miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Góðan daginn

Liggur veikur og fúll í rúmmi og reyni mitt besta til þess að leiða Berlín hjá mér hér fyrir utan gluggan.

Konan mín er í Helsinki að meika það þannig að ég er algerlega einn í flensunni, svona getur verið erfitt.

ég horfði í móki á demokrata sigra fasistana í Bandaríkjanna, sem létti mér aðeins lund, og er svo með hugann við verkið sem verið er að skrifa þessa dagana.

Verkið fjallar um ímynd, ímynd þess að vera eða vera ekki, ímynd raunveruleika eða óraunveruleika, ímyndina sem verður að lifa af, ímynd sem er hinu sanna mikilvægara.

Ímynd er í raun algerlega magnað fyrirbæri, þetta er líklega það sterkasta í nútímasamfélaginu. í samfélagi sem byggir á markaði þá er hvernig þú lítur út á þessum markaði algerlega central.

Ný ímynd þýðir ný orka, ný ímynd þýðir nýr markaður, ný ímynd þýðir ný gildi.

En hvað með manneskjur? Þurfa manneskjur ekki að selja sig rétt eins og fyrirtæki? Er ég ekki af kynslóðinni sem finnst ekkert að því að selja sig (bæði ímyndarlega og raunverulega) til þess að fá vinnu, til þess að ná undir sig því sem maður vill.

Þannig rólega verður þetta verk til, verða hugmyndirnar bakvið þetta verk til, verða manneskjurnar bakvið þetta verk til, verður ímynd þessa verks til.

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: