á hjarta. Þeir eru svo analískir og tækninhugsandi að oftar en ekki er maður að horfa á í stað þess að taka lifandi þátt, að vera með, tilfinningalega.
Ég ætla mér að gera úttekt á þessari ferð hérna innan skamms (þegar klukkan er ekki að nálgast 2) og birta nokkurs konar yfirlit hér yfir þær sýninggar sem ég sá.
Svo ætla ég að taka upp á þeirri nýbreytni að skrifa eitt bréf á dag til hinna og þessara í samfelaginu, vina og óvina, til þess að halda betur tengingu við hinn íslenska hugsunarháatt héðan úr útlandinu.
Bestu kv.
Þorleifur
fimmtudagur, maí 13, 2004
Godan Daginn
eg er ennta staddur i Berlin, hofudborg hins felagshugsandi leikhuss.
Tetta er buin ad vera skritin ferd. Buinn ad sja mergt, smt meiradsegja ansi gott en svo hafa syningar verid ad falla nidur og eg komist ad tvi ad minn uppahaldsleikstjori er ekert serstakur, tannig ad tetta er buin ad vera skritin ferd.
Eg mun taka uttekt ad ferdinni tegar eg kem heim a manudaginn en tad er nog ad segja ad her finnur madur insperation til tess ad halda afram ad starfa i att ad leikhusi sem er ad segja eitthvad, meina eitthvad, hugsa eitthvad og hafa einhver ahrif!
BEstu kv.
Thorleifur
eg er ennta staddur i Berlin, hofudborg hins felagshugsandi leikhuss.
Tetta er buin ad vera skritin ferd. Buinn ad sja mergt, smt meiradsegja ansi gott en svo hafa syningar verid ad falla nidur og eg komist ad tvi ad minn uppahaldsleikstjori er ekert serstakur, tannig ad tetta er buin ad vera skritin ferd.
Eg mun taka uttekt ad ferdinni tegar eg kem heim a manudaginn en tad er nog ad segja ad her finnur madur insperation til tess ad halda afram ad starfa i att ad leikhusi sem er ad segja eitthvad, meina eitthvad, hugsa eitthvad og hafa einhver ahrif!
BEstu kv.
Thorleifur
föstudagur, maí 07, 2004
Hallo HAllo
Nu er eg kominn til Berlin tar sem eg aetla ad gera mitt besta til tess ad mala baeinn raudan ad nyju!
For i gaer ada sja hinn magnada leikstjora Marthaler. Josi magur stod i rod og reyndi ad fa mida tegar dyravordur hussins dro hann afsidis og gaf honum mida handa okkur. VId vitum ekki ennta af hverju (kannski er Josi bara svona saetur!).
En sums eg komst a syninguna, Daudi Dantons, og sa i fyrsta skipti Marthalersyningu tar sem byggt er a texta i stad tonlistar eda situationar eingongu. Og min upplifun var su ad handritid vaeri i raun fyrir honum. Hugmyndaflodid er slikt ad tad ad neydast til ad hafa sogu eda senur eru i raun bara fyrir herlegheitunum. En spennandi leikhus.
REyndar tarf hann adeins ad vinna med tempobreytingar enda var syningin allt af 45 min of long og tad an nokkurrar astaedu (Timagagnrni er nu kannski ad koma ur hordustu att). En senur attu tad til ad dragast alveg endalaust a langinn tegar upplifnuin og skilningurinn var longu kominn.
Hann vinnur mikid med kyrrstodur og uppstilltar leikarastodur sem eru ahugaverdar i stutstund i einu en halda engan veginn upp heilli syningu.
Eins og svo oft adur ta er tad tonlistarmadurinn svissneski sem eg man aldrei hvad heitir sem bjargar syningunni tegar hann spilar "Le marrseillese" a rakvelarblod a golfinu. BLodin kom tegar var verid ad raka halsinn a DAnton og allt i einu er hann farinn ad spila a tau. SNILLD!
EG mu halda afram a d skrifa hedan fra BErlin!
Verd ad hlaupa, meira seinna.
Thorleiur
Nu er eg kominn til Berlin tar sem eg aetla ad gera mitt besta til tess ad mala baeinn raudan ad nyju!
For i gaer ada sja hinn magnada leikstjora Marthaler. Josi magur stod i rod og reyndi ad fa mida tegar dyravordur hussins dro hann afsidis og gaf honum mida handa okkur. VId vitum ekki ennta af hverju (kannski er Josi bara svona saetur!).
En sums eg komst a syninguna, Daudi Dantons, og sa i fyrsta skipti Marthalersyningu tar sem byggt er a texta i stad tonlistar eda situationar eingongu. Og min upplifun var su ad handritid vaeri i raun fyrir honum. Hugmyndaflodid er slikt ad tad ad neydast til ad hafa sogu eda senur eru i raun bara fyrir herlegheitunum. En spennandi leikhus.
REyndar tarf hann adeins ad vinna med tempobreytingar enda var syningin allt af 45 min of long og tad an nokkurrar astaedu (Timagagnrni er nu kannski ad koma ur hordustu att). En senur attu tad til ad dragast alveg endalaust a langinn tegar upplifnuin og skilningurinn var longu kominn.
Hann vinnur mikid med kyrrstodur og uppstilltar leikarastodur sem eru ahugaverdar i stutstund i einu en halda engan veginn upp heilli syningu.
Eins og svo oft adur ta er tad tonlistarmadurinn svissneski sem eg man aldrei hvad heitir sem bjargar syningunni tegar hann spilar "Le marrseillese" a rakvelarblod a golfinu. BLodin kom tegar var verid ad raka halsinn a DAnton og allt i einu er hann farinn ad spila a tau. SNILLD!
EG mu halda afram a d skrifa hedan fra BErlin!
Verd ad hlaupa, meira seinna.
Thorleiur
mánudagur, maí 03, 2004
Halló
ég fór í leikhúsið í gær. Það er svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki hefði verið fyrir það að annars vegar var þetta uppfærsla á verki byggðu á 1984, sem ég kannast ágætlega við og hins vegar vegna þess að þetta var án nokkurs vafa versta leiklisstaruppsetning sem ég hef séð.
Ég lá lengi fram á nótt og braut heilan um hvernig í ósköpunum væri hægt að gera svona hörmulegt leikhús. Var það leikstjórinn, handritið, leikararnir, sviðsmyndin, náðist ekki fram galdur, voru skilaboðin á skjön, var uppbyggingu ábótavant???
Langi lá ég andvaka og hugsi....
en svo rann það upp fyrir mér að til þess að geta framkallað svo lélegt listaverk sem þetta þá þurfa öll þessi atriði að koma fram í fullkominni harmóníu. Þetta var "Kúmmíleisjón" á afar vel samanstilltri blöndun á vondum hlutum sem framköluðu svo hræðilegt stykki.
en mætti þá ekki færa rök fyrir því að til þurfi hæfileika að geta stillt þessu svona snilldarlega saman. En þegar sú hugsun kom upp þá var ég á leið í draumalandið. Og spurningin hélt ekki fyrir mér vöku því svarið var einfalt!
Leikstjórinn grísaði á þetta!
Njótið dagsins...
Þorleifur
ég fór í leikhúsið í gær. Það er svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki hefði verið fyrir það að annars vegar var þetta uppfærsla á verki byggðu á 1984, sem ég kannast ágætlega við og hins vegar vegna þess að þetta var án nokkurs vafa versta leiklisstaruppsetning sem ég hef séð.
Ég lá lengi fram á nótt og braut heilan um hvernig í ósköpunum væri hægt að gera svona hörmulegt leikhús. Var það leikstjórinn, handritið, leikararnir, sviðsmyndin, náðist ekki fram galdur, voru skilaboðin á skjön, var uppbyggingu ábótavant???
Langi lá ég andvaka og hugsi....
en svo rann það upp fyrir mér að til þess að geta framkallað svo lélegt listaverk sem þetta þá þurfa öll þessi atriði að koma fram í fullkominni harmóníu. Þetta var "Kúmmíleisjón" á afar vel samanstilltri blöndun á vondum hlutum sem framköluðu svo hræðilegt stykki.
en mætti þá ekki færa rök fyrir því að til þurfi hæfileika að geta stillt þessu svona snilldarlega saman. En þegar sú hugsun kom upp þá var ég á leið í draumalandið. Og spurningin hélt ekki fyrir mér vöku því svarið var einfalt!
Leikstjórinn grísaði á þetta!
Njótið dagsins...
Þorleifur
laugardagur, maí 01, 2004
Góðaan daag og gleðilegan verkalýðsdag!!
Í dag er stór dagur!
Fyrsta umsókn fyrir Pétur Gaut er farinn inn. Þetta stærsta verkefni næsta árs í finnsku leikhúsi hefur tekið fyrsta skrefið í átt að veruleika.
Nú þegar hefur stærsti og frægasti kóreógraf Finnlands slegist í hópinn sem og þekktasti ungleikari FInna. Nú er bara að finna Pétur Gaaut eldri og þá er stóra púslið komið.
ÉG finn að þetta á eftir að marka tímamót, ekki aðeins í ferli mínum sem leikstjóra heldur (vonandi ) í finnsku leikhúsi!
Svo vona ég að allir muni eftir þeim sem börðust fyrir þessum degi og hvað barist var fyrir.
Bestu kv.
Þorleifur
PS: Ti lhamingju með Afmælið Oddný mín
Í dag er stór dagur!
Fyrsta umsókn fyrir Pétur Gaut er farinn inn. Þetta stærsta verkefni næsta árs í finnsku leikhúsi hefur tekið fyrsta skrefið í átt að veruleika.
Nú þegar hefur stærsti og frægasti kóreógraf Finnlands slegist í hópinn sem og þekktasti ungleikari FInna. Nú er bara að finna Pétur Gaaut eldri og þá er stóra púslið komið.
ÉG finn að þetta á eftir að marka tímamót, ekki aðeins í ferli mínum sem leikstjóra heldur (vonandi ) í finnsku leikhúsi!
Svo vona ég að allir muni eftir þeim sem börðust fyrir þessum degi og hvað barist var fyrir.
Bestu kv.
Þorleifur
PS: Ti lhamingju með Afmælið Oddný mín
þriðjudagur, apríl 27, 2004
Góðan daginn
það fer að líða að svarbréfi mínu til BB en þar sesm allt er á fullu í finnskum leikhúsheimi þá verður það að bíða eitthvað, en ég lofa að verða fljótur.
Annars er ég búin að fá góðan slatta af e-mailum þar sem mér er hrósað fyrir skrifin og augljóst er að þau vöktu töluverða athygli þó sv ég búist kannski ekkert endilega við því að Moggin hringi í mig á næstunni...
En kannski eru þeir búnir að gleyma að BB var ritstjóri þar, ég veit að ég er búinn að því!
Góða nótt
Þorleifur
það fer að líða að svarbréfi mínu til BB en þar sesm allt er á fullu í finnskum leikhúsheimi þá verður það að bíða eitthvað, en ég lofa að verða fljótur.
Annars er ég búin að fá góðan slatta af e-mailum þar sem mér er hrósað fyrir skrifin og augljóst er að þau vöktu töluverða athygli þó sv ég búist kannski ekkert endilega við því að Moggin hringi í mig á næstunni...
En kannski eru þeir búnir að gleyma að BB var ritstjóri þar, ég veit að ég er búinn að því!
Góða nótt
Þorleifur
fimmtudagur, apríl 22, 2004
Sælt veri fólkið
Það má Björn eiga að hann svaraði bréfi mínu sem birtist í hinum ýmsu fjölmiðlum nýliðna helgi.
