fimmtudagur, október 21, 2010

Líf án Facebook - dagur 3

Ég er kominn með lausnina við því að velta Facebook ekki fyrir sér.

Sofa út.

Ég var greinilega algerlega uppgefinn eftir uppsetningartörnina og var ekki alveg kominn í rythmann að vakna klukkan 7 á morgnana í stúss - þannig ég tók daginn í dag og svaf til klukkan 14!

Ég og kötturinn.

Auðvitað þýðir þetta að dagurinn er ónýtur en það var vel þess virði.

Nú er bara að sjá hvort að maður geti ennþá gert eitthvað úr deginum

Þorleifur

Engin ummæli: