laugardagur, september 25, 2004

Góða kvöldið

Þar sem ég er á fullu við að skrifa leikritið þá finn ég ekki alveg orkuna til að skrifa mikið hingað líka, svona rétt á meðan. En af leikritaskrifunum er annars allt gott að frétta og mun ég birta eitthvað af því hér þegar fram líða stundir.

Annars var ég að koma úr bíó þar sem ég sá nýju Almodovar myndina. Ég er enn ekki viss um hvað mér fannst. H'un er vissulega ekkert í líkingu við Habla Con Ella en samt eru bjórar í henni. SAgan er átakanleg og eins og er hans vani, þá eru karakterarnir fallegir og góðir, ljótir og illir. Þeir eru alltaf skemmtilega tvíhliða og það býr mikil dýpt að baki. Samt tekst honum ekki alveg að ná þessu helsta styrkleikamerki sýnu yfir í þessari mynd. Það er eins og hann hafi ekki alveg vitað hvað han vildi gera með karakterana eða kannski hann hafi vitað það en bara ekki tekist að koma því yfir til okkar (svo gæti náttúrulega stílinn borið hann ofurliði). En ég þarf að hugsa betur um hana.

En nú þarf ég að hlaupa út á bar og fara að skrifa (ég er búinn að finna yndislegann local þar sem allir eru á fylliríi og kaffið er ógeðslegt, þar sem ekkert nýrra en Queen kemst á fóninn en lífið virðist snúast í hringi og mannfólkið birtist í öllum sínum myndum. Ég á eftir að skrifa um karaktera sem ég er búinn að hitta þarna seinna). En semsé, út á bar!

Góðar kveðjur

Þorleifur

Engin ummæli: