
Það eru að koma jól. Ekki það blasi við á götunum, þar ríkir vindurinn einn.
Það er magnað að koma heim og horfa á Ísland með augum aðkomumannsins.
Maður myndi til dæmis aldrei sjá það í Berlín að álafosspeysuklædd grænmetisætutýpa settist upp í risastóran jeppa og brunaði í burtu með reykjarkófið í rassgatinu. Þetta fékk mig til þess að hlægja upphátt þar sem ég stóð í fárviðrinu í gær.
Einnig myndi maður hvergi annars staðar sjá ungar stúlkur ganga um göturnar í veðrum sem þeim er okkur nú hrjá í stuttpislum og þunnri sexy peysu.
Ísland er að verða skemmtileg blanda af the village í New York og Wall Street, það er svona létt hippastemming í klæðaburði að þeim undanskildum sem vinna í bönkunum (sem er líklega að verða 1/4 þjóðarinnar), þar er Sævar Karl í essinu sínu.
Hvað verður þegar þessir hópar fara að eiga alvöru samskipti, geta þessir hópar átt sameiginleg samskipti.
ég var annars á fundi í Glitni þar sem ég fór í skoðunarferð um húsið. Þetta var mögnuð upplifun, skipulagið með slíkum eindæmum að ég stend eiginlega agndofa á eftir. Hvernig hugsað er út í hvert smáatriði, hvernig allt er skipulagt og úthugsað niður í minnstu smáatriði.
Þetta er stærra en nokkur einn einstaklingur getur upphugsað, bankarnir eru sönnun þess í mínum huga að hópur starfar betur en einstaklingar.
En nú er að koma jól og þá á maður ekki að vera að hugsa um peninga, eða þannig!
Gleðilegar hátíðir.
Þorleifur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli