Líf án Facebook - dagur 4 og 5
Fór í heimsókn í gær til bóksalans míns, Stephen Welch. Hann á og rekur fornbókabúð hér í hverfinu sem mér finnst með afbrigðum skemmtilegt að heimsækja.
Hvergi annars staðar hef ég keypt jafn margar bækur sem ég hef ekki lesið (og ætla ekki að lesa) eins og þar.
Þetta er svona bókabúð þar sem þú finnur allt í einu bækur sem þér myndi aldrei detta í hug að kaupa nema fyrir tilstuðlan ærði máttarvalda, þegar þær detta út úr hillunni.
Þarna keypti ég einmitt bókina um Krupp fjölskylduna, sem er stærsta iðnaðarveldi Þýskalands og þarna var ég inn í gær þegar Laura kom í heimsókn.
Laura er ungur bókmenntafræðinemi sem vinnur af og til hjá SW Welch og hafa þau um margt sérstakt samband. Ekkert þannig ... bara eru stundum eins og gömul hjón (hvað er þetta með bókmenntafræðinga að vera gamlir um aldur fram?)
Ég minntist á það við hana í framhjáhlaupi að hún ætti að lesa Kate Atkinsson, enda lægi húmor þeirra teldi ég saman.
Vart var ég búinn að sleppa orðinu en þegar mér verður litið út fyrir og sé ég þar hvar bók dettur á götuna. Ekki get ég útskýrt hvaðan þessi bók kom en engar hillur liggja út að götunni (þó það séu hillur fyrir utan bókabúðina, en þær eru í innskoti).
Ég geng út og tek upp bókina, og hver er þar komin nema fyrsta bók Kate Atkinsson.
Ég fæ vonandi uppdate hjá Lauru á morgun um hvort ég (og æðri máttarvöld) höfðum rétt fyrir okkur.
SW Welch má finna á Facebook fyrir þá sem ennþá stunda þann djöfuls pitt!
Bestu kv
Þorleifur
sunnudagur, október 24, 2010
fimmtudagur, október 21, 2010
Life without Facebook - Day 3
Well, I did find the way how to not think about Facebook.
Sleep the day through.
Like so many short cut solutions this one involves wasting your life but for a day it was great.
I guess I was more tired than I thought after the production in Switzerland.
Not quite ready for "getting up at seven and get going" kind of life.
Of course sleeping so long does mean that the day is ruined - but man did I enjoy it this morning.
And let's see if I can't salvage what is left of the day!
Thor
Montreal
Well, I did find the way how to not think about Facebook.
Sleep the day through.
Like so many short cut solutions this one involves wasting your life but for a day it was great.
I guess I was more tired than I thought after the production in Switzerland.
Not quite ready for "getting up at seven and get going" kind of life.
Of course sleeping so long does mean that the day is ruined - but man did I enjoy it this morning.
And let's see if I can't salvage what is left of the day!
Thor
Montreal
Líf án Facebook - dagur 3
Ég er kominn með lausnina við því að velta Facebook ekki fyrir sér.
Sofa út.
Ég var greinilega algerlega uppgefinn eftir uppsetningartörnina og var ekki alveg kominn í rythmann að vakna klukkan 7 á morgnana í stúss - þannig ég tók daginn í dag og svaf til klukkan 14!
Ég og kötturinn.
Auðvitað þýðir þetta að dagurinn er ónýtur en það var vel þess virði.
Nú er bara að sjá hvort að maður geti ennþá gert eitthvað úr deginum
Þorleifur
Ég er kominn með lausnina við því að velta Facebook ekki fyrir sér.
Sofa út.
Ég var greinilega algerlega uppgefinn eftir uppsetningartörnina og var ekki alveg kominn í rythmann að vakna klukkan 7 á morgnana í stúss - þannig ég tók daginn í dag og svaf til klukkan 14!
Ég og kötturinn.
Auðvitað þýðir þetta að dagurinn er ónýtur en það var vel þess virði.
Nú er bara að sjá hvort að maður geti ennþá gert eitthvað úr deginum
Þorleifur
Life without Facebook - day 2
This is a lot harder then I though, harder even then I want to admit that it is.
It is completly intolerable how weak I am! Fuck it! fuck it! fuckedífuckedífuckedyfuck!!!
How can it be that I long for something that I find totallly meaningless and useless?
Am I this weak? Am I this hooked? Are the ghosts of facebook this strong?
I came home and saw my girlfriend online, facebooking with her friends. And she knew what everybody s doing and what everybody is thinking. And here I am alone and in the dark. And I even have a new Iphone 4 that can post photos straight on Facebook! This is unfair!
But I overcame the temptation of sneaking into the toilet with my laptop and"sneakpeak" so in stead I just sat down on the sofa and gave my girlfriend my "holierthenthou" look and told her to stop wasting her time with this uselss develish tool.
What is facebook good for anyhow?
Is it not in fact a poor substitude for human interaction, mabye even a dangerous one? I mean no matter how much you post about your life and look at other people boast about themselves and hit on girls and follow the lastest facebook drama it does not change the fact that you are alone at home talking to a machine!
Did somebody mention SOMA? Anyone? Anyone? Anyone...
Did not think so!
Thor
Montreal
This is a lot harder then I though, harder even then I want to admit that it is.
It is completly intolerable how weak I am! Fuck it! fuck it! fuckedífuckedífuckedyfuck!!!
How can it be that I long for something that I find totallly meaningless and useless?
Am I this weak? Am I this hooked? Are the ghosts of facebook this strong?
I came home and saw my girlfriend online, facebooking with her friends. And she knew what everybody s doing and what everybody is thinking. And here I am alone and in the dark. And I even have a new Iphone 4 that can post photos straight on Facebook! This is unfair!
But I overcame the temptation of sneaking into the toilet with my laptop and"sneakpeak" so in stead I just sat down on the sofa and gave my girlfriend my "holierthenthou" look and told her to stop wasting her time with this uselss develish tool.
What is facebook good for anyhow?
Is it not in fact a poor substitude for human interaction, mabye even a dangerous one? I mean no matter how much you post about your life and look at other people boast about themselves and hit on girls and follow the lastest facebook drama it does not change the fact that you are alone at home talking to a machine!
Did somebody mention SOMA? Anyone? Anyone? Anyone...
Did not think so!
Thor
Montreal
Líf án Facebook - dagur 2
Þetta er erfiðara en ég hélt. Mig er í alvöru búið að langa á Facebook af og til í allan dag.
Þetta er algerlega óþolandi! Óþolandi! Óþolandi!!!
Hvernig stendur á því að mig langar jafn mikið að gera eitthvað sem mér finnst svona ómerkilegt?
Er ég svona veikgeðja? Eða er Facebook svona powerful.
Kom heim og sá að kærastan var á facebook. Reyndi meiraðsegja að kíkja yfir öxlina á henni til þess að fullnægja lostanum en ég stóðst freistinguna.
Skammaði hana fyrir að eyða tíma sínum og settist í sófann uppfullur af heilagri réttlætiskennd.
Til hvers er Facebook anyhow?
Er þetta ekki bara lélegur staðgengill fyrir mannleg samskipti, kannski meiraðsegja hættulegur staðgengill þar sem þú ert bara einn með tölvunni þegar þú ert á facebook.
Þú getur skrifað eins og þú vilt og sent kveðjur og reynt við stelpur og skoðað myndir og póstað um sæta hamstra - þú ert samt einn heima að horfa á tölvuskjá.
Sóma hvað?
Þorleifur
Þetta er erfiðara en ég hélt. Mig er í alvöru búið að langa á Facebook af og til í allan dag.
Þetta er algerlega óþolandi! Óþolandi! Óþolandi!!!
Hvernig stendur á því að mig langar jafn mikið að gera eitthvað sem mér finnst svona ómerkilegt?
Er ég svona veikgeðja? Eða er Facebook svona powerful.
Kom heim og sá að kærastan var á facebook. Reyndi meiraðsegja að kíkja yfir öxlina á henni til þess að fullnægja lostanum en ég stóðst freistinguna.
Skammaði hana fyrir að eyða tíma sínum og settist í sófann uppfullur af heilagri réttlætiskennd.
Til hvers er Facebook anyhow?
Er þetta ekki bara lélegur staðgengill fyrir mannleg samskipti, kannski meiraðsegja hættulegur staðgengill þar sem þú ert bara einn með tölvunni þegar þú ert á facebook.
Þú getur skrifað eins og þú vilt og sent kveðjur og reynt við stelpur og skoðað myndir og póstað um sæta hamstra - þú ert samt einn heima að horfa á tölvuskjá.
Sóma hvað?
Þorleifur
miðvikudagur, október 20, 2010
þriðjudagur, október 19, 2010
Good evening
I have taken a month vacations from Facebook. I just got back to Montreal to my family after 7 weeks staging Peer Gynt in Switzerland and I found myself in front of the computer facebooking. And all of the sudden I just realised how stupid this was. What was I doing here.
I had long conversation with my friend about this when we were in Switzerland, about how Facebook had no impact on my life whatsoever, an here I was. Just through the door and without delay checking my Facebook for more news about nothing.
So I decided to try it out. The only way to find out if something has an impact on you is to check if you can live without it. So here I am - a month without Facebook.
This is not a political statement, has nothing to do with the film, mr Zuckerbergs doings or non doings. Nothing to do with suspicion that Facebook is a CIA tool or that Facebook being the future of Cyperlife. No - this is simply a lifestyle choice - or should I say - a lifestyle experiment.
I will blog about my life without Facebook - about the certain trails ahead - Both in Icelandic as well as in English.
The time I would normally spend on Facebook will be dedicated to reading David Foster Wallace. About living in the age of consumerism and obsessions. Should be interesting,
Apart form that this time will be split between Jelinek (My next production), Brecht (THe one after that) and Shakespeare (the one after that).
But enough for now.
Let the vacations begin!
Thor
Montreal
I have taken a month vacations from Facebook. I just got back to Montreal to my family after 7 weeks staging Peer Gynt in Switzerland and I found myself in front of the computer facebooking. And all of the sudden I just realised how stupid this was. What was I doing here.
I had long conversation with my friend about this when we were in Switzerland, about how Facebook had no impact on my life whatsoever, an here I was. Just through the door and without delay checking my Facebook for more news about nothing.
So I decided to try it out. The only way to find out if something has an impact on you is to check if you can live without it. So here I am - a month without Facebook.
This is not a political statement, has nothing to do with the film, mr Zuckerbergs doings or non doings. Nothing to do with suspicion that Facebook is a CIA tool or that Facebook being the future of Cyperlife. No - this is simply a lifestyle choice - or should I say - a lifestyle experiment.
I will blog about my life without Facebook - about the certain trails ahead - Both in Icelandic as well as in English.
The time I would normally spend on Facebook will be dedicated to reading David Foster Wallace. About living in the age of consumerism and obsessions. Should be interesting,
Apart form that this time will be split between Jelinek (My next production), Brecht (THe one after that) and Shakespeare (the one after that).
But enough for now.
Let the vacations begin!
Thor
Montreal
Góða kvöldið
Ég tók þá ákvörðun í dag að taka mér frí frá Facebook. Ég er nýkominn heim til Montreal eftir að hafa sett upp Pétur Gaut í Sviss og hafði ekki séð fjölskylduna mína í 7 vikur. Þar sem ég sat hérna heima og datt í klst á facebook þá og allt í einu fannst mér Facebook alveg hrikaleg tímaeyðsla. Þetta er svo sem ekkert statement - þannig - ég held eki að Facebook sé leynisöfnunarvél fyrir FBI eða á endurhönnun heimsins. Nei, ég held þvert á móti að Facebook skipti eiginlega engu máli - bara ekki nokkru einasta eina.
Og ef svo er þá ætti þetta sjálfskipaða frí að vera ekkert mál.
Ég ætla að nota tímann sem ég hefði annars eytt í Facebook til þess að lesa bandaríska stórvirkið "Infinite Jest". Þessi bók eftir David Foster Wallce er víst talinn eitthvað mesta bókmenntaverk seinni tíma sögu Bandaríkjanna og því var kominn tími á kauða.
Þess utan ætla ég að lesa Jelinek því að þar liggur næsta uppsetning.
En nóg um það. Facebook fríið er hér með hafið.
Þorleifur
Ég tók þá ákvörðun í dag að taka mér frí frá Facebook. Ég er nýkominn heim til Montreal eftir að hafa sett upp Pétur Gaut í Sviss og hafði ekki séð fjölskylduna mína í 7 vikur. Þar sem ég sat hérna heima og datt í klst á facebook þá og allt í einu fannst mér Facebook alveg hrikaleg tímaeyðsla. Þetta er svo sem ekkert statement - þannig - ég held eki að Facebook sé leynisöfnunarvél fyrir FBI eða á endurhönnun heimsins. Nei, ég held þvert á móti að Facebook skipti eiginlega engu máli - bara ekki nokkru einasta eina.
Og ef svo er þá ætti þetta sjálfskipaða frí að vera ekkert mál.
Ég ætla að nota tímann sem ég hefði annars eytt í Facebook til þess að lesa bandaríska stórvirkið "Infinite Jest". Þessi bók eftir David Foster Wallce er víst talinn eitthvað mesta bókmenntaverk seinni tíma sögu Bandaríkjanna og því var kominn tími á kauða.
Þess utan ætla ég að lesa Jelinek því að þar liggur næsta uppsetning.
En nóg um það. Facebook fríið er hér með hafið.
Þorleifur
föstudagur, ágúst 06, 2010
Góða kvöldið
Enn á ný tek ég mér hlé frá því að taka mér frí þegar kemur að þessum skrifum mínum.
Kannski þetta sé leið til þess að viðhalda geðheilsunni þar sem ég sit á hótelherbergjum heimsins, skapandi listaverk í hverfileika tímans. Leið til þess að halda utan um hinn svokallaða tíma, þessu afli sem við aðeins getum skynjað þegar það er liðið.
Pétur Gautur er verkefni nútíðarinnar.
Þetta magnaða verk sem ég hef borið í maganum í að verða fjórðung úr öld.
Það er ekki létt að setja verk upp sem þú veist meira um en þér er gott. Verk þar sem ímyndin er a köflum orðin raunveruleikanum sterkari (eins og í bankakerfinu).
En það er líka mögnuð áskorun.
Og nú eftir fyrstu vikuna trúi ég því að þetta geti barasta hreinlega orðið eitthvað.
Þorleifur
Enn á ný tek ég mér hlé frá því að taka mér frí þegar kemur að þessum skrifum mínum.
Kannski þetta sé leið til þess að viðhalda geðheilsunni þar sem ég sit á hótelherbergjum heimsins, skapandi listaverk í hverfileika tímans. Leið til þess að halda utan um hinn svokallaða tíma, þessu afli sem við aðeins getum skynjað þegar það er liðið.
Pétur Gautur er verkefni nútíðarinnar.
Þetta magnaða verk sem ég hef borið í maganum í að verða fjórðung úr öld.
Það er ekki létt að setja verk upp sem þú veist meira um en þér er gott. Verk þar sem ímyndin er a köflum orðin raunveruleikanum sterkari (eins og í bankakerfinu).
En það er líka mögnuð áskorun.
Og nú eftir fyrstu vikuna trúi ég því að þetta geti barasta hreinlega orðið eitthvað.
Þorleifur
sunnudagur, mars 14, 2010
Ekki er allt kreppa.
Ég ákvað að nota daginn til þess að rækta frændgarðinn.
Ég á þrjá frændur hérlendis sem ég er mjög náinn (sá fjórði er í Danmörku).
Þetta eru þeir Arnar Sveinn Guðrúnarsonur, Arnar (frumlegheitin í nafngiftunum stórbrotin) og Halldór dagur Sólveigarsynir.
Arnar Sveinn spilar fótbolta með Val og því hófst frændadagurinn á Valsvellinum þar sem við fylgdust með honum skora þrennu í leik við Leikni. Reyndar verður það að viðurkennast að ekki sáum við öll mörkin því að hinir tveir vildu fara að dæmi stóra frænda og spila sjálfir - en það fór ekki framhjá neinum að AS er góður í fótbolta.
Þvínæst settumst við allir saman fyrir framan imbann á bar hér í borg og horfðum á Arsenal leggja Hull í hörkuspennandi leik. Þrír rauðhærðir og sá fjórði í rauða bolnum!
Þaðan lá leið á Vitabar hvar Hamborgarar voru étnir við góðan orðstýr áður en stefnan var tekin heim á leið og STAR TREK hent í tækið.
Loks gáfum við hvorum öðrum 5 og allir fóru heim í rúmmið.
já, stundum er magnað að eiga frændur - Því ber er hver að baki nema frændgarð eigi!
föstudagur, mars 12, 2010
Góða kvöldið
Vikan að baki og ég er stoltur mottueigandi.
Ég tel mig þess fullvissan að fáir státi af annari eins mottu og ég.
Ástæðan er einföld, ég byrjaði að safna henni í Febrúar. Áður en mottan varð allra.
Ég mottaði mig upp til heiðurs hinni Þýsku VOKUHILA menningu!
Ekki það að mín motta sé eitthvað betri fyrir vikið, hún er það ekkert endilega. En hún er hiklaust meira original.
Hreinræktuð og málefnasnauð...
En hvað, maður getur ekki verið í forrystu í öllum málum.
Þorleifur
miðvikudagur, mars 10, 2010
mánudagur, mars 08, 2010
Ég afréð um helgina í útskriftar partýinu mínu að tala aldrei aftur um Icesave málið.
barasta aldrei aftur.
Aldrei.
Það var meiraðsegja bannað að tala um það í partýinu.
Ég braut þá reglu á fyrsta degi. En þó var ég reyndar að ræða hversu leiðinlegt mér þætti að vera að ræða þetta mál, hversu óhugnarlega það færi í taugarnar á mér.
Tel reyndar og hef alltaf talið að þetta sé smámál.
Mest útblásna smámál íslenkrar nútímasögu.
Og þar sem búið er að ræða þetta mál í ár hafi það hlotnast merkingu lang umfram raunverulegan þunga.
Þegar stjórnmálamenn (sem eru háðir stríðsrekstri) hafa grátið í pontu
þegar fólk hefur rifist í pottum og í hesthúsum
þegar óeirðir hafa brotist út í fjölskylduboðum og vinslit hafa orðið.
Þegar búið er að senda þjóðina á kjörstað og blása í þjóðernislúðra.
Þá verður málið að vera einhvers virði.
Annars erum við bara vitleysingar. Og það vill enginn vera vitleysingjar.
Nema einn. Fýlupúkinn út í horni. Hann kallar "keisarinn er nakinn"
Og svo er að sjá hvort satt reynist.
Þorleifur
barasta aldrei aftur.
Aldrei.
Það var meiraðsegja bannað að tala um það í partýinu.
Ég braut þá reglu á fyrsta degi. En þó var ég reyndar að ræða hversu leiðinlegt mér þætti að vera að ræða þetta mál, hversu óhugnarlega það færi í taugarnar á mér.
Tel reyndar og hef alltaf talið að þetta sé smámál.
Mest útblásna smámál íslenkrar nútímasögu.
Og þar sem búið er að ræða þetta mál í ár hafi það hlotnast merkingu lang umfram raunverulegan þunga.
Þegar stjórnmálamenn (sem eru háðir stríðsrekstri) hafa grátið í pontu
þegar fólk hefur rifist í pottum og í hesthúsum
þegar óeirðir hafa brotist út í fjölskylduboðum og vinslit hafa orðið.
Þegar búið er að senda þjóðina á kjörstað og blása í þjóðernislúðra.
Þá verður málið að vera einhvers virði.
Annars erum við bara vitleysingar. Og það vill enginn vera vitleysingjar.
Nema einn. Fýlupúkinn út í horni. Hann kallar "keisarinn er nakinn"
Og svo er að sjá hvort satt reynist.
Þorleifur
Góða kvöldið
ÉG hef lítið skrifað hér uppá síðkastið enda hóf ég skrif á Miðjan.is
Ætlimegi ekki frekar líta á þetta sem einhverskonar rusakistu minninganna, sem eigin upplifunarbók, sem leiðarvísir í gegnum lífið.
Enda les þetta varla nokkur maður.
Sem ég hafð einu sinni áhyggjur af - en ekki lengur.
Nú er ég eiginlega glaður með það. Því að hér get ég skrifað það sem ég vil. Um það sem ég vil. eins og ég vil.
Og hætt að gera mig að fífli með lélegum og leiðinlegum pistlum um ekki neitt!
Bk
Þorleifur
ÉG hef lítið skrifað hér uppá síðkastið enda hóf ég skrif á Miðjan.is
Ætlimegi ekki frekar líta á þetta sem einhverskonar rusakistu minninganna, sem eigin upplifunarbók, sem leiðarvísir í gegnum lífið.
Enda les þetta varla nokkur maður.
Sem ég hafð einu sinni áhyggjur af - en ekki lengur.
Nú er ég eiginlega glaður með það. Því að hér get ég skrifað það sem ég vil. Um það sem ég vil. eins og ég vil.
Og hætt að gera mig að fífli með lélegum og leiðinlegum pistlum um ekki neitt!
Bk
Þorleifur
laugardagur, janúar 09, 2010
Halló
Ég er staddur í skrítnustu borg þýskalands, Osnabrück.
Ég get ekki alveg lýst því af hverju mér líður svona með þessa borg, hvað það er við hana sem gerir hana svona fráhrindandi, en líklegast er það sú staðreynd að þessi borg er sú borg Þýskalands þar sem flestir telja sig vera ánægða með eigin tilveru.
Þetta er sumsé hamingjusamasta borg Þýskalands.
Þeir sem þekkja Þjóðverja vita að hamingjusamur Þjóðverji er hættulegur Þjóðverji. Hvað þá þegar hrúga af hamingjusömum Þjóðverjum koemur saman. Það ætti auðvitað að vera nóg til þess að hræða hvern sem er!
Það er eins og það deili allir einhverju leyndarmáli og ég sé sá eini sem ekki fæ að vita hvað það er. Smá svona Planet of the apes...
Svo er risastormur sem kannski er að loka mig inni í borginni til morguns, en ég ætla að taka sénsinn og stefni nú ótrauður á lestarstöðina.
Bk
Þorleifur
þriðjudagur, janúar 05, 2010
Góðan daginn
Það verður að segjast að þetta er einhver vitlausast ákvörðun í sögu íslensks lýðveldis.
Þarna lætur forsetinn popúlístískan hræðsluáróður stjórnarandstöðunnar (sérlega þó framsóknarflokksins) hlaua með sig í gönur.
Og auðvitað þýðir þetta að þjóðin þarf að þola enn einn besserwisserumgang íslenskra stjórnmálamanna í gegnum hina ömurlegu ICESAVE mýri.
Þurfum við nú að þola aðra 7 mánuði af rangfærslum, hræðsluáróðri og upphrópunum á önnur mál og mikilvægari sitja á hakanum?
Það eina góða sem kemur út úr þessu er að nú er í raun hægt að fara að ræða executívt forsetaembætti í alvöru, en kostnaðurinn við það er gríðarlegur.
Samúðarkveðjur frá Þýskalandi
Þorleifur
mánudagur, janúar 04, 2010
Góða kvöldið
Ég er kominn til Evrópu. Nánar tiltekið þá mætti ég útþvældur og subbulegur á flugvellinn í Berlín í eftirmiðdaginn á leið minni til A-Þýsku borgarinnar Schwerin. En þar mun ég á næstu vikum leikstýra sviðsútgáfu af hinu skáldverki Burgess, Clockwork Orange.
Ég mun halda einhverskonar uppsetningar dagbók og mun hún birtast á heimasíðunni midjan.is
Svo er bara að einhenda sér í ferðalagið.
Bk
Þorleifur
ps. Ég get ekki fylgst með karlgreyjinu á Bessastöðum lengur, þetta er pínku eins og að vera að liggja á glugga hjá deyjandi manni...
sunnudagur, janúar 03, 2010
Góðann daginn
Í Montreal er snjóstormur og bílar kærkveldisins eru mokaðir inni í boði ríkisins.
En þetta er líka dagurinn er ég kveð borgina í bili og skutlast yfir atlantshafið.
Það er fyndið, árið 2010 verður það leikhúsmaðurinn sem jet-settast eins og bankamaður með heimilið á á einum stað og vinnuna á öðrum.
Ætli þetta hafi víðtækari merkingu...
Kannski eru listirnar hinn nýji banki?
Bestu kv
Þorleifur
föstudagur, janúar 01, 2010
Sæl aftur.
Skemmtilegt nokk að ég skuli hefja aftur bloggvertíð á fyrsta degi nýss árs (hálfu ári eftir síðasta innslag) en umfjöllunarefnið er það sama - ICESAVE
Þetta sýnir nú kannski betur en flest hversu föst umræðan á Íslandi hefur verið undanfarið hálft ár. Ég tel að þetta mál hafi verið mikilvægt, en ekki svona mikilvægt.
Við þurfum að standa við skuldbindingar okkar, líka þær sem okkur líkar ekki við. Það er háttur ábyrgra þjóða. Okkar regluverk brást, okkar eftirlitskerfi. Okkar sjóður var tómur og okkar stjórnmálamenn sögðust ætla að borga. Þessir sömu stjórnmálamenn voru kosnir að þeirri sömu þjóð og nú vill ekki kannast við neitt.
Mér finnst þetta frekar borðleggjandi.
Og komi sú staða upp að við getum ekki borgað - þá semjum við um það. Og erum eftir sem áður trúverðugir.
Þeir sem hlaupast undan merkjum af því þeim finnst allt í einu að þeir séu fórnarlömb (jafnvel þó svo þeir séu það að hluta) eru ómerkingar og þannig verður komið fram við þá.
Það er helst að þessari ástæðu sem ég skil ekki það ágæta fólk í Sjálfstæðisflokknum, sem er meira og minna skynsamt fólk og þekkir inn á viðskiptahætti. Ef einhver ætti að skilja hvað trúnaður og traust í viðskiptalegum samböndum þá ættu það að vera þau.
Meiraðsegja stórbóndinn í Framsókn ætti að vita betur en að láta popúlíska þjóðernishyggju hlaupa með sig í gönur.
En nú er þetta mál vonandi að baki (nema Óli sé alveg búinn að missa það) og þá er vonandi að fólk geti farið að einbeita sér að málum sem skipta raunverulegu máli.
En víst er að í sögu lýðveldisins þá hafa aldrei jafn margri haft jafn hátt um jafn lítið málefni.
Bestu kveðjur
Þorleifur Örn Arnarsson
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)