Að skrifa að degi til:
Ég býst við því að þetta gerist oftar í framtíðinni þar sem þessa dagana er ég aðallega starfandi við ritsmíðar. Og það engar smá, ég er að skrifa leikrit... Enn er það leyndarmál fyrir hvað ég er að skrifa en því get ég lofað að það verður á íslensku sviði innan skamms.
Það er ekki frá því að um mig fari léttur hrollur við að hugsa um það sem ég var rétt í þessu að skrifa. AÐ verk eftir mig fari á svið! Og það fyrir alemnnings sjónir!!! En það er víst hluti af þroskaferli listamannsins að vera neyddur út í atburðarásir sem oftar en ekki taka af manni völdin og neyða mann til að læra og það allfljótt.
Og ég er að læra. ég ligg þessa dagana yfir meisturum hins nútímalega talaða orðs og reyni að glöggva mig því í hverju snilld þeirra er falin. Reyni að greina hvernig þeir ljá skoðunum sínum, vonum og þrám raddir. Ég vonast með þessu að ég greini betur í mínu eigin frai hvernig mér fari best að rífa kjaft án þess að vera þeim mun leiðinlegri á meðan.
ÉG er mikið búinn að vera að hugsa um hvernig best sé að koma pólitísku leikhúsi á framfæri. Kannski væri það fyrsta að hætta að fjalla um það sem pólitískt leikhús og nota þess í stað orð eins og "létta innlistleikhúsið" eða þá "ofsafyndna alvöruleikhúsið" já jafnvel "umræðuleikhús alþýðunnar" en öll þess nöfn bera með sér allt of niðurnjörvandi (þori ég að segja það, ranga) mynd af því sem ég er að fást við. Ég er pólitískur leikhúsmaður, ég hef margt sem ég vil segja og tímum óskilgreindra hugtaka þá held ég að það sé best að halda mig við að kalla það sem ég er að gera eftir því sem ég er að gera. það þarf svo ekki að þýða það að það sem ég er að gera sé leiðinlegt, eða einvörðungu pólitískt, heldur er það umfram allt satt.
Pólitík er nefnilega svo miklu stærra en nokkrir kallar og kellingar á þingi að karpa, pólitík hefur mað það að gera að ræða samfélag okkar og stöðu sem mannvera. Hefur með það að gera að reyna að skilja af hverju heimurinn er eins og hann er og hvers vegna það lítur ekki út fyrir að hann sé að stefna í rétta átt.
LEikhúsið hefur frá örófi verið samræðuvettvangur alþýðunnar. Þar koma fram nýjar hugmyndir sem ættu að eiga það til að vera innlegg í umræðu líðandi stundar og móta hinni hugmyndafræðilegu umræðu farveg sem leiðir í átt að einhverskonar sameiginlegri niðurstöðu meðal þjóðarinnar. Ég geri mér grien fyrir að þessir tímar koma sennilega ekki aftur í leikhúsinu í bráð, að við kjötkatlana eru sestir nýjir umræðustjórara í formi PR manna, skilaboðahannara og auglýsingamanna en það er ekki gott að missa sjónar á því sem leikhúsið getur staðið fyrir þegar þörf verður á því að vekja það að nýju.
Þýðir þetta að ég er forngripasafnari? E.t.v. en þá er ég allaveganna safnari í hjartans einlægni og með ofvæni bjartsýnismannsins bíð ég færis (eða væri réttar að kalla það, með vissu tígrisdýrsins).
Góðar stundir
Þorleifur
mánudagur, september 20, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli