fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Góðan daginn

Það er ekki erfitt að vera í Berlín í dag. Hér er 15 stiga hiti og sólskin.

Þó það sé alveg ferlega ópólitískt korrekt að segja það þá er global warming ekki hræðilegt fyrir íbúa á norðurhveli.

Ekki það að ég myndi ekki leggja á mig harðari vetur hér til þess að hörmungunum í Afríku, í suður Ameríku og vanþróuðu löndunum, sem hitinn hrjáir mest, myndi létta en það er auðveldara að brosa í dag hér í borg.

Ég er á leið á æfingu á eftir þar sem ég ætla að leggja senu á einni æfingu um samskipti kynjanna. Ætti að vera gaman.

Skólinn er svoldið í þessum stemmara núna, það er að skella okkur í verkefni þar sem við fáum stutt æfingaferli og svo umfjöllun.

Kallar á öðruvísi vinnubrögð en þarf alls ekki að vera slæmt.

VAnn sumsé Jelinek í fyrri viku, Brecht í þeirri síðustu og nú kombínera ég þetta tvennt í þessari viku.

Svo er auðvitað skrifin á hliðinni, eða ofaná, eða umhverfis allt saman.

Meri er komin og það var hreint út sagt stórkostlegt að vakna snemma í morgun með þessa fögru konu mér við hlið, heimurinn varð einhvernveginn bjartari.

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: