sunnudagur, apríl 11, 2004

Halló

Andskotinn....

Ég er að basla við að semja grein fyrir politik.is og það er að reynast þrautinni þyngri. Það er svo margt að segja og ég er nokkuð með á hreinu hvernig ég vilji segja það en samt er þetta er reynast mér erfitt.

Ég er allaveganna komin með opnunargreinina:

Ég ætla að gerast svo leiðinlega djarfur að heimsækja að nýju umræðuna um réttmæti stríðsins í Írak. Ástæðan er einföld. Ef þeir sem vita að innrásin, hersetan og forsendur árásaraðilanna þagna, þá mun sagan hægt og rólega endurskrifa sig morðingjunum í hag. Menn eins og Halldór Ásgrímsson munu þá komast upp með að hafa logið og svikið þjóðina, lýðræðið og mannkynið í heild sinni. Þetta ætla ég ekki að láta þá komast upp með og því mun ég ekki þagna, hvorki nú né í framtíðinni.

En þaðan fer ég svo út í að skilgreina "Útlagaríki" og þaðana í stofnsáttmála sameinuðu þjóðanna. Það má í raun segja að ég sé farinn að taka þessi skrifa kannski helst til alvarlega þar sem ég reyni alltaf meira og meira að vinna með heimildir og þessumlíkt til þess að láta allaaveganna líta út fyrir að ég hafi lagt vinnu í greinarnar...

Af leikhúsi er það að frétta að ég fór að sjá stúdentaleikhúsið hér í Helsinki og varð þar fyrir mikilli upplifun. Þetta var bara ansi fjári gott. Leikhús án orða...

Það var fallega unnið með hreyfingar og hugmyndirnar góðar og stíliseraðar þó svo að ég hefði kosið aðeins meiri nálgun við pólitík í verkinu. Þetta var svona 5 á pólitíska Þorleifsskalanum en engu að síður var þetta mikil upplifun. Aðallega af því að yfir mig kom löngun til að vinna með þessum krökkum og vonast til að svo geti orðið fyrr en seinna Ég sé fyrir mér að þarna sé efniviður í alveg magnað pólitískt leikhús!

En best að koma sér að veraldlegu pólitíkinni.

Bið að heilsa

Þorleifur

Engin ummæli: