Góðan daginn
ég er að hugsa um að byrja aftur vegna þess að ég er farinn að fá spurningar utan úr heimi hvort að ég hafi látið lífið, og geri ég ráð fyrir því að fyrirspurnir þessar stafi af ólífrænni þögn minni á þessum síðum.
En ástæðnan er bæði skýr og skiljanleg, ég er búinn að vera á haus lengur en ég man eftir mér. Og hef ég þá frekar verið í beinu sambandi (með tilheyrandi kostnaði) við þá sem áhuga hafa haft á slíku.
En sumsé, nú geri ég tilraun að nýju að hefja skrif.
Og fyrst er þá í fréttum að ég er að vinna að nýrri uppsetningu á leikverki fyrir hið lifandi leikhús (lafandi leikhús eru þau ritvillumistök sem oftast koma upp...)
Sem stendur er um að ræða 3 vikna spunasession (já þorleifur er að vinna að spunasýningu) þar sem við söfnum efnisvið um sýninguna sem verður svo unnin í samstafi míns og Andra Snæs þar til æfingar hefjast að nýju um jólin komandi.
Ég mun skrifa aðeins um sýninguna í næsta bloggi.
hins vegar er ég að skrifa verkið sem ég set upp í Ágúst í Helsinki, verkið sem ber nafnið Clockwork Dreams, er byggt á verkinu Clockwork Orange (sulplise!) eftir Burgess.
Ég ákvað að skrifa nýtt verk þegar mér varð ljóst að vart væri hægt að vinna með verkið sem krafist er af umboðsskrifstofu Burgess (eða ættingjanna).
Það er ekki lítið mál að skrifa verk, hvað þá ef maður er að setja upp annað verk á sama tíma en ljóst er að verða að 8 tíma svefn per nótt hjálpar til.
Þetta verk verður svo efni þarnæsta bloggs.
En nú er ég búinn að ðfá nóg af tölvunni í bili og bið því að heilsa á sama tíma og ég lýsi yfir lífrænu á síðu þessari.
Þorleifur
miðvikudagur, júlí 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli