miðvikudagur, október 25, 2006

Góða kvöldið

Ég ætti náttúrulega að vera farinn að sofa en skynsemi hefur sjaldan talist mín sterkasta hlið.

ég er að vinna með Andra Snæ þessa dagana og það er skrítið en gott.

Við ræðum allt milli heims og helju, samræður sem svo hægt og hægt vinna sig inn að hjarta, heilsa, sál og þaðan niður á blað.

Hvort að það meikar svo allt sens verður bara að koma í ljós, en tilfinnig mín er sú nú að þetta verði spennandi ferðalag.

Manneskja nútímans er svo skrýtið dýr, eins og flugan sem OG VODAPHONE vill telja okkur trú um að við séum. Við séum bara til í dag, hér og nú, án sögu, án þróunar, við séum bara á lífi í dag og þess vegna eigum við einungis að...bíðið eftir því...að neyta.

já, neysla. Það er það sem við eigum að vera að gera. Neyta eins og við eigum lífið að leysa, því að við eigum lífið að leysa. Við erum búin að koma okkur upp hagkerfi sem byggir á því að við neytum, byggir á því að skuldir heimilanna hafi hækkað um 25% síðan um áramót, því að án þess fer allt heila draslið á hausinn. Og hvað gerist þá, þá fáum við álver til þess að laga þetta fyrir okkur.

Svo annaðhvort, nýjar buxur í Levis eða álver.

Frábært val.

Valfrelsi er það sem við búum við, nema að því undanskildu að skila auðu. Það kemur ekki til greina, eða hvað?

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: