Góða kvöldið
Þá er fátt eftir í dag annað en að setjast niður og skrifa svo sem eins og einn skrifbút handa kosmosinu.
Ég er kominn til Finnlands, heim til minnar heittelskuðu. Það er skrítið að koma úr háuu tempói íslends og lenda að nýju í hinu hægjafna slagverki finnsks mannlífs. Ég saknaði þess heilmikið er ég var heima en finn að það muni taka tíma að aðlagast að nýju.
En kannski er betra að svo sé, það þýðir að líkaminn, jafnvel sálin, aðlagist hverri aðstæðu fyrir sig. Og þó svo að það komi kannski ekkert sérstaklega niður á mér, annað en smávægileg óþægindi á meðan aðlögun stendur, þá er gott að vita til þess að mannverur sem ekki búa við alsnæktir og þráláta neysluþreytu geti lifað í skilyrðum sem okkur væru óbærileg. (Ég ætla að reyna að gera næstu setningu enn torskilnari en þá er rituð var hér á undan, enda hugsuð í Göthe-ískum anda, og mun það sýna fram á torfið sem í heilahvelinu dvelst). Ég er saddur!
Góða nótt
Þorleifur
laugardagur, september 18, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli