Góða kvöldið
Það er stórfréttir frá austheimum. Þorleifur Örn Arnarsson lét gabbast og fór í klippingu. Nú lítur hann út eins og fínn skóladrengur (þó svo það sé ekki laust við að hann líti með velþóknun með þá nýlundu að konur horfa í auknu mæli á eftir honum!). Sumsé, rebelinn og hugsjónabrjálæðingurinn lét undan þrýstingi frá sínum betri helmingi og fékkst til að leyfa atvinnumanni að fara um hausinn á honum skærum og öðru afleiðandi.
Hann er sumsé aftur orðinn sætur (nú er bara spurning hverjum honum verði líkt við eins og var iðulega gert í leiklistarskólanum, þar sem nöfnin gengu miðað við hárvöxt).
Þegar Þorleifur var á ferð í Nýja Sjálandi í jan í fyrra þá kom hann inn þar sem ung stúlka sat og horfði á sjónvarpið. Alls var hún þess óvitandi að innan skamms myndi henni bregða allsvakalega og líf hennar taka nýtt stökk inn í framtíð fantasíunnar. Hún leit upp er Þorleifur gekk inn og má segja að andlit hennar hafi runnið niður á höku. Það heyrðist lágt hvísl frá henni, Jhonny Depp... þetta er johnny depp... Þorleifur snérist á hæli og gekk út, hann hafði ekki hjarta til þess að svipta stúlkuna þessari hugsýn.
Og kannski er ekki svo leiðum að lýkjast. EN ÞORLEIFUR ER SAMT REBEL, þrátt fyrir fína hárgreiðslu og smá meðvitund um eigin útlit.
Góðar stundir.
Þorleifur
þriðjudagur, desember 21, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli