þriðjudagur, apríl 13, 2004

Góða kvöldið

Ég má sum sé ekki gifta mig!!!

Reyndar vill svo vel til að konan mín er orðin 26 ára þannig að við megum það reyndar núna en þá aðeins ef við erum tilbúin að búa við það að það verði brotist inn til okkar og hús okkar svífirt af lögreglunni. Fyrir nú utan það að ég tala ekki finnsku né hún íslensku. Sem náttúrulega þýðir að við erum umsvifalaust grunuð um "málamyndarhjónaband".

Þetta er svífirða fyrir íslenska þjóð og valdið til að stoppa þetta er í okkar höndum.

Þetta verður að stoppa!

Reiði og skammarkveðjur.

Þorleifur

Engin ummæli: