Góða kvöldið og gleðilegar hátíðir
Það er gaman að vera hér heima á jólum að nýju.
Stressið og lætin, partýin og djöfulgangurinn, þetta er æðislegt.
Það held ég að ekki finnist þjóð á byggðu bóli sem finnst skemmtilegra að hlaupa um og djöflast eins og sú sem þetta land byggir.
Ætli það sé ekki hluti af myrkrinu, að þurfa að hlaupa til þess að sanna það á eigin líkama að við séum til, að við séum raunveruleg, að svitinn sé lífsmerki.
Það er ein leið til þess að lifa geri ég ráð fyrir.
Var annars í Þjóðleikhúsinu í gær, á frumsýningu á Bakkynjunum. Mikil og stór sýning og tilturulega leiðinleg. Það er erfitt að eiga við Grikkina (hér bæði í skriflegum og uppsetningarlegum skilningi). Harmleikirnir hafa þann ókost að þeir eru ekki dramatískir. Það er að þetta eru frásagnarleikrit frekar en að um dramatískar situatíónir sé að ræða.
Þetta gerir vissulega nútíma áhorfenda erfitt fyrir, sem að post dramatíkinni undanskilinni, hefur vanist því að honum sé sagðar dramatískar sögur. Þessu á hann að venjast í kvikmyndum (sem nær einvörðungu keyra á því formi) sem og í þekktustu leikverkum. Þannig þegar hinn ódramatíski harmleikur er borinn á borð fyrir hann þá verða hlutirnir erfiðir.
Að mínu viti þá er það því áskorun sú sem hver leikstjóri stendur frammi fyrir, sem á Grikkjunum vill spreyta sig, að finna leið til þess að gefa frásagnarforminu leikrænt form.
Í uppsetningunni í gær var þetta ekki reynt (ef frá eru skilin tvær situatíónir). Þess í stað var sagað sögðu í gegnum myndir sem vissulega voru fallegar margar hverjar en mitt í þessum myndum stóðu leikarar og fóru með langa texta.
Myndir á sviði búa þeim ókosti yfir að þær lifa ekkert sérstaklega lengi, sérstaklega þegar þær hafa ekki þeim mun sterkari innihaldslega tengingu. Og þegar maður er búinn að "meðtaka" myndina þá fer manni fljótt að leiðast.
Mér fannst að í gær þá væru myndirnar að miklu leyti ótengdar framvindu verksins, þannig að þegar augun voru búin að venjast þeim þá var lítið eftir annað en að bíða eftir næstu mynd.
Þetta gerði einnig skilning á verkinu erfiðan, sérstaklega þar sem þetta er með flóknari harmleikjum. Ég skildi til dæmis aldrei að Bakkynjurnar sem á sviðinu dönsuðu fallega fram eftir verk, voru ekki hinar trylltu Bakkynjur sem voru við það að leggja Þebuborg í rúst heldur voru þær hinar Asísku Bakkynjur sem guðinum fylgdu. Þetta sögðu þær víst einhvertímann, skilst mér, en þar sem þær töluðu í kór, með grímur og sungu þá var ekki einhlýtt að áhorfandinn næði því án frekari útskýringa (allaveganna hafð ég ekki hugmynd um það og glímdi við það fram eftir verki að reyna að skilja hvað þær voru að gera á sviðinu).
Leikarar stóðu sig flestir með ágætum. Reyndar var raddbeitingu ábótavant sem að mínu viti er að verða stórvandamál í íslensku leikhúsi (þarf leiklistarskólinn að leggja meiri áherslu á þetta fag?). Það er gaman að sjá Stefán Hall sem ég trúi að eigi eftir að gera stóra hluti á sviðinu þegar fram líða stundir.
En mér fannst heldur einhæft verkefnið sem leikstjórinn lagði fyrir leikara sína. Það var samnefnari að leikarar væru að hrista einhvern skankann (yfirleitt hægri löppina), klóra sér eða annað svipað á meðan þeir fluttu texta sína. Þetta er útaffyrir sig ekki alvitlaust þegar um ódramatískt verk er að ræða, leikari sem stendur á sviðinu og þarf að flytja langa texta þarf verkefni til þess að takast á við situatíónleysið eins og hér var um að ræða. En það þarf að hafa innihaldslega merkingu, það er, áhorfandinn verður að geta tengt á einhverju leveli við það hvað í persónunni kallar á slíkar hreyfingar. Það er ekki nóg að þeir séu að hrista sig. Og við það bætist að þetta gerir fókus leikarans innhverfan (sem ég hef spurnir af að hafi verið tilgangur leikstjórans með þessu) sem er afar slæmt á stóru sviði.
Þegar áhorfandi þarf að hlusta á langa mónólóga sem segja frá framvindu þá þarf að beita tólum til þess að leikarinn haldi athygli hans þannig að erfiður textinn sé meðtekinn og meltur jafnóðum. Innhverfa hjálpar ekki til.
Þetta er kannski að verða óþarflega fræðilegt en ég tel að svona erfitt verk þurfi það, að maður skilgreini af hverju maður sat tilturulega ósnertur eftir þvílíkt sjónarspil.
Ekki má hjá líðast að segja frá því að inn á milli voru frábær móment þar sem maður var algerlega með því sem var að gerast á sviðinu, þar sem maður varð spenntur og örögin skiptu máli, en því miður voru þau of fá til þess að heildarupplifunin yrði sterk.
Myndirnir voru sem draumar en studdu ekki frásögnin sem fyrir vikið varð óskýr og þegar uppi stendur þá er ég ekki mikið nær um þær stóru spurningar sem leikstjórinn lofaði mér í leikskránni.
Þorleifur Örn Arnarsson
miðvikudagur, desember 27, 2006
föstudagur, desember 22, 2006
Góðan dag
Það eru að koma jól. Ekki það blasi við á götunum, þar ríkir vindurinn einn.
Það er magnað að koma heim og horfa á Ísland með augum aðkomumannsins.
Maður myndi til dæmis aldrei sjá það í Berlín að álafosspeysuklædd grænmetisætutýpa settist upp í risastóran jeppa og brunaði í burtu með reykjarkófið í rassgatinu. Þetta fékk mig til þess að hlægja upphátt þar sem ég stóð í fárviðrinu í gær.
Einnig myndi maður hvergi annars staðar sjá ungar stúlkur ganga um göturnar í veðrum sem þeim er okkur nú hrjá í stuttpislum og þunnri sexy peysu.
Ísland er að verða skemmtileg blanda af the village í New York og Wall Street, það er svona létt hippastemming í klæðaburði að þeim undanskildum sem vinna í bönkunum (sem er líklega að verða 1/4 þjóðarinnar), þar er Sævar Karl í essinu sínu.
Hvað verður þegar þessir hópar fara að eiga alvöru samskipti, geta þessir hópar átt sameiginleg samskipti.
ég var annars á fundi í Glitni þar sem ég fór í skoðunarferð um húsið. Þetta var mögnuð upplifun, skipulagið með slíkum eindæmum að ég stend eiginlega agndofa á eftir. Hvernig hugsað er út í hvert smáatriði, hvernig allt er skipulagt og úthugsað niður í minnstu smáatriði.
Þetta er stærra en nokkur einn einstaklingur getur upphugsað, bankarnir eru sönnun þess í mínum huga að hópur starfar betur en einstaklingar.
En nú er að koma jól og þá á maður ekki að vera að hugsa um peninga, eða þannig!
Gleðilegar hátíðir.
Þorleifur
Það eru að koma jól. Ekki það blasi við á götunum, þar ríkir vindurinn einn.
Það er magnað að koma heim og horfa á Ísland með augum aðkomumannsins.
Maður myndi til dæmis aldrei sjá það í Berlín að álafosspeysuklædd grænmetisætutýpa settist upp í risastóran jeppa og brunaði í burtu með reykjarkófið í rassgatinu. Þetta fékk mig til þess að hlægja upphátt þar sem ég stóð í fárviðrinu í gær.
Einnig myndi maður hvergi annars staðar sjá ungar stúlkur ganga um göturnar í veðrum sem þeim er okkur nú hrjá í stuttpislum og þunnri sexy peysu.
Ísland er að verða skemmtileg blanda af the village í New York og Wall Street, það er svona létt hippastemming í klæðaburði að þeim undanskildum sem vinna í bönkunum (sem er líklega að verða 1/4 þjóðarinnar), þar er Sævar Karl í essinu sínu.
Hvað verður þegar þessir hópar fara að eiga alvöru samskipti, geta þessir hópar átt sameiginleg samskipti.
ég var annars á fundi í Glitni þar sem ég fór í skoðunarferð um húsið. Þetta var mögnuð upplifun, skipulagið með slíkum eindæmum að ég stend eiginlega agndofa á eftir. Hvernig hugsað er út í hvert smáatriði, hvernig allt er skipulagt og úthugsað niður í minnstu smáatriði.
Þetta er stærra en nokkur einn einstaklingur getur upphugsað, bankarnir eru sönnun þess í mínum huga að hópur starfar betur en einstaklingar.
En nú er að koma jól og þá á maður ekki að vera að hugsa um peninga, eða þannig!
Gleðilegar hátíðir.
Þorleifur
mánudagur, desember 18, 2006
Góðan daginn
Kominn heim, fyrst í snjó og svo í rigningu.
Það var fagurt um að lítast þegar ég flaug inn yfir suðurnesin í átt að keflavíkurflugvelli. Lukkudísin hafði skipast mér í lið í heimfluginu þar sem ég hafði heila sætaröð fyrir mig (sem NYTIMES mælti nýlega með í stað þess að kaupa sér businessclass) og kom mér vel fyrir. Sat með fætur upp í loftið og svaf og horfði á video til skiptis. Las gott viðtal við Jelinek, sem ég er afar heillaður af, og undirbjó mig undir heimkomuna.
Snjór lá yfir öllu, snjór sem enn hefur ekki látið sjá sig í heimsborginni í Berlín (global warming sér til þess að þar er ennþá 10 stiga hiti), og það gladdi Íslendingahjartað. Snjórinn, rétt eins og fjöllin er einhvernveginn hluti af manni, hluti af sálinni, hluti af tilveru manns af eldfjallaeyjunni.
Það er þessi viðskilnaður sem reynist mér erfiðastur við búsetu erlendis. Í vini sína er hægt að hringja en það á ekki við um náttúruna, hún er fjarlæg í steinborginni.
Kuldinn barði kinnina þegar út úr flugstöðinni var stigið, eftir af hafa orðið vitna að hinum vaxandi rasisma Íslendinga þar sem tollurinn valdi fólk til skoðunnar eftir þjóðerni (spurði konuna fyrir framan mig "where are you from" og kippti henni inn þegar hún svaraði á bjagaðri ensku).
Stefnan var tekin beint upp í bústað til þess að slappa af áður en næsta vinnuferð hæfist við komuna til Reykjavíkur.
Vaknaði svo í morgun í borginni og nú barði rigningin gluggana, það vantar aldrei fjölbreytnina. En það skipti mig engu, það er kraftur í veðrinu, það er kraftur í síbreytninni, það er kraftur í lífinu sem veðrið gefur okkur Íslendingum í vöggugjöf.
Svo í kvöld er fyrsti samlestur á verkinu, og ég hlakka til. Eftir margar uppörvandi umsagnir verður gaman að heyra verkið, finna hvernig takturinn í því hljómar, sjá og skynja hvort að það virkar.
Þessi blóðskýrn nýss sköpunarverks er vissulega ógnandi en ég geng til þessa fundar öruggari en til sambærilegra hingað til.
Oh nú er bara að bíða og sjá.
Þorleifur
Kominn heim, fyrst í snjó og svo í rigningu.
Það var fagurt um að lítast þegar ég flaug inn yfir suðurnesin í átt að keflavíkurflugvelli. Lukkudísin hafði skipast mér í lið í heimfluginu þar sem ég hafði heila sætaröð fyrir mig (sem NYTIMES mælti nýlega með í stað þess að kaupa sér businessclass) og kom mér vel fyrir. Sat með fætur upp í loftið og svaf og horfði á video til skiptis. Las gott viðtal við Jelinek, sem ég er afar heillaður af, og undirbjó mig undir heimkomuna.
Snjór lá yfir öllu, snjór sem enn hefur ekki látið sjá sig í heimsborginni í Berlín (global warming sér til þess að þar er ennþá 10 stiga hiti), og það gladdi Íslendingahjartað. Snjórinn, rétt eins og fjöllin er einhvernveginn hluti af manni, hluti af sálinni, hluti af tilveru manns af eldfjallaeyjunni.
Það er þessi viðskilnaður sem reynist mér erfiðastur við búsetu erlendis. Í vini sína er hægt að hringja en það á ekki við um náttúruna, hún er fjarlæg í steinborginni.
Kuldinn barði kinnina þegar út úr flugstöðinni var stigið, eftir af hafa orðið vitna að hinum vaxandi rasisma Íslendinga þar sem tollurinn valdi fólk til skoðunnar eftir þjóðerni (spurði konuna fyrir framan mig "where are you from" og kippti henni inn þegar hún svaraði á bjagaðri ensku).
Stefnan var tekin beint upp í bústað til þess að slappa af áður en næsta vinnuferð hæfist við komuna til Reykjavíkur.
Vaknaði svo í morgun í borginni og nú barði rigningin gluggana, það vantar aldrei fjölbreytnina. En það skipti mig engu, það er kraftur í veðrinu, það er kraftur í síbreytninni, það er kraftur í lífinu sem veðrið gefur okkur Íslendingum í vöggugjöf.
Svo í kvöld er fyrsti samlestur á verkinu, og ég hlakka til. Eftir margar uppörvandi umsagnir verður gaman að heyra verkið, finna hvernig takturinn í því hljómar, sjá og skynja hvort að það virkar.
Þessi blóðskýrn nýss sköpunarverks er vissulega ógnandi en ég geng til þessa fundar öruggari en til sambærilegra hingað til.
Oh nú er bara að bíða og sjá.
Þorleifur
þriðjudagur, desember 12, 2006
Góðan daginn
Ég lofaði því að það myndi fylgja myndasyrpa leikritaskrifunum. Þegar á reyndi þá var það ekki eitthvað sem mig langaði að gera.
En ég ákvað þó að láta mynd af mér við lok skrifanna fylgja með. Og þetta er hún.
ég hef sent verkið út til kommenta og vona að þau verði jafn góð og hingað til.
Þetta var brjálæðislegt ferli, meðfram öllu hinu sem ég er búinn að vera að bralla, en ótrúlega lærdómsríkt.
Það sem mér hefur lærst á skrifunum hingað til var að hvað sem allri pólitík viðkemur þá verða verk að vera um manneskjur. Og í gegnum þær er svo hægt að koma að alls konar málum. Ástæðan er einfaldlega sú að manneskjur tengja ekki við hugtök, þau tengja við aðrar manneskjur, og því til þess að það hafi einhvern slagkraft þurfa manneskjur að lenda í einhverju í aðstæðum sem áhorfendanum er skiljanlegt. Eða allaveganna meðtakanlegt.
Og þetta var það sem ég hef reynt með þetta verk og samkvæmt því sem fólkið sem ég treysti og er í kringum mig er að segja mér hefur það tekist ágætlega. En svo er að sjá þegar maður fer að setja þetta á svið...
En allaveganna er fyrsta hindrunin að baki. Nú taka við endurskrifin...
Andskotans endurskrifin...
Púff!
Góðar stundir
Þorleifur Örn Arnarsson
Berlín
Ég lofaði því að það myndi fylgja myndasyrpa leikritaskrifunum. Þegar á reyndi þá var það ekki eitthvað sem mig langaði að gera.
En ég ákvað þó að láta mynd af mér við lok skrifanna fylgja með. Og þetta er hún.
ég hef sent verkið út til kommenta og vona að þau verði jafn góð og hingað til.
Þetta var brjálæðislegt ferli, meðfram öllu hinu sem ég er búinn að vera að bralla, en ótrúlega lærdómsríkt.
Það sem mér hefur lærst á skrifunum hingað til var að hvað sem allri pólitík viðkemur þá verða verk að vera um manneskjur. Og í gegnum þær er svo hægt að koma að alls konar málum. Ástæðan er einfaldlega sú að manneskjur tengja ekki við hugtök, þau tengja við aðrar manneskjur, og því til þess að það hafi einhvern slagkraft þurfa manneskjur að lenda í einhverju í aðstæðum sem áhorfendanum er skiljanlegt. Eða allaveganna meðtakanlegt.
Og þetta var það sem ég hef reynt með þetta verk og samkvæmt því sem fólkið sem ég treysti og er í kringum mig er að segja mér hefur það tekist ágætlega. En svo er að sjá þegar maður fer að setja þetta á svið...
En allaveganna er fyrsta hindrunin að baki. Nú taka við endurskrifin...
Andskotans endurskrifin...
Púff!
Góðar stundir
Þorleifur Örn Arnarsson
Berlín
sunnudagur, desember 10, 2006
Góða kvöldið
ég var að koma aftur frá Liege í Belígu þar sem ég er að fara að setja upp leiksýningu í Febrúar. Verkefnið er skipulagt af Thomas Ostermeier, einum helsta leikstjóra Þýskalands. Leiklistarhátíðin fjallar um pólitískt leikhús og stríð þannig að það liggur ekkert sérstaklega langt undan hvað mig snertir.
Verkið heitir 7 Sekúntur og er verk eftir Falk Richter
sem er hirðleikskáld og leikstjóri við Schaubuehne í Berlín (leikhús Ostermeier).
Verkið er post dramatískt þó ekki verði meira sagt, engin eiginleg samtöl heldur er þarna um að ræða lýsingar á hermönnum og upplifunum þeirra, en tengist svo inn í hlutverk medíunnar, sýndarveruleika nútímans og hvaða áhrif það hefur á atburði eins og stríð.
Þetta er spennandi þema, en afar erfitt í sviðsetningu.
Einnig er spennandi að koma í svona borg eins og Liege, sem liggur undir þungu þunglyndisskýi. Það bókstaflega lak af húsunum.
Iðnaðarborg sem er að hruni komin enda eru námurnar og iðnaðurinn farinn og henni hefur ekki tekist að komst inn í þjónusugeimið.
Ég byrja að vinna þar 1.feb. Það er 2 dögum eftir frumsýningu mína í Borgarleikhúsinu á Eilífri hamingju þannig það er mikið að gera svo ekki sé meira sagt.
Það verður spennandi að vinna með Ostermeier, allaveganna vantar ekki pressuna. En það er eins gott að venja sig við hana ef maður ætlar sem að komast eitthvað áfram í þessum harða heimi hér, í heimi þar sem leikhúsið er ennþá að reyna á þolrif samfélagsins, er ekki aðeins orðið skemmtanaform.
Skellti þessari mynd inn þar sem mér þótti hún skemmtileg í ljósi skýrslunnar sem var að koma út eftir góðvin Bush fjölskyldunnar þar sem hann ákvað að koma litla kút í bobba. Kannski hans tími sé liðinn.
Góðar stundir.
Þorleifur Örn Arnarsson
miðvikudagur, desember 06, 2006
Góðan daginn
Á heimasíðu sinni eru Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður á RÚV að rífast við Jakob nokkurn sem mér sýnist á öllu að sé fréttamaður á Fréttablaðinu.
Rifrildið, ef slíkt skyldi kalla, fjallar um yfirlýsingu 365 miðla þess efnis að ef til vill þurfi að leggja niður fréttastofu stöðvar 2 vegna þess að RÚV verður áfram á auglýsingamarkaði.
Þetta eru náttúrulega afleit rök ef horft er á 9 mánaða uppgjör 365 miðla. Menn eru þarna bara að grípa í eitthvað til þess að reyna að færa fókusinn frá vondu fjárfestingum 365 miðla sjálfra.
Og þetta mál allt hljómar svoldið eins og til þess að færa umræðuna frá því sem raunverulega skiptir máli þessu samhengi, hvort yfir höfuð eigi að gera RÚV að eignarhaldsfélagi í eigu ríkisins.
Málið er það að ég fæ ekki séð að sú breyting sem slík breyti miklu. Jú, það gerir kannski auðveldara að reka fólk og stokka eitthvað upp (sem samkvæmt nútíma efnahagskenningum er gott mál og blessað), RUV losnar við yfirstjórn sem getur ráðið menn eins og Auðunn greyjið George (hvar er hann nú blessaður, kominn aftur til Asíu?) en hvað svo.
Hver er tilgangurinn með þessu í raun. Er, eins og mig grunar, verið að leggja fyrstu drög að því að koma RÚV í einkaeign? Og ef það er málið þá er það mun alvarlegra mál en hvort RÚV máegi birta auglýsingar eða ekki.
En auðvitað er gott að einblýna á það til þess að afvegaleiða umræðuna. Það er hin raunveruleg "smjörklípuaðferð" sem er í gangi.
Því það er þekkt trikk að snúa umræðunni um útfærslur af tillögu í stað þess að ræða tillöguna sem slíka.
Í öðrum fréttum. Kárahnjúkastífla lekur næstum ekki neitt og vatnið sem sleppur í gegn er drykkjarhæft. Þarna er náttúrlega stórkostlegt tækifæri á ferð enda voru menn nú ekki lítið í því að koma fram með mögulegar útfærslur. Davíð Oddson stakk til dæmis upp á því að nota uppistöðulónið sem vatnagarð. Hafði reyndar ekki hugsað út í það að vatnið er svo kalt að hver sem dytti í það myndi láta lífið innan nokkurra mínútna.
En sumsé, hér er komin fram önnur hugmynd. Það er hægt að notast við stífluna sem vatnssíu og hægt að selja afurðina á flöskum til útlendinga. Það gæti jafnvel borgað upp tapið sem verður á virkjuninni.
Bestu kveðjur frá Berlín þar sem global warming heldur ennþá á suðrænu hitastigi.
Þorleifur Örn Arnarsson
Á heimasíðu sinni eru Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður á RÚV að rífast við Jakob nokkurn sem mér sýnist á öllu að sé fréttamaður á Fréttablaðinu.
Rifrildið, ef slíkt skyldi kalla, fjallar um yfirlýsingu 365 miðla þess efnis að ef til vill þurfi að leggja niður fréttastofu stöðvar 2 vegna þess að RÚV verður áfram á auglýsingamarkaði.
Þetta eru náttúrulega afleit rök ef horft er á 9 mánaða uppgjör 365 miðla. Menn eru þarna bara að grípa í eitthvað til þess að reyna að færa fókusinn frá vondu fjárfestingum 365 miðla sjálfra.
Og þetta mál allt hljómar svoldið eins og til þess að færa umræðuna frá því sem raunverulega skiptir máli þessu samhengi, hvort yfir höfuð eigi að gera RÚV að eignarhaldsfélagi í eigu ríkisins.
Málið er það að ég fæ ekki séð að sú breyting sem slík breyti miklu. Jú, það gerir kannski auðveldara að reka fólk og stokka eitthvað upp (sem samkvæmt nútíma efnahagskenningum er gott mál og blessað), RUV losnar við yfirstjórn sem getur ráðið menn eins og Auðunn greyjið George (hvar er hann nú blessaður, kominn aftur til Asíu?) en hvað svo.
Hver er tilgangurinn með þessu í raun. Er, eins og mig grunar, verið að leggja fyrstu drög að því að koma RÚV í einkaeign? Og ef það er málið þá er það mun alvarlegra mál en hvort RÚV máegi birta auglýsingar eða ekki.
En auðvitað er gott að einblýna á það til þess að afvegaleiða umræðuna. Það er hin raunveruleg "smjörklípuaðferð" sem er í gangi.
Því það er þekkt trikk að snúa umræðunni um útfærslur af tillögu í stað þess að ræða tillöguna sem slíka.
Í öðrum fréttum. Kárahnjúkastífla lekur næstum ekki neitt og vatnið sem sleppur í gegn er drykkjarhæft. Þarna er náttúrlega stórkostlegt tækifæri á ferð enda voru menn nú ekki lítið í því að koma fram með mögulegar útfærslur. Davíð Oddson stakk til dæmis upp á því að nota uppistöðulónið sem vatnagarð. Hafði reyndar ekki hugsað út í það að vatnið er svo kalt að hver sem dytti í það myndi láta lífið innan nokkurra mínútna.
En sumsé, hér er komin fram önnur hugmynd. Það er hægt að notast við stífluna sem vatnssíu og hægt að selja afurðina á flöskum til útlendinga. Það gæti jafnvel borgað upp tapið sem verður á virkjuninni.
Bestu kveðjur frá Berlín þar sem global warming heldur ennþá á suðrænu hitastigi.
Þorleifur Örn Arnarsson
þriðjudagur, desember 05, 2006
Góða kvöldið
Góðar fréttir af mér. Ég var að komast að því að samk. nýjust skýrslunni um skiptingu eigna í heiminum þá erum við Meri í 1.2% af ríkasta fólki í heimi.
Ég var rétt í þessu að senda Bjögga Thors email þar sem ég bað hann um far heim í Desember enda á ég miklu meira sameiginlegt með honum heldur hinu pakkinu öllu hér í Berlín.
Já, það er gott að fá slíkar fréttir. Manni líður miklu miklu betur að tilheyra loks einhverjum almennilegum hópi, svona überDavos hópi, ekki vera flokkaður sem listamaður eða eitthvað álíka plebbalegt. Nei, ríkur er ég og ríkur skal ég vera.
Trúrðu mér ekki?
Samk. skýrslunni þá eiga um 2% helming allra skráðra eigna í heiminum og er þar eignastigi sem sýnir svo ekki er um villst að samkvæmt eignum mínum (sem eru nú samt að ég hélt ekkert rosalegar) þá er ég á toppnum.
Reyndar býst ég við að aðeins séu teknar með í reikninginn skráðar eignir sem þýðir að eignir fólks í þriðja heiminum (og reyndar mikið af Suður og mið Ameríku sem kannski teljast ekki beint til þriðja heimsins) telja ekki með.
En ég læt það ekki skemma fyrir mér upphafninguna, Ég er loks maður meðal manna. Því hvernig sem á það er litið þá er það af eignum sem einstaklingar eru metnir í nútímasamfélaginu.
Og við þetta bætist að hér í Berlín er 10 stiga hiti og því er global warming að redda vetrinum fyrir mér.
Já betra gæti það varla verið.
Bíð nú bara eftir að Bandaríkin ráðist inn í Íran, Sýrland og kannski eitt eða tvo smáríki í viðbót til þess að styrkja dollarann, enda á ég slatta af honum, sem og hlutabréfum í olíufyrirtækjum.
Mórall er frábær og til margs brúklegur svo lengi sem hann er hvorki mér né mínum til trafala, já og afleiðingarnar af því að iðka hann ekki komi bara niður á öðrum.
Go Kapital segi ég nú bara.
Þorleifur Örn Arnarsson
Góðar fréttir af mér. Ég var að komast að því að samk. nýjust skýrslunni um skiptingu eigna í heiminum þá erum við Meri í 1.2% af ríkasta fólki í heimi.
Ég var rétt í þessu að senda Bjögga Thors email þar sem ég bað hann um far heim í Desember enda á ég miklu meira sameiginlegt með honum heldur hinu pakkinu öllu hér í Berlín.
Já, það er gott að fá slíkar fréttir. Manni líður miklu miklu betur að tilheyra loks einhverjum almennilegum hópi, svona überDavos hópi, ekki vera flokkaður sem listamaður eða eitthvað álíka plebbalegt. Nei, ríkur er ég og ríkur skal ég vera.
Trúrðu mér ekki?
Samk. skýrslunni þá eiga um 2% helming allra skráðra eigna í heiminum og er þar eignastigi sem sýnir svo ekki er um villst að samkvæmt eignum mínum (sem eru nú samt að ég hélt ekkert rosalegar) þá er ég á toppnum.
Reyndar býst ég við að aðeins séu teknar með í reikninginn skráðar eignir sem þýðir að eignir fólks í þriðja heiminum (og reyndar mikið af Suður og mið Ameríku sem kannski teljast ekki beint til þriðja heimsins) telja ekki með.
En ég læt það ekki skemma fyrir mér upphafninguna, Ég er loks maður meðal manna. Því hvernig sem á það er litið þá er það af eignum sem einstaklingar eru metnir í nútímasamfélaginu.
Og við þetta bætist að hér í Berlín er 10 stiga hiti og því er global warming að redda vetrinum fyrir mér.
Já betra gæti það varla verið.
Bíð nú bara eftir að Bandaríkin ráðist inn í Íran, Sýrland og kannski eitt eða tvo smáríki í viðbót til þess að styrkja dollarann, enda á ég slatta af honum, sem og hlutabréfum í olíufyrirtækjum.
Mórall er frábær og til margs brúklegur svo lengi sem hann er hvorki mér né mínum til trafala, já og afleiðingarnar af því að iðka hann ekki komi bara niður á öðrum.
Go Kapital segi ég nú bara.
Þorleifur Örn Arnarsson
mánudagur, desember 04, 2006
Góða Kvöldið
Þetta er höll.
Þetta er stjórnsetur.
Borgin er Schwerin í norð-austur Þýskalandi, höfuðborg Meklenburgfylkis.
Í þessu stjórnsetur er nasista að finna, það er 7 prósent máttarstólpa þessa austurþýska samfélags eru nýnasistar sem kosnir voru á fylkisþingið í síðustu kosningum.
Auðvitað tengist þetta hópnum sem ég var að skrifa um hér á síðunni, fólki sem er ekki lengur hluti af samfélaginu, fólk sem á sér enga framtíð og kýs þennan flokk ekki vegna þess að það trúir á hugmyndafræði flokksins (það eru í raun afar fáir nýnasistar í Þýskalandi) heldur vonast til þess að þessi flokkur geri eitthvað öðruvísi, bara eitthvað. hristi upp.
Þetta er fólk sem búið er að missa trúna á kerfið og því er eitthvað annað betra en það sem það sér.
Ástæða þess að ég er að fjalla um Schwerin.
Ég er að fara að leikstýra þarna næsta haust. Og er að hugleiða hvað það er sem ég á að gera þarna.
Ég er nú þegar komin með stykki sem ég vil setja upp en þar til það er samþykkt þá ætla ég ekki að gefa það upp hvað það er, eina sem ég segi er að það er stykki eftir norskan sérvitring sem oftar en ekki sá hlutina í skarpara ljósi en tíðkast nú á dögum.
En þarna er maður kominn með hendur á alvöru thema. Það er mótstöðu að finna í þessu leikhúsi, í þessu héraði.
Og það er það sem leikhúsið þarf á að halda...
Bið að heilsa
Þorleifur
Þetta er höll.
Þetta er stjórnsetur.
Borgin er Schwerin í norð-austur Þýskalandi, höfuðborg Meklenburgfylkis.
Í þessu stjórnsetur er nasista að finna, það er 7 prósent máttarstólpa þessa austurþýska samfélags eru nýnasistar sem kosnir voru á fylkisþingið í síðustu kosningum.
Auðvitað tengist þetta hópnum sem ég var að skrifa um hér á síðunni, fólki sem er ekki lengur hluti af samfélaginu, fólk sem á sér enga framtíð og kýs þennan flokk ekki vegna þess að það trúir á hugmyndafræði flokksins (það eru í raun afar fáir nýnasistar í Þýskalandi) heldur vonast til þess að þessi flokkur geri eitthvað öðruvísi, bara eitthvað. hristi upp.
Þetta er fólk sem búið er að missa trúna á kerfið og því er eitthvað annað betra en það sem það sér.
Ástæða þess að ég er að fjalla um Schwerin.
Ég er að fara að leikstýra þarna næsta haust. Og er að hugleiða hvað það er sem ég á að gera þarna.
Ég er nú þegar komin með stykki sem ég vil setja upp en þar til það er samþykkt þá ætla ég ekki að gefa það upp hvað það er, eina sem ég segi er að það er stykki eftir norskan sérvitring sem oftar en ekki sá hlutina í skarpara ljósi en tíðkast nú á dögum.
En þarna er maður kominn með hendur á alvöru thema. Það er mótstöðu að finna í þessu leikhúsi, í þessu héraði.
Og það er það sem leikhúsið þarf á að halda...
Bið að heilsa
Þorleifur
fimmtudagur, nóvember 30, 2006
Það hefur undarlega plága lagst á þýsku þjóðina
Þeir hafa uppgötvað fátækt
Það er þjóðverjum líkt að liggja í dvala og vakna svo upp við vondan draum þegar veruleikinn slær þá utanundir.
Þetta er nýgerst hér í Þýskalandi þegar ný könnun á högum landsmanna var gerð fyrir nokkru og í ljós koma að stór hluti þjóðarinnar (allt að 8 milljónir manna, kvenna og barna) búa við sára fátækt. Þetta er hópur sem lifir á bótum, hefur litla sem enga menntun og atvinnuleysi gengur í allt að þrjá ættliði.
Auðvitað er þetta ekki nýt vandamál en hin þýska menntaumræða er oft á svo háu plani, talar í svo rósóttu máli að tengingin við veruleikann er lítil sem engin. Og þannig var það í þessu tilfelli.
ég horfði svo í kjölfarið á heimildamynd sem fylgir eftir 3 slíkum fjölskyldum. (þýskukunnátta nauðsynleg)
Ég var nefnilega að velta fyrir mér hvaða fólk við erum á sjá á sviðum hér í landi (og sérstaklega á Íslandi) og hvort að þessi hópur manna kæmi þar fyrir.
Og viti menn, þessi hópur er kemur varla fyrir í leikhúsinu, og ef hann gerir það þá er það yfirleitt sem utanaðkomandi sem á að kommenta á þann eða þá (yfirleitt þann) sem verkið er um.
Af hverju sjáum við þetta fólk ekki á sviðinu? Er það vegna þess að þessi hópur kemur ekki í leikhúsið og því hefur þetta efni ekki resonance við áhorfendur? Er það vegna þess að leikhúsfólkið, sem yfirleitt telur sig til hinnar ríkjandi millistéttar eða menntaelítunnar, skilur það ekki, eða hefur hreint ekki áhuga?
Ég hallast að því að svarið liggi frekar við síðari útskýringuna.
Leikhúsið og millistéttarfólkið þar getur varla gert þessu skil vegna þess að það skilur ekki tilveru þessa fólks. Þetta er fólk án raddar, þetta er fólk sem ekki tekur þátt í opinberri umræðu. Þetta er fólk þar sem tilveran samanstendur af endalausri baráttu við að lifa af. Þetta eru hinir raunverulegu lífskúnstlerar. Hvernig hægt er að lifa af á pakkasúpum og sjónvarpi, skríðandi fyrir starfsmönnum opinberra stofnana á milli þess sem það reynir að svíkja út sígarettupening og mæta í þegnskilduvinnuna sem dómarinn dæmdi það í.
Ég er nokkuð viss um þetta gæti ég ekki tekist á við.
En vandinn við sviðsetningu er sá að þetta er svo mikil raunveruleiki.
Sem dæmi þá var í þessari heimildarmynd stórkostleg sena sem ég er mikið búinn að hugleiða hvernig maður kæmi á sviðið:
Við erum búin að vera að fylgjast með sérlega ólukkulegri fjölskyldu þar sem faðirinn er atvinnulaus og heimsækir soninn á næstu hæð fyrir ofan sem er líka atvinnulaus (sem og konan hans). Faðirinn er kominn í heimsókn til þess að sitja með þeim yfir daginn á meðan þau horfa á sjónvarpið. Þau tala um það að þau fari út einu sinni á dag, út í sjoppu til þess að ná í sígarettur ,annars ekki.
Þegar þau koma aftur úr sígarettuleiðangrinum þá draga þau fyrir og kvarta svo yfir því að gardínurnar séu lélegar, sólin nái alltaf að trufla áhorfið á sjónvarpið.
Það sem er svona stórkostlegt við þessa senu ( í tragísk/dramatíksum skilningi) er ömurðin í sitationinni. Þau sitja þarna og gera ekki neitt allan daginn. Og þegar þau tjá sig um próblematíkina í lífinu þá er það atriði sem virðist við fyrstu sýn ekki sérlega alvarlegt en er fyrir þeim algert aðalatriði, þar sem sjónvarpið er eina flóttaleiðin sem þau þekkja. Og því er sólartruflunin raunverulegt existensíalískt vandamál - fyrir þeim.
Þetta er illfæranlegt á sviðið.
Af hverju?
Vegna þess að þetta - ekkert gera - er ekki áhugavert á sviði nema í mjög svo skamman tíma. En myndavélin sem getur klippt móment frá mómenti (og hver klipp er eins og umbreyting í leikrænum skilningi) ólíkt leikhúsi sem verður að leyfa hlutunum að þróast, annars missir það tenginguna við áhorfendur.
Maður næði þá aldrei í stemminguna sem getur gefið kommenti sem þessu þann slagkraft sem þarf...
Eða hvað...
Og því þessar vangaveltur.
getur leikhúsið klippt eins og í bíó og ef svo þá hvernig.
(Með þessu er ég auðvitað að útiloka þann sjúkdóm í nútímaskrifum að láta persónurnar ekki lenda í neinum breytum á meðan leiknum stendur heldur láta þær standa óumbreytanlegar í situationinni og segja frá breytingunum sem átt hafa sér stað áður. Þessi skrifmáti hefur náð yfirhöndinni vegna þess að þetta er easy short cut. )
Svo mörg voru þau orð.
Bis Bald
Þorleifur Örn Arnarsson
Þeir hafa uppgötvað fátækt
Það er þjóðverjum líkt að liggja í dvala og vakna svo upp við vondan draum þegar veruleikinn slær þá utanundir.
Þetta er nýgerst hér í Þýskalandi þegar ný könnun á högum landsmanna var gerð fyrir nokkru og í ljós koma að stór hluti þjóðarinnar (allt að 8 milljónir manna, kvenna og barna) búa við sára fátækt. Þetta er hópur sem lifir á bótum, hefur litla sem enga menntun og atvinnuleysi gengur í allt að þrjá ættliði.
Auðvitað er þetta ekki nýt vandamál en hin þýska menntaumræða er oft á svo háu plani, talar í svo rósóttu máli að tengingin við veruleikann er lítil sem engin. Og þannig var það í þessu tilfelli.
ég horfði svo í kjölfarið á heimildamynd sem fylgir eftir 3 slíkum fjölskyldum. (þýskukunnátta nauðsynleg)
Ég var nefnilega að velta fyrir mér hvaða fólk við erum á sjá á sviðum hér í landi (og sérstaklega á Íslandi) og hvort að þessi hópur manna kæmi þar fyrir.
Og viti menn, þessi hópur er kemur varla fyrir í leikhúsinu, og ef hann gerir það þá er það yfirleitt sem utanaðkomandi sem á að kommenta á þann eða þá (yfirleitt þann) sem verkið er um.
Af hverju sjáum við þetta fólk ekki á sviðinu? Er það vegna þess að þessi hópur kemur ekki í leikhúsið og því hefur þetta efni ekki resonance við áhorfendur? Er það vegna þess að leikhúsfólkið, sem yfirleitt telur sig til hinnar ríkjandi millistéttar eða menntaelítunnar, skilur það ekki, eða hefur hreint ekki áhuga?
Ég hallast að því að svarið liggi frekar við síðari útskýringuna.
Leikhúsið og millistéttarfólkið þar getur varla gert þessu skil vegna þess að það skilur ekki tilveru þessa fólks. Þetta er fólk án raddar, þetta er fólk sem ekki tekur þátt í opinberri umræðu. Þetta er fólk þar sem tilveran samanstendur af endalausri baráttu við að lifa af. Þetta eru hinir raunverulegu lífskúnstlerar. Hvernig hægt er að lifa af á pakkasúpum og sjónvarpi, skríðandi fyrir starfsmönnum opinberra stofnana á milli þess sem það reynir að svíkja út sígarettupening og mæta í þegnskilduvinnuna sem dómarinn dæmdi það í.
Ég er nokkuð viss um þetta gæti ég ekki tekist á við.
En vandinn við sviðsetningu er sá að þetta er svo mikil raunveruleiki.
Sem dæmi þá var í þessari heimildarmynd stórkostleg sena sem ég er mikið búinn að hugleiða hvernig maður kæmi á sviðið:
Við erum búin að vera að fylgjast með sérlega ólukkulegri fjölskyldu þar sem faðirinn er atvinnulaus og heimsækir soninn á næstu hæð fyrir ofan sem er líka atvinnulaus (sem og konan hans). Faðirinn er kominn í heimsókn til þess að sitja með þeim yfir daginn á meðan þau horfa á sjónvarpið. Þau tala um það að þau fari út einu sinni á dag, út í sjoppu til þess að ná í sígarettur ,annars ekki.
Þegar þau koma aftur úr sígarettuleiðangrinum þá draga þau fyrir og kvarta svo yfir því að gardínurnar séu lélegar, sólin nái alltaf að trufla áhorfið á sjónvarpið.
Það sem er svona stórkostlegt við þessa senu ( í tragísk/dramatíksum skilningi) er ömurðin í sitationinni. Þau sitja þarna og gera ekki neitt allan daginn. Og þegar þau tjá sig um próblematíkina í lífinu þá er það atriði sem virðist við fyrstu sýn ekki sérlega alvarlegt en er fyrir þeim algert aðalatriði, þar sem sjónvarpið er eina flóttaleiðin sem þau þekkja. Og því er sólartruflunin raunverulegt existensíalískt vandamál - fyrir þeim.
Þetta er illfæranlegt á sviðið.
Af hverju?
Vegna þess að þetta - ekkert gera - er ekki áhugavert á sviði nema í mjög svo skamman tíma. En myndavélin sem getur klippt móment frá mómenti (og hver klipp er eins og umbreyting í leikrænum skilningi) ólíkt leikhúsi sem verður að leyfa hlutunum að þróast, annars missir það tenginguna við áhorfendur.
Maður næði þá aldrei í stemminguna sem getur gefið kommenti sem þessu þann slagkraft sem þarf...
Eða hvað...
Og því þessar vangaveltur.
getur leikhúsið klippt eins og í bíó og ef svo þá hvernig.
(Með þessu er ég auðvitað að útiloka þann sjúkdóm í nútímaskrifum að láta persónurnar ekki lenda í neinum breytum á meðan leiknum stendur heldur láta þær standa óumbreytanlegar í situationinni og segja frá breytingunum sem átt hafa sér stað áður. Þessi skrifmáti hefur náð yfirhöndinni vegna þess að þetta er easy short cut. )
Svo mörg voru þau orð.
Bis Bald
Þorleifur Örn Arnarsson
mánudagur, nóvember 27, 2006
Góða kvöldið
Ég hef verið að hugleiða mikið um sannleikann, upplifunina.
Hvað er satt? Hvað er sviðsett? Hver er munurinn?
Ég var í kvöld í leikhúsinu þar sem ég sá hinn stórmerkilega hóp Rimini Protokoll.
Þessi hópur hefur mikið verið að vinna með mörk raunveruleikans og uppspunans, leikhússins (hins framsetta - uppstillta) og lífsins sem leikhúsið fjallar um ("Raunveruleikinn").
Fyrir nokkrum árum settu þeir upp sýningu um dauðann þar sem þeir fegnu til liðs við sig fólk sem vinnur við dauðann, útfararstjóra, líksnyrta og svo framv. og fengu þau til þess að segja áhorfendunum frá.
Einnig tók ég þátt í sýningu þeirra, Call cutta, þar sem maður var sendur af stað í göngutúr um Berlín undir leiðsögn indverskar símastúlku sem aldrei hafði til Berlínar komið. Sú fékk að sjá mann í video af og til á leiðinni, reyndi jafnvel við mann á meðan hún sagði manni sögur af Indverjum í Berlín. Þetta var alveg mögnuð upplifun.
Og ég var að koma þaðan af nýjustu sýningu þeirra, Wallenstein. Wallenstein er verk eftir Schiller, eins af höfuðskáldum Þýskalands. Ekki hafði nú verkið mikið um Wallenstein að segja en hins vegar þá voru í sýningunni einstaklngar úr þeirri borg sem verkið var sett upp í, Mannheim. Þar á meðal pólitíkus sem hafði verið hafnað sem bæjarstjóra þar af eigin flokksmönnum í leynilegri atkvæðagreiðslu.
Pólitíkus þessi fór í gegnum það hvernig hann hafði hannað ímynd sína. Til dæmis setti hann myndir af sér í bækling þar sem hann var að faðma hunda sem hann ( sem hann átti ekki en fékk lánaðan hjá frænda sínum) til þess að höfða til dýavina, hann birtir myndir af sér eldandi "uppáhalds" matinn sinn, spagettí með tómatsósu (sem honum finnst vont en samk. könnun þá höfðar það til flestra), myndir af stórfjölskyldunni til þess að höfða til fjölskyldufólks (hann bauð systrum sínum í heimsókn sem eiga 6 börn en hann á engin sjálfur) og þetta allt í ljótasta bæklingi sem ég hef séð.
Þarna voru líka þýskir og amerískir hermenn sem fjölluðu um hvernig þeir höfðu tekið þátt í morðum á almennum borgurum (þó svo auðvitað voru þeir þá að reyna að stoppa það).
Lögreglumaður úr Stasí
Kona sem rekur date service sem stöðvaði sýninguna af og til til þess að svara í símann og ráðleggja kúnnum í sambandi við kynlíf og sambönd (kúnnarnir vissu ekki að þeir væru í beinni)
Að ógleymdri heimavinnandi stjörnukortakonunni sem skilgreindi þátttakendur á meðan sýningunni stóð.
hvað hefur þetta með upplifun á raunveruleika að gera? Jú, ég hef ekki hugmynd um hvort allt það sem ég heyrði á sviðinu er satt. Og í raun skiptir það ekki máli, ég má ráða. Annaðhvort er þetta satt og ég trúi því eða ég ákveð að þetta sé lygi og trúi því ekki. En valið er mín megin.
Og í raun þá dregur það ekkert úr sögunum á sviðinu ef þær eru sannar eða ekki, þær voru góðar sögur sem ég fékk að heyra í kvöld. En það er búið að taka frá mér vissuna að þetta sé uppspuni.
En var þetta áhugavert leikhús? Þar er ég ekki svo viss. Því þó svo ég gæfi mér það að þetta væri allt satt þá breytir það ekki því að þarna stóðu manneskjur á sviðinu sem greinilega vissu hvenær þær ættu að segja það sem þær sögðu. Þær voru ekki í súpermarkaðnum að kaupa inn klukkan 20.00 í kvöld heldur stóðu þær í leikhúsinu og því er þetta vissulega uppstillt, og því verður það sem fram fór að vissu leyti að óraunveruleika, þó svo það hafi verið raunverulegt.
Leikhúsið getur ekki verið annað en uppspuni sem leyfir sér að ganga útfrá þeim óskrifaða sáttmála að allir í salnum trúi því á einhverju leveli að það sem fram fer sé sannleikur.
Þegar það er svo sannleikur sem fram fer á sviðinu þá ruglast þessi mörk því að því er haldið að mér að ég eigi að trúa því sem fram fer vegna þess að það, ólíkt hinum verkunum, sé satt. En það er ekki sannara en svo að þau eru stödd á sviði í leikhúsi á tilsettum tíma í búningum.
Bætir það einvherju við ef þetta eru raunverulegar manneskjur? Og eru þær raunverulegar manneskjur þegar þær standa á sviðinu? Eru þær ekki þær umfram allt myndir sem þær varpa frá sér í þessari situation?
Ég heyrði það eftir á hjá mörgum að þetta hefði verið frábært því að það snerti fólk svo mikið að þetta var raunverulegt fólk. En ég er viss um að góðir leikarar hefðu getað farið betur með sögurnar, að gottskáld hefði gert sér meiri mat úr efniviðnum og eftir hefði staðið sterkar upplifun en ég varð fyrir í kvöld, þrátt fyrir óraunveruleikann sem hefði átt sér stað.
Ég held að þetta tengist ótta sem teigir sig um samfélag óraunveruleikans, það eru allir að leita að hiu ekta, því að tilvera þeirra er ekki ekta lengur. Og því er það svo sterk upplifun að í kvöld hafi verið ekta fólk með ekta sögur.
Ef fólk myndi hinsvegar sættast við óraunveruleikann sem er hinn nýji raunveruleiki þá gæti leikhúsið verið ekta, fyrir því.
Og það hefur leikhúsið sem bíó aldrei nær. Að þrátt fyrir það að bíó sé afmynd af raunveruleikanum þá er hann kaldur, valinn og varpaður á meðan í leikhúsinu eru manneskjur á sviðinu og þó svo að þær séu að leika manneskjur, með fyrirframskrifaðan texta, þá eru þær eftir allt ekta, manneskjurnar sjálfar.
Og það er raunveruleiki.
Góða nótt
Þorleifur Örn Arnarsson
laugardagur, nóvember 25, 2006
Góðan daginn
Ætli þessi mynd sé ekki lýsindi fyrir hvernig ég upplifi umhverfi mitt á þessum fagra laugardagseftirmiðdegi.
Þessi mynd er tekin í hinu stórmerka gyðingasafni í Berlín.
Þessi hluti safnsins heitir garður útlegðarinnar og er samansettur úr 49 ferhyrndum súlum. 48 fyrir stofnun ísraelsríkis og ein fyrir tengingu Berlínar við þá stofnun.
Það sem er einstakt við þennan "garð" er hönnunin og hvernig hún tengist hugmyndinni um útlegð.
maður gengur út um dyr frá gangi útlegðarinnar þar sem maður getur lesið um einstaklingsbundna upplifun á því að yfirgefa heimili sín og þurfa að hverfa til framandi landa, allt frá hugmyndafræðilega útlögðum fullorðinna manneskja sem fullljóst var að aldrei gætu þau snúið heim að nýju til barnslegra upplifanna þeirra sem ekki skildu ástæðu brottfararinnar og trúðu jafnvel á ævintýrin.
Þegar maður gengur inn í garðinn þá blasa annars vegar við þessar miklu súlur og hins vegar að undir fótum manns er búið að leggja steinagöngustíga sem óþjálir eru fótum sem ganga inn á milli súlnanna.
Þegar maður gengur inn á milli súlanna þá byrjar hægt og rólega að byggjast upp óþægindatilfinning. Maður sér aðeins beint fram fyrir sig en þar stöðugt að ganga yfir krossgötur þar sem hið óvænta bíður manns á hverju horni. Við bætist svo að maður heyrir í fólki sem maður ekki sér í skringilegu bergmáli súluganganna. Manneskjur birtast manni og hverfa áður en maður hefur gert sér grein fyrir því, þær eru á sínum eigin gangi.
Þessi "hætta" sem liggur á hverjum gatnamótum magnast því lengur sem maður ráfar þarna um, enda fær maður með þessu að upplifa það að vita aldrei hvað liggur handan hornsins. Gildran gæti smollið við hvert skref. Sjón manns er takmörkuð við eina stefnu, sem endar í ljósi við enda gangsins, en það er fjarlæg von.
Við þetta bætist svo að allur garðurinn hallar undan fæti. Maður gengur uppímót inn í garðinn og þegar maður hefur dvalist þar nokkra stund þá fara fæturnir að þreytast og heimta að fara til baka, þaðan sem komið var. Likaminn vill fara heim.
Þannig tekst hönnuðnum, Daniel Liebeskind, að skapa í líkama gestsins upplifun þess sem hefur þurfa að yfirgefa heimkynni sín, vini og umhverfi, öryggi og framtíð og neyðst til þess að byggja að nýju frá grunni. Óvissan og heimþráin líkamnast í upplifun þess sem garðinn heimsækir. Maður skilur á einhvern óhugnarlegan djúpstæðan máta missi þess sem rekin er á flótta.
Og hvernig tengist þetta minni upplifun minni þennan laugardag?
Að skrifa er eins og fara í útlegð (nú ætla ég ekki að lýkja því saman við skelfingu þeirri sem gyðingar heimstyrjaldarinnar fóru í gengum), maður leggur frá landi raunheimsins og tekru stefnuna á hið óþekkta.
maður ráfar þar um óviss og hræddur, leitandi, vonandi, skjálfandi í leit að hugdettum, mannskjum, tenglsum, skilningi.
Maður veit ekki hvað liggur handan hornsins, maður heyrir skringileg hljóð, raddir sem kalla mann heim en verður að halda ótrauður áfram.
Það eina sem maður getur haldið sig í er ljósið við gangsendann. Trúnna að ef maður þorir að loka augunum og hlusta, þorir að staldra við, þorir að kynnast þessum nýju manneskjum (sem verða svo sannarlega raunverulegar leyfi maður þeim að komast að sér) þá muni maður komast á leiðarenda. Einhvernveginn muni maður ganga ganginn á enda og standa í ljósinu að nýju.
Ég ætlaði aldrei að verða skáld, eða rithöfundur eða hvað svo sem leikritaskrásetjarar eru kallaður á tímum skilgreiningarleysisins. Ég neyddist til þess vegna þess að það sem mig langaði að tala um, það sem mér fannst nauðsynlegt að segja var óskráð og vildi ég fjalla um það þá yrði ég að skrá það sjálfur.
Og hægt og hægt fer maður að taka þetta hlutverk sitt alvarlega, manni fer að skiljast að þessar manneskjur sem maður kynnist í útlegðinni hafa fullan rétt til þess að verða manneskjur af kjöti og blóði, hafa fullan rétt á því að trúa, vona og þrá. hafa fullan rétt á því að vera sjálfum sér ekki samkvæmar, rétt á lífslygi, rétt á því að anda rétt eins og ég.
Ég vona að ég komi út í ljósið aftur og hafi ekki brugðist þeim.
Þorleifur
Ætli þessi mynd sé ekki lýsindi fyrir hvernig ég upplifi umhverfi mitt á þessum fagra laugardagseftirmiðdegi.
Þessi mynd er tekin í hinu stórmerka gyðingasafni í Berlín.
Þessi hluti safnsins heitir garður útlegðarinnar og er samansettur úr 49 ferhyrndum súlum. 48 fyrir stofnun ísraelsríkis og ein fyrir tengingu Berlínar við þá stofnun.
Það sem er einstakt við þennan "garð" er hönnunin og hvernig hún tengist hugmyndinni um útlegð.
maður gengur út um dyr frá gangi útlegðarinnar þar sem maður getur lesið um einstaklingsbundna upplifun á því að yfirgefa heimili sín og þurfa að hverfa til framandi landa, allt frá hugmyndafræðilega útlögðum fullorðinna manneskja sem fullljóst var að aldrei gætu þau snúið heim að nýju til barnslegra upplifanna þeirra sem ekki skildu ástæðu brottfararinnar og trúðu jafnvel á ævintýrin.
Þegar maður gengur inn í garðinn þá blasa annars vegar við þessar miklu súlur og hins vegar að undir fótum manns er búið að leggja steinagöngustíga sem óþjálir eru fótum sem ganga inn á milli súlnanna.
Þegar maður gengur inn á milli súlanna þá byrjar hægt og rólega að byggjast upp óþægindatilfinning. Maður sér aðeins beint fram fyrir sig en þar stöðugt að ganga yfir krossgötur þar sem hið óvænta bíður manns á hverju horni. Við bætist svo að maður heyrir í fólki sem maður ekki sér í skringilegu bergmáli súluganganna. Manneskjur birtast manni og hverfa áður en maður hefur gert sér grein fyrir því, þær eru á sínum eigin gangi.
Þessi "hætta" sem liggur á hverjum gatnamótum magnast því lengur sem maður ráfar þarna um, enda fær maður með þessu að upplifa það að vita aldrei hvað liggur handan hornsins. Gildran gæti smollið við hvert skref. Sjón manns er takmörkuð við eina stefnu, sem endar í ljósi við enda gangsins, en það er fjarlæg von.
Við þetta bætist svo að allur garðurinn hallar undan fæti. Maður gengur uppímót inn í garðinn og þegar maður hefur dvalist þar nokkra stund þá fara fæturnir að þreytast og heimta að fara til baka, þaðan sem komið var. Likaminn vill fara heim.
Þannig tekst hönnuðnum, Daniel Liebeskind, að skapa í líkama gestsins upplifun þess sem hefur þurfa að yfirgefa heimkynni sín, vini og umhverfi, öryggi og framtíð og neyðst til þess að byggja að nýju frá grunni. Óvissan og heimþráin líkamnast í upplifun þess sem garðinn heimsækir. Maður skilur á einhvern óhugnarlegan djúpstæðan máta missi þess sem rekin er á flótta.
Og hvernig tengist þetta minni upplifun minni þennan laugardag?
Að skrifa er eins og fara í útlegð (nú ætla ég ekki að lýkja því saman við skelfingu þeirri sem gyðingar heimstyrjaldarinnar fóru í gengum), maður leggur frá landi raunheimsins og tekru stefnuna á hið óþekkta.
maður ráfar þar um óviss og hræddur, leitandi, vonandi, skjálfandi í leit að hugdettum, mannskjum, tenglsum, skilningi.
Maður veit ekki hvað liggur handan hornsins, maður heyrir skringileg hljóð, raddir sem kalla mann heim en verður að halda ótrauður áfram.
Það eina sem maður getur haldið sig í er ljósið við gangsendann. Trúnna að ef maður þorir að loka augunum og hlusta, þorir að staldra við, þorir að kynnast þessum nýju manneskjum (sem verða svo sannarlega raunverulegar leyfi maður þeim að komast að sér) þá muni maður komast á leiðarenda. Einhvernveginn muni maður ganga ganginn á enda og standa í ljósinu að nýju.
Ég ætlaði aldrei að verða skáld, eða rithöfundur eða hvað svo sem leikritaskrásetjarar eru kallaður á tímum skilgreiningarleysisins. Ég neyddist til þess vegna þess að það sem mig langaði að tala um, það sem mér fannst nauðsynlegt að segja var óskráð og vildi ég fjalla um það þá yrði ég að skrá það sjálfur.
Og hægt og hægt fer maður að taka þetta hlutverk sitt alvarlega, manni fer að skiljast að þessar manneskjur sem maður kynnist í útlegðinni hafa fullan rétt til þess að verða manneskjur af kjöti og blóði, hafa fullan rétt á því að trúa, vona og þrá. hafa fullan rétt á því að vera sjálfum sér ekki samkvæmar, rétt á lífslygi, rétt á því að anda rétt eins og ég.
Ég vona að ég komi út í ljósið aftur og hafi ekki brugðist þeim.
Þorleifur
föstudagur, nóvember 24, 2006
Það vantar ekki útsýnið
ég sit við skriftir á kaffihúsinu Oberholzer í Berlín. Hér verða hinar nýju ímyndir landsins bundnar í orð.
Ég hef alltaf unnið á kaffihúsum. Það er eitthvað við kraftinn sem liggur í loftinu sem heillar mig, hreyfingin í kringum mig, samræðurnar sem umkringja mig. Ég þarf að einbeita mér til þess að geta unnið en það er einmitt þessi einbeiting sem ég sæki í, einbeiting sem ekki kemur til mín heima hjá mér í þögninni.
Manneskjur radíera orku sem hægt er að fanga, kíkja á, draga til sín og nota aftur.
hin endalausa hringrás heimsins.
Þorleifur
ég sit við skriftir á kaffihúsinu Oberholzer í Berlín. Hér verða hinar nýju ímyndir landsins bundnar í orð.
Ég hef alltaf unnið á kaffihúsum. Það er eitthvað við kraftinn sem liggur í loftinu sem heillar mig, hreyfingin í kringum mig, samræðurnar sem umkringja mig. Ég þarf að einbeita mér til þess að geta unnið en það er einmitt þessi einbeiting sem ég sæki í, einbeiting sem ekki kemur til mín heima hjá mér í þögninni.
Manneskjur radíera orku sem hægt er að fanga, kíkja á, draga til sín og nota aftur.
hin endalausa hringrás heimsins.
Þorleifur
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Nei...
Þetta er ekki ég, það er ekki svona erfitt að skrifa leikrit.
nei, þetta er gleðidrengur nokkur frá Póllandi sem kíkti fyrir skemmstu yfir til frænda sinna í Bandaríkjunum og fékk að kynnast þeirri gestrisni sem íbúar Winston - Salem í Norður Karólínu eru þekktir fyrir.
Já, Winston - Salem er þekkt sem miðstöð hinnar vellukkuðu hreyfingar KKK
Að ógleymdu að þetta er næst vinsælasti fæðingarstaður Jesú samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Textas...
Bestu kv.
Þorleifur
Þetta er ekki ég, það er ekki svona erfitt að skrifa leikrit.
nei, þetta er gleðidrengur nokkur frá Póllandi sem kíkti fyrir skemmstu yfir til frænda sinna í Bandaríkjunum og fékk að kynnast þeirri gestrisni sem íbúar Winston - Salem í Norður Karólínu eru þekktir fyrir.
Já, Winston - Salem er þekkt sem miðstöð hinnar vellukkuðu hreyfingar KKK
Að ógleymdu að þetta er næst vinsælasti fæðingarstaður Jesú samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Textas...
Bestu kv.
Þorleifur
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
A time is marked not so much by the ideas that are argued about, but by the ideas that are taken for granted...
Góð hugmynd??!
Á hverjum tíma er það þær hugmyndir sem ekki þarf að ræða sem stjórna því í raun hvernig samfélagið hreyfir sig. Um leið og hugmynd er færð úr flokknum "óumræðanlegt" yfir í "umræðuvert" þá hreyfist eitthvað í samfélaginu.
Þessi færsla er síður en svo algeng. Oftar en ekki eru það aðeins mismunandi vinklar á sömu hugmyndunum ræddar, en hinar, sem eru samfélagslega samþykktar standa utan umræðunnar.
Í þessu samhengi er áhugavert að ræða hlutverk listanna, en það er oftar en ekki sá hluti samfélagsins sem hefur umræðu um mál eða kannski heldur, treður málum að.
Gott dæmi um þetta er Draumalandið hans Andra.
Án hennar mætti búast við því að Jón Iðnaðarráðherra hefði ekki neyðst til þess að tilkynna dauða stóryðjustefnunnar eða að Illugi hefði ekki getað fundið hugmyndum sínum um Hægri Grænt farveg.
Reyndar virðist sem reimt sé í Iðnaðarráðuneytinu. Hin dauða stefna virðist ennþá vera sprelllifnadi í ráðuneyti Framsóknar. Kannski á við um hana eins og Twain sem lét einu sinni haft eftir sér að "My death was somewhat prematurly announced".
Nú liggur eiginlega beint við að minnast á 1984 Orwells í þessu samhengi en ég læt það hér ógert og held mig við efnið, lifandi og dauðar, ræddar og óræddar hugmyndir.
Úff... Það er afar hálft svellið sem ég er kominn út á. Hvernig skrifar maður um óræddar hugmyndir...?
Auðvitað eru hin hugmyndafræðilegu hugtök sem tekið hafa yfir samfélagsumræðuna, eða samfélagsstjórnunina, þau sem erfiðast er að ræða. Þetta tengist því að þar sem yfirleitt er um ríkjandi hugmyndafræðikerfi að ræða sem tengt er öllum sviðum mannlífsins.
Hvernig á maður til dæmis að ræða kapítalismann í dag? Er nokkur leið að skrifa um hann nema að mjög svo takmörkuðu leyti þar sem hann er grunnurinn að því kerfi sem við búum við. Og um leið og maður gagnrýnir hann er maður alltaf kominn með stimpil gamalla kaldastríðskredda, kommi eða sósíalisti etc... Orð sem í raun hafa með skrumskælingu söguskrifa sigurvegaranna misst gildi sitt (aftur langar mann að minnast á Orwell en lætur það ekki eftir sér).
Er alheimsvæðingin góð? eða slæm? eða kannski bæði? eða hvorugt? Svo er svarið algerlega tengt því hvar þú ert staddur í lífinu. Siturðu á kaffihúsi í Berlín eða siturðu heima Wolfsburg með uppsagnarbréf frá Volkswagen. Ertu nýríkur kínverji eða nýbæjaraðfluttur Indverji í símaþjónustubransanum.
Skiljiði hvað ég á við...? ég er straz búin að koma mér í stórvanda...
Ég held að pólitískasta setning sem þú getur látið út úr þér í dag er "Ég er hræsnari" og fast í öðru sæti er "Ég skil hvað þú ert að biðja mig um en ég held ekki að ég vilji gera það, en takk samt".
A time is marked not so much by the ideas that are argued about, but by the ideas that are taken for granted
Tökum það sem gefið!
Þorleifur
Góð hugmynd??!
Á hverjum tíma er það þær hugmyndir sem ekki þarf að ræða sem stjórna því í raun hvernig samfélagið hreyfir sig. Um leið og hugmynd er færð úr flokknum "óumræðanlegt" yfir í "umræðuvert" þá hreyfist eitthvað í samfélaginu.
Þessi færsla er síður en svo algeng. Oftar en ekki eru það aðeins mismunandi vinklar á sömu hugmyndunum ræddar, en hinar, sem eru samfélagslega samþykktar standa utan umræðunnar.
Í þessu samhengi er áhugavert að ræða hlutverk listanna, en það er oftar en ekki sá hluti samfélagsins sem hefur umræðu um mál eða kannski heldur, treður málum að.
Gott dæmi um þetta er Draumalandið hans Andra.
Án hennar mætti búast við því að Jón Iðnaðarráðherra hefði ekki neyðst til þess að tilkynna dauða stóryðjustefnunnar eða að Illugi hefði ekki getað fundið hugmyndum sínum um Hægri Grænt farveg.
Reyndar virðist sem reimt sé í Iðnaðarráðuneytinu. Hin dauða stefna virðist ennþá vera sprelllifnadi í ráðuneyti Framsóknar. Kannski á við um hana eins og Twain sem lét einu sinni haft eftir sér að "My death was somewhat prematurly announced".
Nú liggur eiginlega beint við að minnast á 1984 Orwells í þessu samhengi en ég læt það hér ógert og held mig við efnið, lifandi og dauðar, ræddar og óræddar hugmyndir.
Úff... Það er afar hálft svellið sem ég er kominn út á. Hvernig skrifar maður um óræddar hugmyndir...?
Auðvitað eru hin hugmyndafræðilegu hugtök sem tekið hafa yfir samfélagsumræðuna, eða samfélagsstjórnunina, þau sem erfiðast er að ræða. Þetta tengist því að þar sem yfirleitt er um ríkjandi hugmyndafræðikerfi að ræða sem tengt er öllum sviðum mannlífsins.
Hvernig á maður til dæmis að ræða kapítalismann í dag? Er nokkur leið að skrifa um hann nema að mjög svo takmörkuðu leyti þar sem hann er grunnurinn að því kerfi sem við búum við. Og um leið og maður gagnrýnir hann er maður alltaf kominn með stimpil gamalla kaldastríðskredda, kommi eða sósíalisti etc... Orð sem í raun hafa með skrumskælingu söguskrifa sigurvegaranna misst gildi sitt (aftur langar mann að minnast á Orwell en lætur það ekki eftir sér).
Er alheimsvæðingin góð? eða slæm? eða kannski bæði? eða hvorugt? Svo er svarið algerlega tengt því hvar þú ert staddur í lífinu. Siturðu á kaffihúsi í Berlín eða siturðu heima Wolfsburg með uppsagnarbréf frá Volkswagen. Ertu nýríkur kínverji eða nýbæjaraðfluttur Indverji í símaþjónustubransanum.
Skiljiði hvað ég á við...? ég er straz búin að koma mér í stórvanda...
Ég held að pólitískasta setning sem þú getur látið út úr þér í dag er "Ég er hræsnari" og fast í öðru sæti er "Ég skil hvað þú ert að biðja mig um en ég held ekki að ég vilji gera það, en takk samt".
A time is marked not so much by the ideas that are argued about, but by the ideas that are taken for granted
Tökum það sem gefið!
Þorleifur
sunnudagur, nóvember 19, 2006
Góðan daginn.
Hvað er raunveruleiki? Er raunveruleiki upplifun eða byggir hann á einhverjum ákveðnum sannleika sem er óumbreytanlegur?
Ef ég héldi því fram hér að ég væri 3 barna faðir á Siglufirði og þú, sem lesandi, tryðir því, er það þá raunveruleiki? Líklega ekki. En það breytir því ekki að fyrir þér er það sannleiki og þar með raunveruleiki, fyrir þér.
Nú þá sitjum við allt í einu uppi með tvenna sannleika, annan sannan fyrir mér (sem er ekki þriggja barna faðir á Siglufirði) og hinsvegar þinn sannleika sem er sá að ég sé þessi maður.
Jú, auðvitað gætir þú grennslast fyrir og þá líklega komist að því að ég sé ekki þriggja barna faðir en þá stendur engu að síður eftir sú spurning um upplifun þína af raunveruleikanum áður en þú komst að því hvað "sannleikurinn" var. Og ógildir sannleikurinn upplifun þess tíma?
Sem ætti þá að þýða að raunveruleiki er bundin tíma. Að raunveruleikinn er raunverulegur miðað við tíman sem hann er raunverulegur á. Þó svo að það breytist þá þýðir það ekki að ekki hafi verið um raunveruleika að ræða þar á undan.
Ef ég trúi því að ég sé heiminum mikilvægur, að það sem ég sé að gera sé mikilvægt er það þá raunveruleiki? Er það nóg að trúa því sjálfur eða þarf til utanaðkomandi staðfestingu? Þarna fer lífsupplifun (já, eða líflygi að spila rullu).
Er það ekki til dæmis manninum sem vann í Auswitsch það nauðsynlegt að trúa því að morðin sem þar voru framin hafi verið nauðsynleg á þeim tíma. Getur hann lifað við það að hann hafi tekið þátt í þessu af skemmtun, valdafíkn eða öðrum hvötum? Þó svo að honum sé það ljóst í dag að ekki var um að ræða nauðsyn þarf hann þá ekki að halda í það sem honum var "sannleikur" á þeim tíma? Og gerir það upplifun hans lítilsverðari að í ljós komi að svo var ekki?
Tökum aðeins léttvægara dæmi. Ég er að vinna frá 9 - 5 í einhverju fyrirtæki. Þarf ég ekki að trúa því að það sem ég er að gera þar hafi einhvern tilgang? Ef ég trúi því ekki er ég þá hæfur til starfans? Og þó svo ég væri sá eini sem teldi það mikilvægt að ég væri að gera það sem ég væri að gera réttlætir það ekki tilganginn, þó svo að ég sé sá eini sem trúir því.
Og samkvæmt því þá er raunveruleikinn í raun ekki aðeins bundin ákveðinum tíma heldur er hann einnig bundin upplifun. Minni eigin upplifun.
Ef svo er, hafa þá aðrir rétt til þess að svipta mig þessari upplifun?
Vissulega er hægt að gera það með illum tilgangi en einnig er hægt að gera það með "æðri tilgang í huga". Til dæmis:
ÉG myndi reyna að sannfæra orkumálastjóra um það að vinna hans væri ekki aðeins tilgangslaus heldur væri hún beinlýnis skemmandi. Nú, hann er ekki sérlega líklegur til þess að taka vel í það, enda byggist mynd hans af sjálfum sér og heiminum á því að vinna hans sé af hinu góða. Ég er á annari skoðun en er sú skoðun mikilvægari hans eigin skoðun?
En ég vil bjarga náttúrunni og hann vill eyðileggja hana. Á móti upplifir hann að ég vilji ekki hagvöxt, ég vilji ekkii vinnu handa fólkinu í landinu, að ég sé á móti uppbyggingu.
Hvaða mælikvarði er réttur til þess að úrskurða um það hver hafi rétt fyrir sér?
Hefur fólk að vissu leyti ekki rétt til þess að búa við ákveðna lífslygi? Og gætu afleiðingar þess að koma upp um hana ekki svipt þessa manneskju réttinum til eigin lífsafstöðu?
Hver á að ákveða hvaða lygi er réttlætanleg og hver ekki?
svo mörg voru þau orð...
Þorleifur
Hvað er raunveruleiki? Er raunveruleiki upplifun eða byggir hann á einhverjum ákveðnum sannleika sem er óumbreytanlegur?
Ef ég héldi því fram hér að ég væri 3 barna faðir á Siglufirði og þú, sem lesandi, tryðir því, er það þá raunveruleiki? Líklega ekki. En það breytir því ekki að fyrir þér er það sannleiki og þar með raunveruleiki, fyrir þér.
Nú þá sitjum við allt í einu uppi með tvenna sannleika, annan sannan fyrir mér (sem er ekki þriggja barna faðir á Siglufirði) og hinsvegar þinn sannleika sem er sá að ég sé þessi maður.
Jú, auðvitað gætir þú grennslast fyrir og þá líklega komist að því að ég sé ekki þriggja barna faðir en þá stendur engu að síður eftir sú spurning um upplifun þína af raunveruleikanum áður en þú komst að því hvað "sannleikurinn" var. Og ógildir sannleikurinn upplifun þess tíma?
Sem ætti þá að þýða að raunveruleiki er bundin tíma. Að raunveruleikinn er raunverulegur miðað við tíman sem hann er raunverulegur á. Þó svo að það breytist þá þýðir það ekki að ekki hafi verið um raunveruleika að ræða þar á undan.
Ef ég trúi því að ég sé heiminum mikilvægur, að það sem ég sé að gera sé mikilvægt er það þá raunveruleiki? Er það nóg að trúa því sjálfur eða þarf til utanaðkomandi staðfestingu? Þarna fer lífsupplifun (já, eða líflygi að spila rullu).
Er það ekki til dæmis manninum sem vann í Auswitsch það nauðsynlegt að trúa því að morðin sem þar voru framin hafi verið nauðsynleg á þeim tíma. Getur hann lifað við það að hann hafi tekið þátt í þessu af skemmtun, valdafíkn eða öðrum hvötum? Þó svo að honum sé það ljóst í dag að ekki var um að ræða nauðsyn þarf hann þá ekki að halda í það sem honum var "sannleikur" á þeim tíma? Og gerir það upplifun hans lítilsverðari að í ljós komi að svo var ekki?
Tökum aðeins léttvægara dæmi. Ég er að vinna frá 9 - 5 í einhverju fyrirtæki. Þarf ég ekki að trúa því að það sem ég er að gera þar hafi einhvern tilgang? Ef ég trúi því ekki er ég þá hæfur til starfans? Og þó svo ég væri sá eini sem teldi það mikilvægt að ég væri að gera það sem ég væri að gera réttlætir það ekki tilganginn, þó svo að ég sé sá eini sem trúir því.
Og samkvæmt því þá er raunveruleikinn í raun ekki aðeins bundin ákveðinum tíma heldur er hann einnig bundin upplifun. Minni eigin upplifun.
Ef svo er, hafa þá aðrir rétt til þess að svipta mig þessari upplifun?
Vissulega er hægt að gera það með illum tilgangi en einnig er hægt að gera það með "æðri tilgang í huga". Til dæmis:
ÉG myndi reyna að sannfæra orkumálastjóra um það að vinna hans væri ekki aðeins tilgangslaus heldur væri hún beinlýnis skemmandi. Nú, hann er ekki sérlega líklegur til þess að taka vel í það, enda byggist mynd hans af sjálfum sér og heiminum á því að vinna hans sé af hinu góða. Ég er á annari skoðun en er sú skoðun mikilvægari hans eigin skoðun?
En ég vil bjarga náttúrunni og hann vill eyðileggja hana. Á móti upplifir hann að ég vilji ekki hagvöxt, ég vilji ekkii vinnu handa fólkinu í landinu, að ég sé á móti uppbyggingu.
Hvaða mælikvarði er réttur til þess að úrskurða um það hver hafi rétt fyrir sér?
Hefur fólk að vissu leyti ekki rétt til þess að búa við ákveðna lífslygi? Og gætu afleiðingar þess að koma upp um hana ekki svipt þessa manneskju réttinum til eigin lífsafstöðu?
Hver á að ákveða hvaða lygi er réttlætanleg og hver ekki?
svo mörg voru þau orð...
Þorleifur
laugardagur, nóvember 18, 2006
Góðan daginn
Það verður ekki annað sagt en að niðurstaða prófkjörs samfylkingarinnar hafi verið vonbrigði.
Lítil sem engin endurnýjun átti sér stað sem hlýtur að teljast alvarlegt í ljósi þess að ekki aðeins hafði því verið haldið fram (réttilega) að 2 - 3 þingmenn myndu falla út heldur hitt að þetta er sami hópurinn og stóð bakvið hin sundurlausu skilaboð síðastu 2 vetur.
Einnig er þetta alvarlegt í ljósi þess að töluverð endurnýjun átti sér stað í Sjálfstæðisflokknum sem bjóða upp á 2 ný andlit í fremstu röð, lítur fersklega út.
Það voru miklar kanónur sem buðu sig fram í prófkjörinu í Reykjavík og hefðu án vafa dregið mikið fylgi að flokknum í næstu kosningum en það var ekki stemmningin hjá þeim kjarna flokksins sem kaus.
Vitað væri að ef um lélega kjörsókn væri að ræða þá myndi kjarninn koma og kjósa sína, og það varð raunin. Reyndar eru sögusagnir uppi um að einstaka frambjóðendur hefi myndað með sér bandalag til þess að tryggja stöðu sína og sjá til þess að fersk andlit kæmu inn. Hvort þetta er satt læt ég ósagt en það er með ólíkindum eftir óánægjuna sem er með flokkinn í samfélaginu þessa dagana að ekki hafi verið meiri endurnýjun.
og þetta mun kosta flokkinn í kosningum.
Annars situr maður við skrif að venju, og gengur það hægt en framskríður...
Einnig, ég er að lesa Sjálfstætt fólk aftur og mynntist þess ekki hversu stórkostleg þessi bók er. Málfarið, stíllinn, stærðin í fábreytninni. Þetta er stórkostleg bókmennt!
Annars bið ég að heilsa í bili.
Svo fer ég að fara eitthvað í leikhús og mun vissulega skrifa um það um leið hér.
Bestu kv.
Þorleifur
Það verður ekki annað sagt en að niðurstaða prófkjörs samfylkingarinnar hafi verið vonbrigði.
Lítil sem engin endurnýjun átti sér stað sem hlýtur að teljast alvarlegt í ljósi þess að ekki aðeins hafði því verið haldið fram (réttilega) að 2 - 3 þingmenn myndu falla út heldur hitt að þetta er sami hópurinn og stóð bakvið hin sundurlausu skilaboð síðastu 2 vetur.
Einnig er þetta alvarlegt í ljósi þess að töluverð endurnýjun átti sér stað í Sjálfstæðisflokknum sem bjóða upp á 2 ný andlit í fremstu röð, lítur fersklega út.
Það voru miklar kanónur sem buðu sig fram í prófkjörinu í Reykjavík og hefðu án vafa dregið mikið fylgi að flokknum í næstu kosningum en það var ekki stemmningin hjá þeim kjarna flokksins sem kaus.
Vitað væri að ef um lélega kjörsókn væri að ræða þá myndi kjarninn koma og kjósa sína, og það varð raunin. Reyndar eru sögusagnir uppi um að einstaka frambjóðendur hefi myndað með sér bandalag til þess að tryggja stöðu sína og sjá til þess að fersk andlit kæmu inn. Hvort þetta er satt læt ég ósagt en það er með ólíkindum eftir óánægjuna sem er með flokkinn í samfélaginu þessa dagana að ekki hafi verið meiri endurnýjun.
og þetta mun kosta flokkinn í kosningum.
Annars situr maður við skrif að venju, og gengur það hægt en framskríður...
Einnig, ég er að lesa Sjálfstætt fólk aftur og mynntist þess ekki hversu stórkostleg þessi bók er. Málfarið, stíllinn, stærðin í fábreytninni. Þetta er stórkostleg bókmennt!
Annars bið ég að heilsa í bili.
Svo fer ég að fara eitthvað í leikhús og mun vissulega skrifa um það um leið hér.
Bestu kv.
Þorleifur
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Góðan daginn
Það er ekki erfitt að vera í Berlín í dag. Hér er 15 stiga hiti og sólskin.
Þó það sé alveg ferlega ópólitískt korrekt að segja það þá er global warming ekki hræðilegt fyrir íbúa á norðurhveli.
Ekki það að ég myndi ekki leggja á mig harðari vetur hér til þess að hörmungunum í Afríku, í suður Ameríku og vanþróuðu löndunum, sem hitinn hrjáir mest, myndi létta en það er auðveldara að brosa í dag hér í borg.
Ég er á leið á æfingu á eftir þar sem ég ætla að leggja senu á einni æfingu um samskipti kynjanna. Ætti að vera gaman.
Skólinn er svoldið í þessum stemmara núna, það er að skella okkur í verkefni þar sem við fáum stutt æfingaferli og svo umfjöllun.
Kallar á öðruvísi vinnubrögð en þarf alls ekki að vera slæmt.
VAnn sumsé Jelinek í fyrri viku, Brecht í þeirri síðustu og nú kombínera ég þetta tvennt í þessari viku.
Svo er auðvitað skrifin á hliðinni, eða ofaná, eða umhverfis allt saman.
Meri er komin og það var hreint út sagt stórkostlegt að vakna snemma í morgun með þessa fögru konu mér við hlið, heimurinn varð einhvernveginn bjartari.
Bestu kv.
Þorleifur
Það er ekki erfitt að vera í Berlín í dag. Hér er 15 stiga hiti og sólskin.
Þó það sé alveg ferlega ópólitískt korrekt að segja það þá er global warming ekki hræðilegt fyrir íbúa á norðurhveli.
Ekki það að ég myndi ekki leggja á mig harðari vetur hér til þess að hörmungunum í Afríku, í suður Ameríku og vanþróuðu löndunum, sem hitinn hrjáir mest, myndi létta en það er auðveldara að brosa í dag hér í borg.
Ég er á leið á æfingu á eftir þar sem ég ætla að leggja senu á einni æfingu um samskipti kynjanna. Ætti að vera gaman.
Skólinn er svoldið í þessum stemmara núna, það er að skella okkur í verkefni þar sem við fáum stutt æfingaferli og svo umfjöllun.
Kallar á öðruvísi vinnubrögð en þarf alls ekki að vera slæmt.
VAnn sumsé Jelinek í fyrri viku, Brecht í þeirri síðustu og nú kombínera ég þetta tvennt í þessari viku.
Svo er auðvitað skrifin á hliðinni, eða ofaná, eða umhverfis allt saman.
Meri er komin og það var hreint út sagt stórkostlegt að vakna snemma í morgun með þessa fögru konu mér við hlið, heimurinn varð einhvernveginn bjartari.
Bestu kv.
Þorleifur
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Góða kvöldið
ég er enn einu sinni að gera sjálfum mér þetta, að skrifa leikrit.
í hvert skipti hugsa ég með mér að ég vilji hafa tíma og næði til þess að skrifa næsta verk og alltaf stend ég mig svo að því að vera komin á deadline og verða að delivera.
Ekki það, þetta er spennandi ferli og pressan sem deadline setur á mann er af hinu góða en engu að síður þá er það svo að ég geta skrifað í rólegheitunum og leyfa verkinu að meltast almennilega.
ég hallast reyndar að því að mér muni aldrei takast þetta, það er alltaf svo mikið að gerast hjá mér að þessi tími rólegra vangaveltna og hæglátra skrifa muni aldrei finnast, ég muni aldrei gefa mér þann tíma.
ég verð órólegur hafi ég ekki mikið að gera, frí leggjast yfirleitt ekkert sérstaklega vel í mig, það er, þá er ég búinn að finna mér einhverja bók um einhverja pólitík eða eitthvað álíka og komin á kaf. Og þá fer kreatívitetið í gang og ég er kominn hálfa leið með að undirbúa nýja uppsetningu, nýja hugmynd, nýtt samstarf. Einhvern andskotann...
En allaveganna...
Nú er verið að skrifa um hugtakið ímynd. Hvað er ímynd í nútímasamfélaginu, er hún í raun ekki allt? Er ekki allt ímynd? hvernig ég klæði mig á morgnana, hvernig ég er með hárið, hvað ég skrifa á þetta blogg?
Og hversu mikið af því er meðvitað og hversu mikið af því er ósjálfrátt? Hvað er ímyndarlaus maður?
Og hvernig er svo ímynd fyrirtækja? Eru þau öðrum klöfum bundin en við sjálf, og ef svo þá hvernig?
Þetta eru meðal þeirra spurning sem ég er að velta fyrir mér þar sem ég sit við kaffiþamb í Berlínarútihúsinu mínu oberholzer.
og þá er að koma sér aftur að skrifunum, meira síðar.
Þorleifur
ég er enn einu sinni að gera sjálfum mér þetta, að skrifa leikrit.
í hvert skipti hugsa ég með mér að ég vilji hafa tíma og næði til þess að skrifa næsta verk og alltaf stend ég mig svo að því að vera komin á deadline og verða að delivera.
Ekki það, þetta er spennandi ferli og pressan sem deadline setur á mann er af hinu góða en engu að síður þá er það svo að ég geta skrifað í rólegheitunum og leyfa verkinu að meltast almennilega.
ég hallast reyndar að því að mér muni aldrei takast þetta, það er alltaf svo mikið að gerast hjá mér að þessi tími rólegra vangaveltna og hæglátra skrifa muni aldrei finnast, ég muni aldrei gefa mér þann tíma.
ég verð órólegur hafi ég ekki mikið að gera, frí leggjast yfirleitt ekkert sérstaklega vel í mig, það er, þá er ég búinn að finna mér einhverja bók um einhverja pólitík eða eitthvað álíka og komin á kaf. Og þá fer kreatívitetið í gang og ég er kominn hálfa leið með að undirbúa nýja uppsetningu, nýja hugmynd, nýtt samstarf. Einhvern andskotann...
En allaveganna...
Nú er verið að skrifa um hugtakið ímynd. Hvað er ímynd í nútímasamfélaginu, er hún í raun ekki allt? Er ekki allt ímynd? hvernig ég klæði mig á morgnana, hvernig ég er með hárið, hvað ég skrifa á þetta blogg?
Og hversu mikið af því er meðvitað og hversu mikið af því er ósjálfrátt? Hvað er ímyndarlaus maður?
Og hvernig er svo ímynd fyrirtækja? Eru þau öðrum klöfum bundin en við sjálf, og ef svo þá hvernig?
Þetta eru meðal þeirra spurning sem ég er að velta fyrir mér þar sem ég sit við kaffiþamb í Berlínarútihúsinu mínu oberholzer.
og þá er að koma sér aftur að skrifunum, meira síðar.
Þorleifur
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
Góðan daginn
Liggur veikur og fúll í rúmmi og reyni mitt besta til þess að leiða Berlín hjá mér hér fyrir utan gluggan.
Konan mín er í Helsinki að meika það þannig að ég er algerlega einn í flensunni, svona getur verið erfitt.
ég horfði í móki á demokrata sigra fasistana í Bandaríkjanna, sem létti mér aðeins lund, og er svo með hugann við verkið sem verið er að skrifa þessa dagana.
Verkið fjallar um ímynd, ímynd þess að vera eða vera ekki, ímynd raunveruleika eða óraunveruleika, ímyndina sem verður að lifa af, ímynd sem er hinu sanna mikilvægara.
Ímynd er í raun algerlega magnað fyrirbæri, þetta er líklega það sterkasta í nútímasamfélaginu. í samfélagi sem byggir á markaði þá er hvernig þú lítur út á þessum markaði algerlega central.
Ný ímynd þýðir ný orka, ný ímynd þýðir nýr markaður, ný ímynd þýðir ný gildi.
En hvað með manneskjur? Þurfa manneskjur ekki að selja sig rétt eins og fyrirtæki? Er ég ekki af kynslóðinni sem finnst ekkert að því að selja sig (bæði ímyndarlega og raunverulega) til þess að fá vinnu, til þess að ná undir sig því sem maður vill.
Þannig rólega verður þetta verk til, verða hugmyndirnar bakvið þetta verk til, verða manneskjurnar bakvið þetta verk til, verður ímynd þessa verks til.
Bestu kv.
Þorleifur
Liggur veikur og fúll í rúmmi og reyni mitt besta til þess að leiða Berlín hjá mér hér fyrir utan gluggan.
Konan mín er í Helsinki að meika það þannig að ég er algerlega einn í flensunni, svona getur verið erfitt.
ég horfði í móki á demokrata sigra fasistana í Bandaríkjanna, sem létti mér aðeins lund, og er svo með hugann við verkið sem verið er að skrifa þessa dagana.
Verkið fjallar um ímynd, ímynd þess að vera eða vera ekki, ímynd raunveruleika eða óraunveruleika, ímyndina sem verður að lifa af, ímynd sem er hinu sanna mikilvægara.
Ímynd er í raun algerlega magnað fyrirbæri, þetta er líklega það sterkasta í nútímasamfélaginu. í samfélagi sem byggir á markaði þá er hvernig þú lítur út á þessum markaði algerlega central.
Ný ímynd þýðir ný orka, ný ímynd þýðir nýr markaður, ný ímynd þýðir ný gildi.
En hvað með manneskjur? Þurfa manneskjur ekki að selja sig rétt eins og fyrirtæki? Er ég ekki af kynslóðinni sem finnst ekkert að því að selja sig (bæði ímyndarlega og raunverulega) til þess að fá vinnu, til þess að ná undir sig því sem maður vill.
Þannig rólega verður þetta verk til, verða hugmyndirnar bakvið þetta verk til, verða manneskjurnar bakvið þetta verk til, verður ímynd þessa verks til.
Bestu kv.
Þorleifur
laugardagur, október 28, 2006
Þetta er grein sem ég sendi á fréttablaðið sem svar við grein Hannesa H. Gissurarsonar:
The World accouring to Hannes
Það er fróðleg lesning að venju að lesa greinaskrif háskólaprófessorsins Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Fréttablaðinu í gær.
Honum tókst í stuttri grein að rekja mannkynssöguna í heild sinni og á sama tíma sýna fram á að svartsýnir fýlupúkar, svo sem náttúruverndarsinnar, vaði í villu og svima í heimssýn sinni.
Til dæmis tekst honum snilldarlega að afskrifa að hvalveiðar hafi einhver áhrif á ímynd Íslands, afskrifa að hættulegar hliðarverkanir af fólksfjölgun og ofsókn í auðlindir jarðar og sjávar skipti máli, ef hún á sér yfir höfuð stað, að fátækt í heiminum sé í raun ekkert vandamál og slumpar svo að lokum á að jörðin sé einvörðungu að hitna vegna sólgosa og að innan skamms muni heimsfriður ríkja í glæplausu samfélagi.
Það sem einkennir skrif prófessorsins eru skemmtilegar tilvitnanir og ályktanir og gaman er að sjá mann í menntaumhverfinu taka sig sjálfan svo lítið hátíðlega. Ég hélt nefnilega að það væri venja í háskólaumhverfinu að færa rök fyrir máli sínu, en ég sé nú að það er misskilningur.
Að prófessorsins mati eru hvalveiðar fullkomlega réttlætanlegar vegna þess að, ólíkt því sem flestöll stjórnvöld í heiminum, helstu fjölmiðlar og umhverfisverndarsamtök halda fram, þá sé nóg af hval í höfunum og ekki nóg með það heldur étur greinilega skíðishvalurinn allt í einu fisk, sem hlýtur að koma fleirum en mér á óvart.
Einnig vonar prófessorinn að þessir útlendingar sjái að sér þegar þeir átta sig á því að þeir veiða líka spendýr. Reyndar telja flestar þjóðir að á því sé munur að drepa dýr sem innan alþjóðlegra samninga eru verndaðar og þeirra sem veidd eru utan allra alþjóðlega sáttmála, en á þetta slær háskólamaðurinn og telur bara fáfræði.
En hann lætur ekki hér við sitja heldur setur samasemmerki milli misskilningings í kringum hvalveiðarnar og dómsdagaspáa sem samkvæmt bókinni "Hið sanna ástand heimsins" (sem ég verð að viðurkenna að ég hef í fáfræði minni hvorki lesið né heyrt um) sem hann á í bókahillunni. Svo heldur hann áfram á þessum nótum og afsannar næst það sem ma. öldungadeild bandaríkjanna og Tony Blair forsætisráðherra Bretlands hafa lýst sem einni stærstu hættu sem að mannkyninu steðjar, hlýnun loftlagsins vegna gróðurhúsaáhrifa, sem önnur bók í hillunni góðu, dómsdagsbók frá 1974, spáði fyrir um en samkvæmt prófessornum er hlýnunin líklega eldgosum á sólinni um að kenna.
(Ég reyndar leit í svipinn yfir hilluna hjá mér og sé þar nokkrar bækur sem halda því meðal annars fram að í raun séu eðlur í grímubúningum við stjórnvölinn í heiminum, önnur sem heldur því fram að stórfyrirtæki ráði sér "economic hitmen" til þess að blekkja stjórnvöld vanþróuðu ríkjanna til þess að fjárfesta í stórframkvæmdum á lánsfé. En ég er náttúrulega ekki kennari við Háskóla Íslands, ekki á framferði hins opinbera eins og Hannes Hólmsteinn, og er því bókahillan mín líklega síður til sannana fallinn en hans.)
En Hannes er hvergi nærri hættur enda maður sem sópar að. Hann stekkur þvíumnæst yfir í stríð og frið og lýsir því á sérlega einfaldan og skýran máta að heimurinn sé nú betri en nokkru sinni fyrr. Til þess notar hann tölfræði um glæpatíðni (án tilvísunar) og álit sitt á því hvernig er að búa í borgum Bandaríkjanna og Bretlands.
Frjálshyggjumaðurinn Hannes imprar líka á því að í fyrirmyndarlöndum eins og Hong kong og Singapour, þar sem lýðræði er virt að vettugi en atvinnufrelsi er við lýði, sé fátækt nú fortíðarvandi. Að í vanþróuðulöndnunum sé lestrarkunnátta nú um 80% meðal ungmenna og aðgangur að brunnvatni sé ekki lengur vandi. Þetta, ef rétt reynist, eru frábærar fréttir þó vissulega megi velta því fyrir sér hvort framfarir þær er hann boðar þurfi endilega að eiga sér stað í skjóli einræðis.
En prófessorinn er langt í frá hættur, næst snýr hann sér að öryggismálum. Honum finnst að miklu friðvænlegra sé nú um að lítast í heiminum en 1989. Þetta telur hann staðreynd þó svo að skráðar hryðjuverkaárásir 1989 hafi verið 7 en 2005 voru þær 35 (heimild getið að neðan) en hver er að hengja sig í smáatriði. Einnig finnst honum ástæða til þess að minna okkur á það hversu gott við höfum það enda séu morð mun fátíðari nú í London en á 13 öld!
Að lokum minnir hann okkur á að séum við staðföst og traust í bardaganum við hryðjuverkamennina þá verði allt yndislegt eins og á 19. öldinni. Mér líður betur nú þegar.
Eins og áður sagði þá er gaman til þess að vita að háskólafólkið sé undir staðfastri forrystu Hannesar Hólmsteins Gissurarson að yfirgefa fílabeinsturn rökstuddra vísinda og geta nú sest með okkur hinum og skipst á skoðunum byggðum á því sem maður finnur á bókahillunni, kaffistofunni, vinnustaðarskemmtuninni eða annars staðar þar sem lífið á sér raunverulega stað.
Þorleifur Örn Arnarsson
Leikstjóri
Heimild:
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_terrorist_incidents
The World accouring to Hannes
Það er fróðleg lesning að venju að lesa greinaskrif háskólaprófessorsins Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Fréttablaðinu í gær.
Honum tókst í stuttri grein að rekja mannkynssöguna í heild sinni og á sama tíma sýna fram á að svartsýnir fýlupúkar, svo sem náttúruverndarsinnar, vaði í villu og svima í heimssýn sinni.
Til dæmis tekst honum snilldarlega að afskrifa að hvalveiðar hafi einhver áhrif á ímynd Íslands, afskrifa að hættulegar hliðarverkanir af fólksfjölgun og ofsókn í auðlindir jarðar og sjávar skipti máli, ef hún á sér yfir höfuð stað, að fátækt í heiminum sé í raun ekkert vandamál og slumpar svo að lokum á að jörðin sé einvörðungu að hitna vegna sólgosa og að innan skamms muni heimsfriður ríkja í glæplausu samfélagi.
Það sem einkennir skrif prófessorsins eru skemmtilegar tilvitnanir og ályktanir og gaman er að sjá mann í menntaumhverfinu taka sig sjálfan svo lítið hátíðlega. Ég hélt nefnilega að það væri venja í háskólaumhverfinu að færa rök fyrir máli sínu, en ég sé nú að það er misskilningur.
Að prófessorsins mati eru hvalveiðar fullkomlega réttlætanlegar vegna þess að, ólíkt því sem flestöll stjórnvöld í heiminum, helstu fjölmiðlar og umhverfisverndarsamtök halda fram, þá sé nóg af hval í höfunum og ekki nóg með það heldur étur greinilega skíðishvalurinn allt í einu fisk, sem hlýtur að koma fleirum en mér á óvart.
Einnig vonar prófessorinn að þessir útlendingar sjái að sér þegar þeir átta sig á því að þeir veiða líka spendýr. Reyndar telja flestar þjóðir að á því sé munur að drepa dýr sem innan alþjóðlegra samninga eru verndaðar og þeirra sem veidd eru utan allra alþjóðlega sáttmála, en á þetta slær háskólamaðurinn og telur bara fáfræði.
En hann lætur ekki hér við sitja heldur setur samasemmerki milli misskilningings í kringum hvalveiðarnar og dómsdagaspáa sem samkvæmt bókinni "Hið sanna ástand heimsins" (sem ég verð að viðurkenna að ég hef í fáfræði minni hvorki lesið né heyrt um) sem hann á í bókahillunni. Svo heldur hann áfram á þessum nótum og afsannar næst það sem ma. öldungadeild bandaríkjanna og Tony Blair forsætisráðherra Bretlands hafa lýst sem einni stærstu hættu sem að mannkyninu steðjar, hlýnun loftlagsins vegna gróðurhúsaáhrifa, sem önnur bók í hillunni góðu, dómsdagsbók frá 1974, spáði fyrir um en samkvæmt prófessornum er hlýnunin líklega eldgosum á sólinni um að kenna.
(Ég reyndar leit í svipinn yfir hilluna hjá mér og sé þar nokkrar bækur sem halda því meðal annars fram að í raun séu eðlur í grímubúningum við stjórnvölinn í heiminum, önnur sem heldur því fram að stórfyrirtæki ráði sér "economic hitmen" til þess að blekkja stjórnvöld vanþróuðu ríkjanna til þess að fjárfesta í stórframkvæmdum á lánsfé. En ég er náttúrulega ekki kennari við Háskóla Íslands, ekki á framferði hins opinbera eins og Hannes Hólmsteinn, og er því bókahillan mín líklega síður til sannana fallinn en hans.)
En Hannes er hvergi nærri hættur enda maður sem sópar að. Hann stekkur þvíumnæst yfir í stríð og frið og lýsir því á sérlega einfaldan og skýran máta að heimurinn sé nú betri en nokkru sinni fyrr. Til þess notar hann tölfræði um glæpatíðni (án tilvísunar) og álit sitt á því hvernig er að búa í borgum Bandaríkjanna og Bretlands.
Frjálshyggjumaðurinn Hannes imprar líka á því að í fyrirmyndarlöndum eins og Hong kong og Singapour, þar sem lýðræði er virt að vettugi en atvinnufrelsi er við lýði, sé fátækt nú fortíðarvandi. Að í vanþróuðulöndnunum sé lestrarkunnátta nú um 80% meðal ungmenna og aðgangur að brunnvatni sé ekki lengur vandi. Þetta, ef rétt reynist, eru frábærar fréttir þó vissulega megi velta því fyrir sér hvort framfarir þær er hann boðar þurfi endilega að eiga sér stað í skjóli einræðis.
En prófessorinn er langt í frá hættur, næst snýr hann sér að öryggismálum. Honum finnst að miklu friðvænlegra sé nú um að lítast í heiminum en 1989. Þetta telur hann staðreynd þó svo að skráðar hryðjuverkaárásir 1989 hafi verið 7 en 2005 voru þær 35 (heimild getið að neðan) en hver er að hengja sig í smáatriði. Einnig finnst honum ástæða til þess að minna okkur á það hversu gott við höfum það enda séu morð mun fátíðari nú í London en á 13 öld!
Að lokum minnir hann okkur á að séum við staðföst og traust í bardaganum við hryðjuverkamennina þá verði allt yndislegt eins og á 19. öldinni. Mér líður betur nú þegar.
Eins og áður sagði þá er gaman til þess að vita að háskólafólkið sé undir staðfastri forrystu Hannesar Hólmsteins Gissurarson að yfirgefa fílabeinsturn rökstuddra vísinda og geta nú sest með okkur hinum og skipst á skoðunum byggðum á því sem maður finnur á bókahillunni, kaffistofunni, vinnustaðarskemmtuninni eða annars staðar þar sem lífið á sér raunverulega stað.
Þorleifur Örn Arnarsson
Leikstjóri
Heimild:
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_terrorist_incidents
Þetta er grein sem ég sendi á fréttablaðið sem svar við grein Hannesa H. Gissurarsonar:
The World accouring to Hannes
Það er fróðleg lesning að venju að lesa greinaskrif háskólaprófessorsins Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Fréttablaðinu í gær.
Honum tókst í stuttri grein að rekja mannkynssöguna í heild sinni og á sama tíma sýna fram á að svartsýnir fýlupúkar, svo sem náttúruverndarsinnar, vaði í villu og svima í heimssýn sinni.
Til dæmis tekst honum snilldarlega að afskrifa að hvalveiðar hafi einhver áhrif á ímynd Íslands, afskrifa að hættulegar hliðarverkanir af fólksfjölgun og ofsókn í auðlindir jarðar og sjávar skipti máli, ef hún á sér yfir höfuð stað, að fátækt í heiminum sé í raun ekkert vandamál og slumpar svo að lokum á að jörðin sé einvörðungu að hitna vegna sólgosa og að innan skamms muni heimsfriður ríkja í glæplausu samfélagi.
Það sem einkennir skrif prófessorsins eru skemmtilegar tilvitnanir og ályktanir og gaman er að sjá mann í menntaumhverfinu taka sig sjálfan svo lítið hátíðlega. Ég hélt nefnilega að það væri venja í háskólaumhverfinu að færa rök fyrir máli sínu, en ég sé nú að það er misskilningur.
Að prófessorsins mati eru hvalveiðar fullkomlega réttlætanlegar vegna þess að, ólíkt því sem flestöll stjórnvöld í heiminum, helstu fjölmiðlar og umhverfisverndarsamtök halda fram, þá sé nóg af hval í höfunum og ekki nóg með það heldur étur greinilega skíðishvalurinn allt í einu fisk, sem hlýtur að koma fleirum en mér á óvart.
Einnig vonar prófessorinn að þessir útlendingar sjái að sér þegar þeir átta sig á því að þeir veiða líka spendýr. Reyndar telja flestar þjóðir að á því sé munur að drepa dýr sem innan alþjóðlegra samninga eru verndaðar og þeirra sem veidd eru utan allra alþjóðlega sáttmála, en á þetta slær háskólamaðurinn og telur bara fáfræði.
En hann lætur ekki hér við sitja heldur setur samasemmerki milli misskilningings í kringum hvalveiðarnar og dómsdagaspáa sem samkvæmt bókinni "Hið sanna ástand heimsins" (sem ég verð að viðurkenna að ég hef í fáfræði minni hvorki lesið né heyrt um) sem hann á í bókahillunni. Svo heldur hann áfram á þessum nótum og afsannar næst það sem ma. öldungadeild bandaríkjanna og Tony Blair forsætisráðherra Bretlands hafa lýst sem einni stærstu hættu sem að mannkyninu steðjar, hlýnun loftlagsins vegna gróðurhúsaáhrifa, sem önnur bók í hillunni góðu, dómsdagsbók frá 1974, spáði fyrir um en samkvæmt prófessornum er hlýnunin líklega eldgosum á sólinni um að kenna.
(Ég reyndar leit í svipinn yfir hilluna hjá mér og sé þar nokkrar bækur sem halda því meðal annars fram að í raun séu eðlur í grímubúningum við stjórnvölinn í heiminum, önnur sem heldur því fram að stórfyrirtæki ráði sér "economic hitmen" til þess að blekkja stjórnvöld vanþróuðu ríkjanna til þess að fjárfesta í stórframkvæmdum á lánsfé. En ég er náttúrulega ekki kennari við Háskóla Íslands, ekki á framferði hins opinbera eins og Hannes Hólmsteinn, og er því bókahillan mín líklega síður til sannana fallinn en hans.)
En Hannes er hvergi nærri hættur enda maður sem sópar að. Hann stekkur þvíumnæst yfir í stríð og frið og lýsir því á sérlega einfaldan og skýran máta að heimurinn sé nú betri en nokkru sinni fyrr. Til þess notar hann tölfræði um glæpatíðni (án tilvísunar) og álit sitt á því hvernig er að búa í borgum Bandaríkjanna og Bretlands.
Frjálshyggjumaðurinn Hannes imprar líka á því að í fyrirmyndarlöndum eins og Hong kong og Singapour, þar sem lýðræði er virt að vettugi en atvinnufrelsi er við lýði, sé fátækt nú fortíðarvandi. Að í vanþróuðulöndnunum sé lestrarkunnátta nú um 80% meðal ungmenna og aðgangur að brunnvatni sé ekki lengur vandi. Þetta, ef rétt reynist, eru frábærar fréttir þó vissulega megi velta því fyrir sér hvort framfarir þær er hann boðar þurfi endilega að eiga sér stað í skjóli einræðis.
En prófessorinn er langt í frá hættur, næst snýr hann sér að öryggismálum. Honum finnst að miklu friðvænlegra sé nú um að lítast í heiminum en 1989. Þetta telur hann staðreynd þó svo að skráðar hryðjuverkaárásir 1989 hafi verið 7 en 2005 voru þær 35 (heimild getið að neðan) en hver er að hengja sig í smáatriði. Einnig finnst honum ástæða til þess að minna okkur á það hversu gott við höfum það enda séu morð mun fátíðari nú í London en á 13 öld!
Að lokum minnir hann okkur á að séum við staðföst og traust í bardaganum við hryðjuverkamennina þá verði allt yndislegt eins og á 19. öldinni. Mér líður betur nú þegar.
Eins og áður sagði þá er gaman til þess að vita að háskólafólkið sé undir staðfastri forrystu Hannesar Hólmsteins Gissurarson að yfirgefa fílabeinsturn rökstuddra vísinda og geta nú sest með okkur hinum og skipst á skoðunum byggðum á því sem maður finnur á bókahillunni, kaffistofunni, vinnustaðarskemmtuninni eða annars staðar þar sem lífið á sér raunverulega stað.
Þorleifur Örn Arnarsson
Leikstjóri
Heimild:
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_terrorist_incidents
The World accouring to Hannes
Það er fróðleg lesning að venju að lesa greinaskrif háskólaprófessorsins Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Fréttablaðinu í gær.
Honum tókst í stuttri grein að rekja mannkynssöguna í heild sinni og á sama tíma sýna fram á að svartsýnir fýlupúkar, svo sem náttúruverndarsinnar, vaði í villu og svima í heimssýn sinni.
Til dæmis tekst honum snilldarlega að afskrifa að hvalveiðar hafi einhver áhrif á ímynd Íslands, afskrifa að hættulegar hliðarverkanir af fólksfjölgun og ofsókn í auðlindir jarðar og sjávar skipti máli, ef hún á sér yfir höfuð stað, að fátækt í heiminum sé í raun ekkert vandamál og slumpar svo að lokum á að jörðin sé einvörðungu að hitna vegna sólgosa og að innan skamms muni heimsfriður ríkja í glæplausu samfélagi.
Það sem einkennir skrif prófessorsins eru skemmtilegar tilvitnanir og ályktanir og gaman er að sjá mann í menntaumhverfinu taka sig sjálfan svo lítið hátíðlega. Ég hélt nefnilega að það væri venja í háskólaumhverfinu að færa rök fyrir máli sínu, en ég sé nú að það er misskilningur.
Að prófessorsins mati eru hvalveiðar fullkomlega réttlætanlegar vegna þess að, ólíkt því sem flestöll stjórnvöld í heiminum, helstu fjölmiðlar og umhverfisverndarsamtök halda fram, þá sé nóg af hval í höfunum og ekki nóg með það heldur étur greinilega skíðishvalurinn allt í einu fisk, sem hlýtur að koma fleirum en mér á óvart.
Einnig vonar prófessorinn að þessir útlendingar sjái að sér þegar þeir átta sig á því að þeir veiða líka spendýr. Reyndar telja flestar þjóðir að á því sé munur að drepa dýr sem innan alþjóðlegra samninga eru verndaðar og þeirra sem veidd eru utan allra alþjóðlega sáttmála, en á þetta slær háskólamaðurinn og telur bara fáfræði.
En hann lætur ekki hér við sitja heldur setur samasemmerki milli misskilningings í kringum hvalveiðarnar og dómsdagaspáa sem samkvæmt bókinni "Hið sanna ástand heimsins" (sem ég verð að viðurkenna að ég hef í fáfræði minni hvorki lesið né heyrt um) sem hann á í bókahillunni. Svo heldur hann áfram á þessum nótum og afsannar næst það sem ma. öldungadeild bandaríkjanna og Tony Blair forsætisráðherra Bretlands hafa lýst sem einni stærstu hættu sem að mannkyninu steðjar, hlýnun loftlagsins vegna gróðurhúsaáhrifa, sem önnur bók í hillunni góðu, dómsdagsbók frá 1974, spáði fyrir um en samkvæmt prófessornum er hlýnunin líklega eldgosum á sólinni um að kenna.
(Ég reyndar leit í svipinn yfir hilluna hjá mér og sé þar nokkrar bækur sem halda því meðal annars fram að í raun séu eðlur í grímubúningum við stjórnvölinn í heiminum, önnur sem heldur því fram að stórfyrirtæki ráði sér "economic hitmen" til þess að blekkja stjórnvöld vanþróuðu ríkjanna til þess að fjárfesta í stórframkvæmdum á lánsfé. En ég er náttúrulega ekki kennari við Háskóla Íslands, ekki á framferði hins opinbera eins og Hannes Hólmsteinn, og er því bókahillan mín líklega síður til sannana fallinn en hans.)
En Hannes er hvergi nærri hættur enda maður sem sópar að. Hann stekkur þvíumnæst yfir í stríð og frið og lýsir því á sérlega einfaldan og skýran máta að heimurinn sé nú betri en nokkru sinni fyrr. Til þess notar hann tölfræði um glæpatíðni (án tilvísunar) og álit sitt á því hvernig er að búa í borgum Bandaríkjanna og Bretlands.
Frjálshyggjumaðurinn Hannes imprar líka á því að í fyrirmyndarlöndum eins og Hong kong og Singapour, þar sem lýðræði er virt að vettugi en atvinnufrelsi er við lýði, sé fátækt nú fortíðarvandi. Að í vanþróuðulöndnunum sé lestrarkunnátta nú um 80% meðal ungmenna og aðgangur að brunnvatni sé ekki lengur vandi. Þetta, ef rétt reynist, eru frábærar fréttir þó vissulega megi velta því fyrir sér hvort framfarir þær er hann boðar þurfi endilega að eiga sér stað í skjóli einræðis.
En prófessorinn er langt í frá hættur, næst snýr hann sér að öryggismálum. Honum finnst að miklu friðvænlegra sé nú um að lítast í heiminum en 1989. Þetta telur hann staðreynd þó svo að skráðar hryðjuverkaárásir 1989 hafi verið 7 en 2005 voru þær 35 (heimild getið að neðan) en hver er að hengja sig í smáatriði. Einnig finnst honum ástæða til þess að minna okkur á það hversu gott við höfum það enda séu morð mun fátíðari nú í London en á 13 öld!
Að lokum minnir hann okkur á að séum við staðföst og traust í bardaganum við hryðjuverkamennina þá verði allt yndislegt eins og á 19. öldinni. Mér líður betur nú þegar.
Eins og áður sagði þá er gaman til þess að vita að háskólafólkið sé undir staðfastri forrystu Hannesar Hólmsteins Gissurarson að yfirgefa fílabeinsturn rökstuddra vísinda og geta nú sest með okkur hinum og skipst á skoðunum byggðum á því sem maður finnur á bókahillunni, kaffistofunni, vinnustaðarskemmtuninni eða annars staðar þar sem lífið á sér raunverulega stað.
Þorleifur Örn Arnarsson
Leikstjóri
Heimild:
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_terrorist_incidents
miðvikudagur, október 25, 2006
Góða kvöldið
Ég ætti náttúrulega að vera farinn að sofa en skynsemi hefur sjaldan talist mín sterkasta hlið.
ég er að vinna með Andra Snæ þessa dagana og það er skrítið en gott.
Við ræðum allt milli heims og helju, samræður sem svo hægt og hægt vinna sig inn að hjarta, heilsa, sál og þaðan niður á blað.
Hvort að það meikar svo allt sens verður bara að koma í ljós, en tilfinnig mín er sú nú að þetta verði spennandi ferðalag.
Manneskja nútímans er svo skrýtið dýr, eins og flugan sem OG VODAPHONE vill telja okkur trú um að við séum. Við séum bara til í dag, hér og nú, án sögu, án þróunar, við séum bara á lífi í dag og þess vegna eigum við einungis að...bíðið eftir því...að neyta.
já, neysla. Það er það sem við eigum að vera að gera. Neyta eins og við eigum lífið að leysa, því að við eigum lífið að leysa. Við erum búin að koma okkur upp hagkerfi sem byggir á því að við neytum, byggir á því að skuldir heimilanna hafi hækkað um 25% síðan um áramót, því að án þess fer allt heila draslið á hausinn. Og hvað gerist þá, þá fáum við álver til þess að laga þetta fyrir okkur.
Svo annaðhvort, nýjar buxur í Levis eða álver.
Frábært val.
Valfrelsi er það sem við búum við, nema að því undanskildu að skila auðu. Það kemur ekki til greina, eða hvað?
Bestu kv.
Þorleifur
Ég ætti náttúrulega að vera farinn að sofa en skynsemi hefur sjaldan talist mín sterkasta hlið.
ég er að vinna með Andra Snæ þessa dagana og það er skrítið en gott.
Við ræðum allt milli heims og helju, samræður sem svo hægt og hægt vinna sig inn að hjarta, heilsa, sál og þaðan niður á blað.
Hvort að það meikar svo allt sens verður bara að koma í ljós, en tilfinnig mín er sú nú að þetta verði spennandi ferðalag.
Manneskja nútímans er svo skrýtið dýr, eins og flugan sem OG VODAPHONE vill telja okkur trú um að við séum. Við séum bara til í dag, hér og nú, án sögu, án þróunar, við séum bara á lífi í dag og þess vegna eigum við einungis að...bíðið eftir því...að neyta.
já, neysla. Það er það sem við eigum að vera að gera. Neyta eins og við eigum lífið að leysa, því að við eigum lífið að leysa. Við erum búin að koma okkur upp hagkerfi sem byggir á því að við neytum, byggir á því að skuldir heimilanna hafi hækkað um 25% síðan um áramót, því að án þess fer allt heila draslið á hausinn. Og hvað gerist þá, þá fáum við álver til þess að laga þetta fyrir okkur.
Svo annaðhvort, nýjar buxur í Levis eða álver.
Frábært val.
Valfrelsi er það sem við búum við, nema að því undanskildu að skila auðu. Það kemur ekki til greina, eða hvað?
Bestu kv.
Þorleifur
föstudagur, október 20, 2006
Góða kvöldið
Þá er ég kominn aftur til Berlínar eftir langa og stranga dvöl í burtu héðan frá hámenningarborginni.
Það er langt mál að fara í gegnum það sem á daga mína hefur drifið undanfarna 3 mánuði eða svo síðan ég lét sjá mig hérna síðast, en ætli ég skuldi ekki smá upptalningu.
ég var heima á Íslandi snemmsumars að vinna forvinnu fyrir uppsetninguna á Eilífri hamingju (sem gæti svo heitið 8. syndin). Þetta var spennandi vinna og öðruvísi en ég hafði unnið fram að því. Við unnum út frá viðtölum sem leikararnir höfðu tekið við fólk í markaðsstétt og unnum útfrá því í afstilltum spunum. Þeir skiluðu okkur sterkum persónum og konfliktum, mögulegum situationum og söguþræði.
Þetta er sérstaklega gefandi aðferð sem ég ætla mér að skoða meira hér eftir og þróa áfram með Lifandi Leikhúsi.
EFtir það fór ég til Helsinki þar sem ég hófst handa við að setja upp Clockwork. Það reyndist vera ansi snúin þraut. Ég skrifaði verkið í allt of miklum flýti meðafram æfingum heima og kom til helsinki með ansi gott uppkast en langt í frá fullbúið verk.
Verkið var tilraun til pólitísks leikhúss þar sem ég var að vinna útfrá þeirri hugmynd að konfrontera áhorfendurna gegn eigin hræsni. Það er að stilla upp móral nútímamanneskjunnar gegn því að ofbeldið í samfélagi okkar er orðið svo samdauna hversdagslífinu að við greinum ekki í milli hvað er ofbeldi og hvað er ekki. Og svo stökkvum við til handa og fóta þegar ákveðið ofbeldi á sér stað svona eins og til þess að friða manneskjuna. Til dæmis er ákveðið ofbeldi inntegratað í ákveðnar íþróttir og þar er hvatt til ofbeldis, viðskiptatungumálið er líka factor sem spennandi er að skoða í þessu sambandi.
Frumherjakúltúrinn er fastbundinn hugmyndum um ákefð og að slá til. Kapítalsiminn gengur nú einu sinni út á hinn sterka að sigra hinn veika.
En nóg um það.
Frumsýningin gekk vel og mikið klappað og stappað. Viðbrögð ahorfenda sérlega góð þó svo að gagnrýnin hefði ekki verið mér að skapi. Hún var svo sem góð en ég er langþreyttur á bókmenntafræðingum að kópera uppúr wikipedia themur og reyna að útskýra hvernig unnið hafi verið með (í þessu tilfelli) upprunalega verkið í stað þess að velta fyrir sér og skoða hvernig tekið er á þessum themum og hvernig unnið er með leikhúsmiðilinn til þess að ná fram sem sterkustum áhrifum, hvernig leikstíll, leikmynd, notkun tónlistar og uppbygging dramatíkurinnar er notuð til þess að vinna með umfjöllunarefnið.
Það er í raun grunnvandamál í leikhús gagnrýni, heima sem í Finnlandi að ?gagnrýnin? er byggð á ómótaðri hugmynd um að gagnrýnandinn sé einn af áhorfendunum (sumsé ekki atvinnumaður heldur almenningur) og geti á þeim nótum talað um hvað honum finnist um hit tog þetta. Í stað þess að skoða listaverk út frá þeim forsendum sem presenteraðar eru á sviðinu og þær skoðaðar. Hann getur svo haft rökstutt mat á því hvort honum finnist efnistökin, aðferðin eða meðhöndlunin skila sér og getur þá í kjölfarið rökstutt þá skoðun sína. En það þarf að vera útfrá verkinu. Það þarf að byggjast á skilningi á vinnubrögðum þeirra sem að sýningunni standa.
Hvað hjálpar það nokkrum til dæmis (áhorfanda eða leikhúslistamanni) að lesa setningu ?góður að venju? eða ?tókst ekki til sem skildi? eða kórígrafían var góð??
Auðvitað byggir þetta svo á því handa hverjum gagnrýnin sé. Er hún handa leikhúsinu eða áhorfandanum? Ef það snýst að áhorfandanum þá þarf að velta fyrir sér hvað það er sem viðkomandi þarf að vita. Þarf hann að vita söguþráð eða er það eitthvað sem hann á að upplifa í leikhúsinu? Á að fjalla um innihald, og ef svo hvernig? Á að segja skoðun á einhverju sem lesandinn hefur ekki séð og hefur því engar forsendur til þess að skilja. Eða á þetta kannski að vera útskýring til þess að gefa honum innsýn í það hvort verkið sé til þess fallið að sjá það eða ekki? Og ef svo á hvaða forsendum?
Hér í Berlín er hugmyndin tvíbend. Gagnrýnandi er á sama tíma upplýsingaveita handa áhorfandanum og aðhaldsatvinnumaður til handa leikhúsinu. Verkið er skoðað út frá samfélagi sínu og umhverfi, sögusviði, leikstíl og reynt er að rýna í það hvers vegna þessi, ekki einhver önnur, aðferð var notuð til þess að koma þessari sýn á svið. Þannig er verkið metið á eigin verðleikum, út frá því sem sviðið skilar út til áhorfenda.
Auðvitað búa þýskir leikhúsgagnrýnendur að því að vera atvinnumenn í greininni og samkvæmt því er hægt að gera til þeirra meiri kröfur. Einnig hafa þeir meiri tíma til þess að skrifa heldur en gengur og gerist.
En nóg um það, ég er á leið út á flugvöll til þess að fljúga heim og vinna við skriftir með honum Andra Snæ (milli þess sem ég ætla að reyna að koma Þórhildi Þorleifsdóttur á þing fyrir Samfylkinguna).
Bestu kv.
Þorleifur
Þá er ég kominn aftur til Berlínar eftir langa og stranga dvöl í burtu héðan frá hámenningarborginni.
Það er langt mál að fara í gegnum það sem á daga mína hefur drifið undanfarna 3 mánuði eða svo síðan ég lét sjá mig hérna síðast, en ætli ég skuldi ekki smá upptalningu.
ég var heima á Íslandi snemmsumars að vinna forvinnu fyrir uppsetninguna á Eilífri hamingju (sem gæti svo heitið 8. syndin). Þetta var spennandi vinna og öðruvísi en ég hafði unnið fram að því. Við unnum út frá viðtölum sem leikararnir höfðu tekið við fólk í markaðsstétt og unnum útfrá því í afstilltum spunum. Þeir skiluðu okkur sterkum persónum og konfliktum, mögulegum situationum og söguþræði.
Þetta er sérstaklega gefandi aðferð sem ég ætla mér að skoða meira hér eftir og þróa áfram með Lifandi Leikhúsi.
EFtir það fór ég til Helsinki þar sem ég hófst handa við að setja upp Clockwork. Það reyndist vera ansi snúin þraut. Ég skrifaði verkið í allt of miklum flýti meðafram æfingum heima og kom til helsinki með ansi gott uppkast en langt í frá fullbúið verk.
Verkið var tilraun til pólitísks leikhúss þar sem ég var að vinna útfrá þeirri hugmynd að konfrontera áhorfendurna gegn eigin hræsni. Það er að stilla upp móral nútímamanneskjunnar gegn því að ofbeldið í samfélagi okkar er orðið svo samdauna hversdagslífinu að við greinum ekki í milli hvað er ofbeldi og hvað er ekki. Og svo stökkvum við til handa og fóta þegar ákveðið ofbeldi á sér stað svona eins og til þess að friða manneskjuna. Til dæmis er ákveðið ofbeldi inntegratað í ákveðnar íþróttir og þar er hvatt til ofbeldis, viðskiptatungumálið er líka factor sem spennandi er að skoða í þessu sambandi.
Frumherjakúltúrinn er fastbundinn hugmyndum um ákefð og að slá til. Kapítalsiminn gengur nú einu sinni út á hinn sterka að sigra hinn veika.
En nóg um það.
Frumsýningin gekk vel og mikið klappað og stappað. Viðbrögð ahorfenda sérlega góð þó svo að gagnrýnin hefði ekki verið mér að skapi. Hún var svo sem góð en ég er langþreyttur á bókmenntafræðingum að kópera uppúr wikipedia themur og reyna að útskýra hvernig unnið hafi verið með (í þessu tilfelli) upprunalega verkið í stað þess að velta fyrir sér og skoða hvernig tekið er á þessum themum og hvernig unnið er með leikhúsmiðilinn til þess að ná fram sem sterkustum áhrifum, hvernig leikstíll, leikmynd, notkun tónlistar og uppbygging dramatíkurinnar er notuð til þess að vinna með umfjöllunarefnið.
Það er í raun grunnvandamál í leikhús gagnrýni, heima sem í Finnlandi að ?gagnrýnin? er byggð á ómótaðri hugmynd um að gagnrýnandinn sé einn af áhorfendunum (sumsé ekki atvinnumaður heldur almenningur) og geti á þeim nótum talað um hvað honum finnist um hit tog þetta. Í stað þess að skoða listaverk út frá þeim forsendum sem presenteraðar eru á sviðinu og þær skoðaðar. Hann getur svo haft rökstutt mat á því hvort honum finnist efnistökin, aðferðin eða meðhöndlunin skila sér og getur þá í kjölfarið rökstutt þá skoðun sína. En það þarf að vera útfrá verkinu. Það þarf að byggjast á skilningi á vinnubrögðum þeirra sem að sýningunni standa.
Hvað hjálpar það nokkrum til dæmis (áhorfanda eða leikhúslistamanni) að lesa setningu ?góður að venju? eða ?tókst ekki til sem skildi? eða kórígrafían var góð??
Auðvitað byggir þetta svo á því handa hverjum gagnrýnin sé. Er hún handa leikhúsinu eða áhorfandanum? Ef það snýst að áhorfandanum þá þarf að velta fyrir sér hvað það er sem viðkomandi þarf að vita. Þarf hann að vita söguþráð eða er það eitthvað sem hann á að upplifa í leikhúsinu? Á að fjalla um innihald, og ef svo hvernig? Á að segja skoðun á einhverju sem lesandinn hefur ekki séð og hefur því engar forsendur til þess að skilja. Eða á þetta kannski að vera útskýring til þess að gefa honum innsýn í það hvort verkið sé til þess fallið að sjá það eða ekki? Og ef svo á hvaða forsendum?
Hér í Berlín er hugmyndin tvíbend. Gagnrýnandi er á sama tíma upplýsingaveita handa áhorfandanum og aðhaldsatvinnumaður til handa leikhúsinu. Verkið er skoðað út frá samfélagi sínu og umhverfi, sögusviði, leikstíl og reynt er að rýna í það hvers vegna þessi, ekki einhver önnur, aðferð var notuð til þess að koma þessari sýn á svið. Þannig er verkið metið á eigin verðleikum, út frá því sem sviðið skilar út til áhorfenda.
Auðvitað búa þýskir leikhúsgagnrýnendur að því að vera atvinnumenn í greininni og samkvæmt því er hægt að gera til þeirra meiri kröfur. Einnig hafa þeir meiri tíma til þess að skrifa heldur en gengur og gerist.
En nóg um það, ég er á leið út á flugvöll til þess að fljúga heim og vinna við skriftir með honum Andra Snæ (milli þess sem ég ætla að reyna að koma Þórhildi Þorleifsdóttur á þing fyrir Samfylkinguna).
Bestu kv.
Þorleifur
Góða kvöldið
Þá er ég kominn aftur til Berlínar eftir langa og stranga dvöl í burtu héðan frá hámenningarborginni.
Það er langt mál að fara í gegnum það sem á daga mína hefur drifið undanfarna 3 mánuði eða svo síðan ég lét sjá mig hérna síðast, en ætli ég skuldi ekki smá upptalningu.
ég var heima á Íslandi snemmsumars að vinna forvinnu fyrir uppsetninguna á Eilífri hamingju (sem gæti svo heitið 8. syndin). Þetta var spennandi vinna og öðruvísi en ég hafði unnið fram að því. Við unnum út frá viðtölum sem leikararnir höfðu tekið við fólk í markaðsstétt og unnum útfrá því í afstilltum spunum. Þeir skiluðu okkur sterkum persónum og konfliktum, mögulegum situationum og söguþræði.
Þetta er sérstaklega gefandi aðferð sem ég ætla mér að skoða meira hér eftir og þróa áfram með Lifandi Leikhúsi.
EFtir það fór ég til Helsinki þar sem ég hófst handa við að setja upp Clockwork. Það reyndist vera ansi snúin þraut. Ég skrifaði verkið í allt of miklum flýti meðafram æfingum heima og kom til helsinki með ansi gott uppkast en langt í frá fullbúið verk.
Verkið var tilraun til pólitísks leikhúss þar sem ég var að vinna útfrá þeirri hugmynd að konfrontera áhorfendurna gegn eigin hræsni. Það er að stilla upp móral nútímamanneskjunnar gegn því að ofbeldið í samfélagi okkar er orðið svo samdauna hversdagslífinu að við greinum ekki í milli hvað er ofbeldi og hvað er ekki. Og svo stökkvum við til handa og fóta þegar ákveðið ofbeldi á sér stað svona eins og til þess að friða manneskjuna. Til dæmis er ákveðið ofbeldi inntegratað í ákveðnar íþróttir og þar er hvatt til ofbeldis, viðskiptatungumálið er líka factor sem spennandi er að skoða í þessu sambandi.
Frumherjakúltúrinn er fastbundinn hugmyndum um ákefð og að slá til. Kapítalsiminn gengur nú einu sinni út á hinn sterka að sigra hinn veika.
En nóg um það.
Frumsýningin gekk vel og mikið klappað og stappað. Viðbrögð ahorfenda sérlega góð þó svo að gagnrýnin hefði ekki verið mér að skapi. Hún var svo sem góð en ég er langþreyttur á bókmenntafræðingum að kópera uppúr wikipedia themur og reyna að útskýra hvernig unnið hafi verið með (í þessu tilfelli) upprunalega verkið í stað þess að velta fyrir sér og skoða hvernig tekið er á þessum themum og hvernig unnið er með leikhúsmiðilinn til þess að ná fram sem sterkustum áhrifum, hvernig leikstíll, leikmynd, notkun tónlistar og uppbygging dramatíkurinnar er notuð til þess að vinna með umfjöllunarefnið.
Það er í raun grunnvandamál í leikhús gagnrýni, heima sem í Finnlandi að ?gagnrýnin? er byggð á ómótaðri hugmynd um að gagnrýnandinn sé einn af áhorfendunum (sumsé ekki atvinnumaður heldur almenningur) og geti á þeim nótum talað um hvað honum finnist um hit tog þetta. Í stað þess að skoða listaverk út frá þeim forsendum sem presenteraðar eru á sviðinu og þær skoðaðar. Hann getur svo haft rökstutt mat á því hvort honum finnist efnistökin, aðferðin eða meðhöndlunin skila sér og getur þá í kjölfarið rökstutt þá skoðun sína. En það þarf að vera útfrá verkinu. Það þarf að byggjast á skilningi á vinnubrögðum þeirra sem að sýningunni standa.
Hvað hjálpar það nokkrum til dæmis (áhorfanda eða leikhúslistamanni) að lesa setningu ?góður að venju? eða ?tókst ekki til sem skildi? eða kórígrafían var góð??
Auðvitað byggir þetta svo á því handa hverjum gagnrýnin sé. Er hún handa leikhúsinu eða áhorfandanum? Ef það snýst að áhorfandanum þá þarf að velta fyrir sér hvað það er sem viðkomandi þarf að vita. Þarf hann að vita söguþráð eða er það eitthvað sem hann á að upplifa í leikhúsinu? Á að fjalla um innihald, og ef svo hvernig? Á að segja skoðun á einhverju sem lesandinn hefur ekki séð og hefur því engar forsendur til þess að skilja. Eða á þetta kannski að vera útskýring til þess að gefa honum innsýn í það hvort verkið sé til þess fallið að sjá það eða ekki? Og ef svo á hvaða forsendum?
Hér í Berlín er hugmyndin tvíbend. Gagnrýnandi er á sama tíma upplýsingaveita handa áhorfandanum og aðhaldsatvinnumaður til handa leikhúsinu. Verkið er skoðað út frá samfélagi sínu og umhverfi, sögusviði, leikstíl og reynt er að rýna í það hvers vegna þessi, ekki einhver önnur, aðferð var notuð til þess að koma þessari sýn á svið. Þannig er verkið metið á eigin verðleikum, út frá því sem sviðið skilar út til áhorfenda.
Auðvitað búa þýskir leikhúsgagnrýnendur að því að vera atvinnumenn í greininni og samkvæmt því er hægt að gera til þeirra meiri kröfur. Einnig hafa þeir meiri tíma til þess að skrifa heldur en gengur og gerist.
En nóg um það, ég er á leið út á flugvöll til þess að fljúga heim og vinna við skriftir með honum Andra Snæ (milli þess sem ég ætla að reyna að koma Þórhildi Þorleifsdóttur á þing fyrir Samfylkinguna).
Bestu kv.
Þorleifur
Þá er ég kominn aftur til Berlínar eftir langa og stranga dvöl í burtu héðan frá hámenningarborginni.
Það er langt mál að fara í gegnum það sem á daga mína hefur drifið undanfarna 3 mánuði eða svo síðan ég lét sjá mig hérna síðast, en ætli ég skuldi ekki smá upptalningu.
ég var heima á Íslandi snemmsumars að vinna forvinnu fyrir uppsetninguna á Eilífri hamingju (sem gæti svo heitið 8. syndin). Þetta var spennandi vinna og öðruvísi en ég hafði unnið fram að því. Við unnum út frá viðtölum sem leikararnir höfðu tekið við fólk í markaðsstétt og unnum útfrá því í afstilltum spunum. Þeir skiluðu okkur sterkum persónum og konfliktum, mögulegum situationum og söguþræði.
Þetta er sérstaklega gefandi aðferð sem ég ætla mér að skoða meira hér eftir og þróa áfram með Lifandi Leikhúsi.
EFtir það fór ég til Helsinki þar sem ég hófst handa við að setja upp Clockwork. Það reyndist vera ansi snúin þraut. Ég skrifaði verkið í allt of miklum flýti meðafram æfingum heima og kom til helsinki með ansi gott uppkast en langt í frá fullbúið verk.
Verkið var tilraun til pólitísks leikhúss þar sem ég var að vinna útfrá þeirri hugmynd að konfrontera áhorfendurna gegn eigin hræsni. Það er að stilla upp móral nútímamanneskjunnar gegn því að ofbeldið í samfélagi okkar er orðið svo samdauna hversdagslífinu að við greinum ekki í milli hvað er ofbeldi og hvað er ekki. Og svo stökkvum við til handa og fóta þegar ákveðið ofbeldi á sér stað svona eins og til þess að friða manneskjuna. Til dæmis er ákveðið ofbeldi inntegratað í ákveðnar íþróttir og þar er hvatt til ofbeldis, viðskiptatungumálið er líka factor sem spennandi er að skoða í þessu sambandi.
Frumherjakúltúrinn er fastbundinn hugmyndum um ákefð og að slá til. Kapítalsiminn gengur nú einu sinni út á hinn sterka að sigra hinn veika.
En nóg um það.
Frumsýningin gekk vel og mikið klappað og stappað. Viðbrögð ahorfenda sérlega góð þó svo að gagnrýnin hefði ekki verið mér að skapi. Hún var svo sem góð en ég er langþreyttur á bókmenntafræðingum að kópera uppúr wikipedia themur og reyna að útskýra hvernig unnið hafi verið með (í þessu tilfelli) upprunalega verkið í stað þess að velta fyrir sér og skoða hvernig tekið er á þessum themum og hvernig unnið er með leikhúsmiðilinn til þess að ná fram sem sterkustum áhrifum, hvernig leikstíll, leikmynd, notkun tónlistar og uppbygging dramatíkurinnar er notuð til þess að vinna með umfjöllunarefnið.
Það er í raun grunnvandamál í leikhús gagnrýni, heima sem í Finnlandi að ?gagnrýnin? er byggð á ómótaðri hugmynd um að gagnrýnandinn sé einn af áhorfendunum (sumsé ekki atvinnumaður heldur almenningur) og geti á þeim nótum talað um hvað honum finnist um hit tog þetta. Í stað þess að skoða listaverk út frá þeim forsendum sem presenteraðar eru á sviðinu og þær skoðaðar. Hann getur svo haft rökstutt mat á því hvort honum finnist efnistökin, aðferðin eða meðhöndlunin skila sér og getur þá í kjölfarið rökstutt þá skoðun sína. En það þarf að vera útfrá verkinu. Það þarf að byggjast á skilningi á vinnubrögðum þeirra sem að sýningunni standa.
Hvað hjálpar það nokkrum til dæmis (áhorfanda eða leikhúslistamanni) að lesa setningu ?góður að venju? eða ?tókst ekki til sem skildi? eða kórígrafían var góð??
Auðvitað byggir þetta svo á því handa hverjum gagnrýnin sé. Er hún handa leikhúsinu eða áhorfandanum? Ef það snýst að áhorfandanum þá þarf að velta fyrir sér hvað það er sem viðkomandi þarf að vita. Þarf hann að vita söguþráð eða er það eitthvað sem hann á að upplifa í leikhúsinu? Á að fjalla um innihald, og ef svo hvernig? Á að segja skoðun á einhverju sem lesandinn hefur ekki séð og hefur því engar forsendur til þess að skilja. Eða á þetta kannski að vera útskýring til þess að gefa honum innsýn í það hvort verkið sé til þess fallið að sjá það eða ekki? Og ef svo á hvaða forsendum?
Hér í Berlín er hugmyndin tvíbend. Gagnrýnandi er á sama tíma upplýsingaveita handa áhorfandanum og aðhaldsatvinnumaður til handa leikhúsinu. Verkið er skoðað út frá samfélagi sínu og umhverfi, sögusviði, leikstíl og reynt er að rýna í það hvers vegna þessi, ekki einhver önnur, aðferð var notuð til þess að koma þessari sýn á svið. Þannig er verkið metið á eigin verðleikum, út frá því sem sviðið skilar út til áhorfenda.
Auðvitað búa þýskir leikhúsgagnrýnendur að því að vera atvinnumenn í greininni og samkvæmt því er hægt að gera til þeirra meiri kröfur. Einnig hafa þeir meiri tíma til þess að skrifa heldur en gengur og gerist.
En nóg um það, ég er á leið út á flugvöll til þess að fljúga heim og vinna við skriftir með honum Andra Snæ (milli þess sem ég ætla að reyna að koma Þórhildi Þorleifsdóttur á þing fyrir Samfylkinguna).
Bestu kv.
Þorleifur
fimmtudagur, júlí 27, 2006
miðvikudagur, júlí 26, 2006
Góðan daginn
ég er að hugsa um að byrja aftur vegna þess að ég er farinn að fá spurningar utan úr heimi hvort að ég hafi látið lífið, og geri ég ráð fyrir því að fyrirspurnir þessar stafi af ólífrænni þögn minni á þessum síðum.
En ástæðnan er bæði skýr og skiljanleg, ég er búinn að vera á haus lengur en ég man eftir mér. Og hef ég þá frekar verið í beinu sambandi (með tilheyrandi kostnaði) við þá sem áhuga hafa haft á slíku.
En sumsé, nú geri ég tilraun að nýju að hefja skrif.
Og fyrst er þá í fréttum að ég er að vinna að nýrri uppsetningu á leikverki fyrir hið lifandi leikhús (lafandi leikhús eru þau ritvillumistök sem oftast koma upp...)
Sem stendur er um að ræða 3 vikna spunasession (já þorleifur er að vinna að spunasýningu) þar sem við söfnum efnisvið um sýninguna sem verður svo unnin í samstafi míns og Andra Snæs þar til æfingar hefjast að nýju um jólin komandi.
Ég mun skrifa aðeins um sýninguna í næsta bloggi.
hins vegar er ég að skrifa verkið sem ég set upp í Ágúst í Helsinki, verkið sem ber nafnið Clockwork Dreams, er byggt á verkinu Clockwork Orange (sulplise!) eftir Burgess.
Ég ákvað að skrifa nýtt verk þegar mér varð ljóst að vart væri hægt að vinna með verkið sem krafist er af umboðsskrifstofu Burgess (eða ættingjanna).
Það er ekki lítið mál að skrifa verk, hvað þá ef maður er að setja upp annað verk á sama tíma en ljóst er að verða að 8 tíma svefn per nótt hjálpar til.
Þetta verk verður svo efni þarnæsta bloggs.
En nú er ég búinn að ðfá nóg af tölvunni í bili og bið því að heilsa á sama tíma og ég lýsi yfir lífrænu á síðu þessari.
Þorleifur
ég er að hugsa um að byrja aftur vegna þess að ég er farinn að fá spurningar utan úr heimi hvort að ég hafi látið lífið, og geri ég ráð fyrir því að fyrirspurnir þessar stafi af ólífrænni þögn minni á þessum síðum.
En ástæðnan er bæði skýr og skiljanleg, ég er búinn að vera á haus lengur en ég man eftir mér. Og hef ég þá frekar verið í beinu sambandi (með tilheyrandi kostnaði) við þá sem áhuga hafa haft á slíku.
En sumsé, nú geri ég tilraun að nýju að hefja skrif.
Og fyrst er þá í fréttum að ég er að vinna að nýrri uppsetningu á leikverki fyrir hið lifandi leikhús (lafandi leikhús eru þau ritvillumistök sem oftast koma upp...)
Sem stendur er um að ræða 3 vikna spunasession (já þorleifur er að vinna að spunasýningu) þar sem við söfnum efnisvið um sýninguna sem verður svo unnin í samstafi míns og Andra Snæs þar til æfingar hefjast að nýju um jólin komandi.
Ég mun skrifa aðeins um sýninguna í næsta bloggi.
hins vegar er ég að skrifa verkið sem ég set upp í Ágúst í Helsinki, verkið sem ber nafnið Clockwork Dreams, er byggt á verkinu Clockwork Orange (sulplise!) eftir Burgess.
Ég ákvað að skrifa nýtt verk þegar mér varð ljóst að vart væri hægt að vinna með verkið sem krafist er af umboðsskrifstofu Burgess (eða ættingjanna).
Það er ekki lítið mál að skrifa verk, hvað þá ef maður er að setja upp annað verk á sama tíma en ljóst er að verða að 8 tíma svefn per nótt hjálpar til.
Þetta verk verður svo efni þarnæsta bloggs.
En nú er ég búinn að ðfá nóg af tölvunni í bili og bið því að heilsa á sama tíma og ég lýsi yfir lífrænu á síðu þessari.
Þorleifur
fimmtudagur, janúar 12, 2006
Smá viðbót.
Ég vil hvetja fólk til þess að segja upp áskrift sinni af þessu dagblaði, hafi það gert þau mistök að gerast áskrifendur.
Einnig að fólk lesi það ekki þar sem það liggi, að veitingastaððir kaupi það ekki og fólk sýni vilja sinn í verki með því að leiða þessa skömm hjá sér.
Sýni að Íslensk þjóð láti ekki svona mannorðsmorð yfir sig ganga, að hún samþykki ekki að einstaka meðlimir samfélagsins komist ekki upp með það að telja sig yfir samfélagið hafna.
Það hefur ekki tíðkast í nútíma lýðræðissamfélögum að menn taki réttvísina upp á sína arma, vissulega mega menn berjast fyrir réttlæti á heimilum sínum og nánasta umhverfi, en sömu viðmið eiga ekki við þegar maður talar fyrir alþjóð. Það er óréttlætanlegt að sniðganga þá hefð, sem er grundvöllur réttarsafélagsins, að menn sé saklausir þangað til sakir sannast.
Þessir menn á DV telja sig og monta af því að satt megi ekki kjurrt liggja. Að þeir hafi rétt þolenda að leiðarljósi en hvað er þá með ættingja og vini þeirra sem falla í bardaga þeirra fyrir "sannleikanum". Eru þeir þá ekki fórnarlömb þessara sannleikspostula? Hverjir vernda rétt þeirra þolenda, þolenda DV?
Ég átti um tíma í löngum bréfaskriftum við annan ritstjóra DV, Mikael Torfason, og komst þar að því að hann er hinn mesti hugsuður. Spennandi penni með hugsjón og sýn.
Ég trúi því vart að hann láti völd þau sem hann nú hefur sem ritstjóri svo stíga sér til höfuðs að hann skammist sín ekki fyrir þessa gjörð sína, og sýni þþað í verki með því að ganga út af skrifstofum blaðsins með opinberri afsökunarbeiðni.
Jónasi getur engin bjargað, svo heilagur er hann í eigin huga. Hann verður að glíma sjálfur við sína sál og samvisku!
Meira vil ég vart segja, svo ógeðfellt finnst mér þetta.
Og ég tek undir...
Hingað og ekki lengra!
Þorleifur
Ég vil hvetja fólk til þess að segja upp áskrift sinni af þessu dagblaði, hafi það gert þau mistök að gerast áskrifendur.
Einnig að fólk lesi það ekki þar sem það liggi, að veitingastaððir kaupi það ekki og fólk sýni vilja sinn í verki með því að leiða þessa skömm hjá sér.
Sýni að Íslensk þjóð láti ekki svona mannorðsmorð yfir sig ganga, að hún samþykki ekki að einstaka meðlimir samfélagsins komist ekki upp með það að telja sig yfir samfélagið hafna.
Það hefur ekki tíðkast í nútíma lýðræðissamfélögum að menn taki réttvísina upp á sína arma, vissulega mega menn berjast fyrir réttlæti á heimilum sínum og nánasta umhverfi, en sömu viðmið eiga ekki við þegar maður talar fyrir alþjóð. Það er óréttlætanlegt að sniðganga þá hefð, sem er grundvöllur réttarsafélagsins, að menn sé saklausir þangað til sakir sannast.
Þessir menn á DV telja sig og monta af því að satt megi ekki kjurrt liggja. Að þeir hafi rétt þolenda að leiðarljósi en hvað er þá með ættingja og vini þeirra sem falla í bardaga þeirra fyrir "sannleikanum". Eru þeir þá ekki fórnarlömb þessara sannleikspostula? Hverjir vernda rétt þeirra þolenda, þolenda DV?
Ég átti um tíma í löngum bréfaskriftum við annan ritstjóra DV, Mikael Torfason, og komst þar að því að hann er hinn mesti hugsuður. Spennandi penni með hugsjón og sýn.
Ég trúi því vart að hann láti völd þau sem hann nú hefur sem ritstjóri svo stíga sér til höfuðs að hann skammist sín ekki fyrir þessa gjörð sína, og sýni þþað í verki með því að ganga út af skrifstofum blaðsins með opinberri afsökunarbeiðni.
Jónasi getur engin bjargað, svo heilagur er hann í eigin huga. Hann verður að glíma sjálfur við sína sál og samvisku!
Meira vil ég vart segja, svo ógeðfellt finnst mér þetta.
Og ég tek undir...
Hingað og ekki lengra!
Þorleifur
miðvikudagur, janúar 11, 2006
Godan daginn
Tetta verdur örstutt.
DV telur sig vera i einhverjum leidangri. Teir sitja i hasaeti sinu og deama mann og annan.
Tetta finnst teim rettlaetanlegt vegna tess ad teir eru ad berjast gegn hverju...
Sidspillingu?
Morölsku hruni Islensu tjodarinnar?
Ef sagan hefur kennt okkur eitthvad ta eru valdamiklir menn i heilögum tilgangi allra manna haettulegastir.
Eg fyrirlit tad sem teri gerdu i gaer og tel ekki ad fyrir tvi se onokkur einasta rettlaeting. Ritstjorakvabb a ekkert i utför fornarlambs skinhelgi teirra sem komu honum tangad.
AD lokum vitna eg i Kato og enda a:
Ad lokum legg eg til ad DV verdi lagt nidur.
Thorleifur Berlin
Tetta verdur örstutt.
DV telur sig vera i einhverjum leidangri. Teir sitja i hasaeti sinu og deama mann og annan.
Tetta finnst teim rettlaetanlegt vegna tess ad teir eru ad berjast gegn hverju...
Sidspillingu?
Morölsku hruni Islensu tjodarinnar?
Ef sagan hefur kennt okkur eitthvad ta eru valdamiklir menn i heilögum tilgangi allra manna haettulegastir.
Eg fyrirlit tad sem teri gerdu i gaer og tel ekki ad fyrir tvi se onokkur einasta rettlaeting. Ritstjorakvabb a ekkert i utför fornarlambs skinhelgi teirra sem komu honum tangad.
AD lokum vitna eg i Kato og enda a:
Ad lokum legg eg til ad DV verdi lagt nidur.
Thorleifur Berlin
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)