Hann skírt og skilmerkilega svara því sem hann las út úr bréfi mínu. Og bréfið er ágætt svo sem þó svo að hann sýni ákveðna snilli með "ágæti Þorleifur minn" tóninum. Það er erfitt að takast á við menn um hjartans málefni sem svara manni svona elskulega (síðasti maður sem ég reyndi að móðga með orðalagi og níðskrifum, Mikael TOrfason) gerði það sasma og var það upphaf á löngum, skemmtilegum og innilegum bréfaskriftum. Ekki það að ég búist við að ég láti hafa mig út í það við Björn Bjarnarsson þar sem hann hefur ítrekaað með verkum sínum og gjörðum gengið þvert gegn siðferðisvitund minni ólíkt vini mínum Mikael. Nú, ég býst viðað skrifast á við hann Björn áfram og reyna að komast til botns í þessu stórfurðulega máli (þar sem hann segist vera að vernda útlendinga fyrir öðrum útlendingum öfugt við það sem ég held, sem er að hann er að reyna að vernda íslendinga fyrir útlendingum).
Vissulega mun ég birta þau bréf hér um leið og þau berast.
Bestu kv.
Þorleifur
Svar við opnu bréfium hjúskap og útlendingalögin
21.4.2004
Hér er svar mitt við opnu bréfi frá Þorleifi Erni Arnarssyni, sem birtist á murinn.is. Ég bað um að fá að birta svarið á murinn.is en fékk ekki einu sinni svar frá ritstjórninni við ósk minni.
Ágæti Þorleifur Örn
athygli mín var vakin á því að þú hefðir beðið vefritið murinn.is fyrir lítið bréf til mín. Það var að vísu nokkuð flókin leið til að ná til mín, en bréfið komst til skila og þar sem ég lít svo á að þú skrifir af góðum hug er mér ljúft að svara með nokkrum orðum.
Vil ég þá fyrst óska þér til hamingju með þá konu sem þér hefur hlotnast og hefur þá ágætu eiginleika sem þú lýsir. Mér þykir leitt ef þið óttist að íslenska ríkið eða kannski ég persónulega hafi sérstakan áhuga á því að spilla sambandi ykkar eða koma á annan hátt í veg fyrir að þið fáið notið þeirrar hamingju sem forsjónin hefur vonandi kjörið ykkur. Af bréfi þínu ræð ég nefnilega að þú virðist hafa gert þér ýmsar hugmyndir í þá veru og þykir mér vænt um að fá tækifæri til að koma á framfæri nokkrum athugasemdum við þær, sem kannski ná að slá á áhyggjur þínar og jafnvel annarra.
Í fyrsta lagi vil ég taka fram, að öfugt við það sem ráða má af einni spurninga þinna, þá er það svo að hvorki dómsmálaráðuneytið, ríkisstjórnin né nokkur annar aðili sem ég þekki til hefur lagt til að konuefni þitt eða þá þú sjálfur verðið að hafa náð 24 ára aldri til að mega ganga í hjónaband. Hjúskaparaldur verður eftir sem áður 18 ár fyrir alla menn, íslenska sem erlenda ásamt því sem öll ákvæði er lúta að réttindum og skyldum hjóna í núgildandi hjúskaparlögum nr. 60/1972, um stofnun og slit hjúskapar, gilda um löglega stofnuð hjónabönd hvort sem þau eru milli íslenskra ríkisborgara eða íslenskra ríkisborgara og borgara erlends ríkis.
Sennilega er ástæða þessa misskilnings sú, að í nýlegu frumvarpi til breytinga á lögum um útlendinga, er gert ráð fyrir því að vígsla svo ungs einstaklings leiði ekki sjálfkrafa til þess að hann fái hér dvalarleyfi á grundvelli hjúskaparins Mikill munur er hins vegar á slíkri breytingu og svo því að ákveða að slíkur maður fái hér ekki dvalarleyfi, eins og sumir virðast halda að ætlunin sé. Hann fær einfaldlega ekki dvalarleyfi „sem maki“, en getur eftir sem áður sótt um leyfi með venjulegum hætti, enda er alls ekki gert ráð fyrir því í frumvarpinu að hrófla við núgildandi 11. grein útlendingalaga, sem segir meðal annars að veita megi útlendingi dvalarleyfi ef framfærsla hans, sjúkratrygging og húsnæði er tryggt. Vitaskuld yrði litið til hjúskapar útlendingsins við Íslending við meðferð umsóknarinnar. Það er því alls ekki svo að sérstaklega sé stefnt að því að koma í veg fyrir að Íslendingar, sem eignast unga erlenda maka, geti fengið þá hingað til sín. Þvert á móti má ætla að hjúskapur umsækjanda með íslenskum ríkisborgara verði einmitt það atriði er vegur hvað þyngst við mat á umsókn um dvalarleyfi
Í bréfi þínu segir þú meðal annars: „Það kemur fram í lögunum að að við þurfum að hafa búið saman áður en kemur að hjónabandi.“ Hér hefur þú orðið fyrir því, sem alla getur hent, að fá rangar upplýsingar. Í frumvarpinu til lagabreytinga er ekki kveðið á um slíka skyldu; og ekki heldur þó sóst sé eftir dvalarleyfi en ekki hjónabandi. Í fyrsta lagi breytir frumvarpið, ef að lögum verður, ekki nokkru um rétt fólks til að ganga í hjónaband, en í öðru lagi þá er það misskilningur að frumvarpið geri að skyldu að fólk hafi búið saman, tali hvort annars tungu eða nokkuð slíkt, svo því verði veitt dvalarleyfi. Í frumvarpinu segir hins vegar, að sé rökstuddur grunur uppi um að til hjónabands sé stofnað, til þess eins að útvega einstaklingi dvalarleyfi, þá hafi hjúskapurinn ekki þau áhrif. Í athugasemdum með frumvarpinu eru svo nefnd ýmis atriði sem geta veitt vísbendingar í þá átt, eða eins og segir í athugasemdunum: „Þannig verður vera glögg vísbending um að til hjúskapar hafi verið stofnað til þess eins að sækja um dvalarleyfi. Vísbendingar í þessa átt geta til dæmis verið að aðilar hafa ekki búið saman fyrir stofnun hjúskapar, hjónin skilja ekki tungu hvort annars, mikill aldursmunur er á þeim, þau þekkja ekki til einstakra atriða eða atvika úr lífi hvort annars fyrir giftingu eða fyrri hjónabönd. Í því sambandi má huga að því hvort sá maki, sem hér dvelst löglega, hafi áður verið í hjúskap með útlendingi, sem lauk skömmu eftir að sá síðarnefndi öðlaðist hér dvalarleyfi. Sé samkvæmt framangreindu eða öðrum ástæðum rökstuddur grunur um að til hjúskapar hafi verið stofnað til þess að fá dvalarleyfi verður umsækjandinn að sýna fram á annað.“ Það er því rangt að verið sé að setja þau skilyrði sem þér virðist hafa verið sagt, einungis er um það að ræða að í athugasemdum eru talin upp ýmis atriði sem almennt geta gefið vísbendingar í þessa veru. Ég býst við að þú sért sammála um það að atriði eins og þessi geta bent til að ekki sé um hjúskap af hefðbundnum ástæðum að ræða, þó vitanlega geti verið fullkomlega eðlilegar skýringar á atvikum þegar þau verða nánar skoðuð, svo sem siðvenja í ætt eða upprunalandi hins erlenda manns og svo framvegis.
Þá segir þú í bréfi þínu: „Við megum til dæmis búa við það að lögreglan ryðjist inn til okkar án dómsúrskurðs og fari í gegnum undirfataskúffurnar okkar til þess að sanna eða afsanna að við séum í raun ástfangin og gift þess vegna.“ Ég skil vel að þér lítist ekki vel á þá tilhugsun og ég vona að þú verðir feginn að heyra að í frumvarpinu er, þvert á við það sem þér virðist hafa verið sagt, ekki gert ráð fyrir að lögregla fái slíka heimild. Gert er ráð fyrir að heimildir til húsleitar komi aðeins til í undantekningartifellum, þegar rökstuddur grunur leikur á að um alvarleg brot sé að ræða og þá einungis að undangengnum dómsúrskurði. Sé tekið mið af þeim aðstæðum er þú lýsir eru áhyggjur þínar óþarfar
Málefni útlendinga eru vandmeðfarin og ofarlega á baugi um alla okkar álfu. Ég vil síður en svo verða til þess að stía fjölskyldum í sundur eða meina ástvinum að eigast, enda er frumvarpi til breytinga á útlendingalögum ekki ætlað að verða til þess. Það getur svo verið skoðun einhverra að hjónaband megi, auk þess að vera sáttmáli tveggja einstaklinga um sameiginlega framtíð, vera verslunarvara til að gera smygl á fólki auðveldara; að ekkert megi gera til að koma í veg fyrir að fólk geri sér að fjáruppsprettu að fara utan, ganga í „hjónaband“ með einhverjum sem það hefur aldrei fyrr séð, flytja með sinn heittelskaða heim og skilja þar við hann við landganginn. Það viljum við samt líklega fæst og meðal annars þess vegna reynum við að sníða reglurnar þannig að við því megi sporna. Hér hefur lögregla þó haft afskipti af meira en 60 manns vegna gruns um málamyndahjónabönd, án þess að geta komist til botns í málum vegna skorts á lagaheimildum til þess.
Þá viljum við einnig vonandi fæst að fólk sé þvingað til að ganga í þann hjúskap sem það vildi ekki sjálft ef það mætti ráða, en víða tíðkast það að ungu fólki sé beinlínis ráðstafað í hjúskap gegn vilja sínum og þá jafnvel til þess að nýtast síðar til að koma einhverjum öðrum til annarra landa.
Eins og þér er vafalaust kunnugt um er smygl á fólki verulega umsvifamikil starfsemi sem flest ríki, sem fyrir verða, reyna að sporna við. Við teljum ekki skynsamlegt að hér gildi þær reglur sem líklegar séu til að laða slíka starfsemi frekar að Íslandi en öðrum ríkjum. En ég virði að sjálfsögðu rétt annarra til að vera annarrar skoðunar.
Að lokum vil ég hrósa þér fyrir að láta þær spurningar þínar, sem þú telur óprenthæfar, óprentaðar. Það er allt of mikið prentað af óprenthæfu efni. Ég þakka þér fyrir að hafa gefið mér tilefni til að svara spurningum sem sjálfsagt fleiri hafa haft í huga sér og óska þér og unnustu þinni heilla í framtíðinni.
Með góðri kveðju,
Björn Bjarnason
Það má Björn eiga að hann svaraði bréfi mínu sem birtist í hinum ýmsu fjölmiðlum nýliðna helgi.
Hann skírt og skilmerkilega svara því sem hann las út úr bréfi mínu. Og bréfið er ágætt svo sem þó svo að hann sýni ákveðna snilli með "ágæti Þorleifur minn" tóninum. Það er erfitt að takast á við menn um hjartans málefni sem svara manni svona elskulega (síðasti maður sem ég reyndi að móðga með orðalagi og níðskrifum, Mikael TOrfason) gerði það sasma og var það upphaf á löngum, skemmtilegum og innilegum bréfaskriftum. Ekki það að ég búist við að ég láti hafa mig út í það við Björn Bjarnarsson þar sem hann hefur ítrekaað með verkum sínum og gjörðum gengið þvert gegn siðferðisvitund minni ólíkt vini mínum Mikael. Nú, ég býst viðað skrifast á við hann Björn áfram og reyna að komast til botns í þessu stórfurðulega máli (þar sem hann segist vera að vernda útlendinga fyrir öðrum útlendingum öfugt við það sem ég held, sem er að hann er að reyna að vernda íslendinga fyrir útlendingum).
Vissulega mun ég birta þau bréf hér um leið og þau berast.
Bestu kv.
Þorleifur
Svar við opnu bréfium hjúskap og útlendingalögin
21.4.2004
Hér er svar mitt við opnu bréfi frá Þorleifi Erni Arnarssyni, sem birtist á murinn.is. Ég bað um að fá að birta svarið á murinn.is en fékk ekki einu sinni svar frá ritstjórninni við ósk minni.
Ágæti Þorleifur Örn
athygli mín var vakin á því að þú hefðir beðið vefritið murinn.is fyrir lítið bréf til mín. Það var að vísu nokkuð flókin leið til að ná til mín, en bréfið komst til skila og þar sem ég lít svo á að þú skrifir af góðum hug er mér ljúft að svara með nokkrum orðum.
Vil ég þá fyrst óska þér til hamingju með þá konu sem þér hefur hlotnast og hefur þá ágætu eiginleika sem þú lýsir. Mér þykir leitt ef þið óttist að íslenska ríkið eða kannski ég persónulega hafi sérstakan áhuga á því að spilla sambandi ykkar eða koma á annan hátt í veg fyrir að þið fáið notið þeirrar hamingju sem forsjónin hefur vonandi kjörið ykkur. Af bréfi þínu ræð ég nefnilega að þú virðist hafa gert þér ýmsar hugmyndir í þá veru og þykir mér vænt um að fá tækifæri til að koma á framfæri nokkrum athugasemdum við þær, sem kannski ná að slá á áhyggjur þínar og jafnvel annarra.
Í fyrsta lagi vil ég taka fram, að öfugt við það sem ráða má af einni spurninga þinna, þá er það svo að hvorki dómsmálaráðuneytið, ríkisstjórnin né nokkur annar aðili sem ég þekki til hefur lagt til að konuefni þitt eða þá þú sjálfur verðið að hafa náð 24 ára aldri til að mega ganga í hjónaband. Hjúskaparaldur verður eftir sem áður 18 ár fyrir alla menn, íslenska sem erlenda ásamt því sem öll ákvæði er lúta að réttindum og skyldum hjóna í núgildandi hjúskaparlögum nr. 60/1972, um stofnun og slit hjúskapar, gilda um löglega stofnuð hjónabönd hvort sem þau eru milli íslenskra ríkisborgara eða íslenskra ríkisborgara og borgara erlends ríkis.
Sennilega er ástæða þessa misskilnings sú, að í nýlegu frumvarpi til breytinga á lögum um útlendinga, er gert ráð fyrir því að vígsla svo ungs einstaklings leiði ekki sjálfkrafa til þess að hann fái hér dvalarleyfi á grundvelli hjúskaparins Mikill munur er hins vegar á slíkri breytingu og svo því að ákveða að slíkur maður fái hér ekki dvalarleyfi, eins og sumir virðast halda að ætlunin sé. Hann fær einfaldlega ekki dvalarleyfi „sem maki“, en getur eftir sem áður sótt um leyfi með venjulegum hætti, enda er alls ekki gert ráð fyrir því í frumvarpinu að hrófla við núgildandi 11. grein útlendingalaga, sem segir meðal annars að veita megi útlendingi dvalarleyfi ef framfærsla hans, sjúkratrygging og húsnæði er tryggt. Vitaskuld yrði litið til hjúskapar útlendingsins við Íslending við meðferð umsóknarinnar. Það er því alls ekki svo að sérstaklega sé stefnt að því að koma í veg fyrir að Íslendingar, sem eignast unga erlenda maka, geti fengið þá hingað til sín. Þvert á móti má ætla að hjúskapur umsækjanda með íslenskum ríkisborgara verði einmitt það atriði er vegur hvað þyngst við mat á umsókn um dvalarleyfi
Í bréfi þínu segir þú meðal annars: „Það kemur fram í lögunum að að við þurfum að hafa búið saman áður en kemur að hjónabandi.“ Hér hefur þú orðið fyrir því, sem alla getur hent, að fá rangar upplýsingar. Í frumvarpinu til lagabreytinga er ekki kveðið á um slíka skyldu; og ekki heldur þó sóst sé eftir dvalarleyfi en ekki hjónabandi. Í fyrsta lagi breytir frumvarpið, ef að lögum verður, ekki nokkru um rétt fólks til að ganga í hjónaband, en í öðru lagi þá er það misskilningur að frumvarpið geri að skyldu að fólk hafi búið saman, tali hvort annars tungu eða nokkuð slíkt, svo því verði veitt dvalarleyfi. Í frumvarpinu segir hins vegar, að sé rökstuddur grunur uppi um að til hjónabands sé stofnað, til þess eins að útvega einstaklingi dvalarleyfi, þá hafi hjúskapurinn ekki þau áhrif. Í athugasemdum með frumvarpinu eru svo nefnd ýmis atriði sem geta veitt vísbendingar í þá átt, eða eins og segir í athugasemdunum: „Þannig verður vera glögg vísbending um að til hjúskapar hafi verið stofnað til þess eins að sækja um dvalarleyfi. Vísbendingar í þessa átt geta til dæmis verið að aðilar hafa ekki búið saman fyrir stofnun hjúskapar, hjónin skilja ekki tungu hvort annars, mikill aldursmunur er á þeim, þau þekkja ekki til einstakra atriða eða atvika úr lífi hvort annars fyrir giftingu eða fyrri hjónabönd. Í því sambandi má huga að því hvort sá maki, sem hér dvelst löglega, hafi áður verið í hjúskap með útlendingi, sem lauk skömmu eftir að sá síðarnefndi öðlaðist hér dvalarleyfi. Sé samkvæmt framangreindu eða öðrum ástæðum rökstuddur grunur um að til hjúskapar hafi verið stofnað til þess að fá dvalarleyfi verður umsækjandinn að sýna fram á annað.“ Það er því rangt að verið sé að setja þau skilyrði sem þér virðist hafa verið sagt, einungis er um það að ræða að í athugasemdum eru talin upp ýmis atriði sem almennt geta gefið vísbendingar í þessa veru. Ég býst við að þú sért sammála um það að atriði eins og þessi geta bent til að ekki sé um hjúskap af hefðbundnum ástæðum að ræða, þó vitanlega geti verið fullkomlega eðlilegar skýringar á atvikum þegar þau verða nánar skoðuð, svo sem siðvenja í ætt eða upprunalandi hins erlenda manns og svo framvegis.
Þá segir þú í bréfi þínu: „Við megum til dæmis búa við það að lögreglan ryðjist inn til okkar án dómsúrskurðs og fari í gegnum undirfataskúffurnar okkar til þess að sanna eða afsanna að við séum í raun ástfangin og gift þess vegna.“ Ég skil vel að þér lítist ekki vel á þá tilhugsun og ég vona að þú verðir feginn að heyra að í frumvarpinu er, þvert á við það sem þér virðist hafa verið sagt, ekki gert ráð fyrir að lögregla fái slíka heimild. Gert er ráð fyrir að heimildir til húsleitar komi aðeins til í undantekningartifellum, þegar rökstuddur grunur leikur á að um alvarleg brot sé að ræða og þá einungis að undangengnum dómsúrskurði. Sé tekið mið af þeim aðstæðum er þú lýsir eru áhyggjur þínar óþarfar
Málefni útlendinga eru vandmeðfarin og ofarlega á baugi um alla okkar álfu. Ég vil síður en svo verða til þess að stía fjölskyldum í sundur eða meina ástvinum að eigast, enda er frumvarpi til breytinga á útlendingalögum ekki ætlað að verða til þess. Það getur svo verið skoðun einhverra að hjónaband megi, auk þess að vera sáttmáli tveggja einstaklinga um sameiginlega framtíð, vera verslunarvara til að gera smygl á fólki auðveldara; að ekkert megi gera til að koma í veg fyrir að fólk geri sér að fjáruppsprettu að fara utan, ganga í „hjónaband“ með einhverjum sem það hefur aldrei fyrr séð, flytja með sinn heittelskaða heim og skilja þar við hann við landganginn. Það viljum við samt líklega fæst og meðal annars þess vegna reynum við að sníða reglurnar þannig að við því megi sporna. Hér hefur lögregla þó haft afskipti af meira en 60 manns vegna gruns um málamyndahjónabönd, án þess að geta komist til botns í málum vegna skorts á lagaheimildum til þess.
Þá viljum við einnig vonandi fæst að fólk sé þvingað til að ganga í þann hjúskap sem það vildi ekki sjálft ef það mætti ráða, en víða tíðkast það að ungu fólki sé beinlínis ráðstafað í hjúskap gegn vilja sínum og þá jafnvel til þess að nýtast síðar til að koma einhverjum öðrum til annarra landa.
Eins og þér er vafalaust kunnugt um er smygl á fólki verulega umsvifamikil starfsemi sem flest ríki, sem fyrir verða, reyna að sporna við. Við teljum ekki skynsamlegt að hér gildi þær reglur sem líklegar séu til að laða slíka starfsemi frekar að Íslandi en öðrum ríkjum. En ég virði að sjálfsögðu rétt annarra til að vera annarrar skoðunar.
Að lokum vil ég hrósa þér fyrir að láta þær spurningar þínar, sem þú telur óprenthæfar, óprentaðar. Það er allt of mikið prentað af óprenthæfu efni. Ég þakka þér fyrir að hafa gefið mér tilefni til að svara spurningum sem sjálfsagt fleiri hafa haft í huga sér og óska þér og unnustu þinni heilla í framtíðinni.
Með góðri kveðju,
Björn Bjarnason
föstudagur, apríl 16, 2004
Elsku vinir
Nú er ég glaður.
Opið bréf mitt til Björns Bjarnarsonar birtist á politik.is, murinn.is, deiglan.is, kistan.is og er á leið á frelsi.is.
Þetta hlýtur að vera mesta þverpólitíska birting allra tíma. Andtæðingar allra flokka sameinumst!
En hvernig blæoggarai væri ég ef ég birti greinina ekki hér?
SVo hér er hún!
Kæri Björn - opið bréf til Björns Bjarnarsonar
Mig langar að giftast unnustu minni. Hún er allt sem ungur maður getur óskað sér. Falleg, skemmtileg, gáfuð, vel menntuð – og útlendingur.
Fram að þessu hef ég ekki litið á þjóðerni hennar sem vandamál. Jú, hún kann ekki mikið í íslensku og ég ekki orð í hennar stórskrítna tungumáli og það er styttra til Síberíu frá heimili hennar en til Íslands en þetta eru smáatriði sem maður verður að sætta sig við í lífsins gangi, ástin sigrast á svona smámunum. En allt í einu lúrir nýr óvinur á sjóndeildarhringnum sem ógnar sambandinu og allt í einu er spurningin orðin, getur ástin sigrast á Íslenska ríkinu og Birni Bjarnasyni?
Samkvæmt nýjum útlendingalögum sem lögð verða fyrir alþingi Íslendinga innan skamms þá eru mér og konunni minni settar reglur umfram þær reglur sem venjulega gilda um ástfangið fólk í nútímasamfélagi.
Við meigum til dæmis búa við það að lögreglan ryðjist inn til okkar án dómsúrskurðs og fari í gegnum undirfataskúffurnar okkar til þess að sanna eða afsanna að við séum í raun ástfangin og gift þess vegna. Það gæti nefnilega verið að hún væri bara að giftast mér til þess að hljóta landvistarleyfi á Íslandi. Við þurfum að sanna að við elskum hvort annað!
Við þetta vakna óneitanlega spurningar sem gæti verið að Björn Bjarnason gæti verið svo vinsamlegur að svara fyrir mig.
1. Hvernig skulum við unnusta mín búa um okkur í íbúðinni svo að þegar lögreglan brýst inn til þess að sanna að við elskum hvort annað, þá getum við sýnt fram á það? Ég er auðvitað ekki að biðja þig um að gefa upp leynilegar upplýsingar aðeins skilgreiningu á því hvernig sé hægt að búa við ást svo sannarlegt sé?
2. Einnig kemur fram í tillögunum að við gætum þurft að svara persónulegum spurningum hvort um annað til að sanna það að við búum ekki við “málamyndarhjónaband”. Það er sumt í fari unnustu minnar ég veit ekki. Mismunandi menningarheimar hafa mismunandi siði og því væri gott ef þetta möguleiki væri á því að útskýra aðeins nánar hvað við er átt.
3. Fyrst unnustu minni verður vísað úr landi við það að vera með ógilda eða útrunna pappíra er möguleiki að setja viðurlög við því ef að vinnuneytendur láti pappírana renna út? Til dæmis verði þeim vísað úr landi í útlendinganna stað? Það er nefnilega oftar en ekki vinnuveitendur sem sjá um atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Er einnig að fá undanþágu ef póstur berst ekki á réttum tíma?
4. Fyrst unnusta mín þarf að vera orðin 24 ára til að giftast mér mun það hafa áhrif á börnin okkar? Ef útlendingum er ekki treystandi að taka ákvarðanir fyrr en sex árum á eftir íslendingum samkvæmt lögum hversu miklu óþroskaðri eru hálfur útlendingur?
5. Það kemur fram í lögunum að að við þurfum að hafa búið saman áður en kemur að hjónabandi. Ef svo er ekki, meigum við þá ekki giftast samkvæmt nýju löggjöfinni fyrst við höfum þurft að búa sitt í hvoru landinu um skeið?
Í reynd hef ég miklu fleiri spurningar en þetta en fæstar þeirra eru prenthæf. En þau skilaboð vildi ég koma á framfæri við Björn Bjarnarson og aðra þá sem að þessum lögum standa að ég og konan mín verðandi (við giftum okkur bara erlendis þar sem mannréttindi eru ennþá í hávegum höfð) erum bæði reið og móðguð yfir því að hún skuli nú vera talin Íslendingum réttlægri. Að með því einu að hafa ekki fæðst á Íslandi þá sé hún annars flokks borgari sem brjóta má á og virða megi réttindi hennar samkvæmt sáttmálum sameinuðu þjóðanna að vettugi. Sem betur fer er konan mín Finnsk og því varin með sáttmálum norðurlandaþjóðanna í millum en ég þakka guði fyrir að konan mín er ekki kínverskur meðlimur í Falon Gong, þá fyrst færi alvarlega að syrta í álin.
Svo bíð ég þess að grunnskóla Grindavíkur verði breytt í fangabúðir “Guantanamo style” og þá verðum við vonandi örugg fyrir þessum skítugu útlendingum sem spilla hinu íslenska blóði og mergsjúga hina íslensku þjóð.
Þinn
Þorleifur Örn Arnarsson
Góðar stundir!
Nú er ég glaður.
Opið bréf mitt til Björns Bjarnarsonar birtist á politik.is, murinn.is, deiglan.is, kistan.is og er á leið á frelsi.is.
Þetta hlýtur að vera mesta þverpólitíska birting allra tíma. Andtæðingar allra flokka sameinumst!
En hvernig blæoggarai væri ég ef ég birti greinina ekki hér?
SVo hér er hún!
Kæri Björn - opið bréf til Björns Bjarnarsonar
Mig langar að giftast unnustu minni. Hún er allt sem ungur maður getur óskað sér. Falleg, skemmtileg, gáfuð, vel menntuð – og útlendingur.
Fram að þessu hef ég ekki litið á þjóðerni hennar sem vandamál. Jú, hún kann ekki mikið í íslensku og ég ekki orð í hennar stórskrítna tungumáli og það er styttra til Síberíu frá heimili hennar en til Íslands en þetta eru smáatriði sem maður verður að sætta sig við í lífsins gangi, ástin sigrast á svona smámunum. En allt í einu lúrir nýr óvinur á sjóndeildarhringnum sem ógnar sambandinu og allt í einu er spurningin orðin, getur ástin sigrast á Íslenska ríkinu og Birni Bjarnasyni?
Samkvæmt nýjum útlendingalögum sem lögð verða fyrir alþingi Íslendinga innan skamms þá eru mér og konunni minni settar reglur umfram þær reglur sem venjulega gilda um ástfangið fólk í nútímasamfélagi.
Við meigum til dæmis búa við það að lögreglan ryðjist inn til okkar án dómsúrskurðs og fari í gegnum undirfataskúffurnar okkar til þess að sanna eða afsanna að við séum í raun ástfangin og gift þess vegna. Það gæti nefnilega verið að hún væri bara að giftast mér til þess að hljóta landvistarleyfi á Íslandi. Við þurfum að sanna að við elskum hvort annað!
Við þetta vakna óneitanlega spurningar sem gæti verið að Björn Bjarnason gæti verið svo vinsamlegur að svara fyrir mig.
1. Hvernig skulum við unnusta mín búa um okkur í íbúðinni svo að þegar lögreglan brýst inn til þess að sanna að við elskum hvort annað, þá getum við sýnt fram á það? Ég er auðvitað ekki að biðja þig um að gefa upp leynilegar upplýsingar aðeins skilgreiningu á því hvernig sé hægt að búa við ást svo sannarlegt sé?
2. Einnig kemur fram í tillögunum að við gætum þurft að svara persónulegum spurningum hvort um annað til að sanna það að við búum ekki við “málamyndarhjónaband”. Það er sumt í fari unnustu minnar ég veit ekki. Mismunandi menningarheimar hafa mismunandi siði og því væri gott ef þetta möguleiki væri á því að útskýra aðeins nánar hvað við er átt.
3. Fyrst unnustu minni verður vísað úr landi við það að vera með ógilda eða útrunna pappíra er möguleiki að setja viðurlög við því ef að vinnuneytendur láti pappírana renna út? Til dæmis verði þeim vísað úr landi í útlendinganna stað? Það er nefnilega oftar en ekki vinnuveitendur sem sjá um atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Er einnig að fá undanþágu ef póstur berst ekki á réttum tíma?
4. Fyrst unnusta mín þarf að vera orðin 24 ára til að giftast mér mun það hafa áhrif á börnin okkar? Ef útlendingum er ekki treystandi að taka ákvarðanir fyrr en sex árum á eftir íslendingum samkvæmt lögum hversu miklu óþroskaðri eru hálfur útlendingur?
5. Það kemur fram í lögunum að að við þurfum að hafa búið saman áður en kemur að hjónabandi. Ef svo er ekki, meigum við þá ekki giftast samkvæmt nýju löggjöfinni fyrst við höfum þurft að búa sitt í hvoru landinu um skeið?
Í reynd hef ég miklu fleiri spurningar en þetta en fæstar þeirra eru prenthæf. En þau skilaboð vildi ég koma á framfæri við Björn Bjarnarson og aðra þá sem að þessum lögum standa að ég og konan mín verðandi (við giftum okkur bara erlendis þar sem mannréttindi eru ennþá í hávegum höfð) erum bæði reið og móðguð yfir því að hún skuli nú vera talin Íslendingum réttlægri. Að með því einu að hafa ekki fæðst á Íslandi þá sé hún annars flokks borgari sem brjóta má á og virða megi réttindi hennar samkvæmt sáttmálum sameinuðu þjóðanna að vettugi. Sem betur fer er konan mín Finnsk og því varin með sáttmálum norðurlandaþjóðanna í millum en ég þakka guði fyrir að konan mín er ekki kínverskur meðlimur í Falon Gong, þá fyrst færi alvarlega að syrta í álin.
Svo bíð ég þess að grunnskóla Grindavíkur verði breytt í fangabúðir “Guantanamo style” og þá verðum við vonandi örugg fyrir þessum skítugu útlendingum sem spilla hinu íslenska blóði og mergsjúga hina íslensku þjóð.
Þinn
Þorleifur Örn Arnarsson
Góðar stundir!
þriðjudagur, apríl 13, 2004
Góða kvöldið
Ég má sum sé ekki gifta mig!!!
Reyndar vill svo vel til að konan mín er orðin 26 ára þannig að við megum það reyndar núna en þá aðeins ef við erum tilbúin að búa við það að það verði brotist inn til okkar og hús okkar svífirt af lögreglunni. Fyrir nú utan það að ég tala ekki finnsku né hún íslensku. Sem náttúrulega þýðir að við erum umsvifalaust grunuð um "málamyndarhjónaband".
Þetta er svífirða fyrir íslenska þjóð og valdið til að stoppa þetta er í okkar höndum.
Þetta verður að stoppa!
Reiði og skammarkveðjur.
Þorleifur
Ég má sum sé ekki gifta mig!!!
Reyndar vill svo vel til að konan mín er orðin 26 ára þannig að við megum það reyndar núna en þá aðeins ef við erum tilbúin að búa við það að það verði brotist inn til okkar og hús okkar svífirt af lögreglunni. Fyrir nú utan það að ég tala ekki finnsku né hún íslensku. Sem náttúrulega þýðir að við erum umsvifalaust grunuð um "málamyndarhjónaband".
Þetta er svífirða fyrir íslenska þjóð og valdið til að stoppa þetta er í okkar höndum.
Þetta verður að stoppa!
Reiði og skammarkveðjur.
Þorleifur
sunnudagur, apríl 11, 2004
Halló
Andskotinn....
Ég er að basla við að semja grein fyrir politik.is og það er að reynast þrautinni þyngri. Það er svo margt að segja og ég er nokkuð með á hreinu hvernig ég vilji segja það en samt er þetta er reynast mér erfitt.
Ég er allaveganna komin með opnunargreinina:
Ég ætla að gerast svo leiðinlega djarfur að heimsækja að nýju umræðuna um réttmæti stríðsins í Írak. Ástæðan er einföld. Ef þeir sem vita að innrásin, hersetan og forsendur árásaraðilanna þagna, þá mun sagan hægt og rólega endurskrifa sig morðingjunum í hag. Menn eins og Halldór Ásgrímsson munu þá komast upp með að hafa logið og svikið þjóðina, lýðræðið og mannkynið í heild sinni. Þetta ætla ég ekki að láta þá komast upp með og því mun ég ekki þagna, hvorki nú né í framtíðinni.
En þaðan fer ég svo út í að skilgreina "Útlagaríki" og þaðana í stofnsáttmála sameinuðu þjóðanna. Það má í raun segja að ég sé farinn að taka þessi skrifa kannski helst til alvarlega þar sem ég reyni alltaf meira og meira að vinna með heimildir og þessumlíkt til þess að láta allaaveganna líta út fyrir að ég hafi lagt vinnu í greinarnar...
Af leikhúsi er það að frétta að ég fór að sjá stúdentaleikhúsið hér í Helsinki og varð þar fyrir mikilli upplifun. Þetta var bara ansi fjári gott. Leikhús án orða...
Það var fallega unnið með hreyfingar og hugmyndirnar góðar og stíliseraðar þó svo að ég hefði kosið aðeins meiri nálgun við pólitík í verkinu. Þetta var svona 5 á pólitíska Þorleifsskalanum en engu að síður var þetta mikil upplifun. Aðallega af því að yfir mig kom löngun til að vinna með þessum krökkum og vonast til að svo geti orðið fyrr en seinna Ég sé fyrir mér að þarna sé efniviður í alveg magnað pólitískt leikhús!
En best að koma sér að veraldlegu pólitíkinni.
Bið að heilsa
Þorleifur
Andskotinn....
Ég er að basla við að semja grein fyrir politik.is og það er að reynast þrautinni þyngri. Það er svo margt að segja og ég er nokkuð með á hreinu hvernig ég vilji segja það en samt er þetta er reynast mér erfitt.
Ég er allaveganna komin með opnunargreinina:
Ég ætla að gerast svo leiðinlega djarfur að heimsækja að nýju umræðuna um réttmæti stríðsins í Írak. Ástæðan er einföld. Ef þeir sem vita að innrásin, hersetan og forsendur árásaraðilanna þagna, þá mun sagan hægt og rólega endurskrifa sig morðingjunum í hag. Menn eins og Halldór Ásgrímsson munu þá komast upp með að hafa logið og svikið þjóðina, lýðræðið og mannkynið í heild sinni. Þetta ætla ég ekki að láta þá komast upp með og því mun ég ekki þagna, hvorki nú né í framtíðinni.
En þaðan fer ég svo út í að skilgreina "Útlagaríki" og þaðana í stofnsáttmála sameinuðu þjóðanna. Það má í raun segja að ég sé farinn að taka þessi skrifa kannski helst til alvarlega þar sem ég reyni alltaf meira og meira að vinna með heimildir og þessumlíkt til þess að láta allaaveganna líta út fyrir að ég hafi lagt vinnu í greinarnar...
Af leikhúsi er það að frétta að ég fór að sjá stúdentaleikhúsið hér í Helsinki og varð þar fyrir mikilli upplifun. Þetta var bara ansi fjári gott. Leikhús án orða...
Það var fallega unnið með hreyfingar og hugmyndirnar góðar og stíliseraðar þó svo að ég hefði kosið aðeins meiri nálgun við pólitík í verkinu. Þetta var svona 5 á pólitíska Þorleifsskalanum en engu að síður var þetta mikil upplifun. Aðallega af því að yfir mig kom löngun til að vinna með þessum krökkum og vonast til að svo geti orðið fyrr en seinna Ég sé fyrir mér að þarna sé efniviður í alveg magnað pólitískt leikhús!
En best að koma sér að veraldlegu pólitíkinni.
Bið að heilsa
Þorleifur
miðvikudagur, apríl 07, 2004
Halló halló
ÉG las þetta bréf til Tim RObbins og um mig flæddu tilfinningar. Það er alltaf gaman þegar það gerist.
Ástæðan var einfaldega sú að ég eralveg ofboðslega hrifinn af Tim Robbins eftir að hafa séð mynd hans "The cradle will rock". En einnig hafði það áhrifa á mína aumu sál að ég er sjálfur að strembast við að gera pólitískt leikhús. Og það að einhver tussi út í heimi sé brjálaður yfir því að menn séu að reyna það gerði mig trítilóðann.
En svo las ég bréfið aftur og skildi nokkuð hvað hann var að fara. Hann er að tala um innantóma ádeilu sem gerir ekkert sem getur talist hættulegt, er þurrausin frumleika og skáldlegri áhættu, augljós og fyrirsjáanleg og umfram allt (Þaða er ekki til íslenskt orð yfir þetta) "Patronizing".
LEikhús sem matar áhorfandann á því sem verið er að segja í stað þess að treysta áhorfendanum fyrir því sem er að gerast. AÐ hann sjálfur geti ekki tegt hluti og atburði saman og því þurfi að úskýra það fyrir honum.
Og þar var ég alveg sammála honum, þannig leikhúsfólk á helst að skjóta svo að hinir geti lifað!
Að lokum skrifaði ég diplómatískt bréf þar sem ég varði og réðst á, var sammála og ósammála og taldi alla hafa nokkuð til sins máls.
Kannski ætti að skjóta mig?
Þorleifur
ÉG las þetta bréf til Tim RObbins og um mig flæddu tilfinningar. Það er alltaf gaman þegar það gerist.
Ástæðan var einfaldega sú að ég eralveg ofboðslega hrifinn af Tim Robbins eftir að hafa séð mynd hans "The cradle will rock". En einnig hafði það áhrifa á mína aumu sál að ég er sjálfur að strembast við að gera pólitískt leikhús. Og það að einhver tussi út í heimi sé brjálaður yfir því að menn séu að reyna það gerði mig trítilóðann.
En svo las ég bréfið aftur og skildi nokkuð hvað hann var að fara. Hann er að tala um innantóma ádeilu sem gerir ekkert sem getur talist hættulegt, er þurrausin frumleika og skáldlegri áhættu, augljós og fyrirsjáanleg og umfram allt (Þaða er ekki til íslenskt orð yfir þetta) "Patronizing".
LEikhús sem matar áhorfandann á því sem verið er að segja í stað þess að treysta áhorfendanum fyrir því sem er að gerast. AÐ hann sjálfur geti ekki tegt hluti og atburði saman og því þurfi að úskýra það fyrir honum.
Og þar var ég alveg sammála honum, þannig leikhúsfólk á helst að skjóta svo að hinir geti lifað!
Að lokum skrifaði ég diplómatískt bréf þar sem ég varði og réðst á, var sammála og ósammála og taldi alla hafa nokkuð til sins máls.
Kannski ætti að skjóta mig?
Þorleifur
Sæl
Ég er ansi hræddur um að ég sé ekki sjálfum mér samkvæmur. Mér finnst nefnilega svo ótalmargt.
Ég hef lengi haldið því fram að ég hafi ekki áhuga á formpælingum. Og það er rétt en á sama tíma hef ég afskaplega mikinn áhuga á formum.
Það er stór munur þarna á. Formpælingar formpælinganna vegna eru að mínu mati heldur tilgangslausar æfingar. Ég sé svo oft formstykki sem eiga að vera eitthvað algjerlega nýtt og "groundbreaking", og það kemur meiraðsegja fyrir að formlega séu þær það, en ég hugsa oftara en ekki með mér að þessum skilboðum sé hægt að koma á aframfæri öðruvísi og betur. Og það er meinið, merking týnist allt of oft þegar menn fara að fikta ameð formið. Ég trúi því að hver sýning eigi sitt form og það sé kallað á það innan úr verkinu eða þá að sálin fer á kreik og skilji einhverja tengingu. SVo má ekki gleyma því að æfingatímabil er formleit...
En það að vinna að formi til þess að finna nýtt form er ekki innan míns áhugasviðs á leikhúsi (enn sem komið er).
Trúðasýningin sem ég er að fara að vinna er ekki formleitarsýning (þó svo að ég sé að kynnast og vinna með nýtt form) heldur leið fyrir mig til þess að vinna með þetta undursamlega form trúðinn og spinna það inn í leikhús eins og ég vil sjá það. Leikhús með merkingu og ástríðu!
Ég kynnist trúðunum (sem eru í raun tvær stelpur sem heita Sanna og Jenny) er ég sá sýningu þeirra. Tveir trúðar í leit að tilgangi og stoppuðu hjá okkur í leikhúsinu á leið sinni á áfangastaðinn sem enginn (ekki þær heldur) voru með alveg á hreinu hvar væri. (hringir þetta einhverjum bjöllum)
Sýningin var furðufalleg og ég sat og hugsaði um hana lengi á eftir. Ég sá í sýningunni nýjara leiðir til að vinna með líkamann og hvernig væri hægt að nota mannslíkamann til þess að segja stórar sögur með litlum hreyfingum. Fyrir mig var þetta enn eitt skrefið í átt að leikhúsi sem ég sé fyrir mér í huga mér og er sterkt og merkingarafullt en á sama tíma fullt galdri og áhættu. Leikhús með merkingu og ástríðu!
Vinnubrögð eru mikilvæg í leikhúsi en þau ná aldrei að halda sýningu uppi, hvað þá gera hana góða. Þau eru bara verkfæri í átt að góðu leikhúsi.
Ég óska ykkur öllum listrænnar geðveiki!
Bestu kv.
Þorleifur
Ég er ansi hræddur um að ég sé ekki sjálfum mér samkvæmur. Mér finnst nefnilega svo ótalmargt.
Ég hef lengi haldið því fram að ég hafi ekki áhuga á formpælingum. Og það er rétt en á sama tíma hef ég afskaplega mikinn áhuga á formum.
Það er stór munur þarna á. Formpælingar formpælinganna vegna eru að mínu mati heldur tilgangslausar æfingar. Ég sé svo oft formstykki sem eiga að vera eitthvað algjerlega nýtt og "groundbreaking", og það kemur meiraðsegja fyrir að formlega séu þær það, en ég hugsa oftara en ekki með mér að þessum skilboðum sé hægt að koma á aframfæri öðruvísi og betur. Og það er meinið, merking týnist allt of oft þegar menn fara að fikta ameð formið. Ég trúi því að hver sýning eigi sitt form og það sé kallað á það innan úr verkinu eða þá að sálin fer á kreik og skilji einhverja tengingu. SVo má ekki gleyma því að æfingatímabil er formleit...
En það að vinna að formi til þess að finna nýtt form er ekki innan míns áhugasviðs á leikhúsi (enn sem komið er).
Trúðasýningin sem ég er að fara að vinna er ekki formleitarsýning (þó svo að ég sé að kynnast og vinna með nýtt form) heldur leið fyrir mig til þess að vinna með þetta undursamlega form trúðinn og spinna það inn í leikhús eins og ég vil sjá það. Leikhús með merkingu og ástríðu!
Ég kynnist trúðunum (sem eru í raun tvær stelpur sem heita Sanna og Jenny) er ég sá sýningu þeirra. Tveir trúðar í leit að tilgangi og stoppuðu hjá okkur í leikhúsinu á leið sinni á áfangastaðinn sem enginn (ekki þær heldur) voru með alveg á hreinu hvar væri. (hringir þetta einhverjum bjöllum)
Sýningin var furðufalleg og ég sat og hugsaði um hana lengi á eftir. Ég sá í sýningunni nýjara leiðir til að vinna með líkamann og hvernig væri hægt að nota mannslíkamann til þess að segja stórar sögur með litlum hreyfingum. Fyrir mig var þetta enn eitt skrefið í átt að leikhúsi sem ég sé fyrir mér í huga mér og er sterkt og merkingarafullt en á sama tíma fullt galdri og áhættu. Leikhús með merkingu og ástríðu!
Vinnubrögð eru mikilvæg í leikhúsi en þau ná aldrei að halda sýningu uppi, hvað þá gera hana góða. Þau eru bara verkfæri í átt að góðu leikhúsi.
Ég óska ykkur öllum listrænnar geðveiki!
Bestu kv.
Þorleifur
föstudagur, apríl 02, 2004
Hullu
Alltaf að bralla eitthvað en það fyndnasta er það að maðurinn sem þoldi ekki dansleikhús er líklega að fara að hefja ferilinn í FInnlandi með því að gera dans-götuleikhús. Nota textann af Beðið eftir Godot til að mynda ramma utanum götusýningu þar sem tveir kvenkyns dans-trúðar verða í hlutverkum mannanna undir trénu.
ég sá sýningu með þessum trúðum tveim og það er með því fallegra sem ég hef séð og því duttum við niður á það að gera þetta. SVo er veðrið hérna svo gott að það væri út í hött að vera inni.
Sumsé, hér er ég kominn á ferð í leit að nýju formi, ég sem er alltaf að tönglast á innihaldi en ekki formi. En heimurinn gengur í hring! Eða svo er mér sagt...
Bestu kv.
Þorleifur
Alltaf að bralla eitthvað en það fyndnasta er það að maðurinn sem þoldi ekki dansleikhús er líklega að fara að hefja ferilinn í FInnlandi með því að gera dans-götuleikhús. Nota textann af Beðið eftir Godot til að mynda ramma utanum götusýningu þar sem tveir kvenkyns dans-trúðar verða í hlutverkum mannanna undir trénu.
ég sá sýningu með þessum trúðum tveim og það er með því fallegra sem ég hef séð og því duttum við niður á það að gera þetta. SVo er veðrið hérna svo gott að það væri út í hött að vera inni.
Sumsé, hér er ég kominn á ferð í leit að nýju formi, ég sem er alltaf að tönglast á innihaldi en ekki formi. En heimurinn gengur í hring! Eða svo er mér sagt...
Bestu kv.
Þorleifur
mánudagur, mars 29, 2004
Sæl og bless
Afsakið þögnina en ég hef verið á kafi í því að reyna að koma á fót finnlandsdeild hins Lifandi Leikhúss. Og það er ekki svo auðvelt skal ég segja ykkur. Finnland er ekki vestrænt ríki, ergó, hér gerist ekki allt um leið og ég vil að það sé að gerast.
Hér má finna furðulega siði eins og að hugsa málið...
vera með báðar fætur á jörðinni...
Góðir hlutir gerast hægt...
vera viss um hvað maður vill gera...
osf...
Þetta ætti líkleg að vera mér gott.. Ég er vanur því að hlaupa af stað og gera það sem mig listir aðeins til að snúa við einhverju seinna, glúppa, og gleyma. Og fara svo að hlaupa að n+yju. Meiraðsegja grunar mig stundum að þetta sé einhver þolraun að ofan. Að landið hér hafi verið búið til fyrir mig til þess að læra þolinmæði (bæri það ekki annars gaman, ef farið væri að búa til lönd mín vegna) en svo kemur almenn skynsemi upp í mér og ég man að ég geri alltaf það sem mér sýnist og ég læt ekki svona hægagang stoppa mig.
SVo eg hóf símann á loft og hringdi í Mervi og sagði að við yrðum að byrja aða vinna annars myndi hún heyraa hvell einhversstaðar þegar hún væri út að ganga. Hún myndi fyrst halda að einhver væri að skjóta upp flugeldum eða dekk hafi sprungið í namunda en í raun þá væri það ég sem væri að springa í loft upp af aðgerðarleysi. Því sagði ég að við skyldum byrja æfingar eftir 2 vikur! Ha!
ÉG fór sum sé á stúfana og er kominn með kast til þess að setja upp KITCHEN eftir Vanessu Badham. Ég er með tvo leikara og tvo dansara. Þetta ætla ég svo að spinna saman í pólítískt leikhús eins og það hefur aldrei sést áður!
En nú er ég að fara á fund en meira síðar (þegar ég veit hvað ég er að gera!)
Þorleifur
Afsakið þögnina en ég hef verið á kafi í því að reyna að koma á fót finnlandsdeild hins Lifandi Leikhúss. Og það er ekki svo auðvelt skal ég segja ykkur. Finnland er ekki vestrænt ríki, ergó, hér gerist ekki allt um leið og ég vil að það sé að gerast.
Hér má finna furðulega siði eins og að hugsa málið...
vera með báðar fætur á jörðinni...
Góðir hlutir gerast hægt...
vera viss um hvað maður vill gera...
osf...
Þetta ætti líkleg að vera mér gott.. Ég er vanur því að hlaupa af stað og gera það sem mig listir aðeins til að snúa við einhverju seinna, glúppa, og gleyma. Og fara svo að hlaupa að n+yju. Meiraðsegja grunar mig stundum að þetta sé einhver þolraun að ofan. Að landið hér hafi verið búið til fyrir mig til þess að læra þolinmæði (bæri það ekki annars gaman, ef farið væri að búa til lönd mín vegna) en svo kemur almenn skynsemi upp í mér og ég man að ég geri alltaf það sem mér sýnist og ég læt ekki svona hægagang stoppa mig.
SVo eg hóf símann á loft og hringdi í Mervi og sagði að við yrðum að byrja aða vinna annars myndi hún heyraa hvell einhversstaðar þegar hún væri út að ganga. Hún myndi fyrst halda að einhver væri að skjóta upp flugeldum eða dekk hafi sprungið í namunda en í raun þá væri það ég sem væri að springa í loft upp af aðgerðarleysi. Því sagði ég að við skyldum byrja æfingar eftir 2 vikur! Ha!
ÉG fór sum sé á stúfana og er kominn með kast til þess að setja upp KITCHEN eftir Vanessu Badham. Ég er með tvo leikara og tvo dansara. Þetta ætla ég svo að spinna saman í pólítískt leikhús eins og það hefur aldrei sést áður!
En nú er ég að fara á fund en meira síðar (þegar ég veit hvað ég er að gera!)
Þorleifur
miðvikudagur, mars 24, 2004
Góðan daginn
Ég er að fara á fund með yfirmanni sænsku deildarinnar í TEAK, finnska leiklistarskólanum og þara á eftir á fund þjóðleikhússtjóra með Sveinsstykki, eða Sonny boy eins og það heitir núna, að kynna það og athuga hvort ekki er eitthvað hægt að bralla með það hérlendis. Enda svo asskoti falleg stykki!
Óskið mér lukku!!
Þorleifur
Ég er að fara á fund með yfirmanni sænsku deildarinnar í TEAK, finnska leiklistarskólanum og þara á eftir á fund þjóðleikhússtjóra með Sveinsstykki, eða Sonny boy eins og það heitir núna, að kynna það og athuga hvort ekki er eitthvað hægt að bralla með það hérlendis. Enda svo asskoti falleg stykki!
Óskið mér lukku!!
Þorleifur
laugardagur, mars 20, 2004
Stutt....
ÉG er með einn dyggan lesanda sem vill svo til að sefur einnig hjá mér á stundum.
Og ekki nóg með það að hún lesi, hún skilur það ekki heldur og því fæ ég þá ánægju að heyra sjálfan mig lesa eigin skrif (ég mæli með þessu, sérstaklega þá með mín skrif).
En allaveganna, henni fannst vera kominn tími til þess að ég skilaði kveðju til ykkar frá henni og hér með er það komið (ef þú ert að lesa þetta mæli ég með að þú leggir áherslu á orðið ...YKKAR ... kannski væri betra að breyta eftir því hvaða áhorfendahópurinn er stór. Ég meina... ef hann (áhorfendahópurinn það er) er til dæmis einn ... þá er náttúrulega ekki hægt að segja "YKKAR"...nei.. Ef þú gerir það þá veit sá sem á hlíðir að þú ert ekkert sérstaklega greindur og...og... það gengur náttúrulega ekki. Þannig ef það er bara einn sem þú ert að lesa fyrir segðu þá ...dadadamm.... "kveðja frá henni til ÞÍN (ekki ykkar). ..Svo ef það eru fleiri notaðu þá ykkar eins og þú værir að segja til ÞÍN ... ef það væri bara einn... að hlýða á. Svo ef það eru margir ...og ...og.... sitja e.t.v. í hring og...og... þú ert í miðjunni og.... nei.... sko...þá getur þú endurtekið orðið YKKAR nokkrum sinnum og snúið þér í hring á meðan. OG..og.. Þá fá nefnilega allir á tilfinninguna að þú (eða ég og konan mín) séum að tala persónulega við hann!! (hér er gott að brosaa) Ég mæli með þessu og..og.. ég veit hvað ég er að tala um því ég er leikstjóri og...og... hef því alveg heilmikið vit á þessu og...já, heyrðu... trúðu mér bara).
Góðar stundir
Þorleifur og Meri
PS: Innansvigakaflinn virkar mikið betur ef hann er lesinn eins og Woddy Allen væri mættur, stam og allt
ÉG er með einn dyggan lesanda sem vill svo til að sefur einnig hjá mér á stundum.
Og ekki nóg með það að hún lesi, hún skilur það ekki heldur og því fæ ég þá ánægju að heyra sjálfan mig lesa eigin skrif (ég mæli með þessu, sérstaklega þá með mín skrif).
En allaveganna, henni fannst vera kominn tími til þess að ég skilaði kveðju til ykkar frá henni og hér með er það komið (ef þú ert að lesa þetta mæli ég með að þú leggir áherslu á orðið ...YKKAR ... kannski væri betra að breyta eftir því hvaða áhorfendahópurinn er stór. Ég meina... ef hann (áhorfendahópurinn það er) er til dæmis einn ... þá er náttúrulega ekki hægt að segja "YKKAR"...nei.. Ef þú gerir það þá veit sá sem á hlíðir að þú ert ekkert sérstaklega greindur og...og... það gengur náttúrulega ekki. Þannig ef það er bara einn sem þú ert að lesa fyrir segðu þá ...dadadamm.... "kveðja frá henni til ÞÍN (ekki ykkar). ..Svo ef það eru fleiri notaðu þá ykkar eins og þú værir að segja til ÞÍN ... ef það væri bara einn... að hlýða á. Svo ef það eru margir ...og ...og.... sitja e.t.v. í hring og...og... þú ert í miðjunni og.... nei.... sko...þá getur þú endurtekið orðið YKKAR nokkrum sinnum og snúið þér í hring á meðan. OG..og.. Þá fá nefnilega allir á tilfinninguna að þú (eða ég og konan mín) séum að tala persónulega við hann!! (hér er gott að brosaa) Ég mæli með þessu og..og.. ég veit hvað ég er að tala um því ég er leikstjóri og...og... hef því alveg heilmikið vit á þessu og...já, heyrðu... trúðu mér bara).
Góðar stundir
Þorleifur og Meri
PS: Innansvigakaflinn virkar mikið betur ef hann er lesinn eins og Woddy Allen væri mættur, stam og allt
Halló halló
Ég hef verið að skoða annara manna blogg og það hefur ekki farið fram hjá mér að ég er ansi aftarlega á merinni...
Menn eru með linkasöfn, commentin þeirra heita eitthvað, eru alltaf að benda á síður út í heimi sem mér eru gjörsamlega ófinnanlegar og svo framvegis og svo framvegis.
Ég er pennanörd...
En þetta þarf kannski ekki að vera svona slæmt, ég meina, fyrst að allir hinir eru að þessu þarf ég þá að vera að þessu líka? Má ég ekki bara skrifa upp á gamla mátann og trúa því í blindni að það sé tilgangurinn með þessu hjá; að skrifa og koma út í tómið því sem ég er að hugsa. VOna svo kannski innst inn að fólk "þarna úti" lesi og hugsi kannski örlítið sjálft? Og kannski ef það er í góðu skapi (eða örlátu) skrifi eitthvað í kommentin mín, þrátt fyrir að þau heiti ekki einhvað sniðgugt eins og "frá ykkur til mín" eða "til hjarðainnar" eða jafnvel (ég átti erfitt með mig þegar ég sá þetta) "opnið ykkur".
Reyndar hef ég það stundum á tilfinningunni að ég sé fæddur á vitlausum tíma. ÉG held að ég hafi átt að vera uppi á tímum þegar fólk reifst vikum, mánuðum eða jafnvel árum saman um málefni. Þegar umræður voru ekki marktækar nema þær hefðu útkomuna gefna út. Ég er nefnilega rómantíker í hjartanu og langar svo óskaplega að tala um guð og menn, tilgang og vilja, ást og hatur og allt það svo dögu skiptir en það er því miður ekki tími! GSM veröldin virkar því miður ekki þannig...
Og þess vegna húki ég í leikhúsinu. Þar hefur maður allaveganna tíma til að hugsas og vera pínkulítið, það er þegar maður er búin að sannfæra leikarana að slökkva á gemsanum.
Góðar stundir
Þorleifur
Ég hef verið að skoða annara manna blogg og það hefur ekki farið fram hjá mér að ég er ansi aftarlega á merinni...
Menn eru með linkasöfn, commentin þeirra heita eitthvað, eru alltaf að benda á síður út í heimi sem mér eru gjörsamlega ófinnanlegar og svo framvegis og svo framvegis.
Ég er pennanörd...
En þetta þarf kannski ekki að vera svona slæmt, ég meina, fyrst að allir hinir eru að þessu þarf ég þá að vera að þessu líka? Má ég ekki bara skrifa upp á gamla mátann og trúa því í blindni að það sé tilgangurinn með þessu hjá; að skrifa og koma út í tómið því sem ég er að hugsa. VOna svo kannski innst inn að fólk "þarna úti" lesi og hugsi kannski örlítið sjálft? Og kannski ef það er í góðu skapi (eða örlátu) skrifi eitthvað í kommentin mín, þrátt fyrir að þau heiti ekki einhvað sniðgugt eins og "frá ykkur til mín" eða "til hjarðainnar" eða jafnvel (ég átti erfitt með mig þegar ég sá þetta) "opnið ykkur".
Reyndar hef ég það stundum á tilfinningunni að ég sé fæddur á vitlausum tíma. ÉG held að ég hafi átt að vera uppi á tímum þegar fólk reifst vikum, mánuðum eða jafnvel árum saman um málefni. Þegar umræður voru ekki marktækar nema þær hefðu útkomuna gefna út. Ég er nefnilega rómantíker í hjartanu og langar svo óskaplega að tala um guð og menn, tilgang og vilja, ást og hatur og allt það svo dögu skiptir en það er því miður ekki tími! GSM veröldin virkar því miður ekki þannig...
Og þess vegna húki ég í leikhúsinu. Þar hefur maður allaveganna tíma til að hugsas og vera pínkulítið, það er þegar maður er búin að sannfæra leikarana að slökkva á gemsanum.
Góðar stundir
Þorleifur
fimmtudagur, mars 18, 2004
Gott kvöld
VAr í heimsókn hjá vini mínum Varríusi og sá þar stuttan pistil um hljóðrænu í leikhúsi.
Hann sagði þetta leiðilegastann allra siða í leikhúsinu og þar er ég hjartanlega sammála honum. Og ekki nóg með að þetta sé leiðinlegur siður, hann stendur í forgrunni mestu hættu sem steðjar aða leikhúsinu.
Leikhúsið hefur lengi horft á sjónvarpið og kvikmyndinirnar sem sinn helsta óvin. Ekki er erfitt að skilja af hverju þar sem samkeppnin um frítíma almennings eykst stöðugt og vegna hás lífstíls þá dregur stöðugt úr frítímanum. Sjónvarpið, hinn mikli deyfir, hefur meiraðsegja samkvæmt þeim svartsýnustu breytt núverandi kynslóð í andlausan lýð sem eyða mun mannkyninu með úrkynjun og offitu, en það er önnur saga.
Leikhúsið hefur glímt vði þennan fjanda með afar furðulegum hætti. Í stað þess að efla sérstakleik sinn hefur leikhúsið gert sitt besta til þess að draga það uppi og herma eftir því hvar sem það getur. Það afkvæmi myndmiðilsins sem sterkast hefur sett mark sitt á leikhúsið er líklega tónlistarnotkun. Það er varla hægt að fara í leikhús án þess að heyra fiðlur orga í sífellu eða tilfinningarleg tengd tónlistin elti sveiflur leikaranna og verksins eins og vel þjálfaður fjárhundur. ÉG tók dæmi af þessu í umfjöllun mína um djöflana hérna neðar á síðunni þar sem tónlistin passaði sig að lækka alltaf niður rétt áður en senu lauk. Ekki nóg með það að okkur væri sagt hvernig okkur ætti að líða, okkur var líka sagt hvenær senunni myndi ljúka (ekki það að stundum veitti ekki af á þessarai sýningu því að líkurnar á því að sofna voru þó nokkrar).
En af hverju er þetta svo alvarlegt? Er ekki í lagi að leikhúsið elti aðra miðla og nýti það sem þar er að finna ef það telur það geti bætt leikhúsið? Svar mitt við því er jú auðvitað. En það verður líka að passa sig að skilja það eftir sem skemmir fyrir galdri leikhússins og kippir fótunum undan því sem gerir leikhúsið að jafn sérstökum stað og raun ber vitni.
Hættan er sú að leikhúsið elti kvikmyndaformið niður þann stíg að fólk þurfi ekki að hugsa þegar það er að horfa. Að það upplifi það sama í leikhúsinu og heima í stofu, algera mötun. Og þá líður ekki á löngu áður en fólk fer að átta sig á því að þetta er bara peningaplokk. AF hverju að borga fyrir eitthvaða sem það getur fengið frítt heima í stofu? Um leið og hugsunin hverfur úr leikhúsinu þá verður þetta bara eins og hver önnur skemmtun sem þú getur nálgast mun auðveldar á skjánum.
Þetta er ekki bara spurning um innihaldið heldur hefur þetta líka áhrif á formið. Leikhúsið þrífst vegna þess að það er eini staðurinn þar sem þessi nálægð er til staðar. HVar annars staðar ertu í svona miklu návígi við persónulegar upplifanir eins og í leikhúsinu. Og það virðist ekki skipta máli þó svo að allir viti að það er plat, upplifunin er sönn. En ef farið verður að mata ofan í okkur tilfinningaarnar líka þá er ekkert eftir að galdrinum. Þegar áhorfandinn þarf ekki lengur að beita ímyndaraflinu þegara hann er að horfa þá er ekkert eftir og hann er skilinn eftir, sitjandi fyrir utan horfandi inn; alveg eins og í sjónvarpinu!
Ábyrgð leikhúslistafólks er að átta sig á því að það er afar alvaralegt mál að svipta leikhúsið galdrinum, því það gæti staðið upp innan skamms án áhorfenda og þá er til lítils að vinna.
BEstu kv.
Þorleifur
VAr í heimsókn hjá vini mínum Varríusi og sá þar stuttan pistil um hljóðrænu í leikhúsi.
Hann sagði þetta leiðilegastann allra siða í leikhúsinu og þar er ég hjartanlega sammála honum. Og ekki nóg með að þetta sé leiðinlegur siður, hann stendur í forgrunni mestu hættu sem steðjar aða leikhúsinu.
Leikhúsið hefur lengi horft á sjónvarpið og kvikmyndinirnar sem sinn helsta óvin. Ekki er erfitt að skilja af hverju þar sem samkeppnin um frítíma almennings eykst stöðugt og vegna hás lífstíls þá dregur stöðugt úr frítímanum. Sjónvarpið, hinn mikli deyfir, hefur meiraðsegja samkvæmt þeim svartsýnustu breytt núverandi kynslóð í andlausan lýð sem eyða mun mannkyninu með úrkynjun og offitu, en það er önnur saga.
Leikhúsið hefur glímt vði þennan fjanda með afar furðulegum hætti. Í stað þess að efla sérstakleik sinn hefur leikhúsið gert sitt besta til þess að draga það uppi og herma eftir því hvar sem það getur. Það afkvæmi myndmiðilsins sem sterkast hefur sett mark sitt á leikhúsið er líklega tónlistarnotkun. Það er varla hægt að fara í leikhús án þess að heyra fiðlur orga í sífellu eða tilfinningarleg tengd tónlistin elti sveiflur leikaranna og verksins eins og vel þjálfaður fjárhundur. ÉG tók dæmi af þessu í umfjöllun mína um djöflana hérna neðar á síðunni þar sem tónlistin passaði sig að lækka alltaf niður rétt áður en senu lauk. Ekki nóg með það að okkur væri sagt hvernig okkur ætti að líða, okkur var líka sagt hvenær senunni myndi ljúka (ekki það að stundum veitti ekki af á þessarai sýningu því að líkurnar á því að sofna voru þó nokkrar).
En af hverju er þetta svo alvarlegt? Er ekki í lagi að leikhúsið elti aðra miðla og nýti það sem þar er að finna ef það telur það geti bætt leikhúsið? Svar mitt við því er jú auðvitað. En það verður líka að passa sig að skilja það eftir sem skemmir fyrir galdri leikhússins og kippir fótunum undan því sem gerir leikhúsið að jafn sérstökum stað og raun ber vitni.
Hættan er sú að leikhúsið elti kvikmyndaformið niður þann stíg að fólk þurfi ekki að hugsa þegar það er að horfa. Að það upplifi það sama í leikhúsinu og heima í stofu, algera mötun. Og þá líður ekki á löngu áður en fólk fer að átta sig á því að þetta er bara peningaplokk. AF hverju að borga fyrir eitthvaða sem það getur fengið frítt heima í stofu? Um leið og hugsunin hverfur úr leikhúsinu þá verður þetta bara eins og hver önnur skemmtun sem þú getur nálgast mun auðveldar á skjánum.
Þetta er ekki bara spurning um innihaldið heldur hefur þetta líka áhrif á formið. Leikhúsið þrífst vegna þess að það er eini staðurinn þar sem þessi nálægð er til staðar. HVar annars staðar ertu í svona miklu návígi við persónulegar upplifanir eins og í leikhúsinu. Og það virðist ekki skipta máli þó svo að allir viti að það er plat, upplifunin er sönn. En ef farið verður að mata ofan í okkur tilfinningaarnar líka þá er ekkert eftir að galdrinum. Þegar áhorfandinn þarf ekki lengur að beita ímyndaraflinu þegara hann er að horfa þá er ekkert eftir og hann er skilinn eftir, sitjandi fyrir utan horfandi inn; alveg eins og í sjónvarpinu!
Ábyrgð leikhúslistafólks er að átta sig á því að það er afar alvaralegt mál að svipta leikhúsið galdrinum, því það gæti staðið upp innan skamms án áhorfenda og þá er til lítils að vinna.
BEstu kv.
Þorleifur
laugardagur, mars 13, 2004
Góða kvöldið - Helsinki kallar
Það er erfitt að vera fréttasjúkur Íslendingur í útlöndum.
Ástæðan, jú, íslensku netmiðlarnir eru svo hripalega slappir að það nær ekki nokkuri átt. Það er bara kemur ekki fyrir að ég hafi eitthvað að lesa á netmiðlunum. Mbl.is sem á að vera svo góður er ekki með nema örfáar fréttir og aldrei neitt annað en það sem er hér á BBC World. Hvað varðar íslensku fréttirnar þá gæti það verið að þær séu svona áhrifalitlar þegar maður horfir á þær úr fjarlægð en ég get bara ekki fengið mig til að lesa fréttir um úrilla bændur og samningaviðræður iðnaðarsambands Grindavíkur við hafnarvörðin yfir gömlum rækjubát sem lekur...
Þetta er ekki fréttaefni!!!!
Er þetta merkilegra í nálægð???
Og svo virðist mér sem fréttablaðið sé hætt við að birta blaðið á netinu og þá er ekkert eftir nema að hlusta á gufuna í beinni!
Segið svo að ríkisfyrirtæki geri ekki neitt! Þetta ættist að nota sem röksemd gegn hinni dýrkuðu einkavæðingu sem alllir virðast hafa verið að lepja upp undanfarin ár.
og hananú!
Góða nótt
Þorleifur
Það er erfitt að vera fréttasjúkur Íslendingur í útlöndum.
Ástæðan, jú, íslensku netmiðlarnir eru svo hripalega slappir að það nær ekki nokkuri átt. Það er bara kemur ekki fyrir að ég hafi eitthvað að lesa á netmiðlunum. Mbl.is sem á að vera svo góður er ekki með nema örfáar fréttir og aldrei neitt annað en það sem er hér á BBC World. Hvað varðar íslensku fréttirnar þá gæti það verið að þær séu svona áhrifalitlar þegar maður horfir á þær úr fjarlægð en ég get bara ekki fengið mig til að lesa fréttir um úrilla bændur og samningaviðræður iðnaðarsambands Grindavíkur við hafnarvörðin yfir gömlum rækjubát sem lekur...
Þetta er ekki fréttaefni!!!!
Er þetta merkilegra í nálægð???
Og svo virðist mér sem fréttablaðið sé hætt við að birta blaðið á netinu og þá er ekkert eftir nema að hlusta á gufuna í beinni!
Segið svo að ríkisfyrirtæki geri ekki neitt! Þetta ættist að nota sem röksemd gegn hinni dýrkuðu einkavæðingu sem alllir virðast hafa verið að lepja upp undanfarin ár.
og hananú!
Góða nótt
Þorleifur
Góða kvöldið
Það er ekki oft sem maður fær að upplifa tvær leiksýningar sama kvöldið. En það gerðist í kvöld þegar ég sat í Helsinki og horfði á Djöflana eftir Dostojevsky en var á sama tíma með föður mínum í huganum þar sem hann endurfrumsýndi Sveinsstykki í Gamla bíói.
Fyrstu um djöflana:
Ég hef verið afar hrifinn af verkinu allt síðan ég las það og sá svo í Borgarleikhúsinu í stórlega vanmettinni uppfærslu Bordon hins rússsneska. Sú sýning mun lifa með mér lengi enn. því miður get ég ekki sagt það sama um uppfærsluna sem ég sá í kvöld.
Til að byrja með var verkið 4 og hálfur tími. það þarf útaf fyrir sig ekki að vera svo slæmt en þegar leikstjórnin er þannig að það sem hefði átt að vera hratt var hægt og það sem átti að vera hægt var hratt þá er fokið í flest skjól.
Verkið hófst á 90 mínútna "intro" þar sem karakterarnir voru kynntir til sögunnar. Bókinni var fylgt eftir afar nákvæmlega og svo virtist sem ekki nokkrum hlut væri sleppt. SVo kom að lokum þess kafla og þá fór allt í einu allt á fullt. Allir öskruðu hver í kapp við annan og féllu svo í yfirlið - blackout. þetta var svona eins og endir á sinfóníu eftir Beethoven, þegar löngu tónarnir tveir loka verkinu. Taka skal fram að ég set þessa samlýkingu ekki inn sem hrós.
Út í sígó og klósettröðina.
Inn aftur og aðrar 90 mínútur biðu okkar. Nú var sagan komin í gang en leikstjórinn hafði ekki tekið eftir því og hélt því tempóinu óbreyttu. Það virtist sem hann hafi orðið fyrir listrænni hugljómun í hléi og áttað sig á því að skemmtilegasta form leikhússins eru tveggjamannasenur. Og svo hrifinn var hann af eigin hugmynd að hann hafði ekkert annað allan annan þáttinn, 22 tveggja manna sena án þess að nokkru sinni væru fleiri á sviðinu í einu. Annað sem kom stórlega á óvart í þessum hluta var að allt í einu (og af því er virðist) á nokkurrar ástæðu byrjaði vatn að falla úr loftinu og gerði það svo af og til það sem eftir lifði sýnigarinnar án þess að tengjast nokkru því sem var að gerast á sviðinu . Mikil ráðgáta það. En svo til að sanna að hann væri ekki einhæfur þá ákvað leikstjórinn að enda annan þátt á einræðu mikilli. það runnu fljótt á mig tvær grímur, ég þekkti nefnilega einræðuna. Ég leit skelkaður í kringum mig til að athuga hvort ég væri einn með skelfingu minni en svo virtist sem engin annar vissi hvað biði okkar. Leikstjórinn hafði aftur ákveðið að verða bókinni trúr og þá vissi ég að einræðan yrði vel á hálftíma á lengd. Hálftíma seinna feidaðist ljósið niður á manninum sem hafði talað þessi ósköp (það var ekki erfitt að þekkja senulok því leikstjórinn hafði fundið uppá því snilldarræði að lækka alltaf í fiðlutónlistinni rétt áður en að senunum lauk) og kaffi var allt í einu orðið lífsnauðsynlegt. (ég hafði reyndar notað tveggjamannasenur 17 - 21 til að leggja mig því að ég vissi að í þessum kafla gerist í raun ekki neitt.
Stór kaffibolli og þurfti svoldið að útskýra fyrir samferðafólki mínu að leikstjórinn hefði getað sparað leikhúsinu mikinn pening með því að fá einhverja bara til að lesa bókina upphátt eða sent hana inn á valin heimili í Helsinki. En svo gullu bjöllur og síðustu 90 mínúturnar voru framundan.
þriðji þáttur hófst að venju á tveggjamannatali en svo gerðist nokkuð afar furðulegt. það var sem leikstjórinn hafi einhversstaðar í æfingaferlinu litið á klukkuna á þessum tímapunki, fengið histeríukast og gefið leikaraliðinu örfandi sterasprautu í rassinn því að allt fór á fullt. Fólk fór að tala hraðar og svo fóru menn að drepa aðra menn og sjálfan sig og loks voru allir dauðir eða grenjandi (og ekkert yfirlið) en við áhorfendurnir sátum eftir algerlega í sjokki. Hvað hafði eiginlega gerst? þegar loks kom að köflum þar sem hefði þurft smá nærgætni, uppbyggingu, dramatíska uppbyggingu og spenna þá var bara hlaupið á handavaði í gegnum allt! Ekki vottur af leikstjórnarhæfileika var sjáanlegur nokkursstaðar.
Annars var þetta ágæt sýning.
Þessi sýning var í Q leikhúsinu í Helsinki en svo vill til að þjóðleikhúsið er að einnig að sýna Djöflana og það á víst að vera heljarinnar rússibani svo fróðlegt verður að sjá.
En að Sveinsstykki:
Loksins tókst að koma því aftur á svið (líklega var ég nógu lengi í burtu). Sýningin í kvöld gekk afar vel og var mikið af fólki. Stemmningin rosaleg og standing ovation fyrir kallinn.
Ef þú ert ekki búin að sjá sýninguna þá skaltu skammast þín og drífa þig.
Mér skilst að Schaubune leikhúsinu hafi verið boðið á listahátíð til þess að sýna NORU í leikstjórn Tomas Ostermeier. Ég ráðlegg hverjum þeim sem hefur of mikla peninga á milli handanna að gefa þeim sem hafa vondan smekk á leikhúsi miða á sýninguna því að þeim mun líklega líða alveg eins og heima hjá sér á sýningunni.
Mikið hlakka ég til þess að heyra stunurnar þegar fólk áttar sig á því að það var að borga undir einhverja mestu kvenfyrirlitningarsýningu seinni ára (en ætli það sé ekki bara kúl) og að horfa uppá fullkomið dæmi um hvernig sýnimennska fer að því að eyðileggja góð stykki.
En svo er hitt annað mál að maður lærir mest af vondum sýningum og má því segja að það sé réttlætanlegt að koma með sýninguna heim (Þó ég verði að viðurkenna að ég væri glaðari að vita af henni 3618 kílómetrum lengra frá Reykjavík en hún verður í sumar).
Ég spái því reyndar að sýning fái frábæra dóma og ekki verði þverfótað fyrir slefandi listafólki í kringum sýninguna, við á Íslandi erum nefnilega ekki orðin nógu örugg með okkur sjálf til þess að þora að gagnrýna það sem kemur utanúr heimi.
Það er reyndar stundum það sem gerir Íslendinga svo sæta.
Kannksi er gott að ég er ekki formaður listahátíðar því að ég þykist stundum vita Bolnum betur hvað bolnum er hollt!
Góðar stundir
Þorleifur
Það er ekki oft sem maður fær að upplifa tvær leiksýningar sama kvöldið. En það gerðist í kvöld þegar ég sat í Helsinki og horfði á Djöflana eftir Dostojevsky en var á sama tíma með föður mínum í huganum þar sem hann endurfrumsýndi Sveinsstykki í Gamla bíói.
Fyrstu um djöflana:
Ég hef verið afar hrifinn af verkinu allt síðan ég las það og sá svo í Borgarleikhúsinu í stórlega vanmettinni uppfærslu Bordon hins rússsneska. Sú sýning mun lifa með mér lengi enn. því miður get ég ekki sagt það sama um uppfærsluna sem ég sá í kvöld.
Til að byrja með var verkið 4 og hálfur tími. það þarf útaf fyrir sig ekki að vera svo slæmt en þegar leikstjórnin er þannig að það sem hefði átt að vera hratt var hægt og það sem átti að vera hægt var hratt þá er fokið í flest skjól.
Verkið hófst á 90 mínútna "intro" þar sem karakterarnir voru kynntir til sögunnar. Bókinni var fylgt eftir afar nákvæmlega og svo virtist sem ekki nokkrum hlut væri sleppt. SVo kom að lokum þess kafla og þá fór allt í einu allt á fullt. Allir öskruðu hver í kapp við annan og féllu svo í yfirlið - blackout. þetta var svona eins og endir á sinfóníu eftir Beethoven, þegar löngu tónarnir tveir loka verkinu. Taka skal fram að ég set þessa samlýkingu ekki inn sem hrós.
Út í sígó og klósettröðina.
Inn aftur og aðrar 90 mínútur biðu okkar. Nú var sagan komin í gang en leikstjórinn hafði ekki tekið eftir því og hélt því tempóinu óbreyttu. Það virtist sem hann hafi orðið fyrir listrænni hugljómun í hléi og áttað sig á því að skemmtilegasta form leikhússins eru tveggjamannasenur. Og svo hrifinn var hann af eigin hugmynd að hann hafði ekkert annað allan annan þáttinn, 22 tveggja manna sena án þess að nokkru sinni væru fleiri á sviðinu í einu. Annað sem kom stórlega á óvart í þessum hluta var að allt í einu (og af því er virðist) á nokkurrar ástæðu byrjaði vatn að falla úr loftinu og gerði það svo af og til það sem eftir lifði sýnigarinnar án þess að tengjast nokkru því sem var að gerast á sviðinu . Mikil ráðgáta það. En svo til að sanna að hann væri ekki einhæfur þá ákvað leikstjórinn að enda annan þátt á einræðu mikilli. það runnu fljótt á mig tvær grímur, ég þekkti nefnilega einræðuna. Ég leit skelkaður í kringum mig til að athuga hvort ég væri einn með skelfingu minni en svo virtist sem engin annar vissi hvað biði okkar. Leikstjórinn hafði aftur ákveðið að verða bókinni trúr og þá vissi ég að einræðan yrði vel á hálftíma á lengd. Hálftíma seinna feidaðist ljósið niður á manninum sem hafði talað þessi ósköp (það var ekki erfitt að þekkja senulok því leikstjórinn hafði fundið uppá því snilldarræði að lækka alltaf í fiðlutónlistinni rétt áður en að senunum lauk) og kaffi var allt í einu orðið lífsnauðsynlegt. (ég hafði reyndar notað tveggjamannasenur 17 - 21 til að leggja mig því að ég vissi að í þessum kafla gerist í raun ekki neitt.
Stór kaffibolli og þurfti svoldið að útskýra fyrir samferðafólki mínu að leikstjórinn hefði getað sparað leikhúsinu mikinn pening með því að fá einhverja bara til að lesa bókina upphátt eða sent hana inn á valin heimili í Helsinki. En svo gullu bjöllur og síðustu 90 mínúturnar voru framundan.
þriðji þáttur hófst að venju á tveggjamannatali en svo gerðist nokkuð afar furðulegt. það var sem leikstjórinn hafi einhversstaðar í æfingaferlinu litið á klukkuna á þessum tímapunki, fengið histeríukast og gefið leikaraliðinu örfandi sterasprautu í rassinn því að allt fór á fullt. Fólk fór að tala hraðar og svo fóru menn að drepa aðra menn og sjálfan sig og loks voru allir dauðir eða grenjandi (og ekkert yfirlið) en við áhorfendurnir sátum eftir algerlega í sjokki. Hvað hafði eiginlega gerst? þegar loks kom að köflum þar sem hefði þurft smá nærgætni, uppbyggingu, dramatíska uppbyggingu og spenna þá var bara hlaupið á handavaði í gegnum allt! Ekki vottur af leikstjórnarhæfileika var sjáanlegur nokkursstaðar.
Annars var þetta ágæt sýning.
Þessi sýning var í Q leikhúsinu í Helsinki en svo vill til að þjóðleikhúsið er að einnig að sýna Djöflana og það á víst að vera heljarinnar rússibani svo fróðlegt verður að sjá.
En að Sveinsstykki:
Loksins tókst að koma því aftur á svið (líklega var ég nógu lengi í burtu). Sýningin í kvöld gekk afar vel og var mikið af fólki. Stemmningin rosaleg og standing ovation fyrir kallinn.
Ef þú ert ekki búin að sjá sýninguna þá skaltu skammast þín og drífa þig.
Mér skilst að Schaubune leikhúsinu hafi verið boðið á listahátíð til þess að sýna NORU í leikstjórn Tomas Ostermeier. Ég ráðlegg hverjum þeim sem hefur of mikla peninga á milli handanna að gefa þeim sem hafa vondan smekk á leikhúsi miða á sýninguna því að þeim mun líklega líða alveg eins og heima hjá sér á sýningunni.
Mikið hlakka ég til þess að heyra stunurnar þegar fólk áttar sig á því að það var að borga undir einhverja mestu kvenfyrirlitningarsýningu seinni ára (en ætli það sé ekki bara kúl) og að horfa uppá fullkomið dæmi um hvernig sýnimennska fer að því að eyðileggja góð stykki.
En svo er hitt annað mál að maður lærir mest af vondum sýningum og má því segja að það sé réttlætanlegt að koma með sýninguna heim (Þó ég verði að viðurkenna að ég væri glaðari að vita af henni 3618 kílómetrum lengra frá Reykjavík en hún verður í sumar).
Ég spái því reyndar að sýning fái frábæra dóma og ekki verði þverfótað fyrir slefandi listafólki í kringum sýninguna, við á Íslandi erum nefnilega ekki orðin nógu örugg með okkur sjálf til þess að þora að gagnrýna það sem kemur utanúr heimi.
Það er reyndar stundum það sem gerir Íslendinga svo sæta.
Kannksi er gott að ég er ekki formaður listahátíðar því að ég þykist stundum vita Bolnum betur hvað bolnum er hollt!
Góðar stundir
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)